Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 11
FRÉTTIR
ÚR VERINU
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Einar K. Guðfinnsson hefur, í sam-
ræmi við tillögu Hafrannsóknastofn-
unar, ákveðið að heildaraflamark út-
hafsrækju á fiskveiðiárinu 2005–2006
verði 10 þúsund tonn, en það er sama
og lagt var til til bráðabirgða í upp-
hafi sumars. Hafrannsóknastofnun
hefur nú lokið úrvinnslu gagna um
úthafsrækju á árinu 2005 og farið yf-
ir niðurstöður stofnmælingar rækju
fyrir norðan og austan land. Niður-
stöður benda til að stofn úthafsrækju
sé nú í lágmarki eða svipaður að
stærð og hann var metinn árið 2004.
Léleg nýliðun og mikil þorsk-
gengd á rækjuslóð benda jafnframt
til þess að rækjustofninn minnki enn
frekar á næstu árum. Úthafsrækju-
aflinn minnkaði úr 16 þúsund tonn-
um árið 2004 í 4 þúsund tonn árið
2005. Undanfarin fjögur ár hefur
rækjuaflinn verið minni en leyfilegur
hámarksafli. Vísitala í stofnmælingu
úthafsrækju lækkaði verulega á ár-
unum 2002-2004 en hækkaði um tæp
20% á árinu 2005. Vístalan er þó enn
mjög lág. Í stofnmælingunni var lítið
um ungrækju og vísitala eins og
tveggja ára rækju mældist mjög lág.
Stofnmæling úthafsrækju bendir til
mikillar þorskgengdar á rækjumið-
unum árin 2003–2005 eða svipaðrar
og á árunum 1996–1998 þegar rækju-
stofninn minnkaði verulega. Sam-
kvæmt útreikningum hefur dánar-
tala rækju undanfarin ár ráðist
meira af þorskgengd á Norður- og
Austurmiðum en aflanum sem tekinn
er úr veiðistofninum á hverju ári. Afli
á togtíma árið 2005 var um 100 kg/
klst., sem er nálægt lægstu gildum
sem mælst hafa. Sókn í úthafsrækju
hefur dregist verulega saman á
undanförnum árum og var aðeins 40
þúsund togtímar árið 2005 saman-
borið við 200–400 þúsund togtíma á
árunum 1987–2001. Hafrannsókna-
stofnun telur óvarlegt að veiða rækju
í kappi við þorskinn og telur rétt að
sókn sé væg þegar náttúruleg afföll
eru mikil. Í ljósi ofangreindra upp-
lýsinga um ástand úthafsrækju-
stofnsins telur Hafrannsóknastofnun
að ekki séu forsendur til að breyta
aflamarkinu sem lagt var til í upphafi
vertíðar. Heildaraflamark á fisk-
veiðiárinu 2005–2006 verði því eftir
sem áður 10 þúsund tonn. Sjávarút-
vegsráðherra fer að þeim tilmælum
og verður heimilt að veiða 10 þúsund
tonn af úthafsrækju á yfirstandandi
fiskveiðiári.
Heimilt að veiða 10.000
tonn af úthafsrækju
Stofninn í lágmarki og líkur á að hann minnki enn meira
Morgunblaðið/Ómar
Aflaheimildir Engin veiði á innfjarðarrækju er leyfð á þessu ári og aðeins
10.000 tonna kvóti er á úthafsrækjunni, sá minnsti um langt árabil.
SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ
Gjögur hefur skrifað undir samning
um nýsmíði á fiskiskipi við Nautic
ehf. Skipið verður smíðað í Póllandi.
Skipið sem mun heita Gjögur EA er
29 metra langur ísfisktogari. Mesta
breidd er 10,40 metrar. Fiskilest er
235 rúmmetrar og tekur annað
hvort 165 660 lítra kör eða 220 460
lítra kör. Fiskimóttaka er 17 rúm-
metrar og rúmar um 10 tonn af afla.
Vinnslurými er um 87 fermetrar og
gert er ráð ískrapavél um borð.
Togbúnaður verður frá Bratt-
waag, aðalvél er af gerðinni Yan-
mar, 1.300 hestöfl og er aflvísir und-
ir 1.600. Í skipinu er 7 klefar sem
hýsa allt að 13 manns.
Fyrir á Gjögur togbátana Vörð og
Oddgeir. Guðmundur Þorbjörnsson,
einn eigenda Gjögurs, segir að bát-
arnir séu komnir til ára sinna,
komnir fast að fertugu. Þrátt fyrir
gott viðhald sé kominn tími á endur-
nýjun. Líklegast sé að að minnsta
kosti öðrum bátnum verði lagt. Auk
þess gerir Gjögur út uppsjávarveiði-
skipin Hákon og Áskel.
Skip Teikning af hinum nýja ísfisktogara, sem verður 29 metra langur.
Gjögur lætur smíða
fyrir sig ísfisktogara
NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK
Íslands telja að með höfnun um-
hverfisráðherra á tillögu Sam-
vinnunefndar um svæðisskipulag
miðhálendisins fyrir svæðið sunnan
Hofsjökul sem lýtur að Norðlinga-
ölduveitu sé málið aftur komið á
upphafsreit. Árni Finnsson, for-
maður samtakanna, segir að nið-
urstaða ráðherra hafi verið viðbúin.
Af úrskurði umhverfisráðherra
megi ráða að hann telji að sam-
vinnunefnd sé heimilt að taka
Norðlingaölduveitu út af skipulagi
sunnan Hofsjökuls og þetta sé
fagnaðarefni.
