Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Þökkumlandsmönnum frábærarviðtökur HJÓNIN Björgvin Gunnarsson, skipstjóri úr Grindavík, og Inga Bjarney Óladóttir eru í hópi þeirra Íslendinga sem verja jólunum og áramót- um í ár á Tenerife á Kanaríeyjum. Björgvin og Inga Bjarney héldu þó ekki ein af stað í jólaferð- ina, heldur buðu þau stórfjölskyldunni með sér. „Við buðum fjölskyldunni, en þetta er í annað sinn sem við gerum það. Við fórum í svona ferð fyrir nokkuð mörgum árum og þá vorum við 27 talsins en nú erum við orðin 36,“ segir Björgvin, en þetta er í fyrsta sinn sem fjölskyldan dvelst á Tenerife. Fjögur börn hjónanna, makar þeirra, barnabörn og barnabarnabörn, sem eru þrjú tals- ins, eru öll með í ferðinni, en yngsta barnið er sjö mánaða gamalt. Þá eru tengdaforeldrar yngri sonar hjónanna einnig með hópnum. Björgvin segir að fjölskyldunni hafi liðið af- skaplega vel á Tenerife yfir hátíðarnar og ým- islegt hafi verið gert til skemmtunar. „Það er fín stemning í hópnum og allt hefur gengið af- skaplega vel. Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá börnunum og afar skemmtilegt en á hót- elinu sem við dveljumst á eru haldin böll fyrir þau á hverju einasta kvöldi,“ segir Björgvin. Björgvin segir að fjölskyldan sé mjög sam- heldin en öllum sé frjálst að gera það sem þeim dettur í hug á meðan á dvölinni stendur. Björgvin segir að ekki sé enn búið að skipuleggja áramóta- gleði fjölskyldunnar á Tenerife en þar hyggst hún dveljast fram til 5. janúar. Í góðu yfirlæti á Kanarí: Inga Bjarney Óladóttir og Björgvin Gunnarsson ásamt yngstu barnabörn- unum: Ingu Bjarney og Ólöfu Rún Óladætrum. Buðu 34 afkomendum til Kanarí GEIR H. Haarde utanríkisráð- herra segir að reynslan af sölu Símans og áður ríkisbankanna sýni hversu tímabært það hafi verið að innleysa þær eignir al- mennings sem voru bundnar í þessum fyrirtækjum og nýta fjármunina til annarra verkefna. Eftir nokkur ár kunni með sama hætti að verða tímabært að losa um eignir þjóðarinnar í Lands- virkjun og ef til vill Flugstöð Leifs Eiríkssonar ef tryggt verði eðlilegt tillit til samkeppnissjón- armiða. „Hagnað af slíkri sölu má hag- nýta með ýmsu móti í almanna- þágu. Hinn góði árangur í ríkis- fjármálum mun gera okkur kleift að ganga enn lengra í umbótum á skattkerfinu á næstu árum,“ seg- ir Geir í miðopnugrein í Morg- unblaðinu í dag. Ráðherrar verði 9–10 Geir segir ennfremur að tíma- bært sé að huga að breytingum á skipulagi stjórnarráðsins. „Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að auka svigrúm ríkis- stjórnar á hverjum tíma til að skipta verkum milli ráðuneyta í samræmi við sínar pólitísku áherslur líkt og gert er í ná- grannalöndunum. Með slíkri breytingu yrði horfið frá þeirri föstu skipan sem einkennir lögin frá 1969 og því mikilvægt að búa þannig um hnúta að ekki skapist neitt los. Finnst mér í þessu sam- bandi einnig koma til greina að binda fjölda ráðherra við 9 eða 10.“ Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra segir m.a. í sinni grein að markmið stjórnvalda sé að leita allra leiða til að aldraðir geti dvalist sem lengst heima og að þeim sem eru fullfrískir verði gert kleift að vera sem lengst þátttakendur í atvinnulífinu. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna fjalla allir í greinum sínum um vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir að margt venjulegt fólk sé á svo lágum launum að ekkert megi út af bera án þess að fjárhagurinn sligist. