Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 32

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 32
32 | 4.12.2005 De Lorean þurfti 175 milljónir dollara í stofnfé og fékk hann rúmlega 12 milljónir frá hundrað minni fjárfestum, þ.á m. Sammy Davis yngri og Johnny Carson. Restina útveguðu bresk stjórnvöld í formi styrkja og lána gegn því að hann setti verksmiðj- una upp á Norður-Írlandi, en þar var atvinnuleysi tuttugu prósent. De Lorean lét sér fátt um finnast þótt fjármálafyrirtæki mæti lífslíkur fyrirtækisins aðeins 1 á móti 10. Hann samdi við Renault um byggingu verksmiðjunnar og þegar mest lét voru starfs- menn rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð. Eftir ýmsar tafir hófst framleiðsla á bílnum 1981 í verksmiðju í Dunmurry, úthverfi Belfast, mitt á milli hverfa kaþólikka og mótmælenda. Þarna vann fólk úr báðum trúarhópum og höfðu hóparnir sinn hvorn innganginn. Sjálfur hætti De Lorean aðeins 700 þúsund dollurum af eigin fé í fyrirtækið, en lifði eins og kóngur, ýmist í 7 milljón dollara íbúð sinni í New York, 3,5 milljón doll- ara húsi í New Jersey eða 4 milljón dollara sveitabýli í Kaliforníu. Eignir hans voru metnar á 28 milljónir dollara árið 1982 og hann virtist sannkölluð birtingarmynd am- eríska draumsins um fátæka drenginn sem barðist til vegs og virðingar. En það voru blikur á lofti. Stjörnuhrap | Salan á De Lorean DMC-12 gekk illa frá upphafi. Sumir kenndu um harðri sam- keppni frá sportbílum hönn- uðum af Datsun, Mözdu og Porsche en aðrir bentu á að bíllinn kostaði 26 þúsund dollara á meðan Chevrolet Cor- vette kostaði 18 þúsund. Strax í byrjun 1982 var fyrirtækið komið í gjörgæslu og í október 1982 fyrirskipaði breska ríkið að verksmiðjunni skyldi lokað. Fyrirtækið þurfti 17 milljónir dollara til að geta haldið áfram rekstri og í örvæntingu til að bjarga draumaverkefni sínu ákvað De Lorean að fjár- magna innflutning á 100 kílóum af kókaíni að and- virði 1,8 milljón dollara. Hann gekk beint inn í gildru sem FBI hafði lagt fyrir smyglara að nafni William Hetrick. Leynilögreglumaður, sem bar vitni, sagði að De Lorean hefði vonast til að hagn- ast um 24 milljónir dollara, sem hefði nægt til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. De Lorean hélt því ætíð fram að FBI hefði leitt hann í gildru og þvingað til að selja leynilögreglumanninum kók- aínið. Hann lýsti því yfir að þetta væri eitt alls- herjar samsæri til að vernda stóru bílaframleiðend- urna en í hina röndina sagði hann samsærið verk breskra stjórnvalda eða IRA. Málinu lauk með því að De Lorean var sýknaður, á þeim forsendum að alríkislögreglan FBI hefði lagt fyrir hann gildru. Mannorð hans beið engu að síður mikla hnekki. Á þeim 21 mánuði sem verksmiðjan starfaði voru aðeins framleiddir tæplega 10 þúsund bílar. Áætlanir höfðu verið uppi um að framleiða 100 De Lorean bíla klædda 24 karata gulli, en aðeins voru þrír framleiddir og tveir seldir. Árið 1985 var John De Lorean ákærður fyrir skattsvik og fjárdrátt en slapp við fangelsisdóm gegn því að greiða 9 milljónir dollara til kröfuhafa. Eftir það sneri hann sér að trúnni og skrifaði sjálfsævisögu sína. Hann lést 19. mars 2005. Í kvikmyndunum „Aftur til framtíðar“ (e. Back to the Future) lék De Lorean- bíllinn stórt hlutverk, en þar gat hann ferðast um í tíma og rúmi og jafnframt flogið. Kvikmyndin sem og ævintýralegt líf Johns De Loreans áttu þátt í að söfnunargildi bílsins jókst til muna. Vitað er um eitt eintak af De Lorean-sportbílnum á Íslandi, sem Sindra-Stál flutti inn til notkunar í kynningarstarfsemi. Bíllinn er nú í eigu Stefáns Arnars Stef- ánssonar bifreiðasmiðs í Hnífsdal, en hann er þriðji eigandi bílsins, sem er árgerð 1981 og ekinn 8.000 mílur. De Lorean tölulegar staðreyndir: Vél: 2.8 L (2.849 cm³) PRV V6 - Lengd: 4.216 mm -Breidd: 1.857 mm-Hæð: 1.140 mm (með lokaðar dyr en 1961 mm með þær opnar)- Þyngd: 1.230 k Frá því að Henry Ford hóf fyrstur fjöldaframleiðslu á bifreiðum í byrjun 20.aldar hefur bílaiðnaðurinn verið sveipaður ákveðnum ljóma, bíladellan grip-ið marga og bílaframleiðsla haft svipað aðdráttarafl fyrir verk- og tæknifræð- inga og Hollywood fyrir leikara og kvikmyndagerðarfólk. Einn umdeildasti og