Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 50
Hann sem kunni svo
vel að hjálpa öðrum að
syrgja er nú sjálfur
skyndilega fallinn frá.
Missir fjölskyldunnar er mikill. Ólaf-
ur Oddur var traustur frændi og
gott að leita til hans um þjónustu,
ráð eða samræður. Honum var hlýtt
til síns fólks og til átthaganna í
Borgarfirði. Hann átti bjartar og
hlýjar minningar frá dvölinni og
fólkinu í Hlöðutúni, sem hann deildi
oft með okkur. Ólafur Oddur var víð-
sýnn maður og opinn í hugsun. Þess
vegna var gott að tala við hann, með-
al annars um trú. Hann vissi að efa-
semdir eru förunautar leitandi huga.
Hann hafði ástríðufullan áhuga á
siðfræði og hafði óvenjudjúpa þekk-
ingu á því sviði. Kom þar til að hann
bjó yfir mikilli reynslu úr starfi sínu
sem prestur, ríkri hneigð til fræði-
legrar yfirvegunar, auk þess sem
hann var víðlesinn með afbrigðum.
Hann var ennfremur opinn í afstöðu
sinni til ólíkra fræðigreina og leitaði
sjálfur óspart fanga í heimspeki, sál-
fræði og bókmenntum, auk guðfræð-
innar. Ólafur unni málefnalegum,
gagnkvæmum samræðum og hafði
glöggt auga fyrir því að mæta hverj-
um og einum þar sem hann eða hún
var stödd í skilningi og þroska. Hann
hafði mikla ánægju af kennslu og
sem kennari var hann gagnvart
nemendum fremstur meðal jafn-
ingja í sameiginlegri leit að þekk-
ingu. Á tímum þegar magn er haft í
meiri hávegum en merking, skamm-
tíma hagnýti í meiri hávegum en
skilningur, er fordæmi Ólafs Odds
ómetanlegt. Hann kenndi okkur sem
samferða honum voru að hafa trú á
áhugamálum okkar og því að innra
lífinu, hugsunum okkar, tilfinning-
um, efasemdum og trú er sannarlega
þess vert að gefa gaum og rækta.
Eitt sinn kom hann til okkar hjóna
og færði okkur bækur sem hann
hafði mætur á úr eigin bókasafni. Sú
gjöf sýndi ekki aðeins örlæti heldur
ekki síður samstöðu hans og hvatn-
ingu. Í hugann kemur upp æsku-
minning um veiðiferð sem farin var
frá Kalmanstungu upp á Arnar-
vatnsheiði sumar eitt fyrir tæpum 30
árum. Þar voru meðal annars þeir
feðgar Ólafur Oddur og Jón Ásgeir.
Um kvöldið gengum við austur fyrir
vatnið og upp með ánni sem í það
fellur. Sól skein í vestri og gyllti hvel
Eiríksjökuls. Fuglarnir sungu og
feðgarnir fetuðu sig upp með ánni,
horfnir inn í þetta sjónarspil náttúr-
unnar og lífsins. Ólafur Oddur kunni
að meta gildi slíkra stunda og slíkra
minninga fyrir líf okkar. Og senni-
lega var hann hvergi meira heima
hjá sér en í litla bústaðnum sínum
upp við Varmaland, mitt í því undri
sem er sköpunarverk íslenskrar
náttúru. Sonum Ólafs Odds og fjöl-
skyldum þeirra vottum við innilega
samúð.
Jón Ásgeir og Ástríður.
Elsku frændi. Ég átti erfitt með
að trúa því þegar ég fékk fréttirnar
um fráfall þitt sem bar svo snöggt
að. Það eru margar spurningar sem
vakna þegar maður fær slæmar
fréttir sem þessa en því miður er fátt
um svör.
Þú hefur alltaf verið í miklum
metum hjá mér og ósjaldan montað
ég mig yfir að sr. Ólafur Oddur væri
frændi minn. Þú sást um allar mínar
kirkjulegar athafnir, að skírn minni
undanskilinni. Þú fermdir mig,
skírðir börnin mín, þau Tinnu
Björgu og Ólaf Þór og nú síðast fyrir
rétt tæpum tveimur árum giftir þú
mig og Björgu Maríu. Það kom aldr-
ÓLAFUR ODDUR
JÓNSSON
✝ Ólafur OddurJónsson, sóknar-
prestur í Keflavík,
fæddist í Reykjavík
1. nóvember 1943.
Hann lést 21. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 30. desem-
ber.
ei neinn annar prestur
til greina af okkar
hálfu til þess að sjá um
þessar athafnir sem
allar voru virkilega
hátíðlegar og minnis-
stæðar.
Á dögum sem þess-
um rifjast upp ótal
minningar frá upp-
vaxtarárum mínum.
