Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 51 Mosfellsbær Deiliskipulag Breyting á deiliskipulagi Álafosskvosar Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember sl. til kynningar tillögu að breytingu á deiliskipulagi Álafosskvosar í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyt- ingum. Breytingin felst í breytingu á skipulags- svæðinu, rýmkun á rétti til íbúðarbyggðar, breytingum á aðkomuleiðum og skipan bíl- astæða. Felldur er niður byggingarreitur og gert er ráð fyrir að húseignin Álafoss- vegur 10 verði rifin. Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna iðnaðarhverfis við Flugumýri Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember sl. til kynningar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna iðnaðarhverfis við Flugumýri í sam- ræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyting- um. Breytingin felst í því að skipulagssvæðið fyrir iðnaðarlóðir er stækkað til austurs. Heildarstærð iðnaðarsvæðis við Flugumýri breytist úr 13,3 ha í 15,9 ha. Nýtingarhlutfall er 0,24-0,35. Deiliskipulag fyrir iðnaðarhverfi austan við Flugumýri Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember sl. til kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarhverfi austan við Flugumýri í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Í skipulaginu sem nær til svæðis sem er 8 ha er gert ráð fyrir 7 iðnaðarlóðum. Nýting- arhlutfall á nýjum lóðum verður 0,24-0,35. Lóðirnar eru frá u.þ.b. 6.000 til 8.000 fm að stærð. Breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna iðnaðarsvæðis við Leirvog vegna skolpdælustöðvar Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember sl. til kynningar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna iðnaðarsvæðis við Leirvog vegna skolpdælustöðvar, í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í því að svæðið er fært um u.þ.b. 400 m til austurs að Holtaþró. Deiliskipulag iðnaðar- svæðis við Leirvog vegna skolpdælustöðvar við Holtaþró Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. desember sl. til kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Leir- vog vegna skolpdælustöðvar við Holtaþró í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að reisa skolpdælustöð við Holtaþró. Stærð lóðar er 1.236 fm, stærð byggingarreits er 900 fm, en grunnflötur byggingar er áætlaður 50 fm og að fyllt verði að húsi með jarðvegi. Heildarhæð 4,5 m. Tillögurnar ásamt greinargerðum verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þver- holti 2, fyrstu hæð, frá 20. desember til 18. janúar nk. Jafnframt verður hægt að sjá til- lögurnar á heimasíðu Mosfellsbæjar, www. mos.is undir: Framkvæmdir/deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingar- nefndar Mosfellsbæjar fyrir 2. febrúar nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingur. Raðauglýsingar 569 1100 MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa- vogs fékk styrk frá Sparisjóði Kópavogs nýlega en það var Unn- ur Guðríður Indriðadóttir mark- aðsfulltrúi sem afhenti Birnu Árnadóttur, starfsmanni hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, styrkinn. Sparisjóður Kópavogs sendir ekki út jólakort til viðskiptavina sinna heldur styrkir Mæðra- styrksnefnd því sem nemur and- virði jólakortanna. Sparisjóðurinn hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd með þessum hætti í sjö ár, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru Unnur Guðríður Indriðadóttir og Birna Árnadóttir. Styrkir Mæðra- styrksnefnd Kópavogs TVÆR íshokkí-landsliðsstelpur gengu til liðs við Fjölskylduhjálp Ís- lands og tóku að sér að úthluta þrjú hundruð jólapökkum til skjólstæð- inga Fjölskylduhjálparinnar sl. miðvikudag. Á morgun, miðviku- dag, má gera ráð fyrir að Fjöl- skylduhjálp Íslands úthluti á milli 1.200 og 1.500 jólapökkum, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni sjást þær undirbúa dreifingu dagsins. Þær heita Flos- rún Vaka Jóhannesdóttir og Berg- þóra Jónsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Jólapökkum úthlutað GOLFKLÚBBURINN Kjöl- ur í Mosfellsbæ hefur efnt til samkeppni um nýjan golf- skála í samvinnu við Arki- tektafélag Íslands. Nýja golf- skálanum hefur verið mörkuð lóð í jaðri nýrrar íbúðabyggð- ar við suðausturhluta Blika- staðaness í Mosfellsbæ. Í rýmisáætlun fyrir skálann er gert ráð fyrir að heildarflat- armál byggingarinnar verði 1.375 m². Samkeppnin hófst 19. des- ember og eru keppnisgögn af- hent á skrifstofu Arkitekta- félags Íslands. Skrifstofan er opin virka daga kl. 9–13 (lok- að á milli jóla og nýárs ). Öll keppnisgögn eru á rafrænu formi og verða látin í té end- urgjaldslaust. Skiladagur til- lagna er 1. mars 2006, og frestur til fyrirspurna rennur út 13. janúar nk. Dómnefnd áætlar að ljúka störfum 7. apríl 2006, segir í fréttatilkynningu. Samkeppni um golf- skála fyrir Golfklúbb- inn Kjöl STJÓRN Ungra vinstri grænna telur að félagsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna dóms Hæsta- réttar í máli Valgerðar H. Bjarna- dóttur. Stjórnin bendir á að félags- málaráðherra knúði, samkvæmt dómi Hæstaréttar, Valgerði til þess að segja af sér. Árni knúði Valgerði til þess með því að lýsa yfir þeirri afstöðu sinni við Val- gerði að hún nyti ekki lengur trausts hans vegna dóms er féll gegn henni í héraðsdómi. Síðar var Valgerður sýknuð fyrir Hæsta- rétti. Ekki flottur „Árni Magnússon var hins vegar sýknaður fyrir héraðsdómi en sak- felldur fyrir Hæstarétti. Ljóst má því vera að það er Árni sem hefur glatað trausti en ekki Valgerður. Árni ætti í ljósi þeirrar ábyrgðar er fylgir ráðherradómi og ef hann er samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur að segja af sér.“ Stjórn Ungra vinstri grænna lýsir jafnframt yfir furðu sinni á ályktun Sambands ungra fram- sóknarmanna þess efnis að Árni Magnússon sé ,,flottur fulltrúi Framsóknarflokksins“. Árni segi af sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.