„Framkvæmdaraðilinn [Lands-
virkjun] getur nú farið fram á end-
urskipulagningu á þessu svæði til
þess að fá inn þá framkvæmd sem
Jón Kristjánsson leyfði í umhverf-
ismati árið 2003. Sveitarfélagið
getur farið fram á annars konar
skipulag og
nefndin getur
auglýst annars
konar skipulag
þannig að málið
er opið að okkar
mati,“ segir
Árni. Eini mögu-
leikinn sem ekki
virðist fyrir
hendi samkvæmt
úrskurði ráðherra frá í fyrradag sé
að taka inn hluta Norðlingaöldu-
veitu eins og settur umhverfisráð-
herra úrskurðaði um 2003. Taka
þurfi inn annaðhvort „allt eða ekk-
ert“.
Mögulegt að stækka friðlandið
Árni bendir á að samþykkt hafi
verið sérlög um Norðlingaölduveitu
á Alþingi í febrúar 2003. „Með því
var umhverfismatið lögfest sem er
mjög sérstakt,“ segir hann. „Þetta
þýðir að ef Norðlingaölduveita er
inni í skipulaginu verður hún að
vera eins og Jón Kristjánsson ætl-
aðist til,“ segir hann. „Á hinn bóg-
inn er ekkert sem skyldar sam-
vinnunefndina til þess að hafa
Norðlingaölduveitu inni í skipulag-
inu. Þetta þýðir með öðrum orðum
að það er líka mögulegt að stækka
friðlandið og það er það sem við
viljum vinna að,“ segir Árni.
Stuðningur meðal almennings
Hann segir ekki hægt að segja
til um á þessari stundu hver nið-
urstaða málsins verði. Fyrst þurfi
framkvæmdaraðili að koma með
beiðni um breytingu á skipulagi,
svo kunni sveitarfélagið að hafa
eitthvað um það að segja og síðast
en ekki síst almenningur. Meðal al-
mennings sé mikill stuðningur við
stækkun friðlandsins í Þjórsárver-
um. Í skoðanakönnun Gallup sem
gerð var fyrir Náttúruverndarsam-
tökin haustið 2004 hafi um 2/3 að-
spurðra stutt stækkun friðlandsins
í Þjórsárverum. Þá hafi verið al-
gjör samstaða meðal umhverfis-
verndarsamtaka um að friðlandið
eigi að stækka. Verið sé að skipu-
leggja fund sem halda eigi 7. jan-
úar til stuðnings verndun Þjórs-
árvera.
Árni Finnsson um niðurstöðu umhverfisráðherra um skipulag miðhálendisins
Málið komið á upphafsreit
%
: ! #%
99"03
Árni Finnsson
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
BJÖRGÓLFUR Thorsteinsson,
formaður Landverndar, segir að
ekki hafi komið á óvart sú ákvörð-
un umhverfisráð-
herra að synja
staðfestingu á
þeim hluta svæð-
isskipulagstil-
lögu samvinnu-
nefndar
miðhálendisins
sem lýtur að
Norðlingaöldu-
veitu. Landvernd
líti svo á að
vinnubrögð sam-
vinnunefndarinnar hafi verið vönd-
uð þótt ekki hafi Landvernd alltaf
verið sammála nefndinni.
„Við hjá Landvernd viljum helst
engar framkvæmdir í Þjórsárver-
um og bendum á að mörk frið-
landsins vernda ekki Þjórsárverin
nema að hluta,“ segir Björgólfur.
„Mörk friðlandsins voru ákveðin
fyrir aldarfjórðungi og síðan hefur
bæst við geysimikil þekking á
þessu svæði. Íslenskir vísindamenn
hafa komist að því að þetta er með
verðmætustu svæðum miðhálend-
isins og erlendir vísindamenn hafa
bent á að svæðið hafi mjög mikið
verndargildi á alþjóðavísu,“ segir
hann.
„Með Norðlingaölduveitu sýnist
okkur þá að muni fást tiltölulega
lítil orka miðað við raskið. Og það
eru engir brýnir þjóðhagslegir
hagsmunir sem krefjast þess að
farið verði inn á þetta verðmæta
svæði og framkvæmdir myndu hafa
veruleg áhrif á ásýnd svæðisins,
vatnafar og landslag. Allt bendir
því til að það sé landi og þjóð fyrir
bestu að ekki verði virkjað þarna.
Ég legg því til að Þjórsárver verði
friðuð og Norðlingaölduveita tekin
af dagskrá til ársins 2020. Verndun
útilokar ekki virkjun síðar meir, en
virkjun myndi hins vegar útiloka
verndun.“
„Verndun
Þjórsár-
vera úti-
lokar ekki
virkjun“
Björgólfur
Thorsteinsson
FRÁBÆRT skíðafæri er á skíða-
svæði Siglfirðinga þessa dagana
og hefur verið opið í brekkunum
á hverjum degi frá því um miðjan
desember. Fjöldi fólks hefur lagt
leið sína í brekkurnar og hefur
talsvert verið um gesti annars
staðar af landinu sem verja
jólafríinu á skíðum á Siglufirði.
Þrjár lyftur eru í gangi og flóð-
lýsing eykur stemninguna til
muna. Gott veður að undanförnu
hefur svo sett punktinn yfir i-ið
fyrir skíðafólkið. Talið er að svo
mikill snjór hafi safnast fyrir í
fjallinu í vetur að hann muni end-
ast skíðafólki út næstu mánuðina.
Frábært
skíðafæri
á Siglu-
firði
Morgunblaðið/Kristján L. Möller