Morgunblaðið - 31.12.2005, Page 46
46 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Á fimmtu-daginn var lokið
við að flytja indónesíska
herinn frá Aceh-héraði á
eyjunni Súmötru. Átök höfðu
staðið þar í 26 ár, og alla
vega 15 þúsund manns dáið
í þeim. Um 24 þúsund
her-menn voru í héraðinu til
að halda aftur af
þjóðernis-sinnum, en nú
munu heima-menn sjá um
öryggis-gæsluna.
Flóð-aldan ógur-lega, sem
reið yfir Súmötru fyrir einu
ári, varð til þess að óvinirnir
ákváðu að semja.
Lang-flestir fórust í
Aceh-héraði, eða um
168.000 manns.
Í friðar-sáttmálanum
stendur að Aceh-hérað fái
stór-aukna sjálf-stjórn ef
skæru-liðar hætti vopnaðri
baráttu sinni, en þeir hafa
nú af-hent vopn sín.
Fram-kvæmd
friðar-sáttmálans hefur
gengið betur en nokkur
þorði að vona.
Her-menn frá Aceh-héraði
Reuters
Indónesískir her-menn á
heim-leið.
komin yfir síðasta
notkunar-dag, lyfja-umbúðir
ólæsi-legar eða þá að lyfin
hentuðu ekki til notkunar á
hamfara-svæðunum. Það
mun kosta um 600 milljónir
ísl. króna að henda
lyfjunum.
Rann-sókn á vegum
Alþjóða-heilbrigðis-stofnun-
arinnar (WHO) hefur sýnt að
henda þurfi helmingi allra
þeirra lyfja sem ríkis-stjórnir
og góðgerðar-félög gáfu til
Indónesíu eftir flóð-bylgjuna
miklu fyrir ári. Lyfin voru
Farga þarf helmingi lyfjanna
For-menn stjórnar-flokkanna
heldu fund með for-mönnum
stjórnarandstöðu-flokkanna
á föstu-daginn. Á fundinum
var ákveðið að frum-varp um
hækkun launa
embættis-manna verði lagt
fram þegar Alþingi kemur
saman 17. janúar.
Úr-skurður Kjara-dóms frá
19. desember, verður tekinn
til baka og í staðinn hækka
laun embættis-manna um
2,5% frá og með 1. febrúar
líkt og önnur laun í landinu.
Kjara-dómur mun fjalla aftur
kjör embættis-manna þegar
ný lög hafa verið sett um
Kjara-dóm og kjara-nefnd.
Stjórnar-andstaðan vill
ekki skipa fulltrúa í nefnd til
að undir-búa laga-breytingar
um Kjara-dóm og
kjara-nefnd, fyrr en málið
hefur verið af-greitt á Alþingi.
Ríkis-stjórnin ætlar því
kalla til sér-fræðinga til að
undir-búa laga-frumvarpið.
Halldór segir að um
nauð-synleg inn-grip hafi
verið að ræða, þar sem
hækkunin olli miklu óróa í
sam-félaginu og að miða yrði
launa-hækkanir við getu
þjóð-félagsins og
atvinnu-veganna á
næstunni.
Stjórnar-andstaðan segir
það flækja málið að kalla
ekki þing saman strax, þar
sem niður-staða Kjara-dóms
tekur gildi 1. janúar.
Morgunblaðið/Golli
Halldór um-kringdur frétta-mönnum.
Laun embættis-manna hækka um 2,5%
Framkvæmda-stjórn ætlar
að ákveða endan-lega á
fundi sínum19. janúar
hverjir munu keppa á
vetrar-ólympíuleikunum á
skíðum. Leikarnir fara fram í
Tórínó á Ítalíu 10. til 26.
febrúar.
Fimm skíða-menn hafa
náð lág-mörkum fyrir
leikana, en þeir keppa allir í
alpa-greinum. Það eru
Björgvin Björgvinsson,
Kristinn Ingi Valsson,
Kristján Uni Óskarsson,
Sindri Pálsson og Dagný
Linda Kristjánsdóttir.
