Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 40

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 40
40 | 4.12.2005 Vinna, heilsa og daglegt streð eru efst á baugi. Fréttir eða atburðir tengdir fólki erlendis eða hinum megin við hafið eru hugsanlegar. Kannski þarf krabbinn að gera breytingar á áætlunum eða búa sig undir trufl- anir á vinnu. Mars (framkvæmdaorka) er enn í bakk- gír og beint á móti Júpíter (útþensla). Ef krabbinn er að reyna að hleypa verkefni af stokkunum eða hugsar sér að taka áhættu er hugsanlegt að það reynist þraut- in þyngri. Staðfesta er svarið. Mars hættir senn göngu sinni afturábak og Merkúr (hugsun) fer aftur í merki bogmannsins og myndar jákvæða afstöðu við Kíron (æðri hugsun), sem kveikir nýjar hugmyndir. Krabbi 21. júní – 22. júlí Sólin er í hinum óþvingaða bogmanni þessa dag- ana og langar hrútinn helst til þess að teygja úr löppunum, víkka hugann og hægja á púlsinum. Reyndar er spenna milli Júpíters (útþensla) og Mars (framkvæmdaorka), ekki fara yfir strikið eða stóla um of á von eða heppni. Gættu að eyðsl- unni – beittu innsæinu og hafðu hemil á fljótfærn- inni. Fjármálin verða í brennidepli í mánuðinum og hugsanlegt að ræða þurfi útistandandi verkefni. Nýr vinur gæti dúkkað upp 5. desember, treystu í það minnsta vinaböndin. Leggðu mat á mikilvægar ákvarðanir og vertu á varðbergi gegn ósamkvæm- um ráðleggingum. Hrútur 21. mars – 20. apríl Júpíter er í sporðdreka í desemberbyrjun, samvinna og samstarf vísa veginn, en gæta þarf að jafnvæginu milli þess að gefa og taka í samskiptum við nákomna. Fjárhagurinn er í brennidepli eins og hjá mörgum öðr- um, tækifæri eða ný sambönd gætu gert vart við sig. Nautið þarf hugsanlega að laga sig að breytingum, en það verður þess virði. Tjáskipti eða samræður breyta stöðunni. Nýir tengiliðir gætu komið til skjalanna í vinnunni og búast má við framförum af einhverju tagi eftir 9. desember þegar Mars (framkvæmdaorka) skiptir úr bakkgírnum. Tækifæri á vinnusviðinu léttir hugsanlega fjárhagsáhyggjur eða vísar veginn. Naut 20. apríl – 21. maí Sambönd, samvinna og samskipti við nána samstarfs- menn eru áberandi núna. Á hinn bóginn er Júpíter (út- þensla) í sporðdreka og beinir athyglinni að vinnu, heilsu og daglegu amstri. Tækifæri til menntunar eða stöðuhækkun er hugsanlegt. Ákefð í sálarlífi tvíbur- ans neyðir hann til þess að einbeita sér líka að sínum eigin hugðarefnum og líklegra en ekki að hann finni jafnvægið vegna áhrifa frá Merkúr (hugsun). Kíron (æðri vitund) verður í vatnsbera frá og með 5. desem- ber og ýtir jafnvel undir framandi og spennandi tengsl. Kannski er ferðalag eða nám fyrir dyrum, eða þá að tvíburinn hittir kennara af einhverju tagi. Tvíburi 21. maí – 20. júní Rómantík, lífsstíll og skapandi viðfangsefni eru ljón- inu efst í huga. Hvert ertu að fara? Hvað langar þig til þess að gera? Tileinkaðu þér nýtt mynstur í upphafi síðasta mánaðar ársins og farðu varlega með pen- ingana. Ekki láta flækja þig í leynilegt ástarsamband. Meginverkefni ljónsins um þessar mundir eru að tryggja jafnvægið milli vinnu og einkalífs, viðhalda góðum tengslum, sinna skyldum sínum og passa að vanrækja engan. Kíron (æðri hugsun) fer í merki vatnsberans 5. desember og hleypir lífi í sambönd eða leiðir til breytinga. Einhverjir skipta jafnvel um maka. Vinnuálag gæti minnkað og skyldum fækkað eftir 9. þessa mánaðar, en nýjar hugmyndir og verkefni bíða. Ljón 23. júlí – 23. ágúst Óvæntar fréttir eða breytingar eru hugsanlega á döf- inni í peningamálum, en persónuleg tengsl eru mið- punkturinn hjá sporðdrekanum þessa dagana. Ein- beittu þér að samskiptum við maka og vinnufélaga og gættu þess að vera stór í sniðum. Vertu rausnarlegur og ekki láta fjölskyldulífið eða vinnuna mæta afgangi. Nóg að gera, sem sagt. Gerðu upp við þig hvert ábyrgðarhlutverk þitt er og á hvaða vettvangi. Ertu kannski að eyða miklum tíma og orku í eitthvað sem viðkemur tilfinningalífinu? Eða ertu að fórna einka- lífinu fyrir vinnuna? Farðu vel yfir stöðuna og gerðu breytingar þar sem þeirra er þörf. