Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 31
uppáhaldsréttina sína enda er taí-
lenskur matur mjög vinsæll hjá
mörgum Vesturlandabúum.“
Þær koma úr ýmsum störfum
Þegar Daglegt líf forvitnast um
veru verslunareigendanna þriggja
á Íslandi kemur í ljós að Rung Ar-
un hefur búið hér í tólf ár. Hún
var gift íslenskum manni, en er nú
fráskilin og á tvo syni, 8 og 11 ára.
Lengst af hefur hún starfað hjá B.
Magnússyni og á Hrafnistu. Rúm
þrjú ár eru síðan Rattanawadee
fluttist til Íslands. Hún á íslenskan
eiginmann og hefur starfað við sal-
atgerð hjá Pastó í Kópavogi, við
súkkulaðigerð hjá Góu og staðið
um helgar í Kolaportinu við að
selja taílenskt skart. Ellefu ár eru
liðin síðan Prapasiri, sem er ein-
stæð, fluttist til Íslands ásamt
tveimur dætrum sínum sem nú eru
26 og 23 ára gamlar. Hún er í eng-
um vafa um að hægt sé að lifa
góðu lífi á Íslandi með því að fara
vel með aurana sína og hugsa svo-
lítið rökrétt og fram í tímann. Hún
vann hjá Myllunni fyrstu fimm ár-
in og síðan við umönnun á Drop-
laugarstöðum næstu tvö árin.
„Svo var ég alveg bundin heima
með nýrnaveika dóttur mína í tvö
ár og svo fór að hin dóttir mín gaf
systur sinni nýra. Ég var orðin
mjög þunglynd af öllum þessum
veikindum og einangrun svo ég
ráðfærði mig við lækni sem sagði
að ég yrði að taka mér eitthvað
skemmtilegt fyrir hendur. Ég fór
að kaupa íbúðir, gera upp og selja
og ég keypti líka verslun í Hamra-
borg sem ég er líka nýbúin að
selja. Ég hef eignast pening með
þessum fasteignaviðskiptum sem
ég er núna að nota í Thai City,“
segir Prapasiri hvergi bangin.
Áramótagleði í miðstöðinni
Það verður mikið um dýrðir hjá
athafnakonunum þremur í dag,
gamlársdag, og langt fram á nótt
því þær ætla að efna til áramóta-
fagnaðar með vinum og kunn-
ingjum í nýju Asíu-miðstöðinni.
„Við ætlum að halda tónleika,
borða mikið, drekka smá og dansa
mikið. Gleðin byrjar klukkan 11.00
á gamlársdag og stendur allan
daginn og langt fram á nótt. Það
verður voða gaman,“ segja þær og
brosa um leið og útsendarar Dag-
legs lífs kveðja og óska þessum
austurlensku athafnkonum góðs
gengis.
join@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 31
Útsalan
hefst mánudaginn 2. janúar kl. 10.00
v/Laugalæk • sími 553 3755
Blómaveggvasar prýddir litríkum blómum.
Spilað á hljóðfæri í Thai City. Í verslunarmiðstöðinni er til húsa tónlistar-
kennarinn Sekson Kompamong sem kennir börnum að leika á hljóðfæri.
RÓBERT Schmidt er einn fjölmargra íslenskra veiði-
manna sem ræða málin á spjallrásinni www.hlad.is.
Hann gefur lesendum spennandi uppskrift sem hann
segir að sé ósköp einföld.
Hann varar við því að gæsabringur séu ofsteiktar, því
þá verði kjötið bæði þurrt og vont. Róbert mælir með því
að bringurnar séu látnar standa í 2–3 mínútur eftir steik-
ingu áður en þær eru bornar fram. „Stundum lítur út
fyrir að þær séu blóðugar þegar skorið er í þær, en oftast
er um að ræða vökva sem rennur út við skurðinn.“
Róbert leggur til að bringurnar séu skornar í þunnar
sneiðar þegar þær eru bornar fram og að skorið sé þvert
á vöðvann.
Athugið að huga að sósugerðinni áður en gæsabring-
urnar eru steiktar.
Gæsabringur
Fyrir 6
3 gæsabringur
salt og nýmalaður pipar
olía til steikingar
Aðferðin: Takið bringurnar af beinum og snyrtið þær
vel. Fjarlægið himnur, fitu og sjáanlegar sinar. Kryddið
með salti og pipar og steikið í olíu á pönnu í 2–3 mínútur
á hvorri hlið við fremur háan hita, þannig að kjötið lokist
vel.
Setjið í 160°C heitan ofn með blæstri og steikið áfram í
8–10 mínútur eftir þykkt vöðvanna.
