Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 30
30 | 4.12.2005
Í ævisögu kvikmyndaleikarans og karlímyndarinnar John Wayne (1907-79),kemur m.a. fram hversu lítið frægustu vestrastjörnu allra tíma var gefiðum homma. Upp úr sauð þegar tökur hófust á Alamo, sem Wayne fram-
leiddi auk þess að fara með aðalhlutverkið. Leikararnir voru að hefja æfingar í
útnára í Texas, á meðal þeirra var Laurence Harvey, breskur sjarmör, frægur
sælkeri á mat og vín, einkar skemmtilegur náungi sem lét allt flakka en á sið-
fágaðan hátt.
Flestir vissu að hann aðhylltist frekar sitt eigið kyn ef báðir kostir voru í
boði. Hann var sem sagt tvíkynhneigður, nokkuð sem Jón Væni var ekki par
hrifinn af.
Þarna úti á mörkinni bjuggu menn við fábreyttan kost en aðra sögu var að
segja úr tjaldbúðum Harveys. Hann tók ekki einungis með sér á staðinn sinn
einkaþjón, heldur yfirkokk, birgðir af eðalvíni og hafði mann á launum í inn-
kaupaferðum til næstu borgar, að sækja besta hráefni til matargerðar sem upp
á var boðið þann daginn.
Vinátta til æviloka | Til
að gera langa sögu stutta
heillaði Harvey karlremb-
una Wayne gjörsamlega upp úr skónum, kenndi honum að meta eðalvín og
lostæti og fordómarnir gufuðu upp. Með þeim tókst einlæg vinátta sem hélst á
meðan báðir lifðu.
Sagan er rifjuð upp þar sem fordómarnir hafa gert það að verkum að vestrar
og samkynhneigð hafa ekki farið saman á tjaldinu til þessa, öðru vísi en í jað-
armyndum. Nú verður breyting á því enginn annar en sjálfur Ang Lee, marg-
faldur verðlaunahafi fyrir gjörólík meistaraverk á borð við Krjúpandi tígur, fal-
inn dreki – Crouching Tiger, Hidden Dragon og Vonir og væntingar – Sense
and Sensibility, er að senda frá sér nýja mynd sem nefnist Brokeback Mount-
ain. Jake Gyllenhaal og Heath Ledger fara með aðalhlutverkin, samkyn-
hneigða kúreka á búgarði í Wyoming árið 1963. Myndin hefur þegar verið
sýnd við góðan orðstír á kvikmyndahátíðum í haust en verður frumsýnd op-
inberlega 9. desember og kemur þegar í byrjun næsta árs í Senu-bíóin.
Hollywoodmyndir um samkynhneigð hafa flestar verið ofan en upp og geng-
ið illa í fjöldann. Að þessu sinni eru menn bjartsýnni því nú standa að verkinu,
ekki aðeins einn virtasti leikstjóri samtímans, heldur er handritið skrifað af
Larry McMurtry, sem hefur fangað höfunda best enduróm gamla vestursins í
stórkostlegum verkum sem flest hafa verið kvikmynduð; Hud, The Last Pict-
ure Show, Lonsome Dove, svo eitthvað sé nefnt. Aðalleikararnir eru virtir fyrir
frammistöðu sína í venjulegum hlutverkum; Brokeback Mountain er því tíma-
mótaverk.
Forvitnilegt verður að sjá hvernig verkinu reiðir af á almennum markaði. Að
undanskilinni The End Of The Affair, eftir Neil Jordan, hefur dramatísk
Hollywoodmynd um homma ekki litið dagsins ljós síðan Making Love rústaði
ferli Harrys Hamlin fyrir rösklega 20 áruum.
Aukið umburðarlyndi | Önnur spurning og áleitnari: Hvers vegna beið Holly-
wood jafn lengi og raun ber vitni eftir mynd um ástarsamband homma? Rösk-
ur áratugur er liðinn síðan Tom Hanks lék alnæmissjúkling í Philadelphia, hún
var réttarsalsdrama og lítil sem engin áhersla lögð á samband persónu Hanks
og sambýlismannsins (sem var leikinn af kvennagullinu Antonio Banderas).
Oliver Stone fór eins og köttur í kring um heitan graut þegar kom að tvíkyn-
hneigð Alexanders mikla, í samnefndri mynd frá síðasta ári. Skoðanakannanir
sýna síaukið umbuðarlyndi í garð samkynhneigðra, ef vel tekst til getur Broke-
back Mountain orðið myndin sem brýtur múra fordóma hjá kvikmynda-
húsgestum. Björninn getur unnist ef innihaldið nær að snerta tilfinningar
gagnkynhneigðra.
