Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 39
undanfarið keypt nokkuð af þrúgum frá Bio-Bio sem liggur mjög sunnarlega og spurning hvaða framhald verði á því.“ En þrátt fyrir fjölbreytileika Chile hefur Montes einnig fjárfest í Argentínu, hinum megin við Andesfjöll- in. „Það er mjög spennandi svæði fyrir mig sem vín- gerðarmann. Það er stórkostlegt að sjá hversu ólík vín- gerðarsvæði Chile og Argentína eru þrátt fyrir landfræðilega nálægð. Chile-vínin eru ávaxtameiri og glaðari. Þau argentínsku alvarlegri og þyngri. Ég kann virkilega að meta bragð þeirra og hversu tannísk en jafnframt mjúk þau eru. Ég líki þeim stundum við marmarasúlur, áferðin er slétt en þau er gegnheil.“ Ekki á leiðinni í helgan stein | Aðstæður til vínræktar eru mjög frábrugðnar í Argentínu. Í Chile rignir á vet- urna en á sumrin sést varla ský á himni svo mánuðum skiptir. Í Argentínu eru veturnir þurrir og það rignir mikið á sumrin. „Síðastliðið sumar taldi ég 22 rigning- ardaga í Mendoza, þar sem við ræktum vínin í Argent- ínu. Það kemur hins vegar ekki að sök. Loftslagið er ekki eins rakt og í Chile sem liggur að hafi og því veldur rigningin ekki hættu á myglu í þrúgunum.“ Í upphafi keypti Montes þrúgurnar til framleiðslu á argentínska víninu sínu, sem heitir Kaiken, en nú hefur hann því til viðbótar keypt 70 hektara af ekrum og þeg- ar gróðursett vínvið á helmingi landsins. „Við erum einnig með lóð fyrir víngerðarhús en allt ræðst þetta af viðtökum markaðarins. Þær hafa hins vegar verið frá- bærar fram að þessu.“ Að því búnu fer Montes að ræða um enn eitt verk- efnið sem hann er með á prjónunum, rósavín í hæsta gæðaflokki úr Syrah-þrúgunni. Það er ljóst að hann er ekki á leið í helgan stein. | sts@mbl.is Frá framleiðandanum Kim Crawford kem- ur ágætis þrenna af nýsjálenskum vínum, öll nútímaleg og með skrúfutappa sem tryggir fersk- leika vínsins – enginn hætta á korkskemmdum. Kim Crawford Marlborough Chardonnay 2004 er óeikað og aðlaðandi hvítvín. Ungur og ferskur ávöxtur, ferskjur, bananar og ananas. Góð uppbygging upp í gegn, nokkuð feitt. 1.390 krónur. 17/20 Kim Crawford Sauvignon Blanc 2004 er ungt og grænt, angan af sætum perum, grasi og laufi, þokkalega ferskt með sætum ávexti í munni. 1.390 krónur. 17/20 Kim Crawford Marlborough Pinot Noir, rauður berja- og sultuávöxtur, hindber og jarðarber, léttur og fremur sætur og þægilegur. Mjúkt og létt í munni. Vín sem jafnvel mætti drekka örlítið svalt. 1.450 krónur. 16/20 Næsti bær við er Ástralía. Það er hins vegar ekki al- gengt að vín komi frá Vestur-Ástralíu en þar eru ekki síður fín vínræktarsvæði en í Suður-Ástralíu. Goundrey Chardonnay 2004 er óeikað og einnig með skrúfutappa, ungt og þægilegt, grænar perur, ferskjur og sítrus, þykkt með nokkurri sætu í munni. 1.250 krónur. 17/20 Goundrey Homestead Western Australia Cabernet Sauvignon 2003 angar af svölum ávexti, dökkrauð og svört ber, vanilla og lauf. 1.250 krónur. 16/20 Um síðustu helgi fjallaði ég um mjög fín vín frá Suð- ur-Týról á Ítalíu. Hér er eitt slíkt til viðbótar. St. Mich- ael Eppan Gewurztraminer 2004 er arómatískt með þurrkuðum apríkósum, blómum og kryddi. Létt og ferskt. 1.850 krónur. 17/20 Loks öflugur Spánverji frá Katalóníu úr þrúgunum Cabernet Sauvignon, Tempranillo og Garnacha. Castell del Remei 1780 Costers del Segre 2001. Mikil og áber- andi amerísk eik, vanilla og súkkulaði, brenndur viður, hefur góða og feita uppbyggingu. Stórt vín. 2.800 krón- ur. 18/20 VÍN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.