Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 41 UMRÆÐAN VARAFORMAÐUR Samfylk- ingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, skrifar grein í Morgunblaðið 7. des- ember sl. sem ber heitið „Rafræn sjúkra- skrá verði að veru- leika“. Þar knýr þingmaðurinn fast á um að veitt verði fjármagn, 1–2 millj- arðar króna, til að gera rafræna sjúkraskrá „… í þágu heilbrigð- iskerfisins, jafnt á sjúkrastofnunum sem og á heilsugæslu- stöðvum og hjá sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Sömuleiðis þarf að tryggja samtengingu raf- rænna kerfa í heilbrigðiskerfinu í heild sinni.“ Það sem vekur einkum athygli við lestur greinar þingmannsins er sú fortakslausa gylling sem hann lætur fylgja sem rökstuðning fyrir þessu verkefni. Um leið minnist Ágúst ekki á nein álitaefni sem í húfi geti verið samhliða samtengdri, rafrænni upp- lýsingasöfnun um einkahagi fólks. Það ætti þó að vera verkefni alþing- ismanna að huga fyrst af öllu að grundvallarþáttum sem tryggja þarf áður en sett er af stað fjár- magnsfrek vinna við út- færslu á slíkum kerfum. Óðagotið við setningu laga um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði ætti að vera mönnum víti til varn- aðar. Undirritaður tel- ur að ósvarað sé mörg- um veigamiklum atriðum er varða raf- rænar sjúkraskrár, ekki síst hvernig tryggt verði að útfærslan stangist ekki á við stjórnarskrárvarin réttindi um einkahagi, persónuvernd og viðtekin siðferðileg gildi. Óvíst er líka að gagnsemin fyrir sjúklinga verði sú sem formælendur sjúkrastofnana og þrýstihópar tæknifyrirtækja vilja vera láta. Skýran lagaramma vantar Færsla á rafrænum heilsufars- upplýsingum var mikið rædd á Al- þingi og manna á meðal fyrir nokkr- um árum í aðdraganda þess að sett voru lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í höndum Íslenskrar erfðagreiningar. Sú lagasetning mætti mikilli andstöðu og fram- kvæmdin gufaði upp án þess heil- brigðisyfirvöld hafi gert hreint fyrir sínum dyrum um þá kynjasögu. Lík- ur benda til að gagnagrunnsmálið hafi truflað stórlega eðlilega skoðun á kostum og göllum rafrænna sjúkra- skráa og þannig reynst hermdargjöf. Opinber umræða hefur verið sáralítil upp á síðkastið um þessi efni og engin um grundvallarþætti. Undirritaður bar fyrir 6 árum fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um meðferð upp- lýsinga úr sjúkraskrám og gagna- grunn á heilbrigðissviði (502. mál á 123. löggjafarþingi). Leiddu svör ráð- herra í ljós margháttaða bresti í málsmeðferð og gloppur í lögum um mikilsverða þætti. Fyrir um tveimur árum svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn frá Rannveigu Guð- mundsdóttur þingmanni (486. mál á 130. löggjafarþingi) um hvað liði gerð rafrænna sjúkraskráa. Svaraði ráð- herra því til að gera mætti ráð fyrir að mikilvæg skref í málinu yrðu stig- in á næstu tveimur til þremur árum. Lokaorð ráðherrans í umræðu um fyrirspurnina voru: „Svo er aftur annað mál að við þurfum að gæta að persónuverndinni. Ég kem kannski að því síðar.“ Síðan hefur ríkt þögn um málið á Alþingi! Umræðuna upp úr skúmaskotum Gerð rafrænna sjúkraskráa mun nú á ný vera til umræðu á vegum for- ráðamanna heilbrigðisstofnana og tæknifyrirtækja og heilbrigð- isráðherra boðar frumvörp um málið á yfirstandandi þingi. Engin grein hefur hins vegar verið gerð fyrir því opinberlega á hvaða grunni eigi að byggja þá vinnu. Sporin frá lagasetn- ingunni um miðlægan gagnagrunn hræða þar sem stjórnvöld skelltu fram frumvarpi seint á þingi og kröfðust afgreiðslu á fáum vikum. Forsenda atrennu að þessu máli nú ætti að vera að ná sem víðtækustu sammæli um persónuverndarþátt málsins og taka af tvímæli um laga- leg álitamál og öryggiskröfur. Tæknileg úrvinnsla á að lúta nið- urstöðu úr þessum þáttum í stað þess að menn láti stjórnast af meira og minna úreltum hugbúnaði og kerfum. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og aðgengi að rafrænum sjúkraskrár- upplýsingum þarf að vera ljós áður lengra er haldið sem og nýting þeirra og varsla. Fyrst þegar opin umræða hefur farið fram um þessi efni og leikreglur verið mótaðar er tilefni til að „spýta í lófana“ og ausa út millj- örðum sem varaformaður Samfylk- ingarinnar kallar eftir af kappi en lít- illi forsjá. Rafrænar sjúkraskrár og persónuvernd Hjörleifur Guttormsson fjallar um gerð rafrænna sjúkraskráa ’Undirritaður telurað ósvarað sé mörgum veigamiklum atriðum er varða rafrænar sjúkraskrár.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. ÞÁ LÍÐUR senn að jólum. Nú fyrir þessi jól hefur verið kynnt bókin „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna“ sem ég undirritaður hef samið. Bókinni er meðal ann- ars ætlað að eyða fordómum milli trúfélaga og menning- arhópa hér á landi. Hefur hún þegar verið tekin í notkun í þeim tilgangi í nokkrum skólum. Vil ég koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu frá hinum ýmsu trúfélögum og andlegu hópum hér á landi er lásu yfir hluta handritsins og komu með góðar ábendingar. Sérstaklega vil ég þakka Árna Sigurðssyni frá Innhverfri íhugun, dr. Sól- veigu Önnu Bóasdóttur, Ingi- björgu Daníelsdóttur frá And- legu þjóðarráði bahá́ía á Íslandi, Gunnari Þorsteinssyni Kross- inum, Óttari Ottóssyni, Ása- trúarfélaginu; Halldóri Haralds- syni, Guðspekifélaginu; Friðriki Schram frá Kristskirkjunni, og Björgvini Snorrasyni frá Aðvent- istum. Einnig þakka ég Salman Tamini frá félagi múslíma fyrir gott samstarf, félögum frá Sokkai Gakka búddistum fyrir frábært spjall og góðar ábend- ingar og öllum hinum sem of langt mál yrði að telja upp, frá fjölmörgum samfélögum hér á landi, fyrir samstarfið í gegnum árin sem skilaði sér í bókinni. Megi komandi ár verða ykkur öllum friðsælt og gleðilegt. Þórhallur Heimisson Hin mörgu andlit trúar- bragðanna – þakkir Höfundur er prestur í Hafnarfjarðarkirkju. SÍÐUSTU daga hefur nokkur umræða spunnist í fjölmiðlum um hátt matvælaverð hérlendis. Ýmsir hafa fært rök fyrir því að það væri betra fyrir hag okkar þjóðar og fátækra landa að við léttum innflutningshömlum á mjólk, kjöti og eggj- um. Hér verður því ekki mælt í mót að frjáls milliríkjaverslun eykur hagvöxt, né því að þróunarlöndin munu hagnast ef þau fá greiðari aðgang að mörkuðum auðugra þjóða. Hins vegar munu þróunarlönd ekki hagnast þótt við förum að flytja inn hollenska osta eða þýskt nautakjöt. Hér eru ekki innflutningshöft á helstu útflutn- ingsvörur þróunarlanda. Afnám inn- flutningshindrana á mjólk og kjöti mun heldur ekki valda sjálfkrafa lækkun á verði annarra innfluttra matvæla, gallabuxna, bíla eða bygg- ingavara, en allar þessar vörur (og margar fleiri) eru mun dýrari hér- lendis en í viðmiðunarlöndunum. Við erum ríkt land og í ríkum lönd- um eru allar neysluvörur dýrar. Eftir stendur að afnám innflutn- ingshindrana á mjólk, kjöti og eggj- um mun þýða að íslenskir neyt- endur geta fengið þessar vörur á mun lægra verði en nú þekkist. Eft- irspurn