Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Það er fátt í Kenýa semminnir á jólin heima á Ís-landi. Hér er þrjátíu stigahiti, glampandi sól og nán-
ast ekkert jólaskraut, svo ég tók eig-
inlega ekkert eftir því að jólin væru
komin, nema vegna dagsetning-
arinnar. Fyrir vikið fékk ég ekki
mikla jólaheimþrá, nema kannski
aðeins þegar fólkið mitt heima á Ís-
landi hringdi í mig og sagði mér
hvað það væri að gera á að-
fangadagskvöld,“ segir Máni Atla-
son, tvítugur piltur frá Akranesi sem
hefur dvalið í Keren, útborg Nairobi,
frá því í sumar sem sjálfboðaliði við
kennslu á heimili fyrir munaðarlausa
drengi sem heitir Bosco Boys og er
rekið af kaþólsku kirkjunni.
Máni segir að einna helst hafi ver-
ið svolítið jólalegt í nokkrum stór-
mörkuðum í miðbæ Nairobi. „Þeir
höfðu skreytt hjá sér með evrópsk-
um jólasveini og þar voru spiluð jóla-
lög. En þangað fer aðeins ríka fólkið.
Ég fer mjög sjaldan þangað.“ Máni
segist eiga eftir að fá jólapakkana
frá Íslandi en þó hafi hann fengið til-
kynningu um að þeir væru komnir.
„En fjölskyldan sem ég bý hjá at-
hugar pósthólfið sitt ekkert sér-
staklega oft og þar sem ég er núna á
ferðalagi þá sæki ég ekki pakkana
fyrr en á nýju ári.“
Morð á jólanótt
Á aðfangadag hélt Máni jólin í
Bosco Boys með munaðarlausu
strákunum. „Við fórum í tvær mess-
ur, eina fyrir kvöldmat og aðra
lengri eftir matinn þar sem sex börn
voru skírð. Eftir messuna voru svo
eins konar litlu jól hjá strákunum og
ýmis skemmtiatriði á dagskránni,
leikrit, rapp og söngur. Jólasveinn-
inn mætti á svæðið til að gefa nammi
og vakti mikla lukku, en hann var
auðvitað svartur og klæddur eins og
araba sæmir, með túrban en ekkert
hvítt skegg eða neitt slíkt.
A jóladagsmorgun fengum við af-
ar góðan morgunmat, brauð með
hnetusmjöri og hvaðeina. En þá
fengum við válegar fréttir sem urðu
til þess að jólin hjá okkur voru eyði-
lögð. Séra Philip, einn af prestunum
sem átti að messa hjá okkur á jóla-
dag, var myrtur á leið sinni til okkar
að kvöldi aðfangadags.
Strákarnir hjá Bosco Boys eru
aldir upp í kaþólskri trú frá því þeir
flytjast hingað og þeir þekktu séra
Philip vel og sama er að segja um
starfsfólkið hér. Jólahald var því að
mestu blásið af og hætt við að hafa
grillveislu og diskótek um kvöldið
eins og til stóð.“
Nígerísk jólamynd og gosdrykkir
Máni fór því í heimsókn til fjöl-
skyldu Marcs vinar síns og borðaði
þar jólahádegismat. „Pabbi hans
hafði lofað okkur geit í matinn en við
fengum hamborgara og samósur,
horfðum á Harry Potter og drukk-
um gos. Eftir það héldum við aftur
til Bosco og þar fengum við góðan
kvöldmat med strákunum, þrátt fyr-
ir að jólahaldið hafi ekki verið með
þeim hætti sem til stóð og sorg ríkti
á meðal þeirra. Við borðuðum hrís-
grjón með kjöti og öðru góðgæti og
allir strákarnir fengu gos að drekka.
Síðan fékk hver drengur sinn jóla-
pakka sem innihélt bol og þeir voru
mjög ánægðir og þakklátir. Um
kvöldið var svo sýnt myndband og
við horfðum á nígeríska jólamynd,
sem var harla ólík þeim jólamyndum
sem við erum vön heima á Íslandi.“
FERÐALÖG | Máni Atlason hélt jól í Kenýa með drengjum á munaðarleysingjaheimilinu Bosco Boys
Svartur jóla-
sveinn og
með túrban
Samsett mynd
Jólasveinninn mætti á munaðarleysingjaheimilið að sögn Mána og vakti mikla lukku meðal barnanna. Hann færði
þeim sælgæti og var að sjálfsögðu klæddur eins og araba sæmir – með túrban, ekki sítt hvítt skegg.
Slóðin á bloggsíðu Mána um
veruna í Kenýa er:
www.mwezi.blogspot.com
ÁRSTÍMI stanslausra partía og
boða er nú í gangi. Oft er boðið
upp á áfengi á þessum samkomum
og þó við vitum öll um skaðsemi
áfengisdrykkju eigum við það til
að fá okkur einu glasi of mikið og
vakna með hausverk og ógleðis-
tilfinningu daginn eftir. Þynnka er
engin skemmtum, við vitum öll að
áfengi er orsakavaldur hennar en
ofþornun er orsakavaldur flestra
einkenna þynnku. Áfengi flýtir
fyrir vökvatapi líkamans og veldur
þorsta, hausverk og svima. Ógleði,
uppköst og meltingatruflanir eru
vegna beinnar ertingar alkahóls á
magavegginn.
