Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.20 B.i. 12Sýnd kl. 5.20  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára FRÁ LEIKSTJÓRA GROUND- HOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna kl. 5.40, 8 og 10.20 400 KR Í BÍÓ* Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr hversu langt myndir þú ganga til að halda lífihversu langt myndir þúganga til að halda lífi Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA Ó.Ö.H / DV Sími 564 0000Miða sala opn ar kl. 15.30 Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Alls ekki fyrir viðkvæma Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 og 8 B.i. 16 ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA Ó.Ö.H / DV Sýnd kl. 6 B.i. 16 ára M.M.J. / Kvikmyndir.com „The Family Stone er bráðfyndin en ljúfsár gamanmynd“ M.M.J. / Kvikmyndir.com TÓNLIST Geisladiskur My Delusions – Ampop  My Delusions, þriðja geislaplata Ampop. Meðlimir eru Birgir Hilmarsson, Kjartan F. Ólafsson og Jón Geir Jóhannsson. Lög og textar eru eftir Ampop. Sena gefur út og dreifir. AMPOP vakti fyrst athygli fyrir sveimkennda raftónlist og gaf út tvær geislaplötur sem þannig sveit. Nú er nokkuð síðan sú síðasta kom út og greinilegt að miklar pælingar, og breytingar hafa átt sér stað. Tón- listin er nú framleidd með „alvöru“ hljóðfærum, þ.e. ekki hljóðgervlum og trommuheilum. Þarna er auðvit- að talsverð breyting, því þótt tónlist- in sé lágstemmd þá er hér á ferð- inni popp í stað rafpopps. Poppið sem Ampop fram- leiðir þessa dag- ana er rólegt og þynnkulegt, mjög breskt, minnir stundum á David Gray eða Coldplay, metnaðarfullt og hugsað. Lögin eru melódísk og Birgir Hilmarsson hef- ur góða rödd sem hæfir vel ljúfsár- um stemningunum. Meðlimirnir eru aðeins þrír en My Delusions er hljóðversplata og vel unnin þannig að hljóm skortir ekki fyllingu. Það er svo ekki að heyra að sveit- armenn hafi nýverið skipt um hljóð- færi og stíl, enda hafa þeir haft dá- góðan tíma til að þróa stefnuna, þrjú ár eru langur tími milli platna. Trommuleikur Jóns Geirs er einkum prýðilegur, en annars er tónlistin kannski ekki þess eðlis að svigrúm sé fyrir mikla fimleika í hljóðfæra- leik. Platan hljómar reyndar best þeg- ar liðsmenn blanda raftónlistinni við þá hefðbundnari, líkt og t.d. í laginu „Don’t let me down“, þar tekst Ampopmönnum hvað best upp og mættu gera meira af. Önnur lög eru mörg hver góð, t.d. smáskífulagið „Youth“, sem hljómar einhvern veg- in íslenskt (ólíkt mörgum öðrum lög- um á disknum), svo og lagið „Etern- al Bliss“, skrítið lag með sömuleiðis undarlegum texta; „Eternal bliss is an eye blink away / Pick up the phone and do as we say / Please listen to my hypnotic words“. Allir textar eru á ensku, oftast ágætri. Annars verður að segjast eins og er, að undirritaður var hrifnari af fyrri verkum Ampop, platan er vönduð og metnaðarfull en sum lög skilja lítið eftir sig, einkum við end- urtekna hlustun. Skrifast hugs- anlega á takmarkaðan áhuga á lág- stemmdu poppi, enda smekksatriði. Þeir gera þó allt vel sem þeir leggja fyrir sig, gera engin mistök, en mættu kannski taka stöku áhættu. Gísli Árnason Lágstemmt Í GÆR voru gerð kunnug úrslit jóla- lagakeppni Rásar 2. Lag Magnúsar Inga Sveinbjörnssonar „Jólanótt“ sigraði með miklum yfirburðum en lagið hlaut rösk 6.300 atkvæði eða rúm 55% greiddra atkvæða. Næst á eftir fylgdi Jólalag Köngulóarbands- ins með 3.300 atkvæði. Magnús Ingi, kallaður Maggi trymbill, er aðeins 19 ára og sagðist enn ekki að fullu búinn að gera sér grein fyrir sigrinum þegar blaðamað- ur náði af honum tali skömmu eftir verðlaunaafhendingu í Útvarpshús- inu: „Lagið varð til á píanóinu inni í stofu hjá mér,“ útskýrir Magnús uppruna lagsins. „Grunnurinn að lag- inu kom frá hugmynd sem ég hafði um samba-lag. Þá heyrði ég af jóla- lagakeppninni og lagið fór að þróast út í stóra hljóma og meiri jólagleði og ég vissi ekki fyrr en ég var kominn með lagið í hendurnar.