Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 4
„VIÐ erum fullkomlega ósammála því að nokk- uð sé hæft í þessari afstöðu og teljum að þarna sé fyrst og fremst um það að ræða að veita þjónustu, sem þeir ættu að fagna að geta veitt sínum viðskiptamönnum en ekki að leggjast þvert í götu þess,“ segir Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri um það svar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja að fjármálafyrirtækjum sé óheimilt að afhenda embætti Ríkisskatt- stjóra upplýsingar um skuldir viðskiptavina sinna vegna forskráningar á skattframtöl. Indriði bendir á að upplýsingar frá Íbúða- lánasjóði um íbúðalán séu forskráðar á framtöl. Á seinasta ári hafi embættið fengið slíkar upp- lýsingar frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna og fleiri lífeyrissjóðir tekið vel í að veita slíkar upplýsingar. Einnig veiti Lánasjóður íslenskra námsmanna upplýsingar um skuldir framtelj- enda til forskráningar og upplýsingar fáist frá fjármögnunarfyrirtækjum sem veita bílalán o.fl. Bankar í nálægum löndum veita samskonar upplýsingar Embætti RSK skrifaði bönkunum bréf í seinasta mánuði og gerði þeim grein fyrir að embættið vildi fá upplýsingar um skuldir ein- staklinga hjá bönkunum til forskráningar á framtöl. ,,Við gerðum grein fyrir þessu og báð- um þá að búa sig undir að veita okkur slíkar upplýsingar. Þetta var bara hugsað sem vin- samlegt bréf um að fá samstarf þeirra við að veita þessa þjónustu. Við urðum dálítið hissa þegar við fengum síðan þessi kaþólsku við- brögð frá Samtökum banka og verðbréfa- fyrirtækja að [upplýsingar] sem ýmsir aðilar hafa verið að láta okkur fá séu leyndarmál,“ segir Indriði. Að sögn hans veita bankar og fjármálastofn- anir í nálægum löndum skattyfirvöldum sam- bærilegar upplýsingar og því furða starfsmenn RSK sig á þessari afstöðu SBV. Hann segir að þær breytingar sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði hafi leitt til þess að forskráning íbúðalána á skattframtöl hefur minnkað um 30 til 40 milljarða. Kveðst Indriði reikna með að þetta varði 10 til 20 þúsund framteljendur, sem fái fyrir vikið verri þjón- ustu. „Við teljum að allar lagaheimildir séu til staðar til þess að krefjast þessara upplýsinga en við höfum fyrst og fremst litið á þetta sem þjónustu, sem menn ættu að leysa eins og gert er alls staðar í kringum okkur,“ segir Indriði. Að mati hans er sú afstaða sem fram kemur í bréfi SBV, sem greint var frá í frétt Morg- unblaðsins í gær, mjög villandi, þar sem látið sé í veðri vaka að RSK sé að sækjast eftir öllum upplýsingum um fjármál viðskiptavina bank- anna. Svo sé ekki. Embættið sé eingöngu að leita eftir upplýsingum um lánveitingar. Ekki sé farið fram á upplýsingar um innistæður og eignir viðskiptamanna bankanna í þessu sam- hengi. Indriði segir auk þess að RSK sé ekki að biðja um neinar þær upplýsingar sem framtelj- endum beri ekki að lögum skylda til að gefa upp hvort sem er. „Þetta er eingöngu spurning um hvort við fáum þær með auðveldum hætti eða ekki. Það er ekki þannig að bankarnir séu að ljóstra upp neinu sem skattyfirvöld eiga ekki hvort sem er að fá. Þetta er því bara forn- aldarviðhorf hjá þessum blessuðum mönnum.“ Hverju leyna bankar hér sem þeir gefa upp í öðrum löndum? RSK hefur sent SBV svarbréf vegna við- bragða samtakanna þar sem bent er á ákvæði laga og upplýst um þær reglur sem gilda um þessi mál á öðrum Norðurlöndum. ,,Þeir [SBV] eru með algera sérstöðu í þess- um málum. Ég veit ekki til þess að þessi við- horf séu nokkurs staðar uppi í þeim löndum sem við berum okkur oftast saman við. Ég hef spurt sem svo, hverju er Kaupþing-banki hér á landi að leyna fyrir skattyfirvöldum, sem þeir láta skattyfirvöldum í té af fúsum vilja í Noregi og Svíþjóð þar sem þeir eru með dótturfyr- irtæki?“ segir Indriði. Ágreiningur Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja og Ríkisskattstjóra um afhendingu upplýsinga um skuldir viðskiptamanna bank- anna hefur ekki komið inn á borð Persónu- verndar skv. upplýsingum Sigrúnar Jóhann- esdóttur, forstjóra Persónuverndar. Ríkisskattstjóri segir RSK heimilt að krefja banka upplýsinga um skuldir viðskiptavina sinna Undrast fornaldarviðhorf SBV Forskráning íbúðalána hefur minnkað um 30–40 milljarða í kjölfar breytinga á lánamarkaði Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is 4 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varist allar pappírsþurrkur og snýtuklúta, í guðanna bænum!„Fólk á öllum aldri smitast af gleðinni … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.” Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið Geggjað grín, hörku hasar klístrað klúður www.jpv.is Metsölulisti Morgunblaðsins barnabækur 15. des. EMBÆTTI ríkisskattstjóra vinnur að ýmsum nýmælum vegna undirbúnings að fram- talsgerð vegna skattframtala á næsta ári. Er m.a. stefnt að aukinni forskráningu á fram- tölin og að einstaklingum gefist kostur á að senda nauð- inga til forskráningar á skattframtöl orðin nægjanleg til þess að meira en helming- ur framteljenda geti lokið framtalsgerð sinni með undirritun framtalsins einni eða eingöngu með minni hátt- ar breytingum á því. synlegar upplýsingar vegna skattframtals úr vefbanka sínum yfir í vefframtalið með einfaldri aðgerð. Í Tíund, fréttabréfi RSK, kemur fram að embættið hafi sett sér það markmið að fyrir árið 2010 verði öflun upplýs- Gögnin send úr heimabanka LÍKAN af Bakkafjöru var kynnt í gærmorgun fyrir Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra en það hef- ur verið sett upp í rannsóknarhúsi Siglingastofnunar. Með líkaninu hafa verið endurskapaðar aðstæður við Bakkafjöru í Landeyjum og er ætlunin að rannsaka mögulegt ferju- lægi í Bakkafjöru en uppi eru hug- myndir um að koma á ferjusigling- um milli Bakkafjöru og Vestmanna- eyja. Með líkaninu verður m.a. metinn kostnaður við þessa hug- mynd en hún er einn þriggja kosta sem nefnd um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja hefur nú til skoð- unar. Hlutverk nefndarinnar er að skoða möguleika er varða jarð- gangagerð milli lands og Eyja, ferju- höfn í Bakkafjöru, endurnýjun Herj- ólfs og aðra þá kosti sem kunna að vera í stöðunni. Reiknað er með að notuð verið ferja sem líktist ferjunni Baldri að stærð sem sigla myndi 1.200 ferðir milli lands og Eyja yfir árið og yrðu ferðir tíðari á sumrin. Siglingatími ferjunnar tæki um fimmtung af þeim tíma sem það tekur Herjólf nú að sigla til Vestmannaeyja frá Þorláks- höfn. Að sögn Gísla Viggóssonar hjá Siglingastofnun, sem stjórnar rann- sóknunum, er bæði notast við tölvulíkön og líkanið sem kynnt var í dag við rannsóknir á þessum kosti. Líkanið kanni siglingu skipa og hönnun á brimvarnargörðunum við Bakkafjöru en tölvulíkönin reikni ölduna upp við ströndina og efnis- burði meðfram ströndinni. „Við telj- um þetta raunhæfan kost eins og er en við ætlum að halda áfram mæl- ingum og athugunum og klárum þær á næsta ári,“ sagði Gísli. Mikil vinna eftir Sturla Böðvarsson sagði að vís- indamenn Siglingastofunnar hefðu komst að því í þessum fyrsta áfanga rannsóknarinnar að höfn í Bakka- fjöru sé raunhæfur kostur en heil- mikil rannsóknarvinna væri eftir, bæði hvað varðaði göng til Vest- mannaeyja og Bakkafjarðarhöfn. Þegar niðurstöður þessarar rann- sókna hafa fengist mun nefnd um framtíðarsamgöngur til Vestmanna- eyja fara yfir alla kosti og skila áliti til ráðherra sem síðan mun vænt- anlega taka endanlega ákvörðun um með hvaða hætti samgöngum til Vestmannaeyja verður háttað í framtíðinni. Páll Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, sagðist ekki vilja tjá sig um þennan kost frekar en aðra á þessu stigi málsins en hann yrði metinn af nefndinni líkt og aðrir kostir. Morgunblaðið/Ásdís Líkan Siglingamálastofnunar líkir eftir aðstæðum sem eru við Bakkafjöru. Bakkafjöruhöfn raunhæfur kostur væntanlegs álvers. Að sögn Júlíusar hefur orkuþörf fyrirhugaðs álvers í Helguvík verið kynnt bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun, enda komi vart önnur fyrirtæki en þau til greina sem samstarfsaðilar HS við orkuöflun til væntanlegs álvers. Þá hefur verið gerð könnun á flutnings- möguleikum raforku til Helguvíkur með Landsneti. Júlíus sagði að samkvæmt bjart- sýnni áætlun megi gera ráð fyrir að álframleiðsla geti hafist að einhverju leyti í Helguvík á tímabilinu 2010– 2011. Til að svo verði þurfi að taka ákvörðun um byggingu álvers ekki síðar en 2008 og hefja byggingu þess árið 2009. HITAVEITA Suðurnesja (HS) und- irritaði síðastliðinn fimmtudag samn- ing við Fuji Electric í Japan um kaup á 30 MW túrbínu sem sett verður upp í Svartsengi. Nýja túrbínan verður svipaðrar gerðar og 30 MW túrbína sem gangsett var í Svartsengi í nóv- ember 1999. Hún mun nýta að hluta afgangsstrauma á staðnum, að því er fram kemur á heimasíðu HS. Gert er ráð fyrir gangsetningu hennar fyrir árslok 2007. Búið er að ganga frá samningi um sölu á 15 MW af framleiðslu vélarinn- ar til Norðuráls en 15 MW verða væntanlega nýtt fyrir almennann markað. Með komu nýju vélarinnar eykst uppsett afl í Svartsengi úr 45 MW í 75 MW (auk 150 MW í varma- framleiðslu) og er þá uppsett afl fyr- irtækisins í raforkuframleiðslu með Reykjanesvirkjun orðið 175 MW. Undirbúningur vegna álvers Hitaveita Suðurnesja (HS) hefur sótt um rannsóknaleyfi á nokkrum jarðhitasvæðum vegna mögulegrar orkuöflunar til nýs álvers Norðuráls í Helguvík. Að sögn Júlíusar Jónsson- ar, forstjóra HS, er þar aðallega um að ræða svæði við Krýsuvík. Umsókn- in er í lögbundnu umsagnarferli og kvaðst Júlíus vonast eftir niðurstöðu með vorinu. Þá hefur Norðurál byrjað vinnu við umhverfismat og Reykja- nesbær að undirbúa lóðamál vegna Ný túrbína keypt í Svartsengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.