Morgunblaðið - 31.12.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 47
MINNINGAR
Að heilsa og kveðja
er lífsins gangur. Ein-
hvern veginn er þó
eins og að þeir, sem hafa verið hluti
af lífi manns alla tíð, eigi að vera ei-
lífir. Tilhugsunin um að eiga ekki
eftir að eiga fleiri stundir með ömmu
í litla eldhúsinu hennar við Öldugöt-
una er skrýtin og óraunveruleg.
Amma Hulda var kjarnakona, alin
upp á Kirkjubæ á Rangárvöllum og
vön að vinna hörðum höndum frá
barnæsku. Hún ljómaði alltaf þegar
hún sagði sögurnar úr sveitinni. Ég
veit að hún hefði kosið að búa í sveit
með sína fjölskyldu, en kannski má
segja að Selásinn hafi komist nálægt
því að kallast sveit í þá daga; örfá
hús á stangli, umhverfið ævintýri
eitt fyrir okkur elstu barnabörnin og
vini. Berjamór í bakgarðinum, gam-
all bíll á felgunum sem flutti okkur
krakkana heimshornanna á milli og
hænsnabúið hennar ömmu, sem hún
rak af miklum rausnarskap. Hún
seldi eggin og keyrði þau út um bæ-
inn á rússajeppanum sínum – honum
„Huldubrandi“. Sennilega ekki
margar ömmur sem þeystu um á svo
flottum jeppa.
Lífið var ömmu ekki alltaf auðvelt,
en hún hafði einstaka lund og var
ekki að láta erfiðleika eða mótlæti
beygja sig – hvað þá brjóta. Hún
mætti lífinu með góða skapinu sínu
og var sátt við allt og alla. Alltaf
kröfulaus á þá sem í kringum hana
voru og duglegri en nokkur sem ég
þekki.
HULDA
ÞORBJÖRNSDÓTTIR
✝ Hulda Þor-björnsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 14. mars 1910.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði sunnu-
daginn 18. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði
28. desember.
Síðasti kaffibollinn
hefur verið drukkinn í
ömmuhúsi og við eig-
um öll eftir að sakna
hennar sárt, en meg-
um ekki vera eigin-
gjörn – hún var hvíld-
inni fegin og það er
gott að vita að nú líður
henni vel.
Ég þakka ömmu
minni samfylgdina og
er svo miklu ríkari að
hafa átt hana að.
Hulda
Ellertsdóttir.
Að heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga.
Og nú kveðjum við Huldu ömmu
eins og við kölluðum hana alltaf.
Andlátsfregnin kom ekki að óvörum,
langur ævidagur var að kveldi kom-
inn og hún án efa farin að þrá hvíld-
ina eftir lýjandi síðustu stundirnar.
Og þessa jóladaga leita á hugann
minningarnar sem henni eru tengd-
ar. Kærar minningar sem geymast
með okkur sem hana þekktum.
Bros, hannyrðir, söngur, dans,
margmenni – nokkuð sem í okkar
hugum verður órjúfanlega tengt
minningunni um Huldu ömmu, um
hennar ævidaga sem við þekktum til
og um hennar yngri daga, af af-
spurn. Amma var mikil söngmann-
eskja, eins og margt hennar fólk.
Minnisstæðar eru stundir af kirkju-
bekkjum við hlið ömmu, þar sem óm-
uðu raddir úr tveimur áttum; kirkju-
kórsins og ömmu. Vön
söngmanneskja á ferð eftir áratuga
söng í kirkjukór Kálfatjarnarkirkju,
og kunni sálmana utanbókar. Hún
var músíkölsk og hafði yndi af tónlist
og söng, einnig dansi, a.m.k. meðan
heilsan leyfði.
