Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 20
E ins og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingurbendir á fara sumir foreldrar þá leið að halda jól-
in saman barnanna vegna þrátt fyrir skilnað en að
hennar sögn líður þó fæstum vel með það. Á þessu geta
þó verið undantekningar eins og sannast á jólahaldi
Sveins Rúnars Haukssonar læknis og konu hans Bjark-
ar Vilhelmsdóttur. Í fjöldamörg ár hafa þau haldið jól
með fyrrverandi eiginkonu Sveins, Evu Kaaber og
fimm börnum hans af báðum samböndum. Sambýlis-
maður Evu er einnig hluti af þessari óvenjulegu „stór-
fjölskyldu“ sem og börn hans af fyrra hjónabandi eftir
atvikum.
„Fyrir okkur er þetta bara eðlilegasti hlutur því þrátt
fyrir skilnað erum við áfram ein fjölskylda og þannig
hefur það verið frá fyrstu tíð,“ segir Sveinn inntur eftir
því hvort þetta hljóti ekki að vera nokkuð sérstakt.
„Björk fór strax í mömmuhlutverk gagnvart mínum
börnum og þeim Evu varð fljótt vel til vina. Svo eftir að
við Björk eignuðumst okkar börn endurtók sagan sig
því Eva varð þeim strax eins og önnur móðir. Til dæm-
is höfum við Björk getað leyft okkur að fara í lengri og
skemmri ferðalög því Eva hefur flutt heim til okkar á
meðan og tekið að sér heimilið eða þá að börnin hafa
farið til hennar, allt eftir því hvað hentaði betur. Það
hefur jafnvel komið fyrir oftar en einu sinni að Eva hef-
ur sótt foreldrafundi í skólanum hjá börnum okkar
Bjarkar þegar svo hefur staðið á að hvorugt okkar hef-
ur getað mætt.“
Konurnar spiluðu aðalhlutverk | Þegar Sveinn og Eva
skildu voru börn þeirra á aldrinum fimm til tólf ára og
samkomulag varð um að börnin yrðu hjá móður sinni á
aðfangadagskvöld. Sveinn hélt því jól með móður sinni
og stjúpföður fyrstu tvö árin á eftir. „Ég var ósköp bág-
ur á þessum tíma þó ástæðulaust sé að útmála þessi jól
sem einhverja hörmung. Ég hafði að góðu að hverfa
auk þess sem samkomulag okkar Evu var alla tíð gott,
þrátt fyrir skilnaðinn. Ég get því ekki sagt að ég hafi
fundið fyrir togstreitu heldur miklu frekar almennum
trega.“ Hann segir það því hafa verið mikla og góða
lausn fyrir sig þegar sameiginlegu jólahaldi fjölskyld-
unnar var komið á. „Auðvitað eru jólin miklu meira en
bara aðfangadagskvöld og ég fór alltaf með börnin til
mömmu á jóladag. Það var eins hjá Evu því mamma
hennar var með jólaboð á jóladag svo þetta gátu orðið
dálítil hlaup. Svo hafa börnin yfirleitt verið hjá mér á
gamlárskvöld.“
Sameiginlegt jólahald kom fyrst til tals eftir að
Sveinn og Björk hófu sambúð og hann viðurkennir fús-
lega að það hafi fyrst og fremst verið gjörningur
kvennanna tveggja. „Þær spila algjört aðalhlutverk í
því og þá er ég ekki endilega að tala um eldamennsk-
una þótt þær séu báðar ákaflega hæfar á því sviði,“ seg-
ir hann og brosir. „Vinátta þeirra tveggja og sambönd
þeirra við börnin öll gerir það sjálfsagt og eðlilegt að
við höldum jólin saman eins og raunar svo margar aðr-
ar hátíðir og tilefni. Auðvitað er það eðlilegt fyrir mig
að mig langi að halda jólin með öllum börnunum mín-
um fimm en kannski ekki eins sjálfsagt fyrir þær tvær
og því er það fyrst og fremst þeim að þakka að þetta
hefur orðið svona. Ég lenti meira að segja einu sinni í
AÐ LIFA AF JÓLIN
ÓVENJULEG „STÓRFJÖLSKYLDA“ Á JÓLUM
„Fyrir okkur er þetta bara eðlileg-
asti hlutur því þrátt fyrir skilnað er-
um við áfram ein fjölskylda,“ segir
Sveinn Rúnar Hauksson.
L
jó
sm
yn
d:
S
ve
rr
ir
V
ilh
el
m
ss
on
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Hágæða
ítalskar
kápur
OPIÐ Í DAG
13:00-18:00