Lík-lega bætast 2
kepp-endur við, en þau Elsa
Guðrún Jónsdóttir og Jakob
Einar Jakobsson, sem bæði
keppa í skíðagöngu, hafa
frest til 14. janúar til að ná
lág-mörkum.
Benedikt Geirsson verður
aðal-fararstjóri íslenska
ólympíu-hópsins í Tórínó.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kristinn Ingi, Björgvin, Sindri Már, Dagný Linda, Kristján Uni og Elsa Guðrún.
Fara á vetrar-ólympíuleikana
Baltasar Kormákur frum-sýnir
Baltasar Kormákur
frum-sýndi nýjustu kvik-mynd
sína, A Little Trip to Heaven,
á annan í jólum. Myndin er
öll tekin upp á Íslandi, en á
að gerast í Banda-ríkjunum.
Aðal-leikarar myndarinnar
eru Forest Whitaker og Julia
Stiles. Kvik-myndin hefur
fengið mjög góða dóma.
Bob Geldof gefur ráð
Írski tónlistar-maðurinn
Bob Geldof er orðinn
ráð-gjafi breska
Íhalds-flokksins í bar-áttunni
gegn fátækt í heiminum.
Geldof hefur barist fyrir
aukinni að-stoð við
þróunar-lönd í tvo ára-tugi.
Geldof segist ó-háður
öllum stjórnmála-flokkum,
hann vilji bara hjálpa
fátækum.
Emil til Malmö
Sænska
knattspyrnu-félagið Malmö
FF hefur fengið Emil
Hallfreðsson, leik-mann 21
árs lands-liðsins, á leigu frá
enska félaginu Tottenham
Hotspur út keppnis-tímabilið
2006. Malmö FF er með
kaup-rétt á Emil, og
kaup-verðið er um 30
milljónir íslenskra króna.
Stutt
Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfis-ráðherra staðfesti
í gær breytingu á
Svæðis-skipulagi
mið-hálendis Íslands 2015.
Ráð-herra stað-festi ekki
þann hluta til-lögunnar sem
fjallar um
Norðlinga-ölduveitu. Því gildir
áfram sama skipu-lag á því
svæði. Sam-kvæmt því er
ekki hægt að hefja
fram-kvæmdir á
Norðlinga-ölduveitu sem
umhverfis-ráðherra ákvað í
janúar 2003. „Fram-haldið er
nú í höndum
samvinnu-nefndarinnar,“
segir Sigríður Anna.
Óskar Bergsson, for-maður
samvinnu-nefndar
mið-hálendisins, segir
nefndina hafa vonast eftir
lausn á málinu og helst að
til-laga hennar yrði
sam-þykkt. „Ég mun kalla
nefndina saman og fara
betur yfir málið,“ sagði
Óskar.
Breytingar
á Norðlinga-
ölduveitu
ekki stað-
festar
Kvikmynda-leikstjórinn
heims-frægi, Quentin
Tarantino, kom aftur til
landsins í vikunni, en hafði
verið hér 7 vikum áður. Hann
hélt „bíó-partí“ í Háskóla-bíói
á föstu-daginn, þar sem hann
sýndi Ís-lendingum valdar
kung-fu kvik-myndir úr eigin kvikmynda-safni
og rabbaði við áhorf-endur eftir sýningu.
„Þetta snýst ekki um mig, heldur að eiga
góða kvöld-stund og horfa á góðar
kvikmyndir,“ sagði hann.
Tarantino hefur áhuga á að taka þátt í
fleiri svona kvikmynda-uppákomum hér á
Íslandi og hann sagðist jafnframt vera að
lesa Íslendinga-sögurnar og hafa áhuga á
að taka upp mynd hér. „Ef rétta hug-myndin
kemur upp í kollinn á mér, jafnvel
víkinga-mynd.“
Vill taka upp mynd á Íslandi
Tarantino er Ís-
lands-vinur.