Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 6

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 6
S vo bregðast Krosstré sem önnur tré, jafnvel þótt maður sé Í fylgd með fullorðnum og sé með Þriðja táknið á hreinu. Það er bara svona að búa á Roklandi, elskurnar mínar. Það þarf engum blöð- um um það að fletta, ekki einu sinni í Jónsbók. Vetrarborgin hefur upp á margt að bjóða í myrkrinu. Edda útgáfa hélt veglegt teiti til heiðurs jólabókunum og dugði ekki minna til en Kjarvals- staðir til að hýsa og hita upp bókaunnendur, rithöfunda og annað skrýtið fólk. Slík partí teljast alltaf til mikilla Bókatíðinda og fjölmenni mætir á uppákomurnar. Meira að segja hinn hóvægri og mikils metni Arnaldur Indriðason kíkti við á samkomuna sem var stjörnum prýdd: Rithöfund- arnir Steinunn Sigurðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, blaðakonan Elín Pálmadóttir og Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, spjölluðu undir glasaglamri og léttri jass-sveiflu. Sölvi Sveinsson, skólastjóri Versl- unarskóla Íslands, var þar á sveimi í afar fallegum jakkafötum. Feðgarnir Guðmundur Andri og Thor Vilhjálmsson spókuðu sig um og sá eldri var aldrei þessu vant ekki í gangsterleðurjakkanum og snjáðu gallabuxunum, heldur svona dragfínn í hefðbundnum veislufötum. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri, tók brosmildur á móti gestum í anddyrinu á Kjarvalsstöðum og leysti þá svo út með glæsilegri bókagjöf. Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri, var líka á svæðinu í hátíðarskapi með litla soninn í fangin. Þjóðleikhúsið frumsýndi leikritið Leitin að jólunum eftir hinn fjölhæfa listamann Þorvald Þorsteinsson og var það með nýstárlegu sniði. Tekið var á móti spariklæddu smáfólkinu og fylgdarmönn- um þeirra strax í anddyrinu, en leikritið hófst þar. Rúnar Freyr Gíslason og Þórunn Erna Clausen voru í hlutverki leikhúsálfanna sem leiddu okkur um leyndardómsfullt Þjóðleikhúsið. Ferðalagið var skemmtilegt í fylgd með þessum frábæru ,,fararstjórum“, farið var meðal annars inn í Kristalssal og upp á háaloft þar sem við tók andblær lið- inna tíma; jól í baðstofu í gamla daga. Þá var farið út á þak þar sem mögnuð Grýla mætti til leiks. Leitinni og leikritinu lauk svo í sjálfum Þjóðleikhúskjallaranum. Frekar óhefbund- in en smart sýning. Við sögu kom einnig nútíminn með fjarstýr- ingum og farsímum en ekki sást til jólasveina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, var með syni sínum, mjög sæt í mosagrænum, teinóttum buxum og peysu og stígvélum. Samskip héldu veglega jólagleði á Kaffi Reykjavík og buðu dygg- um viðskiptavinum. Slegið var upp hvítu tjaldi yfir sólpallinn, kerti loguðu í stórum stjökum í myrkrinu og blásarakvintett kom gestum í réttu stemmninguna. Boðskortið var sérlega óvenjulegt en um var að ræða hangikjötsbita í lofttæmdum umbúðum sem á var prentað nafn viðtakenda ásamt fyrirsögninni: Forsmekkur að jólunum. Smekklegt ... |flugan@mbl.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson. L jó sm yn di r: E gg er t Torett Egilsson, Árni Egilsson og Hlín Agnarsdóttir. Atli Már Eyjólfsson, Aron Björn Leifsson og Hlín Bjarnadóttir. Rakel Pálsdóttir, Stefanía Pétursdóttir og Brynja Gunnarsdóttir. Þór Jónsson og Freydís Jara Þórsdóttir. Dagur Máni Ingvason, Ingvi Jökull Logason og Bjartur Jörvi Ingvason. Hilmar Örn Hilmarsson og Thor Vilhjálmsson. Bókatíðindi á Roklandinu góða FLUGAN Á KJARVALSSTÖÐUM var haldin jólagleði Eddu útgáfu. Tómas R. Einarsson og Halldóra Thoroddsen.Kristinn Hrafnsson, Reynir Traustason og Brynja Þorgeirsdóttir. Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas. L jó sm yn di r: E gg er t . . . þar mæta Valkyrjur, Dætur hafsins og jafnvel stöku Blendingsprinsar . . . ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ FRUMSÝNDI Leitina að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson. Íris Cochran og Elísabet Cochran.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.