Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 14

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 14
Ó spillt gleði og friður í sál og sinni. Hefðir, sem hafa staðið óhaggaðar síðan allir muna eftir. Fjölskyldan nýtur stundarinnar og í því sam- hengi eru allir ómissandi. Við viljum vera saman um jólin. En hvað ef það er ekki í boði? Hvað ef fjölskyldan er ekki sama fjölskylda og áður? Hvað ef máttarstólpar og stofnendur fjölskyldunnar hafa tekið upp á því að skilja hver við annan þannig að ekki stendur steinn yfir steini í jólahaldinu? Jú, þá getur mikið breyst. Í stað þess að njóta gleði barnanna yfir gjöfum og góðmeti sér mamma eða pabbi fram á jól í einsemd. Börnin finna fyrir fjarveru foreldris og hafa áhyggjur af því enda vilja þau eng- an særa. Í stað friðarins er komin óvissa og jafnvel pirringur eða tog- streita yfir því hvernig hlutunum skal háttað. Margir kannast við hnútinn í maganum sem stækkar alla aðventuna og hinar áleitnu spurningar: Hvernig verða jólin nú í ár? Hvernig eigum við að lifa þau af? „Ég rekst oft á að fólk kvíðir þessum tíma þegar aðstæðurnar eru svona breyttar,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. „Jólin eru mikill hefðatími og fjölskylduhátíð og þegar hún er stokkuð upp virðist það vega að einhverju mjög djúpt innra með okkur. Jólagleðin felst að svo miklu leyti í siðunum og venjunum AÐ LIFA AF JÓLIN Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Ljósmyndir Golli Jólahald í kjölfar skilnaðar reynist mörg- um erfitt og vekur óteljandi spurningar enda felur það í sér breytingar á siðum og venjum sem við alla jafna leggjum okkur í líma við að hafa eins ár eftir ár eftir ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.