Villisveppasósa
1 dós þurrkaðir villisveppir (um 1 lófafylli)
1–2 lófafylli ferskir sveppir (má sleppa)
½ bolli ristaðar furuhnetur
½ bolli rúsínur
1 tsk. kjötkraftur (nauta- eða villibráðarkraftur)
1–2 dl púrtvín
½–1 dl brandy eða koníak
½–1 l rjómi
olía til steikingar
salt og pipar
2 tsk. villisveppagrunnur frá Hafmeyjunni ef vill
gráðostur ef vill
Aðferðin: Setjið þurrkaða villisveppina í volgt vatn í
15–20 mínútur og síið vökvann frá. Stundum liggja sand-
korn á þurrkuðum sveppum sem best er að losna við
strax í upphafi. Skerið fersku sveppina niður og steikið í
olíu ásamt þurrkuðu sveppunum. Kryddið með salti og
nýmöluðum pipar. Bætið púrtvíni og koníaki saman við
og sjóðið niður við vægan hita þar til síróp hefur mynd-
ast. Færið yfir í pott og bætið rjómanum út í. Látið
suðuna koma upp og sjóðið áfram í 15–20 mínútur við
mjög vægan hita. Bætið kjötkrafti út í og smakkið til.
Saltið ef á þarf að halda.
Hægt er að bæta vökva af villisveppunum út í ef vill,
eða 2 tsk. af villisveppagrunni frá Hafmeyjunni, sem
fæst í matvöruverslunum. Þeir sem kjósa geta bætt
klípu af gráðosti út í sósuna á þessu stigi.
Rétt áður en sósan er borin fram er ristuðum furu-
hnetum og rúsínum bætt út í hana.
Hugmyndir að meðlæti:
Sykurgljáðar kartöflur
Strengjabaunir og annað snöggsoðið grænmeti
Fersk bláber
Rifsberjasulta
MATUR | Villibráð að hætti veiðimanna
Gæsabringur með villisveppa-
sósu og ristuðum furuhnetum
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
NEYSLA ávaxta og grænmetis sem ríkt er af
sinki er talin geta haft fyrirbyggjandi áhrif á
augnsjúkdóm sem valdið getur blindu. Um er að
ræða sjúkdóm sem kallast AMD og einkennist af
gulum blettum á nethimnu augans hjá eldra fólki.
Í Svenska Dagbladet er greint frá því að vís-
indamenn við Erasmus háskólann í Rotterdam
hafi komist að því að eldra fólk sem fékk mikið af
betakarótíni eða A-vítamíni, C- og E-vítamíni og
sinki úr fæðunni átti 35% síður á hættu að fá sjúk-
dóminn en aðrir. Besta vörn veita E-vítamín og
sink samkvæmt rannsókninni.
Niðurstöðurnar eru úr rannsóknum á 6.000 ein-
staklingum, 55 ára og eldri. Mataræði þeirra var
skoðað og þeim fylgt eftir í átta ár. 560 af þeim
fengu AMD. Niðurstöðurnar voru birtar í vísinda-
tímaritinu Jama. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að
andoxunarefni í pilluformi veiti vörn gegn AMD
en það var ekki staðfest í þessari rannsókn sem
fyrst og fremst bendir á mikilvægi sink- og vítam-
ínríkrar fæðu. Í niðurstöðunum kemur fram að
frekari rannsókna sé þörf.
Ávextir og græn-
meti gegn blindu
HEILSA
Tilbúið soð í sósuna
Villibráð er víða að
finna á veisluborðum
landsmanna á gaml-
árskvöld, ekki leggja
þó allir í, eða hafa
tíma til, að búa til soð-
ið sjálfir fyrir sósuna.
Nóatún býður þessa
dagana upp á tilbúið
kjötsoð, m.a. villibráð-
arsoð, frá Oscar í
fernum. Fimm teg-
undir eru í boði,
lambasoð, nautasoð,
kjúklingasoð, villibráðarsoð og skeldýrasoð og þykja
þessir svonefndu sósugrunnar tilvaldir fyrir sælkera
sem hafa ekki tök að sjóða niður soð til sósu- eða súpu-
gerðar.
Soðið er einfaldlega sett í pott, suða látin koma upp
og svo sósan svo búin til skv. smekk. Þannig má bæta
við rjóma, salti, pipar og öðrum kryddtegundum að
vild sem og sveppum svo dæmi séu tekin. Skel-
dýrasoðið þykir þá líka tilvalið í humarsúpu og dugar
raunar að bæta rjóma og humar út í soðið til að búa til
góða súpu með lítilli fyrirhöfn.
NÝTT
DAGLEGT LÍF