Við minnumst eftirvæntingar yfir
því að fá ömmu, og afa meðan hann
lifði, í heimsókn vestur til Grund-
arfjarðar. Ómetanlegar eru minn-
ingar um kleinusteikingar í Stiga-
hlíðinni í Reykjavík, flatkökubakst-
ur á eldavélarhellu í Grundarfirði og
aðrar álíka kræsingar, sem hún
reiddi fram og fórst það einstaklega
vel úr hendi. Það var hún sem
kenndi okkur að spila rommý, sem
var sérlega vinsæl iðja í Stigahlíð-
inni og með í liði var ósjaldan hún
Rúna á móti. Þá var nú oft glatt á
hjalla.
Hulda amma var mikil hannyrða-
kona, saumaði út, heklaði og féll
sjaldnast verk úr hendi. Ófá skiptin
veitti hún aðstoð og leiðbeiningar
(sérstaklega þeirri okkar sem ríkari
skerf hlaut af hannyrðahæfileikum!).
Afkomendur og fleiri geyma ýmsar
hannyrðir hennar; hekluð barna-
teppi, útsaumaða dúka og margt
annað fallegt sem hún gaf okkur.
Amma var dugleg að sækja
mannamót, alveg fram í háa elli,
enda félagslind og iðulega verið
mannmargt í kringum hana. Um
miðjan nóvember fyrir sex árum lét
hún sig hafa það að stíga upp á kassa
og príla upp í háan fjallajeppa, sem
flutti hana til Grundarfjarðar í brúð-
kaup Bjargar og Hemma. Konuna
vantaði þá fjóra mánuði í nírætt! Af
vilja og dugnaði hafði hún lúmskt
nóg og víst er að hugurinn bar hana
hálfa leið, oft lengra en þrek og
kraftar í raun leyfðu. Það lýsir henni
vel, að á allra síðustu árum, eftir að
hún fór að eiga erfitt með að klæða
sig sjálf upp á, fannst henni hún
ómöguleg til fara ef hún fór á
mannamót og það ekki á upphlut-
num. Honum var hún enda vön að
skarta, glæsileg svo af bar. Ekki
spillti að hún hafði sítt hár sem hún
fléttaði, lagði fallega og setti í hnút.
Það er okkur minnisstætt, úr
heimsóknum til Huldu ömmu, eftir
að hún flutti á Hrafnistu í Hafnar-
firði, hve þakklát hún var fyrir heim-
sóknir og innlit. Brosið var einlægt,
og gleðin yfir að fá að hitta ættingja
og vini. Amma fylgdist vel með sínu
fólki og spurði frétta af hverjum og
einum, jafnvel síðustu misserin er
minninu hafði tekið að hraka. Hún
hafði líka metnað fyrir hönd síns
fólks, hvatti til dáða og hrósaði.
Með þessum minningarbrotum
kveðjum við Huldu ömmu, þökkum
samfylgdina og góðar stundir og
gerum orð Jónasar Hallgrímssonar
að okkar:
Dýrðlegt er að sjá
eftir dag liðinn
haustsól brosandi
í hafið renna;
Hnígur hún hóglega
og hauður kveður
friðarkossi,
og á fjöllum sest.
...
Sofnar ei og sofnar ei,
þótt sígi til viðar
sælust dagstjarna,
sést hún enn að morgni.
...
Stríð er starf vort
í stundarheimi,
berjumst því og búumst
við betri dögum.
Sefur ei og sefur ei
í sortanum grafar
sálin – í sælu
sést hún enn að morgni.
Guð blessi minningu Huldu D.
Þorbjörnsdóttur.
Björg, Steinþóra og
Dagný Ágústsdætur.
