Tíminn - 27.02.1971, Side 9
LAUGARDAGUR 27. febrúar 1971
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
f'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb) Jón Helgason. Indriði G Þorsteinsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrtmur Gislason Rii
stjómarskrifstofur 1 EMduhúsinu. slmar 18300 - 18300 Skrif
stofur Bainkastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasimi
10523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00
á mánuði tnnanlands t lausasölu kr 12,00 eint — Prentsm
Edda hf.
Stjórn, sem ekki getur
lært af reynslunni
Sænskt blað, Dagens Nyheter, hefur nýlega vakið at-
hygli á því á eftirminnilegan hátt, að verkföll hafi hvergi
verið meiri í heiminum á áratugnum 1960—1969 en á
íslandi. Það land, sem kemur næst íslandi, er hvergi
nærri hálfdrættingur við það í þessum efnum, en það er
Ítalía. Á Ítalíu var fjöldi verkfallsdaga, miðað við 1000
íbúa, 694 á áratugnum, en á íslandi voru þeir 1556.
í skýrslum frá Kjararannsóknarnefnd er að finna
sundurliðun á því, hvernig verkfallsdagar skiptast á ein-
stök ár umrædds áratugs. Sú skýrsla getur verið lær-
dómsrík öllum þeim, sem vilja læra af reynslunni.
Það var eitt fyrsta verk viðreisnarstjórnarinnar, að
banna greiðslu á dýrtíðarbótum. Þetta hélzt þangað til
í júní 1964, þegar gert var hið svonefnda júní-samkomu-
lag. Aðalatriði þess var, að sett yrðu lög um fullar dýrtíð-
arbætur. Þau lög giltu þangað til haustið 1967, þegar
ríkisstjómin felldi þau úr gildi. Fullar dýrtíðarbætur
voru svo ekki teknar upp að nýju fyrr en með kaup-
samningunum á síðastliðnu sumri.
í forustugrein Mbl. í fyrradag, er að finna glögga
lýsingu á því, hvemig ástatt var í þessum efnum. þegar
fullar dýrtíðarbætur vom ekki í gildi. Mbl. segir:
„Þar (þ.e. í skýrslu Kjararannsóknarnefndar) kem-
ur í Ijós, a8 á tímabilinu 1960—1969 eru mestu verk-
fallsárin 1961 og 1963, 1968 og 1969, en síðastnefnda
árið er einungis miðað við tímabilið frá janúar til júní
það ár. Á árinu 1969 voru verkfailsdagar á íslandi
samtals 278.437. Á árinu 1963 voru verkfallsdagarnir
206.773. Á árinu 1968 voru þeir 221.939 og fyrri helm-
ing ársins 1969 voru verkfallsdagarnir 147.051."
Þá lýsir Mbl. því, hvernig ástatt var í þessum efnum,
þegar vísitölubætur voru í gildi. Mbl. segir:
„Árin 1964—1967 eru hins vegar tiltölulega hag-
stæð á okkar mælikvarða a.m.k. Það er tímabil júní-
samkomulagsins og þess andrúmslofts, sem rikti á
vinnumarkaðnum næstu árin á eftir. Árið 1964, þegar
júnísamkomulagið var gert voru verkfallsdagar að-
eins 10.441 að tölu. Árið eftir, 1965, voru þeir að vísu
84.469, en þar var fyrst og fremst um sjómannðverk-
fall að ræða og voru verkfallsdagar af þeim sökum
1965 51.970. Árið 1966 voru verkfallsdagar aðeins
5254 og árið 1967 eru þeir 18.171."
Greinilegar verður það ekki leitt í ljós, að ein höfuð-
orsök hinna miklu verkfalla á íslandi á áratugnum 1960
—1969 var afnám fullra dýrtíðarbóta á árunum 1960—63
og árunum 1968—70.