æv- intýralegasti bílasmiður allra tíma er án efa John De Lorean sem lést fyrr á árinu. Bílabakterían beint í æð | John Zachary De Lorean fæddist inn í lágstéttarfjöl- skyldu í bílaborginni Detroit 6. janúar 1925. Hann var elstur fjögurra bræðra, móð- irin ættuð frá Austurríki og faðir hans rúmenskur innflytjandi, sem vann í Ford- verksmiðjunni. Í frístundum gerðu þeir feðgar upp gamlan Ford-bíl, A-módel. Þótt fjölskyldan hafi lifað við kröpp kjör var hann sendur í tónlistartíma sem varð til þess að hann fékk námsstyrki í betri skóla í Detroit vegna hæfileika sinna. De Lorean varð strax afburðanámsmaður í tækniskólanum Cass Tech og hélt áfram að skara fram úr eftir að hann hóf nám í Lawrence Institute of Technology-háskólanum. Á lokaárinu vann hann hlutastarf hjá Chrysler-bílafyrirtækinu, en eftir útskrift fór hann í nám, sem fyrirtækið bauð uppá fyrir útskrifaða verkfræðinga. Góður námsárangur varð til þess að hann var ráðinn í verkfræðiteymi fyrirtækisins. Rísandi stjarna | Eftir tæpt ár hjá Chrysler færði De Lorean sig yfir til Pack- ard Motor Company þar sem hann vakti athygli fyrir að finna leið til að bæta sjálfskiptingu sem fyrirtækið hafði hannað. Eftir fjögurra ára starf var hann gerður að yfirmanni rannsóknar- og þróunardeildarinn- ar. Þrátt fyrir að fyrirtækið væri rekið með hagnaði gat það ekki keppt við Ford og General Motors og var því sameinað Studebaker-bíla- fyrirtækinu og De Lorean boðin ný staða. Á sama tíma bauð Gener- al Motors (GM) honum starf í einhverri af fimm deildum fyrirtækisins. Hann valdi sér starf hjá Pontiac-deild GM og voru næstu ár mjög farsæl enda var honum eignaður heið- urinn af ýmsum uppfinningum; rúðuþurrk- um, stefnuljósum, stuðurum, auk fjölda hönnunarútfærslna. Stærsta framlag hans til GM var þó bíllinn sem bar fyrst nafnið Temp- est og þróaðist út í LeMans og varð á end- anum sportbíll sjöunda áratugarins, Pontiac GTO (Gran Turismo Omologato). GTO-bíll- inn var kynntur til sögunnar árið 1964 og fór salan 500% framúr áætlun. De Lorean fékk nánast allan heiðurinn fyrir að hafa hannað fyrsta „kraftbílinn“ og var svo gott sem tekinn í guða tölu innan GM og ráðinn yfirmaður Pontiac. Aðeins fertugar var hann orðinn yngsti stjórnandi GM. Hann naut athyglinnar sem staða hans færði honum og sást oft með stjörnunum úr skemmtanaiðnaðinum, t.d. Sammy Davis yngri og Johnny Carson. Hann sagði skilið við aðra eiginkonu sína og hóf að hitta frægar kvikmyndaleikkonur, þ.á m. Ursulu Andress og Raquel Welch. De Lorean var orðinn frægur og var aftur hækkaður í tign, þá til að stjórna Chevr- olet-deildinni, þótt yfirmönnum GM þætti lífsstíll hans ekki alls kostar samræmast manni í slíkri stöðu. Hann þótti hvatvís, frakkur og yfirþyrmandi en eftir að hann tók við stjórnartaumunum í deildinni, sem hafði verið óskipulögð og rekin með tapi, varð hún gullhæna fyrirtækisins. Önnur stöðuhækkun var í vændum. De Lorean DMC-12 verður til | Árið 1972 var De Lorean ráðinn varaforseti yfir bíla- og trukkadeild GM og töldu flestir aðeins tímaspursmál hvenær hann yrði gerður að forstjóra fyrirtækisins. Öllum að óvörum sagði De Lorean upp 2. apríl 1973, 48 ára að aldri. Hann gaf þá skýringu að hann vildi vinna að samfélagsmálum og sagði bíla- iðnaðinn ekki uppfylla þær þarfir hans. Í rauninni hafði hann önnur plön. Hann var nýkvæntur fyrirsætunni Cristina Ferrare og fannst Detroit ekki lengur samboðin sér. Fljótlega stofnaði hann fyrirtækið De Lorean Motor Company og sýndi frumgerð af tveggja sæta sportbíl sem bar nafn hans, De Lorean DMC-12. Útlit bílsins hannaði Ítalinn Giorgetto Giugiaro, klæðningin var úr ryðfríu stáli og dyrnar opnuðust eins og vængir. Vélin var samstarfsverkefni Peugoet, Renault og Volvo en Lotus hannaði yfirbygginguna. BÍLAR | HALLDÓR BIRGIR BERGÞÓRSSON ÆVINTÝRI JOHN DE LOREANS Aðeins voru framleiddir tæplega 10 þúsund De Lorean DMC-12 tveggja sæta sportbílar John De Lorean þótti birting- armynd ameríska draumsins um fátæka drenginn sem barðist til vegs og virðingar. Eini De Lorean-bíllinn, sem vitað er um á Íslandi, getur ekki ferðast um í tíma og rúmi og flogið eins og samskonar bíll í kvikmyndinni Aftur til framtíðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.