Elsku amma. Það eru engin orð
sem geta lýst því hversu mikið við
eigum eftir að sakna þín, þú sem
varst yndislegasta manneskjan í öll-
um heiminum. Þú varst alltaf svo
glöð þegar við komum í heimsókn til
þín og þurftir alltaf að fá nýjustu
fréttir af okkur öllum. Langar okkur
að minnast þín með nokkrum af
mörgum minningum sem við eigum
um þig. Það sem okkur finnst hafa
einkennt þig mest í gegnum árin
okkar er hárgreiðslan, þú passaði
alltaf upp á að vera vel greidd og lést
okkur alveg vita af því ef þér líkaði
eða líkaði ekki hárið eða greiðslan
hjá okkur. Svo eru það kleinurnar
þínar, þær eru og verða bestu klein-
ur í heimi, það var alltaf jafngaman
að koma til þín og fá að hjálpa til við
að snúa kleinunum þegar þú varst að
steikja þær – nú svo að borða þær
heitar. Spilin, já, spilin, það voru ófá-
ar vistirnar, mannarnir og kanarnir
sem við spiluðum saman í gegnum
árin. Á undanförnum jólum, þegar
þú varst hjá okkur, var slagur um
það hver fengi að spila við þig. Nú
svo voru það sunnudagsbíltúrarnir
og ísinn, alltaf fannst okkur jafn-
gaman að fara með þig í bíltúr og
sýna þér breytingarnar sem höfðu
átt sér stað í Hafnarfirði. Þú áttir
aldrei til orð yfir það hvað bærinn
stækkaði mikið og ört. Svo enduðum
við bíltúrinn á því að koma við í ís-
búð, því þér fannst ísinn alltaf svo
góður.
Árið 1984 fórum við, ég (Soffía) og
þú, til Ameríku og dvöldum þar sum-
arlangt. Mér fannst þetta yndislegur
tími og við náðum mjög vel saman í
þessari ferð. Ég get nú ekki annað
en minnst á pilsið sem þér líkaði ekki
neitt voðalega vel en ég elskaði.
Minningin um þessa ferð er mér enn
ljóslifandi.
Á annan tug jóla hefur þú verið
með okkur yfir jólin og fannst
Gunnu það alltaf jafnyndislegt, því
þá fenguð þið að sofa saman í hjóna-
rúminu.
Elsku amma, þetta eru bara brot
af þeim minningum sem við eigum í
hjarta okkar og munum varðveita
um ókomin ár.
Þá vissı́ ég fyrst, hvað tregi er og tár,
sem tungu heftir, – brjósti veitir sár –
er flutt mér var sú feigðarsaga hörð,
að framar ei þig sæı́ ég á jörð.
Er flutt mér var hin sára sorgarfregn,
– er sálu mína og hjarta nístı́ í gegn –
að þú hefðir háð þitt hinzta stríð
svo harla fjarri þeim, sem þú varst blíð.
Ég veit hver var þín hinzta hjartans þrá,
hugljúf móðir, – börnin þín að sjá;
ég veit þau orð, er síðast sagðir þú,
sem sorgleg mér í eyrum hljóma nú.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt;
þinni hvíld ei raskar framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
(Jóhann M. Bjarnason.)
Elsku amma, þú áttir 95 góð og
gæfurík ár. Þeir sem kynntust þér
minnast þín með hlýju og þakklæti.
Helgustu minningar um þig, elsku
amma, geymum við innra með okkur
um aldur og ævi.
Soffía og Guðrún.
Steingrímur föður-
bróðir minn varð
bráðkvaddur að
morgni 16. desember.
Hann var að koma frá
því að ganga frá bátnum sínum,
vildi vera búinn að koma honum
fyrir í Maðkavík áður en hann héldi
til Svíþjóðar þar sem hann ætlaði
að halda jólin með dóttur sinni og
fjölskyldu hennar í Gautaborg.
Einnig ætlaði hann að vera þar
fram yfir 85 ára afmælið sitt 12.
janúar og síðan að koma aftur heim
í Stykkishólm 15. janúar.
Steingrímur fæddist í Stykkis-
hólmi 12. janúar 1921 og var fimmta
barn foreldra sinna. Hann var
tæpra 6 mánaða þegar Kristján fað-
ir hans lést, úr lungnabólgu, vestur
á Flateyri, fjarri fjölskyldu. Krist-
ján, sem var sjómaður, var settur
þar í land veikur. Þá var enginn
sími og samgöngur strjálar og það
leið hálfur mánuður frá dauðsfallinu
þar til fjölskyldan frétti um látið.
