Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 46
46 | 4.12.2005 SMÁMUNIR… Clarins hefur nú sett á markað endurbætta útgáfu af Extra-firming dag- og næturkremi sem framleitt hefur verið undir merkjum fyr- irtækisins frá árinu 1978. Kremunum er ætl- að að styrkja húðina og endurnæra og vinna þannig gegn öldrun hennar. Þau eru hugsuð fyrir konur um og yfir fertugt en áhrifin ku vera þau að húðin virðist unglegri og andlits- drættirnir skarpari. Kremin fást í 50 ml krukkum. Í krukkum og vinna gegn hrukkum Nýi ilmurinn FLOWERBYKENZO ORIENTAL frá Kenzo er blómailmur með austrænu ívafi þar sem Kyara, sjaldgæfur og dýrmætur reykelsisviður í Jap- an, kemur mest við sögu. Kyara er Vesturlandabúum framandi, en hefur í aldir verið miðpunktur sérstakr- ar serimóníu, sem kölluð er Kôdô og er tileinkuð reyk- elsisilminum. Þessi siður gengur út á að þátttakendur njóta og deila saman margbreytilegum reykelsisilmi. Og „hlusta“ jafnvel á reykelsisilminn, eins og margir halda fram að hægt sé að gera. Í lokin er svo hver ilmur túlkaður með skrautskrift. Kenzo-ilmurinn fæst í 50 ml úðaglasi og utan um það er pappír þar sem greint er frá því út á hvað Kôdô gengur. Ilmur með austrænu ívafi Mér finnst að við ættum að fá lystiskála í garðinn,“segir aldraður sósíalisti og lygnir aftur augunum.,,Þar getum við drukkið kaffi þegar rignir og um leið andað að okkur ilmi af blautum gróðri.“ Angurvær grípur hann báðum höndum um hækjuna sína, hóstar upp skugganum af þúsund sígarettum og bíður spenntur eftir fleiri tillögum um framtíð Folkets Park, garðskika í órækt sem er á stærð við Ingólfstorg og var áður fyrr hjartastaður verkalýðshreyfingarinnar á Norðurbrú. Hann skipar ennþá slíkan sess í hjörtum Norðurbrúarbúa að þegar jarðýta birt- ist þar um miðja nótt fyrir nokkrum árum skakklappaðist fólk samstundis út á náttfötunum til að mótmæla. Í ljós kom að jarðýtan átti einungis að moka upp jarðsýni, en samt fá margir hættulega öran hjartslátt við sjokkerandi minninguna um vélarskrímslið sem ruddist svona aldeilis óforvarandis inn í Garð Fólksins. Nýflutt í hverfið erum við spúsi minn blessunarlega laus við trámamyndirnar og prís- um okkur sæl í hvert skipti sem nefndarfélagarnir minnast andstuttir á atburðinn meðan við sitjum og fundum um framtíð garðsins í borg- aramiðstöðinni við Blágarðstorg. Svipprúðir landslagsarkitektar frá þremur teiknistofum hlusta þolin- móðir á söguna í þrítugasta skipti og líka á söguna hvernig íbúarnir voru sviknir þarna um árið, þá lofaði kommúnan einnig að gera Folkets Park að paradís – en fögur orð reynd- ust vera orðagjálfur í tækifærissinnuðum pólitíkusum, enda þótt íbúarnir hafi setið ófáa fundina, ef marka má orð sósí- alistans og Rauða-kross-konunnar sem aðstoðar heimilis- lausa fólkið sem hefur átt vísan samastað í garðinum. Nú er pólitíkusunum fyllsta alvara, lofar þreytuleg en brosmild kona, fulltrúi kommúnunnar sem stýrir fundunum um framkvæmdirnar, þessu sjálfskipaða borgararáði sem fær að kjósa milli teiknistofanna svo landslagsarkitektarnir mega hafa sig alla við að skrifa niður óskir borgaranna. ,,Fær heimilislausa fólkið að vera í lystiskálanum?“ spyr Rauða-kross-konan hvefsin. Nefndarmenn mundast við að setja upp fjölbreytt svipbrigði þegar ungur maður með fer- köntuð gleraugu og tískuklippingu fullyrðir að það sé ekki hlutverk garðnefndarinnar að leika félagsþjónustu. Sósíal- istinn grípur orðið áður en allt fer í hund og kött: ,,Auðvit- að verður pláss fyrir alla,“ hann lítur diplómatískur í fer- kantaðar sjónir unga mannsins, ,,en biðjum það um að hætta að hengja nærfötin sín á trén.“ Nú legg ég orð í belg: ,,Nærbuxurnar sleppa, en getum við látið heimilislausa fólkið fá timbur í kvöldbálið? Fnyk- urinn af brenndum gúmmídekkjum er hræðilegur. Og beð- ið það að hafa séfferhundana sína í ólum?“ Gerðarlegur piltur í grænum vinnugalla og leðurklossum segir að lögin banni bæði lausa hunda og gúmmíbál, en nánast ómögulegt sé að koma í veg fyrir lagabrot. Í sama mund lætur feimin kona á sér kræla og biður um að garðurinn verði lýstur, tor- velt sé að sjá hvað leynist í trjáþykkninu á kvöldin. Þetta er mér einmitt mikið hjartans mál, garðurinn er fyrir aftan heimili mitt og tvisvar hef ég hrökklast inn með ruslið þegar svipillir hundar hafa skyndilega orðið til úr engu. Draum- lynd stúlka í stællegum prjónakjól gerir vonir mínar að engu: ,,Það má alls ekki lýsa upp garðinn,“ segir hún. ,,Ég vil geta legið þar á kvöldin og horft á stjörnurnar.“ Fyndið ef nærbuxurnar heimilislausa fólksins myndu hrynja fram- an í hana, hugsa ég en þegi, enda feimna konan búin að telja í sig kjark til að biðja um eplatré. Og svona höldum við borgararnir áfram að funda – og mikið er gaman að fá að ráða, þó ekki nema dálitlu. En arkitektarnir, þeir mega hafa sig alla við að skrifa. | audur@jonsdottir.com Garður fólksins Pistill Auður Jónsdóttir Tvisvar hef ég hrökklast inn með ruslið þegar svip- illir hundar hafa skyndi- lega orðið til úr engu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.