Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 16
16 | 4.12.2005
og því finnst okkur ömurlegt að þurfa að
breyta þeim. Þær veita okkur öryggi og stað-
festa að lífið gangi sinn vanagang og allt sé í
lagi.“
Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarð-
arkirkju, segist oft tala um missi í þessu sambandi. „Þetta er
svipuð tilfinning og ef ástvinur manns deyr á árinu enda
breytist allt, að ég tali nú ekki um ef fólk hefur verið lengi í
sambúð og búið að skapa einhverjar hefðir,“ segir hann.
„Margir upplifa ógurlegan kvíða og jafnvel ótta þegar þeir
fara að velta fyrir sér hvernig jólin verði nú eiginlega hjá
þeim, hvort þeir verði einir á jólunum og hvað þeir geti gert
til að börnunum líði sem best.“ Hann undirstrikar þó að að-
stæður fólks séu óskaplega misjafnar og þar skipti miklu máli
hvernig skilnaðinn bar að. „Er þetta skilnaður sem báðir að-
ilar hafa komist að samkomulagi um eða var t.d. framhjáhald
eða einhver svik í tafli? Eru báðir aðilar sáttir eða situr annar
makinn eftir og vill ekki skilnaðinn? Allt þetta skiptir máli
þegar kemur að því að skapa sér ánægjuleg jól í kjölfar skiln-
aðar.“
Þórkatla bendir einnig á að jólin hafi mismikið vægi í huga
fólks. „Sumum finnst jólin ekkert sérstaklega merkileg á
meðan öðrum finnst þau vera rosalega mikilvægur og merki-
legur tími. Þeir geta átt mjög erfitt með að sætta sig við að
vera ekki með börnunum sínum eða sjá þau lítið yfir hátíð-
irnar.“
Að hanna jólin
Skilnaður hefur vissulega óöryggi í för með sér sem lætur
kannski hvað mest á sér kræla í kringum hátíðir eins og jólin.
Einhvern veginn verða aðilar máls þó að finna sér leið út úr
því óöryggi. „Ég hef oft ráðlagt fólki að horfa á jólin sem
hönnunarverkefni,“ segir Þórkatla. „Þá þarf viðkomandi að
ákveða hvað hann ætlar að gera og klukkan hvað. Stundum
þarf að aðstoða fólk við þetta með því að spyrja: Hvernig
viltu að þér líði? Hvað viltu að gerist? Hverjum viltu vera
með? Svo ákveður fólk hvernig jól það ætlar að halda ef
börnin verða hjá því eða hvernig ætlar það að hafa jólin ef
börnin verða annars staðar. Ef viðkomandi hittir börnin ekki fyrr en á jóladag get-
ur verið sniðugt að fresta því að opna pakkana og hafa einfaldlega annað að-
fangadagskvöld degi seinna. Þetta er okkur allt í sjálfsvald sett en við áttum okkur
ekki alltaf á því.“ Hún segir fólk þó verða að taka tillit til þess að það stjórni ekki
öllum aðstæðum. „Maður getur ekki hannað inn í sín jól að einhver önnur mann-
eskja verði í góðu skapi eða að maður fái heimboð. En maður getur stýrt öllu sem
snýr að manni sjálfum.“ Hún bætir því við að þessi hönnunarvinna krefjist í raun
ekki mikillar samvinnu frá þeim sem skilið var við. „Þetta byggist einmitt á því að
þurfa ekki að bíða eftir svari frá einhverjum.“
Slíkar breytingar á jólahaldi þurfa ekki alltaf að vera til hins verra. „Í rauninni er
þetta nýtt tækifæri sem getur falið í sér eitthvað betra, bæði fyrir fullorðna og
börn,“ segir Þórhallur og Þórkatla tekur undir þetta: „Fólk getur t.d. hent út ein-
hverju sem hefur pirrað það við jólahaldið og í staðinn gert eitthvað sem það hefur
alltaf langað að gera. Það getur verið á náttfötunum allan jóladag og lesið þrjár
bækur, sleppt kirkjunni eða farið í kirkju á aðfangadag, kannski skellt sér í fjall-
göngu á jóladag. Við þurfum ekki að „þola“ breyttu jólin eins og hverja aðra hörm-
ung heldur eru þau ný byrjun.“
Einn og grátandi á jólanótt
Nýjar byrjanir geta hins vegar tekið á og það er ýmislegt sem þarf að varast.
„Mikilvægast er kannski að fara ekki í valdabaráttu um þennan tíma,“ heldur Þór-
katla áfram. „Þetta er ekki keppni eða fótboltaleikur. Oft skapast mikil togstreita
milli þeirra sem hafa skilið um það hvar börnin eiga að vera yfir hátíðirnar en sú
togstreita bitnar alltaf á börnunum sjálfum. Þau finna fyrir þessari teygju og fara að
kvíða fyrir næstu jólum strax um áramótin. Þá er hætta á að þessi árstíð, sem á að
vera svo yndisleg, snúist hreinlega upp í andhverfu sína. Maður verður að stíga
svolítið varlega til jarðar og vera umburðarlyndur og með jafnaðargeð.“ Þórhallur
er þessu sammála. „Um leið og annar aðilinn ætlar að útiloka hinn frá börnunum
eða koma í veg fyrir að afi og amma fái að hitta barnabörnin fer allt í háaloft. Til
allrar hamingju reyna þó flestir að vinna saman þannig að börnunum líði ekki sem
verst. Hættan við það er hins vegar að fullorðna fólkið sitji eftir. Stundum gengur
fólk allt of langt í því að fórna sér til að hátíðin verði sem best fyrir börnin. Þeir
gefa foreldrum sínum, systkinum og börnunum sterkt til kynna að allt sé í lagi en
þegar upp er staðið situr viðkom-
andi einn og grátandi á jólanótt.
