Tíminn - 27.02.1971, Side 1
LJÓSA
PERUR
3D/t4X.££*KS*AAtíla/B~ Á/
RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SlMI 183BS
48. tbl.
Laugardagur 27. febrúar 1971 —
55. árg.
Safnað í
geirfugl
Hafin er skyndifjársöfnun
um land allt í því skyni að
festa kaup á uppstoppuðum
geirfugli handa Náttúrugripa-
safni íslands. Geirfugl þessi,
sem seldur verður á uppboði
hjá Southeby í Lundúnum n.k.
fimmtudag, verður sennilega
sá síðasti, sem verður til sölu
á almennum markaði í heim-
inum. Þeir geirfuglar, sem
voru í einkacign, voru flestir
seldir á árunum milli styrjald-
anna og lentu þá á söfnum.
Nær öruggt er talið, að verð
fuglsins verði um hálf þriðja
milljón íslenzkra króna. Dr.
Finnur Guðmundsson, fugla-
fræðingur, kveðst hafa orðið
var við talsverðan þjóðarmetn
að, einkum me@al alþýðu
manna, í þá átt að við notum
þetta tækifæri til að eignast
geirfugl.
Frámhald á 14.' 810*0.
ÖTISTANDANDI
BARNSMEÐLÚG
4 HEIMSALFUM
EJ—Reykjavík, föstudag.
f nóvember síðastliðnum fór
Birgir Ásgeirsson, lögfræðingur,
fyrir hönd borgarinnar til Norð-
urlanda til þess að semja þar við
menn, sem skulda barnsmeðlög,
um greiðslur á þeim. Hafði hann
samtals samband við 42 menn og
samdi um greiðslur á skuldum;
þeirra, og sagði hann blaðinu í j
dag, að ferðin hefði þegar skilað'
arði, og teldi hann þetta heppi- j
legustu leiðina til að innheimta
barnsmeðlög hjá íslendingum
sem dvelja erlendis.
Birgir sagði, að þetta væri í ann
að sinn, sem maður væri sendur,
út til að semja um og innheimta
barnsmeðlög. í ferð sinni í nóvem
ber hafði hann samband við 42
íslendinga á Norðurlöndum og
samdi við þá um greiðslur á skuld
LOÐNUSTOFNINN EKKI OFNYTT-
UR ÞRÁTT FYRIR MIKLA VEIÐI
OÓ—Reykjavík, föstudag.
— Ennþá komum við ekki auga
á neitt, sem bendir til, að loðnu-
stofninn sé ofnýttur, nema síður
sé, sagði Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur í viðtali við Tím-
ann í dag. — Ég get ekki séð ann-
að, en að þrátt fyrir tiltölulega lít-
ið loðiiumagn i fyrra og mikla
veiði, hafi klakið í fyrra tekizt
mjög vel. Þrátt fyrir lítið loðnu-
magn á miðunum í fyrra, er það
stáðreynd, að í sumar urðum við
varir við ungloðnu frá því klaki
á mjög stóru svæSi, alveg frá
Reykjanesi, vestur og norður fyr-
ir land og með Austfjörðum, allt
að Hornafirði.
Óhemjumagn berst nú af loðnu
5 millj. hl.
loðnu land-
að í Noregi
NTB—Bergen, föstudag.
Þegar hefur verið landað í
Noregi 5.260.000 hl. af loðnu að
veró*mæti um 1590 milljónir ís-
lenzkra króna, að því er blaðið
Fiskaren skýrir frá í dag. Hafa
yfirvöld í Noregi takmarkað magn
það, sem hver bátur má koma
með til lands á hverri viku. Mega
hringnótabótar koma með 2000
hl. á viku en togarar 1400 hl.
á hafnir allt frá Seyðisfirði til
Grindavíkur, og hefur loðnuveið-
in sjaldan verið jafngóð og nú.
Um 40—50 skip stunda nú veiðarn
ar, og hófst vertíðin nokkru fyrr
en áður, og hefur magnið af veiðan
legri loðnu aldrei komið jafn
snöggt og í ár. Rannsóknarskipið
Árni Friðriksson, kom nýlega úr
rannsóknarleiðangri og hefur ver-
ið fylgzt með loðnunni á göngu
hennar allt frá Langanesi. Hjálm-
ar Vilhjálmsson var leiðangurstj.
á Árna Friðrikssyni. Sagði hann
Tímanum, að hann gæti ekki betur
séð, en að loðnumagnið, sem nú
gengur við landið sé meira en í
fyrra. Aliavega byrjar gangan af
miklu meiri krafti nú en í fyrra.
