Tíminn - 27.02.1971, Qupperneq 4

Tíminn - 27.02.1971, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 27. febrúar 1971 Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipulegg.ium emmg eftir húsateikmng um. Gerum fast verðtilboð í eldhúsinnréttingar. með eða án stálvaska og raftækia fataskápa. inm- og útihurðix. sólbekki og fleira Bylgiuhurðir — Greiðsluskilmálar — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar Margra ára reynsla. Verzlunin ÓSinstorg h.t„ Skólavörðust. 16. Sími 14275. — Kvöldsimi 14897. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30683 IlVKltFISGÖTU 103 YWSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Við veijum mmlaS það borgor sig . PUítiÖI - OFNAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 cg 3-42-00 TÍMINN IHLIÚMLEIKASAL Þetta gátu þau! Það er engin ný bóla, að komi hingað góður en áður óþekktur st.iórnandi, og stjórn ar n.b. aðeins einum hljómleik um, þá er eins og færist nýtt og betra líf í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Komi þessi sami stjórnandi hins vegar aftur, að ekki sé nú talað um að hann stjórni þá tvennum hljómleik- um, ja, þá er því miður ekki ólíklegt, að útkoman vérði æði dapurleg. Bandaríkjamaðurinn George Cleve stjórnaði hljómsveitinni í fyrsta sinn í fyrrakvöld, og ef maður hefði ekki þekkt öll andlitin á sviðinu, eða til dæm- is gleymt gleraugunum heima, hefc.5 maður þorað að sverja fyrir að þarna væri sáma hljóm sveitin og sat þar fyrir hálfum mánuði. Efnisskráin var svo sem ósköp venjuleg og samanstóð af gömlum og góðum kunningj- um; Oberonforleiknum eftir Weber, fiðlukonsert Mendel- sohns og stóru niundu Schu- berts. En strax í upphafi for- leiksins fann maður nýjan anda fara um salinn. og hljóm- urinn varð bæði mikill og óvenju mjúkur og fallegur. Nákvæmni í samspili vantaði næstum hvergi og fíngerðustu blæbrigði komust til skila svo glæsilega, að manni komu i hug kraftaverk, ef ekki galdr- ar. Svo kom fiðlukonsertinn, með hinni snjöllu fiðluleik- konu Stoiku Milanovu frá Búlgaríu. Hún er sannarlega „virtuos“ af fyrstu gráðu og túlkun hennar á þessu meist- araverki fiðlubókmenntanna var með afbrigðum skemmti- leg. Að vísu fannst manni æsi- legur hraði síðasta þáttarins verða all glæfralegur á stund- um og ekki laust við að setti ugg að manni hvar þetta myndi enda. En þar kom til frábært öryggi stjórnafidans, sem fylgdi einleikaranum og studdi til hins ýtrasta, og útkoman varð einn glæsilegasti flutning- ur, sem ég hef heyrt á konsert hér á landi. Lokaverkið, níunda sinfónía Schuberts, er sannar- lega enginn barnaleikur. Cleve var heldur ckkert að skafa af sterkum karaktereinkennum hennar og nýtti dramatíska möguleika hennar út í æsar. Það má vera, að einhverjir séu ekki með öllu sammála hraða- vali hans (t.d. hæga þættin- um), en alit ''ar þetta þó sann- færandi og heildin ahrifsmikil og sterk. Nú er aðeins ein spurning: Undanfarin ár höfum við haft hér fastan stjórnanda, sem oft- ar en ekki hefur sýnt að hann er afburðamaður á sínu sviði. Hann heitir Wodiczko. Ef hann hefur ekki náð eins góðum árangri í vetur og oft áður, og það er raunar staðreynd, held ég ekki sé sanngjarnt að skella skuldinni á hann einan. Hljóm sveitin hefur, eins og ég sagði í upphafi, þá furðulegu áráttu, að leyfa sér að verða leið á að leika undir stjórn hvers sem er, og ég er viss um, að kæmi George Cleve hingað fljótlega aftur yrði það sama upp á ten- ingnum. En vilji þetta ágæta fólk, sem skipar Sinfóníuhljóm sveit íslands (og -er ekki í verri launaflokki en hver hlið- stæður opinber starfsmaður), kalla sig listamenn, getur það aldrei leyft sér að láta sér leið ast að leika góða tónlist (og jafnvel ekki slæma heldur) og fyrst það gat gert svona vel í fyrrakvöld, heimtum við ann að eins á næstu hljómleikum. Leifur Þórarinsson. BÆNDUR Hlaupið ekki langt yfir skammt ef ykkur vantar hús fyrir vorið. Leitið fyrir ykkur um ódýr, innlend stálgrindahús hjá okkur. HEÐINN SKIPTIDRIFS: mótorar — platín ur — rofar — lok hús — ventlar fyrir hraðamæla. STURTUBARKAR Auglýsið í íímanum Bifreíðastjórar — Bifreiðaeigendur Látið okkur gera við hjólbarðana yðar. Veitum yður aðstöðu til að skipta um hjólbarðana innan- húss. Jafnframt önnumst við hvers konar smá- viðgerðir á bifreið yðar. Reynið viðskiptin. DEKK H.F., Borgartúni 24, sími 14925 Norska söngkonan RUTH REESE mun rekja „Tónlistarsögu bandarískra blökku- manna í 360 ár“ í Norræna Húsinu í dag, laugardaginn 27. febrúar kl. 16,00. Aðgöngumíðar verða seldir 1 IÐNÓ. Verð kr. 100,00. Ath. Tónleikunum var frestað til laugardags 27 febrúar. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.