Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR KÁPUR MEÐ SKINNKRÖGUM, JAKKAR, PILS, JAKKAPEYSUR, BOLIR OG SKINNKRAGAR. Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardag kl. 10-22 sunnudag kl. 13-17Christa JÓLAGJÖFIN HENNAR Sjómannafélag Eyjafjarðar Fundarboð Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður haldinn á Skipagötu 14, 4. hæð, fimmtudaginn 29. desember 2005 og hefst kl. 11.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Akureyri, 15. desember 2005 Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar SUÐURNES Grindavík | Dúxinn við brautskrán- ingu stúdenta frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja eyðir jafn miklum tíma í knattspyrnuiðkun og námið, að eigin sögn. Hann heitir Páll Guðmundsson og er Grindvíkingur, æfir og leikur með meistaraflokki Ungmenna- félags Grindavíkur. Hann hyggur á verkfræðinám í háskóla næsta haust. Skólaslit haustannar í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í Keflavík fóru fram síðastliðinn laugardag. Þá brautskráðust 52 nemendur, þar af 38 stúdentar og 13 iðnnemar. Páll Guðmundsson var með hæstu einkunn á stúdentsprófi og hlaut fyr- ir það viðurkenningu sem Sparisjóð- urinn í Keflavík veitir. Hann hlaut einnig fjölmörg önnur verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur í stærðfræði, raungreinum, íslensku, samfélagsgreinum og tungumálum. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn, ég get ekki annað,“ sagði Páll Guðmundsson í samtali við Morg- unblaðið. Svarið kom ekki á óvart þegar hann var spurður um áhuga- sviðið: Stærðfræði. Sagðist hafa gengið best í henni alveg frá því í grunnskóla. „Ég ætla að fara í háskóla í haust, sennilega í verkfræði. Það er ekki endanlega ákveðið, slíkt getur alltaf breyst. Ég verð að finna eitthvað sem ég hef áhuga á og áhuginn ligg- ur þarna,“ sagði Páll. Hann tekur sér gott jólafrí en ætlar svo að nota tímann til haustsins til að kynnast smíðavinnu og ná sér í pening í leið- inni, eins og hann orðaði það. Hefur hann ráðið sig hjá verktaka og byrj- ar strax eftir áramót. Páll æfir knattspyrnu með Ung- mennafélagi Grindavíkur og var í meistaraflokksliði félagsins síðast- liðið sumar. Hann lék tvo leiki í deildinni. „Það fer eiginlega meiri tími í fótboltann en námið,“ sagði Páll. Verðlaunuð fyrir góðan árangur Inga Lilja Eiríksdóttir fékk einnig verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði á stúdentsprófi. Sólrún Ólafsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku og myndlist. Þær Katla Margrét Hjartardóttir og Linda Ström fengu við- urkenningu fyrir góðan árangur í dönsku. Þá fékk Sigrún Guðný Halldórs- dóttir viðurkenningu fyrir árangur í fata- og textíl- hönnun, Rajna Todorovic fyrir spænsku og Tinna Björk Haraldsdóttir fyrir þýsku. Linda Ström hlaut við- urkenningu fyrir góðan árangur í iðngreinum. Við skólaslitaathöfnina var Gísla Torfasonar og Öldu Jensdóttur minnst en þau létust á árinu. Bæði störfuðu við skólann í áratugi. Þá afhenti ekkja Gísla, Sumarrós Sigurð- ardóttir, Oddnýju Harð- ardóttur skólameistara stofnfé Minningarsjóðs Gísla Torfasonar til vörslu. Stefnt er að því að veita fé úr sjóðnum tvisv- ar á ári til nemenda skól- ans sem eru illa staddir að einhverju leyti. Sjóðurinn verður fjármagnaður með sölu minn- ingarkorta sem verða seld á skrif- stofu skólans og á Bókasafni Reykja- nesbæjar. Það voru tveir kennarar skólans sem unnu kortið; Íris Jóns- dóttir málaði myndina „Umhyggju“ sem prýðir framhlið þess og Bragi Einarsson hannaði útlit kortsins. Bræðurnir Halldór, Kristinn og Sævar Þorkell Jenssynir afhentu skólanum bókasafn systur sinnar, Öldu Jensdóttur íslenskukennara. Alda lét eftir sig um 1500 bækur sem verða nýttar á bókasafni skólans og í íslenskudeild. Dúxinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja æfir og leikur með meistaraflokki Ungmennafélags Grindavíkur Ljósmynd/Axel Gísli Sigurbjörnsson „Það fer eiginlega meiri tími í fótbolta en námið“ Dúxinn Páll Guðmundsson hlaðinn verðlaun- um við útskrift stúdenta frá FSS á haustönn. Sandgerði | Meirihluti bæjar- stjórnar Sandgerðisbæjar leggur til að tekið verði upp samstarf við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um stækkun íþróttamiðstöðv- arinnar í Sandgerði. Hugmyndin er að byggja þreksal og fjölnota- sal við enda íþróttamiðstöðv- arinnar, í samvinnu við sjálf- stæðan rekstraraðila. Fjárhagsáætlun Sandgerðis- bæjar er til umfjöllunar í bæj- arstjórn. Meðal tillagna meirihlut- ans má nefna að gert er ráð fyrir því að félagsmiðstöðin Skýjaborg flytji sína daglegu starfsemi að Skólastræti 1. Jafnframt að eldri ungmenni, sem ekki njóta þjón- ustu Skýjaborgar, fái aðstöðu í Skýlinu að Tjarnargötu 4. Hug- myndir eru uppi