Háttarlagið á loðnunni fyrir aust-
an land og norðaustan, þegar hún
var að ganga þar, var þannig, að
mjög var erfitt að sjá, hvernig
veiðivon yrði. Vafalaust er tals-
vert mikið magn á miðunum núna
og töluvert er ennþá úti fyrir
Austur- og Suðausturlandi, sem á
eftir að ganga upp að. Verður það
fyrst og fremst veðrið, sem kemur
til með að ráða aflamagninu á
þessari vertíð, en veiðarnar tak-
markast siður af fiskimagninu.
— Loðnuganga er um viku fyrr
á ferðinni nú en í fyrra. Loðnan
gengur suður með Austfjörðun-
um, allt að hlýja Atlantshafssjón-
um. Norðurmörkin á honum liggja
nokkurn veginn til suð-austurs og
austurs frá Hvalsnesi. Þarna safn-
ast hún saman og gengur inn með
hitaskilunum og upp að landinu.
Það er á þessu svæði, sem hinar
svokölluðu loðnugöngur myndast,
og loðnan verður veiðanleg.
— í fyrra gekk loðnan vestast
að Dyrhólaey, þannig aö' hægt var
að veiða hana. En þá var ríkjandi
vestanátt á þessum slóðum, og
gerðum við ráð fyrir, að austur
straumur væri meðfram Suður-
ströndinni, sem hindraði hana í
göngunni. Núna er þetta þver
öfugt og er frekar austlæg átt
en hitt Oig virðist göngunum miða
miklu hraðar vestur með en í
fyrra.
Öllum ber saman um, að í
fyrra hafi verið tiltölulega lítið
loó'numagn, en ástæðan til að þá
var metaflaár, er fyrst og fremst
góðum gæftum að þakka og
fjölda veiðiskipa.
Árni Friðriksson fór aftur út
í dag til að fylgjast með loðnunni
og mun verða viö' þær rannsóknir
fram að páskum. Leiðangursstjóri
er Sveinn Sveinbjömsson, fiski
fræðingur.
um þeirra. Sagði hann, að þeir
hefðu allir tekið sér mjög vel og
verið reiðubúnir til að semja um
greiðslur skuldanna. Væri hann
þess fullviss, að þeir myndu vel-
flestir standa við gerða samninga,
og hefðu sumir strax gert það,
þannig að ferðin hefði þegar skil-
að arði.
Nú eru eitthvað á annað hundr-
að íslendingar erlendis, sem
skulda barnsmeðlög hér, og em
þeir bæði í Evrópu, Ameríku,
Ástralíu og Afríku. Mjög erfitt er
að innheimta þessar skuldir hjá
öðrum en þeim, sem dvelja í
næstu nágrannalöndum okkar, og
hefur verið farið í innheimtuferð
bæði til Norðurlanda og Bret-
lands. Er hér um mjög verulega
upphæð að ræða, en bamsmeð-
lagsskuldir fyrnast ekki.
Birgir sagði að lokum, að inn-
Framhald a bl; 14.
Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóri
AÆTLUN UM LUKNINGU RAFVÆD-
INGAR SVEITABYLA VÆNTANLEG
Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, f lutti skýrsiu sína á búnaðarþingi í gær
AK, Rvík, föstudag. — Á fundi
búnaðarþings árdegis í dag flutti
Halldór Pálsson, búnaðarmála-
stjóri, yfirlit um starfsemi Bún-j
aðarfélagsins s.l. ár og þó einkum
um framgang þeirra mála, sem
búnaðarþing afgreiddi í fyrra.
Alls hafa verið lögð fram á þessu
búnaðarþingi 34 mál. Búnaðar-
þingsfulltrúar fara austur í sveit-
ir á morgun, laugardag, og skoða
þar heykögglaverksmiðjuna og bú-1
skap í Gunnarsholti. Næsti fund-
ur búnaðarþings verður á mánu-
dagsmorgun, og verða þá tekin
mál til umræðu, cn á þriðjudag
mun Valgarð Thoroddsen flytja
erindi um rafmagnsmál sveit-
anna.
Búnaðarmálastjóri 'hefur annazt
ritstjórn bókar, sem nefnist Til
búnaðarþings 1971, og hefur hún
að geyma starfsskýrslur félagsins
og starfsmanna þess. Kemur þar
fram mikill fróðleikur um starf
ráðunauta, búskapinn í landinu og
rannsóknar- og leiðbeiningarstarf.
Kvaðst búnaðarmálastjóri þvf
ekki fjalla að ráði um þau mál.
Hann rakti síðan framgang ým-
issa mála frá síðasta búnaðar-
þingi, og verður það ekki allt rak-
ið hér. Hann sagði, að stofnun líf-
eyrissjóðs fyrir bændur mætti nú
heita mótuð í aðaldráttum. Bún-
Framhald á 14. síö'u.