Það fóru erfiðir tímar í hönd hjá
Súsönnu móður hans, með fimm
munaðarlaus börn. Yfirvöld vildu
leysa upp heimilið, en ekkjan barð-
ist gegn því að svo yrði og vilji
hennar varð ofan á. Kristján hafði
reist hús í Stykkishólmi sem stóð
þar sem öldrunarheimilið er nú
norðanmegin, en við fráfall fjöl-
STEINGRÍMUR
KRISTJÁNSSON
✝ Steingrímurfæddist í Stykk-
ishólmi 12. janúar
1921. Hann lést í
Stykkishólmi 16.
desember síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá
Stykkishólmskirkju
29. desember.
skylduföðurins varð
að selja það. Ári
seinna dó móðir Sú-
sönnu, Jóhanna Jóns-
dóttir, og lét hún eftir
sig hús við Silfurgötu
og þangað flutti ekkj-
an með börnin sín.
Hún giftist síðan aft-
ur Magnúsi Stein-
þórssyni og eignuðust
þau saman þrjú börn.
Þau fluttu 1933 úr
Stykkishólmi að Dag-
verðarnesseli í Klofn-
ingshreppi í Dala-
sýslu. Þá voru alsystkini hans öll
farin að heiman og Steingrímur var
sá eini af þeim sem fylgdi þeim
þangað og dvaldi hjá þeim fram yfir
fermingu og var þá að miklu liði við
búskapinn.
Eftir það var hann á sjálf síns
vegum og vistaðist sem vinnumaður
að Ósi á Skógarströnd og dvaldi þar
eitthvað á annað ár. Síðan lá leið
hans suður og vann hann á Álafossi
og þar lærði hann að synda og náði
mjög góðum tökum á sundíþrótt-
inni. Á Álafossi aflaði hann sér fjár
til að geta farið í nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni 1938–1939
og 1939–1940. Seinna lauk hann
prófi frá Sjómannaskóla Íslands.
Meðan hann bjó á Íslandi var sjó-
mennska hans aðalstarf bæði á
fiskibátum og flutningaskipum og
þá tíðkaðist ekki að sjómenn væru í
landi á milli túra. Á þeim árum
hafði hann oft aðsetur annaðhvort
hjá Hönnu systur sinni eða hjá
Gesti bróður sínum og konu hans
Björgu.
Rétt fyrir jólin 1954 var Stein-
grímur á bát nálægt ströndum Sví-
þjóðar, er vélin í bátnum bilaði og
þeir komu að landi í Öckerö og
áhöfnin dvaldi þar yfir jólin. Þá
kynntist hann Maju konu sinni sem
skaut skjólshúsi yfir íslensku sjó-
mennina. Sumarið 1955 flutti hann
alfarinn til Svíþjóðar. Maja og hann
eignuðust eina dóttur, Brittu, og
auk þess ól hann upp Móníku dótt-
ur Maju af fyrra hjónabandi. Sjó-
mennskan var sem fyrr hans að-
alstarf í Svíþjóð.
Mínar fyrstu minningar um
Steingrím eru þegar hann kom í
heimsókn til foreldra minna fyrst í
Reykjavík og síðar í Hafnarfirði.
Hann og pabbi höfðu alltaf um svo
margt að ræða og þá fyrst og
fremst um sjóinn, útgerð og afla-
brögð. Þau hjónin Maja og hann
komu alloft í heimsókn til Íslands
og dvöldu yfirleitt lengi í einu og þá
naut hann þess að hitta systkini sín
og skyldmenni, fylgjast með ís-
lensku fréttunum, lesa blöð og bæk-
ur, draga að sér íslenska loftið og
njóta landsins sem hann gjörþekkti
og hafði fyrrum kynnst svo vel sem
sjómaður við Íslandsstrendur.