Þrátt fyrir þessa augliósu reynslu, virðist ríkis-
stjórnin ekkert hafa lært. Með verðstöðvunarlögunum,
sem sett voru á síðastliðnu hausti, er gerð enn ein
tilraunin af hálfu ríkisstjórnarinnar til að skerða um-
samdar dýrtíðarbætur. Ef sú herrtaðaráætlun ríkis-
stjórnarinnar nær fram að ganga. verða launþegar
fyrir 2,6% kaupskerðingu, miðað við, að fylgt væri
samningum frá síðastl. sumri. Svar verkalýðshreyfing-
arinnar við beirri kaupskerðingu. getur ekki orðið
nema á einn veg. Hún getur að sjálfsögðu ekki sætt
sH við það, að brögðum þó beitt til að ógilda samninga.
En það er rikisstjórnin, sem ber ábyrgðina á af-
leiðingunum Vonandi verður það síðasta ógæfuverk
ríkisstjórnar, scm ckkert getur lært af reynslunni.
Þ.Þ.
TIMINN
PPI c :NT ÝFIRL IT
C.VV.L.C I 1
Verksmiöjukonur í Lodz knúðu
Jaroszewicz til að láta undan
Enn er ástandið í Póllandi mjög ótryggt og óráðið
ÞAÐ VAR tilkynnt í Póllandi
í síðustu viku, að horfið yrði
frá þeira verðhækkunum, sem
voru tilkynntar fyrir áramótin
og leiddu til þeirra víðtæku
mótmæla, er urðu Gomulka að
falli. Sú von forustumanna
kommúnista, að fráför Gom-
ulka yrði til að lægja öldum-
ar, reyndist ekki á rökum reist.
Fólk lét sér ekki heldur nægja
þá von, að Gierek myndi
koma fram umbótum smám
saman, og það mat lítils þær
óverulegu kjarabætur, sem
Gierek lofaði í upphafi. Stöðug
mótmæli og minniháttar verk-
föll héldu því áfram. Um
miðjan febrúar hófu konur í
vefnaðar- og fataverksmiOjum í
Lodz, víðtækt verkfall og
fengu mikinn stuðning almenn-
ings í borginni. Forsætisráð-
herrann, Piotr Jaroszewicz, fór
sjálfur á vettvang og ræddi við
fulltrúa verkfallskvenna. Þær
voru ósveigjánlegar og til við-
bótar bárust svo fréttir um, að
verkföll yrðu hafin til stuðn-
ings þeim og kröfum þeirra,
víðsvegar um Pólland. Þeim
Gierek og Jaroszewicz kom því
saman um, að ekki væri um
annað að ræða en að afturkaila
hiriár (MftiSíeíö vétfDKtt
og reyna að koma á vinnu-
friði í landinu á þann hátt.
Verkamenn og verkakonur,
sem höfðu haldið uppi mótmæl
um gegn verðhækkunum,
höfðu því unnið fullan sigur.
Evrópu orðið minni en eíla.
f VARSJÁ var látið í veðri
vaka, að það hefði ekki sízt
verið að þakka aukinni aðstoð
Rússa, að stjórnin hefði fellt
verðhækkanimar úr gildi. Vafa
iaust er það rétt, að Rússar
hafa veitt aukna aðstoð. Stjóm
K endur Sovétríkjanna vilja vafa
S laust mikið til þess vinna,
að ró og regla hafi skapazt
í Póllandi áður en þeir halda
flokksþing sitt í lok marz.
Það myndi hvíla eins og dimm-
ur skuggi yfir flokksþinginu, ef
upplausnarástand ríkti í Pól-
landi á sama tíma, og myndi
illa samrýmast þeirri mynd um
glæsilegan árangur kommúnism
ans, sem reynt verður að
sýna á flokksþinginu. Vafa-
laust óttast svo valdamenn í
Kreml, að það gæti haft áhrif
í Sovétríkjunum, ef verkamenn
í nágrannaríki. eins og Pól-
landi, væru í stöðugri andstöðu
við stjórnarvöldin og fylgdu
fram kröfum á hendur þeim
með mótmælum og verkföllum.