Þrátt fyrir mannvalið gekk ekki átakalaust að fá framleiðanda og kvik-
myndaver til að dreifa myndinni. McMurtry samdi kvikmyndagerðina eftir
smáögu Annie Proulx, árið 2002, en skriður komst ekki á málin fyrr en Lee
tók að sér leikstjórnina. Eftir frábærar viðtökur á kvikmyndahátíðum
víða um heim, gerir framleiðandinn/dreifingaraðilinn Focus Features,
sér vonir um að Brokeback Mountain fái tilnefningar til Óskarsverð-
launanna í ár. Hún fjallar um sorglegt ástarsamband tveggja ein-
staklinga á sjöunda og áttunda áratugnum. Þeim reynist ekki fært að
yfirstíga ljónin í veginum að varanlegri sambúð. Þessir tveir landbún-
aðarverkamenn geta tjáð sig líkamlega og í laumi, en geta ekki rætt um
tilfinningamálin. Þeir þjást og sambandið gengur hart að þeim. Jafn-
framt fjallar myndin um konur sem eru giftar samkynhneigðum körl-
um.
Leikstjórinn Gus Van Sant og framleiðandinn Scott Rudin, gerðu ítrekaðar
tilraunir til að koma verkefninu í gang hjá Columbia Pictures, en þær strönd-
uðu jafnan á sama vandanum: Enginn karlleikari fékkst til að taka að sér hlut-
verkin, þrátt fyrir að þeir hinir sömu lofuðu þau óspart.
Fyrirmyndar samstarf | Um leið og Lee kom til sögunnar, tókst að sannfæra
Gyllenhaal og Ledger um gæði hlutverkanna, samstarf leikaranna var til fyr-
irmyndar og tökurnar gengu vel.
Hvað leikstjórann snertir þá hefur Lee forðast að láta skipa sér á ákveðinn
bekk, hvort sem er í heimalandinu, Taívan, eða annars staðar. Hann sló í gegn
með The Wedding Banquet (’93), bæði gamansamri og alvarlegri mynd um
vandamál ungs manns að „koma úr skápnum“. Tveimur árum síðar kvik-
myndaði hann sögu Jane Austen, Sense and Sensibility, í Bretlandi. Myndin
hlaut sjö Óskarsverðlaunatilnefningar og vann ein, fyrir handrit aðalleikkon-
unnar, Emmu Thompson. Crouching Tiger, Hidden Dragon var gerð í Kína og
er hefðbundin ástarsaga, en krydduð stórfenglegri, austurlenskum átakaatrið-
um en áður hafa sést. Hún tók inn á þriðja hundrað milljónir dala, hlaut 10
Óskarstilnefningar og m.a. verðlaun sem Besta erlenda mynd ársins.
Lee er því sjóaður í þeirri kúnst að brjóta upp viðteknar hefðir. Hann lítur
ekki á nýju myndina sína sem dæmigerðan vestra heldur ástarsögu venjulegra
manneskja í vestrinu. Nokkrar myndir til viðbótar, sem fjalla að einhverju leyti
um samkynhneigð sambönd, verða frumsýndar næstu vikurnar. Þ. á m. Break-
fast on Pluto með Cillian Murphy undir stjórn Neils Jordan; Transamerica, og
Rent. Myndin Capote um rithöfundinn fræga, hefur hlotið frábæra dóma í
haust og er væntanleg til landsins á næstu vikum. | saebjorn@heimsnet.is
KVIKMYNDIR | SÆBJÖRN VALDIMARSSON
HÝRIR STRÁKAR Á HESTBAKI
R
eu
te
rs
Fordómar gagnvart samkynhneigð á undanhaldi Enn eitt vígið fallið Hommar aðalpersónurnar í nýjum stórvestra
Heath Ledger
t.v. og Jake
Gyllenhaal leika
samkynhneigða
kúreka á bú-
garði í Wyom-
ing árið 1963.
Ang Lee fékk gullljónið fyrir Broke-
back Mountain á kvikmyndahátíð-
inni í Feneyjum í september sl.
Laurence
Harvey
John
Wayne
Brokeback Mount-
ain fjallar um sorg-
legt ástarsamband
tveggja manna á
sjöunda og áttunda
áratugnum.