“ Magnús fékk vini sína Unni Jóns- dóttur og Egil Halldórsson til að leika á selló og bassa og skeytti sam- an við eigin píanó- og trommuleik. Hann notaði söng móður sinnar og sjálfs sín til að búa til í tölvu bak- raddakór og varð útkoman helj- arinnar jólalag. Lánað úr ljóði eftir ömmu „Textinn kom út frá þessu venju- lega stelpuveseni 19 ára unglings,“ útskýrir Magnús. „Einhvernveginn náði ég að nýta mér hugaróra og vit- leysisgang vinkvenna minna og út- koman varð þessi texti. Hann á að vera, svona, nett-rómantískur, og hálf væminn – og má alveg vera það. Síðasta versið tók ég síðan úr ljóði eftir ömmu mína, Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti. Fyrir hálfu ári gaf hún út ljóðabók með öllum sínum bestu ljóðum. Þar á meðal voru nokkur jólaljóð og þetta passaði svona vel inn í lagið.“ Magnús er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum en starfar ann- ars sem forritari og lærir trommuleik við tónlistarskóla FÍH. „Ég er að- allega að spila djass og er alveg horf- inn úr rokkinu,“ segir Magnús sem spreytti sig með misjöfnum árangri í Músíktilraunum 2003 með hljóm- sveitinni Hljóðlæti en hann leikur nú með bandinu 6íJazz og segist hafa í nógu að snúast við að leika á árshá- tíðum og samkomum með því bandi. Magnús á erfitt með að lýsa ánægju sinni að hafa unnið keppnina og segir hvetjandi til frekari dáða: „Áætlanir mínar liggja héðan í frá mikið í átt að tónlistinni, en það er erfitt að lifa af henni á Íslandi og ég held það sé gott fyrir mig að hafa tölvuvinnuna til taks. En mig langar miklu frekar að verða tónlistarmaður en tölvunarfræðingur – það er alveg á hreinu.“ Magnús var leystur út með fjölda vinninga, þar á meðal hljóðvers- tímum sem hann hefur góða hug- mynd um hvernig hann vill nýta: „Mig langar að setja saman „cover“- disk þar sem ég tæki fræg og þekkt rokklög, jafnvel hörðu lögin líka, og færi þau yfir í píanóstíl með og án söngs. Ég er búin að gera þetta við nokkur lög og þeir sem hafa fengið að heyra kunna vel að meta.“ Stelpuvesen á jólunum Morgunblaðið/Golli Magnús Ingi Sveinbjörnsson er sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is maggi.trymbill.is NÝJASTA kvikmynd Íslandsvin- arins Elis Roth, Hostel, var forsýnd með pomp og prakt fyrir tveimur vikum í Los Angeles en eins og frægt er orðið var myndin forsýnd hér á landi um miðjan nóvember. Af því tilefni mætti Quentin Tar- antino, framleiðandi myndarinnar, hingað til lands og átti eins og les- endur dagblaðanna gátu glögglega fylgst með, ánægjulega og viðburð- arríka dvöl. Íslendingurinn Eyþór Guð- jónsson leikur stórt hlutverk í kvik- mynd Roths en hann var við- staddur forsýninguna vestur í Hollywood. „Það var mjög skemmtilegt að vera viðstaddur sýninguna og gam- an að koma þangað út svona stuttu eftir vel heppnaða heimsókn þeirra til mín um daginn,“ segir Eyþór sem nú er kominn aftur til landsins. Breiðir út íslenska sagnaarfleifð Eyþór segir að það hafi tekið hann rúmar þrjár vikur að skipu- leggja komu Eli, Tarantino og fé- laga, til Íslands í nóvember. Það hafi svo endað með því að þeir bók- staflega „elski“ allt sem viðkemur landinu. „Ég kynnti þá fyrir lykilfólki í stjórnmálum og viðskiptum en einnig fyrir ýmiss konar mögu- leikum í sambandi við kvikmynda- gerð og tengda hluti heima á Ís- landi. Svo lagði ég sérstaka áherslu á að kynna þá fyrir sögunni okkar, víkingunum og menningu ásamt þeirri frábæru náttúru sem við eig- um, enda vissi ég að slíkt efni og sögur myndu höfða til þeirra. Ég tók svo með mér, eins og sönnum víkingi sæmir, sérvaldar gjafir út til L.A., þar á meðal upplýs- ingabækur um víkingana og tíma þeirra, nokkrar vel valdar Íslend- ingasögur ásamt ljósmyndabókum af Íslandi. Þeir halda því áfram þessa dagana að sjúga í sig sögu okkar og menningu. Hvað kemur út úr þessu öllu kemur í ljós en það verður örugglega eitthvað skemmtilegt sem á eftir að koma mörgum á óvart.“ Eli Roth, Eyþór Guðjónsson og Barbara Nedeljakova á forsýningunni í Los Angeles. Eyþór Guðjónsson með Hollywood í hendi sér. Fólk | Eyþór viðstaddur forsýningu á Hostel í Hollywood Vekur áhuga á öllu ís- lensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.