eftir innlendum landbún- aðarafurðum mun dragast mikið saman því íslenskur landbúnaður er ekki samkeppnishæfur við nið- urgreiddar erlendar vörur. Hug- myndir um beingreiðslu-byggða- styrki munu ekki duga til að halda uppi innlendri landbúnaðarfram- leiðslu nema styrkirnir hækki mjög mikið frá því sem nú er til að vega upp tapaða innflutningsvernd. Þar með er þjóðhagslegur ávinningur af viðskiptafrelsinu fyrir bí. Eina leið- in til að ná fram þjóðhagslegum ávinningi af innflutningi þessara matvæla er að neytendur kaupi hin- ar ódýru innfluttu vörur og við auk- um ekki beinan stuðning til búvöru- framleiðslunnar. Landbúnaðurinn mun því lenda í sömu stöðu og margur annar inn- lendur iðnaður; hann flyst úr landi. Tíu til fimmtán árum síðar verður ræktað land úr sér gengið, búfé nán- ast horfið, fram- leiðslutæki ónýt eða komin í aðra notkun og verkþekking glötuð. Ísland yrði í svipuðum sporum og Grænlend- ingar eru núna, hvað varðar innlenda matvælafram- leiðslu. Það yrði okkur mjög dýrt að endurheimta framleiðslugetu dags- ins í dag og tæki jafnframt langan tíma. En er slík þróun ekki bara sjálf- sögð? Af hverju eigum við að fram- leiða innlend matvæli með tilheyr- andi óhagkvæmni, þegar hægt er að fá þessar vörur með næstu fragt? Mitt svar er „matvælaöryggi“. Ís- lenskur landbúnaður framleiðir 50– 60% af matvælaþörf þjóðarinnar og þessi hluti er að mestu ferskvara. Þessa vöru er vissulega hægt að flytja inn eins og aðstæður eru núna, en sagan kennir okkur að að- stæður geta breyst. Milliríkja- viðskipti geta raskast af mörgum ástæðum. Það þarf ekki nema eitt kjarnorkuslys (eða tilsvarandi hryðjuverk) í Evrópu eða Banda- ríkjunum til að lama matvælafram- leiðslu þessara þjóða og rústa al- þjóðamarkaði með landbúnaðar- vörur. Alvarlegir búfjársjúkdómar geta haft sömu áhrif, einnig kreppa eða stríð. Allt þetta getur gerst, það segir sagan. Sá reginmunur er á matvælum og öðrum vörum að við þurfum ný, fersk matvæli daglega. Dagur án matvæla kallast fasta; vika án mat- væla kallast sultur. Við lifum hins vegar mánuðum saman án nýrra gallabuxna. Þess vegna skiptir mat- vælaöryggi máli og þegar matvæla- öryggi er annars vegar verðum við að horfa langs tíma. Það eru vissu- lega margir dagar síðan sultur var vandamál hérlendis, en það eru ekki margir áratugir. Það er ástæðan fyrir því að flestar þjóðir heims leggja áherslu á að stunda mat- vælaframleiðslu. Það er vissulega dýrt að tryggja sér matvælaöryggi, sérstaklega í landi eins og okkar og við verðum stöðugt að leita leiða til að ná niður þessum kostnaði. En það væri óráð að segja upp trygg- ingunni vegna skammtíma sjón- armiða nútímans. Matvælaöryggi og innflutningshöft Torfi Jóhannesson fjallar um matvöruverð ’Það er vissulega dýrtað tryggja sér matvæla- öryggi sérstaklega í landi eins og okkar og við verðum stöðugt að leita leiða til að ná niður þessum kostnaði.‘ Torfi Jóhannesson Höfundur er ráðunautur hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. smáauglýsingar mbl.is XE IN N -S N 05 12 00 2 Þú sérð öll jólatilboð Smith & Norland á heimasíðu okkar, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði. Er mikill kví›i, depur› e›a flunglyndi a› hrjá flig e›a flína? Leita›u a›sto›ar. Lei›in út úr svart- nættinu er styttri en flú heldur. Haf›u samband vi› heilsugæsluna, hringdu í Hjálparsímann 1717 e›a leita›u til Ge›svi›s LSH e›a FSA. F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.