Tíminn - 27.02.1971, Qupperneq 13

Tíminn - 27.02.1971, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 27>febrúar 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN 13 Frekar rólegt í íþróttum um helgina klp—Reykjavfk. Frekar lítiS verður um að vera í íþróttum um þessa helgi miðað við aðrar helgar í vetur. Ekkert verður leikið í 1. deild karla í handknattleik, cn hún hefnr dreg ið að sér flesta áhorfcndur í vet- ur, en keppt verður í 2. deild karla og 1. deild kvenna. Mest verður um að vera i körfuknatt- leiknnm, en einnig verða frjáls- íþróttamenn, knattspymumenn og skíðamenn á ferðinni. í körfuknattleiknum verður leik inn miMlvægur leikur í 1. deild karla á Laugarvatni í dag, en þar mætast HSK og ÍR. Og verður fróðlegt að vita hvort HSK tekst að stöðva sigurgöngu ÍR. HSK leikur aftur í 1. deild á sunnudag, en þá mætir liðið KR í íþrótta- húsinu á Seltjarnamesi, og ætti það einnig að geta orðið skemmti- legur leikur. Þá fer einnig fram leikur í 2. deild milli ÍBH og Breiðabliks. Þessi lið mættust í fyrri leik sín- um s.l. miðvikudag, og sigraði þá ÍBH 51:34. Skoraði Geir Hall- steinson 20 af stigum ÍBH í þeim leik. f dag leika í 2. deild karla í handknattleik KR og Grótta, og á Akureyri mætast heimaliðin Þór og KA. Á morgun fer einnig fram leikur í 2. deild milli Ármanns og Gróttu, en þá verður einnig leik- ið í 1. deild kvenpa. Skólamót KSÍ fer fram í dag og í fyrramálið leikur „Landsliðið“ SKIÐI Staðan í keppninni um heims bikarinn er nú þessi: Karlar: Punkt. Gustavo Thowi, ítalía 110 Jean Noel Augert, Frakkl. 107 Henri Duvillard, Frakkl. 103 Patrick Russel, Frakkl. 85 Bernard Orcel, Frakkl. 60 Konur,- Punkt. Michele Jacot, Frakkl. 132 Annemarie Proell, Aust. 123 Witrud Drexel, Austurr. 90 Francoise Macchi, Frakkl. 87 Britt Lafforgue, Frakkl. 76 Þessi hafa orðið úrslit í eft- irtöldum mótum- Grand Prix Feminin. St. Gervais & Pra Loup, Frakk- landi, 28—29. jan. World cup. Svig kvenna: Annemarie Proell, Austurr. 91.90 Barbara Cochran, USA 93.09 Rosi Mittermaier, Þýzkal. 93.15 Michele Jacot, Frakkl. 93.69 Betsy Clifford, Kanada 93.72 Grand Prix de Megeve, Megeve, Frakklandi, Framhain á bls. 12 við Fram á Þróttar-vellimnn. UL- liðið frá 1968 leikur svo við Vík- ing á Háskólavellinum. Skíðamenn verða mikið á ferð- inni um þessa helgi. í Skálafelli fer fram Stefáns-mótið í dag og á morgun. Á ísafirði verður haldið Vestfjarðarmótið og í Hlíðarfjalli við Akureyri fer fram opið mót í öllum flokkum nema a-flokki. — Sjá nánar „íþróttir um helgina“. LAUGARDAGUR: Körfuknattleikur: Laugarvatn kl. 16.00. 1. deild HSK—(ÉR Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 14,00. 14 leik ir í yngri flokkunum. íþrótta- húsið Seltjarnamesi kl. 16,30. 6 leikir í yngri flokkunum og Grótta—KR í 2. deild karla. íþróttaskemman Akureyri. 2. deild KA—Þór Frjálsar íþróttir: Baldurshagi kl. 15,00. FRIÍ- mót. Skíði: Hlíðarfjall. Opið mót, allir flokk ar nema a. fl. karla. ísafjörður: Vestfjarðamót. Svig — Stór- svig. Skálafell, Stefánsmótið (Punktamót) Knattspyrna: Hláskólavöllur kl. 14,00. Skóla mót KSÍ SUNNUDAGUR: Körfuknattleikur: íþróttahúsið Seltjarnarnesi kl. 19.00. 1. deild KR-HSK. 2. deild ÍBH—Breiðablik. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 15.00 1. deild kvenna, Fram—Njarðvík, Vik- ingur—Valur, Ármann—KR. 2. deild karla Ármann—Grótta. Knattspyrna: Þróttarvöllur kl. 10.30. „Lands liðið“—Fram. Háskólavöllur kl. 15.00. ,,UL- 68“—Vikingur. Skíði: Hlíó'arfjall. Opið mót allir flokk ar nema a. fl. karla. ísafjörður: Vestfjarðamót. Svig—Stórsvig. Skálafell. Stefánsmótið (Punkta mót). Grýlupottahlaup 2. Grýlupottahlaup Umf. Selfoss fór fram s.l. sunnudag. Veðrið var feins og bezt var á kosið, enda met aðsókn að hlaupinu og hlaupar- amir vel upplagðir. Eins og við var að búast var keppnin mjög hörð og skildu aðeins ein til tvær sekúndur suma keppendur að. Auðséð er að margir hlauparanna hafa hafið æfingar undir hlaupin, en sumir bættu tíma sinn veru- lega í þessu hlaupi. Hlaupið var einnig auglýst fyrir fullorðna og þá gert ráð fyrir að „Trimmararnir“ mættu tii leiks og spreyttu sig, sér til heilsubót- ar og ánægju. Af þeim 100 þátt- takendum, sem tóku þátt í hlaup- inu voru 4 af eldri kynslóðinni. þar af ein kona. Ekki er að efa að fleiri, jafnt eldri sem yngri, muni fjölmenna í næsta hlaup, sem verður að öllu forfallalausu sunniulaginn 7. marz n.k. Valsmemi bíða eftir svari frá Gunnari Gren Sendu tilboð fyrir 3 vikum, en ekkert svar hefur borizt enn Þórður Þorkelsson, formaður Vals sagði í viðtali við íþrótta- síðuna í gær, að það væri rétt að Valur hefði farið þess á leit við Gunnar Gren, að hann tæki við þjálfun 1. dcildarliðs Vals í sumar, eins og skýrt var frá á íþróttasíðunni í gær. Hann sagði að þcssi frétt hcfði komið mörgum Vals- mönnum á óvart, því aðeins örfáir menn hefðu vitað um þetta, og hefði síminn varla þagnað hjá sér í gær. Þórður sagði að tilboðið hafi verið sent Gunnari Gren, fyrir um 3 vikum, en ekkert svar hefði cnn borizt frá honum, og væri því litlu við fréttina að bæta. Það yrði óneitanlega gaman og gagnlegt að fá þenn- an fræga þjálfara og knatt- spyrnumann til félagsins, og biðu Valsmenn nú í ofvæni eft ir svari frá lionum og hvaða kröfur hann geri. — klp Þar fjúka aukakílóm og krafturinu kemur! ið „prógram“ fyrir hvern þátttak- anda, og sjá þau um að æfingarn- ar séu rétt framkfeæmdar og fylgj- ast með. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum er opið fyrir kon- ur frá kl. 10 til 22, en á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum fyrir karlmenn frá kl. 11 til 23. Það eina, sem fólk þarf að taka með sér, er handklæði og létt ur fatnaður til að æfa í. klp—Reykjavík. f gær var opnuð að Skipholti 21 (Nóatúnsmegin) mjög full- komin æfinga- og þjálfunarmið- stöð, sem örugglega á eftir að verða vinsæl meðal borgarbúa. Sérstaklega þcirra, sem þurfa á hreyfingu að halda og einnig að losa sig við nokkur aukakíló. íþróttamenn munu einnig fagna þessari æfingamiðstöð, sem hlot- ið hefur nafnið HEILSURÆKT- ARSTOFA EDDU, því þar gefst þeim gott tækifæri til að þjálfa upp kraft og um leið vissa vöðva, sem útundan hafa orðið í öðrum æfingum. Æfingamiðstöö þessi er búin mörgum tækjum, sem óþekkt eru hér á landí. Eru það margs lconar bekkir, lyftingatæki, magabretti, hjól, víbratorar og margt fleira og enn meira er á leiðinni. Einnig eru þar góð böð og gufubaðstofa, og er leikin létt hljómlist meðan á æfingum stendur. Það eru ung hjón, sem hafa sett þessa miðstöð upp. Er eiginmaður inn norskur, Gunnar Gundersen að nafni, en það er mikill þúsund þjala smiður, því nær allt scm smíðað hefur verið í salnum, er hans verk. Eiginkonan er íslenzk, Edda Gundersen. Hafa þau hjón- in haft náin afskipti af slíkri æf- ingamiðstöð í Noregi, þar sem þau hafa búið s.l. 10 ár. Fólki er velkomið að koma og líta á staðinn, og er fyrsti tíminn ókeypis, en síðan má kaupa mán- aðar- eða árskort, sem gildir fyrir ili 3 æfingatíma í viku. j Eitt af mörgum æflngatækjum í HcilsuræktarstöS Eddu. í þessu tæki geta Fyrir hvern tíma er lagt ákvcð-' fjórir æft í einu. Eigendur heilsuræktarstofunnar, hjónin Edda og Gunnar Gundersen. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.