Á www.bbc.co.uk má finna góð
ráð til að koma í veg fyrir þynnku.
Áður en þú ferð út á lífið er
gott að borða stóra og feita mál-
tíð því hún meltist hægar og fit-
an ver magavegginn. Auk þess
er gott að drekka glas af mjólk
því hún ver líka magann og
hægir á upptöku áfengis.
Þegar út á lífið er komið er gott
að drekka vatn eða aðra gos-
lausa drykki á móti einum
drykk af áfengi. Það minnkar
áfengismagnið sem þú inn-
byrðir. Forðastu drykki með
gosi í því þeir flýta fyrir að
áfengið komist í blóðið. Mundu
svo að drekka áfengi af hóf-
semi.
Þegar heim er komið er nauð-
synlegt að drekka mikið af
vatni áður en farið er að sofa.
Einnig er gott að taka inn
C-vítamín eða drekka appels-
ínusafa og fá sér ristaða brauð-
sneið eða annað að borða.
Ef þú getur labbað heim til þín
af skemmtuninni, gerðu það þá,
ferskt loft er mjög gott við
þynnku.
Það er kenning um að efni sem
finnast í lituðu víni auki áhrif
þynnku og erti magaveggina.
Þess vegna er hvítt og glært vín
sagt valda minni þynnku. Allir
hafa sína eigin þynnkulækn-
ingu, sumt virkar annað ekki.
Það er best að skipuleggja sig
fram í tímann og hafa nokkra
hluti reiðubúna fyrir daginn eft-
ir. Ef þér er flökurt, þá er gott
að hafa magasýrutöflur við
hendina til að róa magann, bolli
af engifertei gerir sama gagn.
Verkjatöflur munu laga höf-
uðverkinn. En best er að neyta
vatns, vítamína og ristaðs
brauðs, egg eru líka góð.
Áhrif þynnku endast í um það
bil einn sólarhring. Og munið að
besta ráðið gegn þynnku er að
drekka ekki áfengi.
HEILSA
Þynnka er engin skemmtun
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Og munið að besta ráð-
ið gegn þynnku er að
drekka ekki áfengi.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
NÝJU ári er fagnað á ólíkan hátt um
allan heim og á vefnum má finna lýs-
ingar á slíkum hátíðarhöldum víða
um heim.
Í Danmörku er gömul dönsk hefð
að gott tákn sé að finna, fyrir
framan útidyrahurðina hjá sér,
hrúgu af brotnum diskum. Göml-
um diskum var þannig safnað allt
árið og svo hent í heimili vina á
gamlárskvöld. Margir brotnir
diskar eru tákn fyrir marga vini.
Í Japan er nýja árinu fagnað 1.
janúar. Til að halda úti illum önd-
um hengja þeir reipi úr stráum yf-
ir framhlið heimilisins, en það
táknar hamingju og heppni. Þegar
nýja árið er hringt inn byrja Jap-
anar að hlæja og á það að færa
þeim gæfu á nýju ári.
Í Taílandi stendur nýárshátíðin
frá 13. til 15. apríl samkvæmt
gregorísku tímatali. Þeir hafa
marga siði, einn af þeim er að þeg-
ar nýársskemmtunin hefst eltir
fólk hvað annað úti á götu með
fötu af vatni til að skvetta á hvað
annað, það á að færa þeim gott
rigningarár, allar búddastytt-
urnar eru líka þrifnar á þessum
degi. Annar siður, sem á að færa
þeim gæfu, er að frelsa fugla og
fiska úr búrum sínum á nýársdag.
Í Rússlandi kemur Frosti afi á ný-
árskvöld með poka af gjöfum.
Hann er nokkuð líkur jólasvein-
inum en klæðist bláu í staðinn fyr-
ir rauðu. Frosti getur refsað þeim
sem hafa hagað sér illa með því að
frysta þá. Oft dansa börn í kring-
um jólatréð, fara með rímur fyrir
Frosta og taka svo við gjöfum frá
honum.
Í Kína er nýárinu fagnað milli 21.
janúar og 20. febrúar. Hátíðar-
höldin taka mið af því að færa
gæfu, góða heilsu, hamingju og
auð fram á næsta ár. Þeir þrífa hý-
býli sín hátt og lágt fyrir hátíð-
arhöldin til að losna við óheppni
seinasta árs af heimilinu.
Gæfa og hamingja á nýju ári
Reuters
Rússar þekkja vel Frosta afa.
HÁTÍÐARHÖLD
„Friðartún“
íslenska gistiheimilið
í þýsku ölpunum
i
í l i ti i ili
í Öl
Kæru landar
Bestu jóla- og nýárskveðjur frá Berchtesgaden með
þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
Bjóðum nýja og gamla viðskiptavini velkomna.
Helga Þóra og fjölskylda
sími 0049 160 960 77432 – eder@friedwiese.de – www.friedwiese.de