Ég var oft á tíðum
sem „heimalningur“ á
heimili ykkar á Skóla-
veginum í Keflavík,
þar sem ég og Birgir
Örn vorum miklir félagar. Það sem
kemur fyrst upp í hugann frá þess-
um árum eru heimsins bestu brún-
tertur, fótbolti á lóðinni, þegar ég
lærði að hjóla án hjálpardekkja í
garðinum og síðast en ekki síst kvöld
eitt þegar ég var kominn hálfa leið
heim og sá lögguna! Ég hljóp eins og
fætur toguðu aftur heim til þín og
bað þig að hringja í pabba og láta
hann ná í mig, því ég þorði ekki heim
vegna hræðslu við lögguna.
Þessa skemmtilegu sögu rifjuðum
við einmitt upp í brúðkaupsveislu
minni við mikla kátínu. Þá rennur
mér einnig seint úr minni fyrsti
áreksturinn. Hann átti sér stað 13
dögum eftir að ég fékk bílprófið,
föstudaginn 13. september 1985. Ég
og Birgir Örn vorum á leiðinni á
busaball á bílnum hans pabba, þegar
ekið var á mig á horninu við húsið
ykkar. Eins og gefur að skilja var
mér mjög brugðið, en þú með þinni
stóísku ró talaðir til mín og gerðir
mér ljóst að þetta væri allt í góðu
lagi og fyrir mestu var að enginn
slasaðist. Það var heldur ekki verra
að hafa þig sér við hlið þegar eigandi
bílsins mætti á staðinn.
Knattspyrnan var þér alltaf hug-
leikin og kom hún nánast alltaf til
tals þegar við hittumst. Ég man sér-
staklega eftir því þegar þú sást mig
og Kristin spila saman leik með Víði
í Garði. Þér fannst virkilega mikið til
þess koma og þótti mjög vænt um að
sjá okkur frændurna sem samherja
inni á vellinum.
Virðing mín gagnvart þér var
gríðarleg. Það var alltaf gott að
koma til þín og varst þú í huga mín-
um klettur sem svo sannarlega var
hægt að treysta á og leita til.
Ég kveð þig með miklum söknuði.
Góðar minningar um góðan frænda
munu lifa í brjósti mér um ókomna
tíð.
Gunnar Magnús Jónsson.
„Gott að sjá þig,“ voru hans síð-
ustu orð í þessu lífi. Ég hafði tekið í
hönd hans þar sem hann lá umgirtur
þeim búnaði og mannskap sem kall-
aður er til er alvarlegustu bráðatil-
fellin ber að. Allir gerðu sitt besta og
voru tilbúnir til að berjast við sláttu-
manninn mikla sem hér hafði kveðið
dyra svo óvænt. Ekkert gat ég gert
betra en að taka í höndina á þessum
samferðamanni mínum sem rist
hafði djúp spor í mitt hugarlíf. Aðrir
voru mér miklu fremri í baráttunni
við sláttumanninn sjálfan. Hann hélt
hátíðarræðuna í Rótaryklúbbnum á
jólafundinum í fyrri viku og sat við
hliðina á mér. Eins og alltaf skildi
hann eftir fræ með orðum sínum
sem vöktu mann til íhugunar. Hann
hafði lagt af, en mér fannst það fara
honum vel, taldi hann vera í átaki
eins og helmingur þjóðarinnar er.
Við vorum tveir læknarnir sem
fylgdum honum í sjúkrabílnum til
Reykjavíkur í þeirri von að snúa
mætti baráttunni við, þessu lífi í hag.
Svo reyndist ekki vera.
Þannig kvaddi þessi maður og tók
með sér svör við ótal spurningum
sem nú leita á hugann.
Fagmaðurinn, sem hann kallaði
mig oft þegar við tókumst á um sið-
ferðileg álitamál eða sinntum sam-
eiginlegum skjólstæðingum, situr
uppi með spurninguna af hverju ekki
var hægt að brjóta þetta ferli langt-
um fyrr og bregðast við í stað þess
að horfa fram hjá því og láta sem
ekkert væri. Svarið felst kannski í
50 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Hann var ekki bara
tengdapabbi, heldur
miklu, miklu meira.
Þetta voru þau orð
sem mér fannst hæfa honum, þegar
nánustu ættingjar voru beðnir um að
lýsa honum í einni setningu, þegar
hann var áttræður.
Ég kom frekar óvænt inn í hans
fjölskyldu fyrir allmörgum árum.