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segir flokk sinn staðráðinn í að vinna góðan sigur í sveitarstjórnar- kosningum í vor og búa sig undir að leiða næstu ríkisstjórn. Hún segist vænta góðs samstarfs við jafnaðarmenn, hvar svo sem þeir hafi skipað sér. Hún minnir á að Samfylkingin sé eini jafnaðar- mannaflokkur landsins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, segist vilja að stjórn- arandstaðan sameinist um að stefna að því að mynda græna velferðarstjórn hér á landi. Sam- fylkingin sé hins vegar enn þá hikandi í því máli. Geir H. Haarde telur að losa eigi um eignir þjóðarinnar í ríkisfyrirtækjum Kann að verða tímabært að selja Landsvirkjun  Um áramót | Miðopna og 34 FISKARNIR í fiskabúrinu á Barnaspítala Hringsins tóku kveðju Önnu Sigrúnar vel þegar hún heilsaði upp á þá fyrir skemmstu. Anna Sigrún er hress og spræk sex ára stúlka, nýbúin að missa sína fyrstu barnatönn og önnur er að losna til að skapa pláss fyrir fullorðinstennurnar sem óðum eru að gægjast fram. Fyrir tæpu ári féll þessi litla stúlka af fjórðu hæð í fjölbýlis- húsi þar sem hún lenti á steyptri stétt. Við fallið mjaðmagrindarbrotnaði hún, spjaldhryggurinn í bakinu brotnaði og vinstri lærleggur, lungun mörðust og gat kom á annað lungað auk þess sem hún brákaði kinnbein. Bati Önnu Sigrúnar hefur, að sögn Stein- unnar I. Stefánsdóttur, móður hennar, verið kraftaverki lík- astur. „Þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga hvað við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk, því við eigum þeim svo mikið að þakka,“ segir Steinunn og tek- ur fram að einnig hafi sér þótt afar vænt um að heyra um allan þann fjölda bænahópa um land allt sem beðið hafa fyrir Önnu Sigrúnu síðustu mánuði í kjöl- far slyssins. Í jólavikunni litu þær mæðgur inn á bæði gjör- gæsludeild og barnaskurðdeild LSH með ávaxtakörfu handa starfsfólkinu sem þakklætisvott fyrir það góða atlæti sem mætti þeim fyrr á árinu, en Anna Sig- rún dvaldist á Barnaspítala Hringsins í um sex vikur. | Ára- mót Morgunblaðið/RAX Önnu Sigrúnu heilsast velMORGUNBLAÐIÐ kemur næst út mánu- daginn 2. janúar. Um áramótin verður frétta- þjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Á gamlársdag verður áskriftardeildin opin frá kl. 6.00–15.00 en deildin verður lokuð á ný- ársdag. Auglýsingadeildin verður opin á gamlárs- dag frá kl. 9.00–12.00 en lokuð á nýársdag. Skiptiborð Morgunblaðsins verður opið á gamlársdag frá 9.00–12.00 og á nýársdag frá 13.00–20.00. Fréttavakt á mbl.is yfir áramótin UM tíu aðilar, innlendir og erlendir, brugðust við umræðuskjali Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um fram- tíðarnotkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi. Skjalið var gefið út til að kanna áhuga markaðarins og sjón- armið hagsmunaaðila á framtíðar- notkun þessa tíðnisviðs. Fyrir liggur að starfrækslu langdræga NMT-far- símakerfisins verður hætt á næstu árum. Búið er að fara yfir umsagnir sem bárust og verður útdráttur úr nið- urstöðum birtur fljótlega eftir ára- mótin, að sögn Hrafnkels V. Gísla- sonar, forstjóra PFS. Síðan mun PFS leggja fram tillögur um notkun tíðnisviðsins, bjóða það upp eða út eða úthluta því, allt eftir eðli athuga- semda og ábendinga. Varðandi val á framtíðar langdrægu farsímakerfi skiptir útbreiðsla þess á heimsvísu máli. Hún ræður miklu um hvort hægt verður að fá handtæki fyrir notendur á viðráðanlegu verði. Margir sýndu áhuga á langdrægu farsímakerfi  Sími sjómanna | 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.