Kannski getur hann ekki horfst í
augu við annað fólk vegna vanlíð-
unar sem er gífurlega slæmt því
það er hreinlega hættulegt að loka
sig svona frá umhverfinu.“
Hann segir því mikilvægt að
forðast að sökkva sér ofan í þung-
lyndi. „Það stoðar lítið að velta sér
upp úr fortíðinni og því hvernig
hlutirnir voru. Þótt það sé harka-
legt að segja það þá gerir sjálfs-
vorkunnsemi af slíku tagi engum
gagn.“
Gott ráð gegn slíku er að tryggja
að hafa nægilega mikið fyrir stafni
að mati Þórkötlu svo ekki gefist
tími til þess háttar hugleiðinga.
„Stundum er fólk í þeirri stöðu
eftir skilnað að þurfa hreinlega að
finna sér félagsskap á aðfanga-
dagskvöld og finnst það mjög nið-
urlægjandi og erfitt. Þá þarf við-
komandi að huga að því hvort
hann geti boðið einhverjum til sín
eða hvort hann treysti sér til að
spyrja einhverja hvort hann megi
vera með þeim. Þetta eru hlutir
sem borgar sig að huga að fyrr en
seinna.“
Skilja ekki út af góðum vinskap
Þessar breyttu aðstæður reyna
ekki síður á börnin en hina full-
orðnu. Meðvitaðir um það virðast
flestir reyna að haga jólahaldinu
þannig að sem minnst skyggi á
jólagleði barnanna, enda jólin hátíð þeirra, eða hvað? „Fyrst og síðast þarf þetta að
vera svolítill jafnvægisgangur milli þess sem foreldrarnir treysta sér til og hvers
ekki,“ segir Þórkatla. „Við fullorðna fólkið þolum auðvitað meira og þess vegna
finnst mér að við ættum að leyfa krökkunum að stýra þessu svolítið. Það er ekki
svo vitlaust að spyrja börnin hvernig þau vilja hafa jólin og ef þau segjast bara vilja
hafa jólin eins og venjulega verðum við að segja: „Því miður elskan, nú erum við
skilin og það verður einhver breyting. Við getum samt haldið góð jól fyrir því.“
Reyndar segjast sumir vera svo góðir vinir að þeir ákveða að halda jólin saman en
fæstum líður vel með það. Fólk skilur ekki af því að það er svo góðir vinir og auð-
vitað finnst flestu fólki óþægilegt að eyða jólakvöldinu með þeim sem það treystir
sér ekki til að búa með. Það getur verið mörgum sinnum erfiðara en að búa til nýja
hefð. Þótt það sé oft á tíðum frábært fyrir börnin kemur alltaf að því að það þurfi
að byrja á þessari nýju byrjun.“
Hún bendir á að oft eigi börn erfitt með að tjá óskir sínar varðandi jólahaldið
enda vilji þau engan styggja og Þórhallur tekur undir það. „Börnin finna fyrir
miklu öryggisleysi og kvíða en ég held að það tengist ekki bara jólunum heldur
skilnaðinum almennt. Þau hafa líka áhyggjur af hefðunum og því að særa pabba og
mömmu. Það versta sem maður getur gert er að spyrja börnin hvar þau vilji vera á
aðfangadag því þá þurfa þau að velja. Best er að búa til gott skipulag sem allir geta
gengið að og reyna svo að halda sig við það svo börnin þurfi ekki að vera í óþægi-
legri stöðu á milli foreldranna.“ Hann segir þennan tíma vissulega geta orðið erf-
iðan fyrir börnin. „Það er svo margt sem getur orðið erfitt um jólin enda eru þau
þannig hátíð að ef allt fer á versta veg er upplifunin af þeim hræðileg. Maður getur
tekið sem dæmi foreldra sem drekka of mikið af jólarauðvíninu – það þarf ekki
meira til að snúa jólunum upp í martröð.“
Þau segja því mikilvægt að huga fyrst og fremst að börnunum þegar verið er að
skapa nýjar jólahefðir í kjölfar skilnaðar. Og þegar börnin eru ánægð með jólin á
fullorðna fólkið kannski auðveldara með finna fyrir eigin jólagleði. „En það virkar
líka öfugt,“ segir Þórkatla. „Börnin eru háð fullorðna fólkinu og ef því líður ekki
vel eða er með einhverja stæla eða vesen líður börnunum illa. Við verðum að gera
þær kröfur til sjálfra okkar, einmitt af því að við erum fullorðin, að stýra hegðun
okkar og krakkarnir verða að geta stólað á það. Við verðum einfaldlega að vanda
okkur, þótt það sé snúið og erfitt.“
AÐ LIFA AF JÓLIN
Þórhallur: „Stundum geng-
ur fólk allt of langt í því að
fórna sér til að hátíðin verði
sem best fyrir börnin.“
Þórkatla: „Við þurfum ekki
að „þola“ breyttu jólin eins
og hverja aðra hörmung
heldur eru þau ný byrjun.“
Það er svo margt sem getur orðið erfitt um
jólin enda eru þau þannig hátíð að ef allt fer
á versta veg er upplifunin af þeim hræðileg.