Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 25
Hermann: Það er mikill aldursmunur á okkur bræðrum, níu ár, og þess
vegna á ég engar minningar um einelti og kvalræði af hans hálfu eins og
margir sem eiga lítið eldri bróður. Við vorum þrjú systkinin, á milli okkar
systir sem dó úr hjartasjúkdómi tíu ára gömul, og Jón Hallur var duglegur að
passa okkur hin. Svo fyrir mér var hann eiginlega eins og fullorðinn maður
þegar ég var lítill. Fullorðinn maður sem hlustaði á mikið af skrýtinni tónlist
sem ég gerði síðan líka. En sem barn var ég í svolítið öðrum heimi með mín-
um vinum í aksjónleikjum og ég man að sumum þeirra fannst Jón Hallur dá-
lítið skrýtinn, ekki síst í klæðaburði. Ég fór þó semsagt snemma að hlusta á
alls kyns tónlist fyrir tilverknað hans, var til dæmis orðinn mikill aðdáandi
þungarokksveitarinnar Deep Purple fimm ára gamall og síðar fór ég að lesa
mikið af bókum.
Eftir menntaskóla og háskólanám fór Jón Hallur til Spánar í nám og skildi
eftir í minni umsjá gríðarlegt plötusafn og bækur. Ég er af kynslóð sem náði í
skottið á pönkinu, en var af þessum sökum vel heima í tónlistinni sem kom á
undan því. Við byrjuðum snemma að spila saman. Ég var fjórtán ára þegar
hann gaf út hljóðsnældu með eigin lögum og textum og nokkru síðar aðra, og
ég var mjög hrifinn af þeim. Sjálfur var ég þá farinn að vera í hljómsveitum
og þegar ég var rúmlega tvítugur gerðum við plötu með Jóni Halli, Þrettán
tímar og fleiri lög hét hún.
Við bræður erum mjög ólíkir um margt, í útliti erum við svart og hvítt. Og
hvað varðar hljóðfæraleik, þá hefur hann meiri hæfileika til að smíða tónlist
og texta en beinlínis að vera flinkur spilari. Og ég er tiltölulega flinkur hljóð-
færaleikari og hlakka til að taka upp lög Jóns nú um helgina. Ég samdi tals-
vert af tónlist hér áður fyrr, en geri minna af því núna. Ég hef verið að spila í
hljómsveit að undanförnu, og finnst þægilegt að spila lög eftir aðra. Það er
tímafrekt að semja lög og texta, ég hef alltaf verið fremur lengi að því. Það
eru einnig einhverjir þræðir finnst mér á milli tónlistar og bóka, og ég á auð-
veldara með að skrifa þegar ég er eitthvað að glamra í tónlist meðfram því.
Ef ég ætti að lýsa Jóni Halli þá er hann fyrst og fremst góður og einlægur
maður og auk þess mikill húmoristi. Hann getur verið mjög flippaður og
stríðinn, það er í ættinni. Samband
okkar hefur alla tíð verið mjög náið.
Við lesum yfir hvor hjá öðrum og
hann er einn af mínum uppáhalds-
lesendum. Ég þekki mjög vel hans
bókmenntasmekk, hann vill gjarnan hafa plottið þétt og fléttuna klára, ein-
mitt það sem glæpasögur ganga mikið út á, og svo vill hann hafa vel skrifaðan
texta og er opinn fyrir alls kyns tegund bókmennta. Hann segir skoðun sína
umbúðalaust og þess vegna tek ég mikið mark á gagnrýni hans. Mér finnst
alltaf mjög gaman að lesa það sem hann skrifar og nýja glæpasagan hans er
verulega góð að mínum dómi. Hann gaf hér á árum áður út nokkrar ljóða-
bækur, þýddi ljóðabók eftir Lorca og gaf út ljóðatímaritið Ský. Nokkrum ár-
um seinna kom út flugtímarit með sama nafni í staðinn fyrir það sem hét Við
sem fljúgum og ég hef verið að undirbúa útgáfu bókmenntatímarits með því
nafni, svona til að halda tengingunni á milli flugtímarita og bókmennta-
tímarita og okkar ágæta bræðraþeli.
Jón Hallur er mjög afkastamikill lagahöfundur, hann beinlínis dælir frá sér
lögunum. Á meðan hann var að skrifa Krosstré hvíldi hann sig með því að
semja jólalög. Þau eru orðin svo mörg að við ætlum að taka þau upp og gefa
út á geisladisk núna fyrir jólin, þótt við séum orðnir það seinir að þetta verð-
ur meira eins og jólakort til vina og vandamanna en formleg útgáfa.
Hér áður fyrr gat Jón Hallur verið geysilega utan við sig. Ég er reyndar
miklu verri en hann hvað það varðar. En ég man eftir því þegar hann kom
heim frá Spáni og var að búa sig undir próf að ég kom að honum þar sem
hann var á kafi í bóklestri. Hann reykti pípu á þeim tíma og þegar ég heilsaði
honum leit hann upp og það skíðlogaði í hárinu á honum. Hann tók ekkert
eftir því sjálfur og ég sagði: Hei, það logar í hárinu á þér! Og hann sagði
bara: Ha? – og það tók hann nokkra stund að átta sig á þessu.
Það hefur alltaf verið mikið fjör í kringum Jón Hall. Ég var mun alvarlegra
barn en hann og fíflalætin í bókunum okkar eru ólík. Hann er líka maður
sem ekki er beinlínis hægt að rífast við. Vissulega deilum við um margt en
það er alltaf á jákvæðum nótum. Mér er reyndar sagt að Jón hafi verið mjög
erfitt barn. Hann bjó fyrstu æviárin í Danmörku þar sem foreldrar okkar
voru við nám og sagan segir að hann hafi verið svo mikill ærslabelgur að vinir
foreldra okkar gáfu upp á bátinn allar fyrirætlanir um að eignast börn þegar
þeir sáu til hans. Einhverju sinni sátu foreldrar okkar í eldhúsinu og ægilegir
skruðningar og læti bárust innan úr stofu. Síðan kom nokkur þögn og svo
heyrðist hann segja: Góur og dullegur! Hann snarróaðist síðan þegar hann
lærði að lesa, er mér sagt, varð strax mikill lestrarhestur. Hann fór líka
snemma í sveit á sumrin og lærði að vinna, eins og ég löngu síðar. Við áttum
afa og ömmu norður á Akureyri sem við heimsóttum á sumrin og eigum það-
an afar ljúfar minningar. Rerum til fiskjar á Pollinum, áttum vini nyrðra, fór-
um í lystigarðinn og sundlaugina. Ég man að við veiddum talsvert af fiski á
Pollinum en þegar ég reyndi það aftur fullorðinn með ömmu okkar háaldr-
aðri fékk ég bara einn fisk sem reyndist mengaður og ógeðslegur þegar ég
reyndi að elda hann.
Það óhætt að segja að við Jón Hallur séum mjög góðir vinir og það líða
aldrei margir dagar án þess að við séum í sambandi. Þótt við séum ólíkir um
margt eigum við einnig mjög margt sameiginlegt. Almennt séð höfum við
svipaðan smekk á bókmenntum og tónlist, þótt iðulega komi fyrir að ég hríf-
ist af einhverju sem hann þolir ekki og öfugt. Við bætum hvor annan upp og
til samans erum við fullkomnir.
GETUR VERIÐ MJÖG FLIPPAÐUR
OG STRÍÐINN
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
„Það eru til myndir af
honum pínulitlum að nota
ljósakrónu fyrir boxpúða.“
4.12.2005 | 25