Mér fannst alltaf að þeim elstu
systkinum hans þætti einstaklega
vænt um hann og bæru hag hans
sérstaklega fyrir brjósti, einna helst
í ætt við foreldratilfinningar, sem
átti ef til vill rætur sínar að rekja til
þess að hann var aðeins á fyrsta ári
þegar faðir hans lést og þau hafi
fundið sárt til þess að hann naut
aldrei föður síns.
Steingrímur var hógvær, tranaði
sér aldrei fram, var þó viðræðugóð-
ur. Hann var afar traustur, vand-
aður til orðs og æðis og vel látinn af
öllum. Hann var hávaxinn og það
var eftir því tekið hversu mynd-
arlegur hann var á velli. Kristján
faðir hans var mikill glímumaður og
hafði unnið til verðlauna sem glímu-
kóngur. Steingrímur þótti líkastur
þeirra systkina föður sínum bæði að
líkamlegu atgervi og einnig í skap-
höfn. Þegar Steingrímur var á
Laugarvatni, þótti hann mikið
hreystimenni, góður í leikfimi,
ágætur sundmaður eins og áður er
nefnt, sterkur og í kefladrætti dró
hann alla uppi. Bræður hans Ólafur
og Gestur voru miklir æringjar, en
ég sé hann ekki fyrir mér hafa tekið
þátt í þeirra galgopahætti. Pabbi og
hann voru líkari meiri alvörunnar
menn og náðu einstaklega vel sam-
an og með þeim voru miklir kær-
leikar.
Maja konan hans lést árið 2002.
Þá ákvað hann að venda sínu kvæði
í kross eftir 48 ára búsetu í Svíþjóð
og flytja aftur til Íslands og þá til
Stykkishólms þar sem hann steig
fyrstu sporin. Hann keypti sér hús
að Árnatúni 3 og bjó sér þar nota-
legt heimili. Hann naut þess að vera
kominn heim, þó að segja mætti að
hann væri svo til öllum ókunnugur
og margir gömlu vinanna fluttir
burtu eða horfnir á vit feðra sinna.
Hann hitti þó einhverja af gömlu
vinunum, stofnaði til nýrra kynna
og tók þátt í spilamennskunni hjá
eldri borgurum. Hann var mikill
göngugarpur og gekk alltaf einn til
tvo tíma á hverjum degi og ef ekki
viðraði til þess þá synti hann. Fólk-
ið hans frá Svíþjóð kom í heimsókn.
Systkini hans dvöldu hjá honum í
lengri og skemmri tíma og þá voru
rifjaðar upp minningar frá gömlu
dögunum, bæði ljúfar og sárar. Við
hjónin fórum nokkrum sinnum til
hans og gistum hjá honum þrisvar
sinnum. Hann var sérstaklega gest-
risinn, tók vel á móti fólki, dúkaði
borð og bar fram ríkulegar veit-
ingar.
Síðasta heimsóknin okkar til hans
var 2. desember síðastliðinn og þá
hittum við hann fyrir hressan eins
og endranær. Okkur grunaði ekki
að dauðinn væri á næsta leiti, en
þar sannaðist að síðasta skrefið er
oft fljótfarið. Ég er þakklát fyrir að
hann skyldi fá að njóta sinna síð-
ustu ára í Stykkishólmi og að hon-
um skyldi auðnast að búa þar frísk-
ur og hljóta þar sitt hinsta leg sem
vagga hans stóð forðum.
Véný Lúðvíksdóttir.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN JÓNASSON
frá Öxney,
Sveinskoti, Álftanesi,
lést á Vífilsstöðum föstudaginn 30. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Sigurðardóttir,
Elín Jóhannsdóttir, Jón B. Höskuldsson,
Snorri Jóhannsson, Hrönn Sveinsdóttir,
Sturla Jóhannsson, Sólborg Pétursdóttir,
Jónas Jóhannsson,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sigríður Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.