Fyrst í stað læddist ég með veggjum,
þar til eitt kvöld að ég mætti stórum
manni sem stoppaði mig. „Hvert ert
þú að fara, kallinn minn?“ sagði
hann. Ég svaraði strax: „Ég er að
fara að hitta dóttur þína.“ „Nei, kall-
inn minn, þá þurfum við að ræða
saman, og fara yfir lífsins gildi.“ Ó,
nei, hugsaði ég með mér, nú er ég í
vondum málum. Hann fór með mig
inn í eldhús og þar settumst við niður
og hann las fyrir mig pistilinn, um
lífsins gildi, og í lokin sagði hann að
ÞORLÁKUR
SIGURÐSSON
✝ Þorlákur Sig-urðsson fæddist
í Hafnarfirði 29.
ágúst 1923. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
9. desember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju 21.
desember.
ég mætti ráða hvað ég
gerði, hann mundi
verða sáttur, hvora
leið ég veldi. Það var
auðvelt val, og ég sagði
honum það strax. Ó,
nei, þá kom stóra ræð-
an frá honum. Að lok-
um sagði hann að
þetta samtal okkar
væri bara á milli hans
og mín, þetta væri
bara á milli okkar.
Eftir þetta samtal
skoðaði ég lífið á allt
öðrum nótum. Og er
ég ævinlega þakklátur honum.
Elsku Lalli minn, ég á þér svo
margt að þakka, þú sagðir mér svo
margt og kenndir mér margt. Í mín-
um augum varst þú mikilmenni, jöfn-
uður, samheldni og kærleiki var þér
allt. Þú gerðir allt sem Jesús sagði.
Elsku Lalli minn, ég mun leitast
við, eftir minni bestu getu, að fara
eftir þínum lífsins reglum.
Það er svo margs að minnast á
kveðjustund; minnstu atriði eins og
að eiga brjóstsykur í vasanum handa
barnabörnunum þegar þau komu í
heimsókn. Það gat enginn gefið
brjóstsykur eins og þú. Þessi fátæk-
legu orð mín segja kannski ekki
margt, en þú kenndir svo mörgum
margt gott.
Elsku Lalli minn, þá er komið að
leiðarlokum í bili, og ég segi takk fyr-
ir allt saman, þú varst mér og öllum
mínum fjórum börnum sannur lífsins
geisli.
Elsku Beta mín, megi Guð vera
með þér á þessari stundu. Öðrum
ættingjum votta ég mína dýpstu
samúð.
Rafn Arnar Guðjónsson.
Elsku afi. Þú varst besti afi í heimi.
Ég vona að þér líði vel þarna uppi,
hjá honum Guði Jesú og öllum engl-
unum. Þegar ég frétti að þú værir
dáinn táraðist ég og grét ofan í kodd-
ann minn. En ég veit að þér líður bet-
ur núna því þú varst svo mikið veik-
ur, og Guð tekur vel á móti þér, því
þú varst svo góður maður.
Ég elska þig og gleymi þér aldrei.
Þín afastelpa.
Hrafnhildur.
Góði afi. Nú ertu farinn frá mér, og
mér finnst það svo erfitt að kveðja
þig og sjá þig ekki aftur hér á jörð.
Ég veit að þér leið stundum illa en nú
veit ég að þér líður vel. Ég mun aldr-
ei gleyma þér.
Þinn nafni
Þorlákur.
Elsku afi. Þú varst besti afi í heimi.
Ég vona að þér líði vel þarna uppi,
hjá honum Guð Jesú og öllum engl-
unum. Þegar ég frétti að þú værir
dáinn táraðist ég og grét ofan í kodd-
ann minn. En ég veit að þér líður bet-
ur núna því þú varst svo mikið veik-
ur, og Guð tekur vel á móti þér, því
þú varst svo góður maður.
Ég elska þig og gleymi þér aldrei.
Þín afastelpa.
Hrafnhildur.
Góði afi. Nú ertu farinn frá mér, og
mér finnst svo erfitt að kveðja þig og
sjá þig ekki aftur hér á jörð. Ég veit
að þér leið stundum illa en nú veit ég
að þér líður vel. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Þinn nafni
Þorlákur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Minningarathöfn um okkar ástkæru
KRISTÍNU SIGURÐARDÓTTUR GJØE
verður í Dómkirkjunni mánudaginn 2. janúar
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega
bent á Krabbameinsfélagið.
Ragna og Sigurður Haukur Ludvigsson
og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, fósturmóðir og
tengdamóðir,
INGUNN JÓNSDÓTTIR
frá Vagnsstöðum,
Hólabraut 6,
Höfn, Hornafirði,
Verður jarðsungin frá Hafnarkirkju miðvikudaginn
4. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Skjólgarð.
Þórarinn Gunnarsson,
Sigríður Lucia Þórarinsdóttir, Eina Hjalti Steinþórsson,
Hafdís Huld Björgvins, Rúnar Þór Snorrason.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, systur og fósturdóttur,
ÓLAFAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
F.h. annarra vandamanna,
Marvin Ingólfsson, Þóra Björk Ingólfsdóttir,
Ingi Guðjónsson, Margrét Ólafsdóttir.