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Fiskurinn má búast við breytingum á sínum innri veruleika, vinnudeginum, samskiptum og tjáningu á næstunni. Aukið vinnuálag eða ábyrgð virðist á döf- inni. Heilsufarið þarfnast athugunar og ferðalög, hugsanlega yfir hafið, koma við sögu. Þú þarft að tjá þig með nýjum og breyttum hætti. Samskipti við yf- irboðara og starf og starfsframi eru í brennidepli, gættu þess að sinna skyldum. Breyttu leyndum hæfi- leikum í nýja iðkun eða færni og gaumgæfðu þarfir þínar á andlega sviðinu vandlega. Líklega þarftu að taka mikilvægar ákvarðanir um stefnuna í lífinu; dag- legt líf verður að endurspegla gildismat þitt. Fiskar 20. febrúar – 20. mars Bogmaðurinn á afmæli þessa dagana. Vertu í góðum félagsskap og leyfðu öllum að njóta nærveru þinnar (og breytinganna á elleftu stundu sem þú gerir jafnan með tilþrifum). Mundu að nú fer í hönd tímabil þar sem bogmaðurinn á að beina orku sinni inn á við og leita nýs sannleika, því Júpíter (útþensla) er á ferð í merki sporðdrekans næstu misseri. Búast má við hvörfum á sviði vinnu, heilsu, andlegrar viðleitni, tjá- skipta, ferðalaga eða menntunar, sem munu með tím- anum breyta lífsleiðinni. Heildarmyndin í lífi bog- mannsins er að taka stakkaskiptum. Eitthvað sem ekki er mögulegt opnar dyrnar að öðru sem gengur upp. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Mars í nauti sveimar í húsi heimilis og fjölskyldu í sól- arkorti vatnsberans. Hann þarf líka að laga sig að breytingum á sviði starfsframa og samvinnu við maka. Vinir, vonir og þrár eru í brennidepli í byrjun síðasta mánuðar ársins. Drífðu þig út og blandaðu geði. Léttu lundina með endurnýjuðum kynnum við gamla kunningja. Kíron (æðri vitund) snýr aftur í vatnsberann 5. desember og framhald verður á hring- rás sem hófst fyrr á árinu. Ný færni eða iðkun, nýir fé- lagar og nýjar hugmyndir eru grundvöllur breytinga innra með honum. Heilsan verður viðfangsefni með einum eða öðrum hætti. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Bogmaðurinn er hress og frumkvæður og níunda merki dýrahringsins. Sólin skín að jafnaði í stjörnu bogmannsins frá 22. nóvember til 21. desember. Sólin táknar grunneðlið og merki bogmannsins er stjórnað af Júpíter, plánetu gæfu, og hinum goðsögulega drottnara guðanna. Bogmaðurinn er eldsmerki og hefur dálæti á breytingum, ferðalögum og æðri þekkingu. D e s e m b e r RÝNT Í STJÖRNURNAR Breytingar eru fyrir dyrum. Meyjan vill gjarnan stefna í nýja átt en veit ekki alveg hvernig hún á að fara að því. Heimili og tilfinningalíf þarfnast athygli því hvörf verða ekki síst á þeim vettvangi. Kíron (æðri hugsun) fer í vatnsbera 5. desember og kemur með nýtt fólk, nýja færni og nýja iðju inn í líf þitt. Breytingar heima fyrir verða ljósar þegar Merkúr (hugsun) fer aftur í bogmann 11. desember og myndar jákvæða afstöðu við Kíron. Júpíter (útþensla) rekst á Satúrnus (raun- veruleiki) 12. desember og þá efast meyjan hugsan- lega verulega og hefur áhyggjur af skrefunum sem hún er að taka þessa dagana. Meyja 23. ágúst – 23. september Steingeitin fer með ströndum og fylgist álengdar með því sem gerist. Eitthvað kraumar undir niðri, en ekki rétti tíminn til þess að leggja spilin á borðið. Njóttu skapandi eða andlegra viðfangsefna í bili. Júpíter (út- þensla) er í sporðdreka og ýtir undir samskipti stein- geitarinnar við vini, vonir og þrár. Gættu þess að fara ekki yfir strikið á meðan Júpíter er beint á móti Mars (framkvæmdaorka), sem aftur er í bakkgír og ruglar framvinduna. Kíron (æðri vitund) fer í vatnsbera 5. desember og beinir hugsuninni að meðferð peninga og nýjum leiðum í því sambandi. Óþolinmæði hefur gert vart við sig, en ætti að fara minnkandi. Steingeit 22. desember – 20. janúar Sólin er í bogmanni og ferðalög og tjáskipti því nokkuð á döfinni. Veltu peningamálum fyrir þér á meðan Merk- úr (hugsun) er í afturábakgír í sporðdreka. Að hafa tök á því að láta drauma sína rætast er viðfangsefnið þegar Mars (framkvæmdaorka), Júpíter (útþensla), Satúrn- us (kerfið) og Neptúnus (ímyndunarafl) mynda kross, sem er leiðin inn í framtíðina. Taktu ákvarðanir sem tengjast vináttu, lífsskoðunum, fjárfestingum og fram- tíðarútgjöldum svo allir armar krossins séu í jafnvægi og þjóni hver öðrum. Ný verkefni tengd sköpun eða af- þreyingu verða hugsanlega að veruleika þegar Kíron (æðri hugsun) fer aftur í vatnsbera 9. desember. Vog 23. september – 22. október

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.