um að bjóða ýms- um félagasamtökum einnig að- stöðu þar. Þá verður hafinn undirbúningur fyrir byggingu 25 metra sundlaug- ar. Vilja byggja við íþróttahúsið AKUREYRI ALLS voru 65 nemendur braut- skráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag, af hinum ýmsu námssviðum og brautum, þar af 39 stúdentar, 12 af fé- lagsfræðibraut, 5 af listnámsbraut, 1 af málabraut, 9 af nátt- úrufræðibraut og loks 11 að loknu starfsnámi af öllu tagi. Jafnframt voru brautskráðir 10 sjúkraliðar, 9 rafvirkjar, 2 matartæknar, 1 húsa- smiður og 4 iðnmeistarar. Sandra Grettisdóttir hlaut við- urkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði, ensku og ís- lensku. Áslaug Helga Guðnadóttir, sjúkraliði hlaut viðurkenninguna „hlýjustu hendur á deild“ og Sig- fús Jóhannesson fékk viðurkenn- ingu fyrir frábæran árangur í fag- greinum rafiðnabrauta. Agnes Harpa Jósavinsdóttir hlaut far- andbikar frá Kaupmannafélagi Akureyrar fyrir bestan árangur á verslunarprófi. Þá fékk Bergþóra Jónsdóttir stúdent af listnáms- braut eftir þriggja og hálfs árs nám sérstaka viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan og jafnan námsárangur og fyrir það að vera góður fulltrúi nemenda, góður skólaþegn. Hjalti Jón Sveinsson skóla- meistari gat þess við athöfnina að fjarnámsnemar væru konur víðs vegar um landið, þær hefðu byrjað nám sitt eftir að þær náðu fullorð- insárum og jafnvel komið börn- unum úr hreiðrinu. Góður fulltrúi þess hóps, fólks sem sniði sér stakk eftir vexti og færi á þeim hraða sem best hentaði og að- stæður leyfðu hverju sinni, væri Svanborg Jónsdóttir frá Bjólu á Rangárvöllum. Hún fagnaði sex- tugsafmæli sínu í október síðast- liðnum og brautskráðir sem stúd- ent eftir 11 annir, með 141 einingu. Einnig nefndi hann Ástu Hall- dórsdóttur frá Akureyri, en hún lauk framhaldsskólanámi eftir að hafa stundað það með hléum frá árinu 1985, fyrst í dagskóla, þá í öldunardeild og loks í fjarnámi. „Svo mikið tel ég víst, að hafi fjar- námið ekki verið til staðar hefðu þessar góðu konur ekki átt þess kost að ljúka framhaldsskóla- námi,“ sagði Hjalti Jón. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Brautskráning Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri sem útskrifuðust um helgina, ásamt skólameistara sín- um, Hjalta Jóni Sveinssyni. 65 brautskrást frá VMA SNJÓVÉLARNAR í Böggvisstað- arfjalli við Dalvík voru gangsettar sl. föstudag og keyrðar í um 30 klst., eða fram á laugardag. Að sögn Ósk- ars Óskarssonar, formanns Skíða- félags Dalvíkur, virkaði búnaðurinn mjög vel og var framleiðslan á þess- um 30 klst. rúmlega 2.000 rúmmetr- ar af snjó en aðeins var keyrt á um 40% afköstum. Skíðasvæðið var því opnað á ný á sunnudag og aðstæður hinar bestu en snjó var farið að vanta í barnabrekkuna og á svæðið í kringum neðri lyftuna. Sett hefur verið upp miða- sölukerfi á skíðasvæðið og kemur það til með að hafa töluverðar breyt- ingar í för með sér. Hér eftir þurfa þeir sem koma á skíði að nota kortið sem þeir kaupa í kortalesara sem opnar hlið sem veitir þeim síðan að- gang að lyftunum í hvert sinn sem farið er í þær. Þetta hefur í för með sér að hér eftir þurfa þeir sem eru með árskort að hafa þau meðferðis á skíðasvæðið til þess að komast í lyft- urnar, segir m.a. á vef Skíðafélags Dalvíkur. Snjóvélarnar gangsettar Skíðasvæði Snjóframleiðsla hófst í Böggvisstaðarfjalli á föstudag og var skíðasvæðið opnað á ný á sunnudag. SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kall- að út um kl. 6 í gærmorgun, en til- kynnt var um reyk í húsi við Ham- arstíg. Húsráðandi hafði vaknað við að reykur var kominn út um allt hús. Slökkviliðið sendi þegar fjóra menn á staðinn á dælubíl og sjúkrabíl, enn fremur sem kallaðar voru út tvær vaktir. Í ljós kom að kviknað hafði í kertaskreytingu á borði sem gleymst hafði að slökkva á kvöldið áður. Litlu mátti muna að eldurinn bærist út því gluggatjöld voru orðin sviðin og byrjuð að bráðna en eld- urinn hafði aðeins náð í það sem var á borðinu. Þrátt fyrir lítið tjón af völdum elds er ljóst að talsvert tjón er af völdum reyks og sóts sem barst víða um íbúðina. Íbúinn var fluttur á slysadeild til skoðunar og meðhöndl- unar vegna hugsanlegrar reykeitr- unar.    Kviknaði í út frá kerta- skreytingu Fíkniefnavandinn | Á fundi áfeng- is- og vímuvarnanefndar fóru fram umræður um stöðuna í fíkniefna- málum meðal barna og ungmenna á Akureyri. Nefndin þakkar KEA og Sparisjóði Norðlendinga fyrir stuðn- ing við lögregluna með kaupum á fíkniefnaleitarhundi. Jafnframt fagnar nefndin árangri lögreglunnar undanfarnar vikur við fíkniefnaleit á Akureyri og hvetur alla íbúa til sam- félagslegrar ábyrgðar við að upp- ræta fíkniefnavandann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.