Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á fimmtu-daginn var lokið við að flytja indónesíska herinn frá Aceh-héraði á eyjunni Súmötru. Átök höfðu staðið þar í 26 ár, og alla vega 15 þúsund manns dáið í þeim. Um 24 þúsund her-menn voru í héraðinu til að halda aftur af þjóðernis-sinnum, en nú munu heima-menn sjá um öryggis-gæsluna. Flóð-aldan ógur-lega, sem reið yfir Súmötru fyrir einu ári, varð til þess að óvinirnir ákváðu að semja. Lang-flestir fórust í Aceh-héraði, eða um 168.000 manns. Í friðar-sáttmálanum stendur að Aceh-hérað fái stór-aukna sjálf-stjórn ef skæru-liðar hætti vopnaðri baráttu sinni, en þeir hafa nú af-hent vopn sín. Fram-kvæmd friðar-sáttmálans hefur gengið betur en nokkur þorði að vona. Her-menn frá Aceh-héraði Reuters Indónesískir her-menn á heim-leið. komin yfir síðasta notkunar-dag, lyfja-umbúðir ólæsi-legar eða þá að lyfin hentuðu ekki til notkunar á hamfara-svæðunum. Það mun kosta um 600 milljónir ísl. króna að henda lyfjunum. Rann-sókn á vegum Alþjóða-heilbrigðis-stofnun- arinnar (WHO) hefur sýnt að henda þurfi helmingi allra þeirra lyfja sem ríkis-stjórnir og góðgerðar-félög gáfu til Indónesíu eftir flóð-bylgjuna miklu fyrir ári. Lyfin voru Farga þarf helmingi lyfjanna For-menn stjórnar-flokkanna heldu fund með for-mönnum stjórnarandstöðu-flokkanna á föstu-daginn. Á fundinum var ákveðið að frum-varp um hækkun launa embættis-manna verði lagt fram þegar Alþingi kemur saman 17. janúar. Úr-skurður Kjara-dóms frá 19. desember, verður tekinn til baka og í staðinn hækka laun embættis-manna um 2,5% frá og með 1. febrúar líkt og önnur laun í landinu. Kjara-dómur mun fjalla aftur kjör embættis-manna þegar ný lög hafa verið sett um Kjara-dóm og kjara-nefnd. Stjórnar-andstaðan vill ekki skipa fulltrúa í nefnd til að undir-búa laga-breytingar um Kjara-dóm og kjara-nefnd, fyrr en málið hefur verið af-greitt á Alþingi. Ríkis-stjórnin ætlar því kalla til sér-fræðinga til að undir-búa laga-frumvarpið. Halldór segir að um nauð-synleg inn-grip hafi verið að ræða, þar sem hækkunin olli miklu óróa í sam-félaginu og að miða yrði launa-hækkanir við getu þjóð-félagsins og atvinnu-veganna á næstunni. Stjórnar-andstaðan segir það flækja málið að kalla ekki þing saman strax, þar sem niður-staða Kjara-dóms tekur gildi 1. janúar. Morgunblaðið/Golli Halldór um-kringdur frétta-mönnum. Laun embættis-manna hækka um 2,5% Framkvæmda-stjórn ætlar að ákveða endan-lega á fundi sínum19. janúar hverjir munu keppa á vetrar-ólympíuleikunum á skíðum. Leikarnir fara fram í Tórínó á Ítalíu 10. til 26. febrúar. Fimm skíða-menn hafa náð lág-mörkum fyrir leikana, en þeir keppa allir í alpa-greinum. Það eru Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson, Kristján Uni Óskarsson, Sindri Pálsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir. Lík-lega bætast 2 kepp-endur við, en þau Elsa Guðrún Jónsdóttir og Jakob Einar Jakobsson, sem bæði keppa í skíðagöngu, hafa frest til 14. janúar til að ná lág-mörkum. Benedikt Geirsson verður aðal-fararstjóri íslenska ólympíu-hópsins í Tórínó. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kristinn Ingi, Björgvin, Sindri Már, Dagný Linda, Kristján Uni og Elsa Guðrún. Fara á vetrar-ólympíuleikana Baltasar Kormákur frum-sýnir Baltasar Kormákur frum-sýndi nýjustu kvik-mynd sína, A Little Trip to Heaven, á annan í jólum. Myndin er öll tekin upp á Íslandi, en á að gerast í Banda-ríkjunum. Aðal-leikarar myndarinnar eru Forest Whitaker og Julia Stiles. Kvik-myndin hefur fengið mjög góða dóma. Bob Geldof gefur ráð Írski tónlistar-maðurinn Bob Geldof er orðinn ráð-gjafi breska Íhalds-flokksins í bar-áttunni gegn fátækt í heiminum. Geldof hefur barist fyrir aukinni að-stoð við þróunar-lönd í tvo ára-tugi. Geldof segist ó-háður öllum stjórnmála-flokkum, hann vilji bara hjálpa fátækum. Emil til Malmö Sænska knattspyrnu-félagið Malmö FF hefur fengið Emil Hallfreðsson, leik-mann 21 árs lands-liðsins, á leigu frá enska félaginu Tottenham Hotspur út keppnis-tímabilið 2006. Malmö FF er með kaup-rétt á Emil, og kaup-verðið er um 30 milljónir íslenskra króna. Stutt Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis-ráðherra staðfesti í gær breytingu á Svæðis-skipulagi mið-hálendis Íslands 2015. Ráð-herra stað-festi ekki þann hluta til-lögunnar sem fjallar um Norðlinga-ölduveitu. Því gildir áfram sama skipu-lag á því svæði. Sam-kvæmt því er ekki hægt að hefja fram-kvæmdir á Norðlinga-ölduveitu sem umhverfis-ráðherra ákvað í janúar 2003. „Fram-haldið er nú í höndum samvinnu-nefndarinnar,“ segir Sigríður Anna. Óskar Bergsson, for-maður samvinnu-nefndar mið-hálendisins, segir nefndina hafa vonast eftir lausn á málinu og helst að til-laga hennar yrði sam-þykkt. „Ég mun kalla nefndina saman og fara betur yfir málið,“ sagði Óskar. Breytingar á Norðlinga- ölduveitu ekki stað- festar Kvikmynda-leikstjórinn heims-frægi, Quentin Tarantino, kom aftur til landsins í vikunni, en hafði verið hér 7 vikum áður. Hann hélt „bíó-partí“ í Háskóla-bíói á föstu-daginn, þar sem hann sýndi Ís-lendingum valdar kung-fu kvik-myndir úr eigin kvikmynda-safni og rabbaði við áhorf-endur eftir sýningu. „Þetta snýst ekki um mig, heldur að eiga góða kvöld-stund og horfa á góðar kvikmyndir,“ sagði hann. Tarantino hefur áhuga á að taka þátt í fleiri svona kvikmynda-uppákomum hér á Íslandi og hann sagðist jafnframt vera að lesa Íslendinga-sögurnar og hafa áhuga á að taka upp mynd hér. „Ef rétta hug-myndin kemur upp í kollinn á mér, jafnvel víkinga-mynd.“ Vill taka upp mynd á Íslandi Tarantino er Ís- lands-vinur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.