Við þetta bætist svo einnig,
að hið örðuga ástand efnahags
mála i Póllandi á að verulegu
teyti rætur að rekja til þess,
hve mjög Pólverjar hafa miðað
uppbyggingu efnahags- og at
vinnumála við mikil og vax
andi viðskipti við Sovétríkin
Af þeim ástæðum hafa t.d. við
skipti Póllands við Vestur-
Evrópu orðio minni en ella. Það
er ekki óeðlilegt, að Rússar
bæti Pólverjum að einhverju
það tjón, sem þeir hafa orðið
fyrir af þessum ástæðum.
PIOTR JAROSZEWICZ
HINIR NÝJU leiðtogar Pól-
lands leggja nú höfuðáherzlu
á, að ekki verði hægt að ganga
lengra að sinni til móts við kröf
ur almennings um bætt kjör.
Aðstæður leyfi það ekki, Jafn-
framt draga þeir uppi glöggar
myndir af því, sem miður hef-
ur farið. Ein er sú, að slitnað
hafi nauðsynlegt samband milli
verkamanna og stjórnenda
fyrirtækja, en úr því verði nú
bætt. Þetta hafi m.a. stafað af
því. að stjórnendur fyrirtækj-
anna hafi haft of lítið svigrúm
vegna strangrar íhlutunar og
eftirlits ríkisvaldsins, en þetta
standi einnig til bóta, og verði
reynt að auka frjálsræði fyrir-
tækja innan vissra takmarka
þó. Stefnan sé að vinna að end-,
urskipulagningu og róttækum
breytingum á sem flestum svið
um. Þá verði launakerfið tekið
til gagngerðrar endurskoðunar.
í því sambandi er bent á, að
síðustu árin hafi þjóðartekjurn
ar aukizt til iafnaðar um 6%
á ári, og hafi um þriðjungur
þess farið til launahækkana.
Þessar launahækkanir hafi að
mestu leyti lent hjá sérfræð-
ingum og stjórnendum, en ekkl
nema að litlu leyti hjá lág-
launafólki. Til séu því láglauna
stéttir. sem enga kauphækkun
hafi fengið síðustu 10 árln.
AF HÁLFU stjórnvaldanna
er það mjög brýnt fyrir fólki.
að breytingamar og endurbæt-
urnar hljóti að taka sinn tíma.
Þær geti ekki gerzt á einum
degi. Þess vegna verði menn
að sýna þolinmæði og taka á
sig fórnir í bili. Nú skipti
mestu máli, að allir vinni og
stefni að sem beztum árangri.
Framvindan í Póllandi getur
mjög ráðizt af því, hvort hin-
um nýju forustumönnum tekst
að vinna sér það traust, að
hlýtt verði á þessar fortölur
þeirra og fólk fari eftir þeim.
Eins og er, virðast þeir Gierek
og Jaroszewicz njóta trausts og
þeir hafa gert sér sérstakt far
um að hafa sem nánast sam-
band við- almenning, einkum
þó verkafólk. Þó spá ýmsir
því, að ástand í Póllandi sé
ótryggt og það versta eigi enn
eftir að gerast.. Verkamenn og
verkakonur hafi uppgötvað í
þessum átökum, að þau hafa
meira vald en þeim var ljÓst
áður, og freistist þvi til
að beita því í vaxandi mæli
og gangi jafnvel lengra en fært
er eða efnahagsástand landsins
leyfir. Pólland er nú veikasti
hlekkurinn í kerfi kommúnista
í Austur-Evrópu. Leiðtogar
hinna Austur-Evrópuríkjanna
fylgjast því vafalítið með þró-
uninni þar með verul»Rum
ugg. því að ekkert er líklegra
en að hún geti haft vfðtæk
áhrif i allri Austur-Evrópu.
Þ.Þ.