Tíminn - 27.02.1971, Side 3
LAUGARDAGUR 27. febrúar 1971
3
TÍMINN
Landakotsspítala
gefin tæki til
efnagreiningar blóðs
SB—Reykjavík, föstudag.
Landakotsspítala var í dag af-
hentur að gjöf sjálfvirkur tækja-
búnaður til efnagreiningar á blóði.
Gefandi er Oddfellowstúkan Hall-
veig, sem í dag á liáífrar aldar
afmæli. Páll S. Pálsson, yfirmeist-
ari stúkunnar aflienti tækiö, en
systir Emmanuelle veitti því við-
töku fyrir liönd spítalans. Tæki
sem þetta mun kosta um eina
milljón króna.
Við afhendingu tækisins í dag,
hélt Páll S. Pálsson ræðu og sagði
m.a.: „Til að minnast þessa merk-
isdags í lífi stúkunnar, áttu bræð-
urnir umræðufundi um, hvernig
sú minning yrði haldin. Það tók
ekki langan tíma að finna þann,
sem gjafarinnar skyldi njóta. Það
var auðvitað St. Jósefsspítali, eða
Landakotsspítali. Þótt hann njóti
bæði vinsælda og virðingar, hef-
ur hann ekki notið styrks hins
Sveinn B@n. í
opinbera á borð við eða til jafns
við önnur sjúkrahús landsins.
Þrátt fyrir það hefur spítalinn
gegnt sama þjónustuhlutverki og
önnur sjúkrahús í borginni og
með því sýnt hinn sanna þjónustu-
og kærleiksanda. Ég vona að af
þessu megi sjá, að oss veittist
eigi örðugt að velja þann, sem
gjöfina skyldi hljóta. Er það trú
vor og von, að með tæki þessu
verði sjúkrahúsinu gert auðveld-
ara á sviði margra rannsókna er
bæði stuðli að skjótari læknisað-
gerðum og stytti þar með legu
sjúklinganna.“
Að ræðunni lokinni afíhenti
Páll gjafabréf fyrir tækinu og
námskeiði í meðferð þess, en það
var systir Emmanuelle, sem veitti
því viðtöku í fjarveru príorinn-
unnar. Bjarni Jónsson, yfirlæknir
þakkaði gjöfina fyrir hönd sjúkra-
hússins og reglusystra, en síðan
skýrði Jóhann L. Jónasson, yfir-
læknir rannsóknardeildar tækið
og til hvers það er notað. Hann
sagði m.a.: „Þetta er sjálfvirk
Hér er verlð að útskýra notkun tækisins eftir að það hafði verið afhent.
(Tímamynd Gunnar)
tækjasamstæða, sem nota má til
mælinga á miklum hluta þeirra
efna, sem þýðingu hafa í lækn-
ingarannsóknum á sviði meina-
efnafræðinnar. Gera má ráð fyrir,
að blóð frá þúsundum íslendinga
renni árlega gegn um þessa
tækjasamstæðu, sem á einfaldan
hátt má segja, að sogi blóðsýnin
inn um annan endann og skili nið
urstöðunni með sjálfritandi
penna á hinn endann. Við erum
aðeins fá, sem færum ykkur þakk
ir í dag, en tugþúsundir munu
njóta gjafar ykkar á komandi ár-
um.“
meiðyrðamál
við Agnar
Bogason
EJ—Reykjavík, föstudag.
í grein í Morgunblaðinu í gær
boðar Sveinn Benediktsson, stjórn-
arformaður Síldarverksmiðja ríkis-
ins, að hann muni höfða mál á
hendur Agnari Bogasyni, ritstjóra
og eiganda Mánudagsblaðsins, fyrir
grein, sem birtist í Mánudagsblað-
inu um kaup Síldarverksmiðja
ríkisins á Haferninum.
1 grein sinni í Morgunblaðinu
segir Sveinn, að í Mánudagsblaðinu
séu bornair á hann eftirtaldar sak-
ir:
„1) að ég hafi keypt skipið þvert
ofan í óskir og vilja flestra í stjórn
inni, 2) að ég hafi farið til útlanda
að skoða skipið áður en það var
keypt, með manni, sem ég hafi
tekið með mér, 3) að þetta hafi
engin skoðun verið, að sögn vél-
stjóra skipsins, 4) að ég hafi haft
skipið í umboðssölu, 5) að ástæðan
fvrir því að ég hafi keypt skipið
f.h. Síldarverksmiðja ríkisins þrátt
fyrir mótstöðu fleshra í stjórninni,
hafi verið sú, að ég hafi fengið
„þokkaleg sölulaun", kr. 3,2 tnill-
jónir fyrir vikið.“
Sveinn vísar þessum ásökunum
síðan á bug, og segir í lok greinar-
innar:
„Til frekari áherzlu og til þess
að Agnar fái verðskuldaða hirt-
ingu fyrir rógbunð sinn og álygar
í minn garð, mun ég höfða meið-
yrðamál á hendur honum og krefj-
ast þess að niðrandi ummæli hans
um mig verði dæmd dauð og ó-
merk, hann sektaður og mér dæmd
ar bætur fyrir þessa hvatvíslegu
árás.“
JON e ragnarsson
\ LÖGMAÐUR
Lögmannsskrifstofa,
Laugavegi 3. Sími 17200
wffl<
^Fataverzlun fjölskyldunnar
(^Austurstræti
AVÍÐA
mm
„Vinstra megin
við þingræðið"
Þjóðviljinn heldur úti sér-
stakri síðu, málgagni Æskulýðs-
fylkingarinnar, sem nú heitir
reyndar bara Fylkingin, eftir
að aldursmörk voru afnumin í
féiagsskapnum en það eitt gert
að skilyrði fyrir þátttöku, að
menn séu andvígir lýðræðis- og
þingræðisskipulagi. Þessi síða
í Þjóðviljanum ber heitið
„uppreisn“ og þar hefur að
undanförnu verið sem fastur lið
ur gagnrýni á ritstjórn Þjóðvilj-
ans. Hafa ritstjórar Þjóðviljans
þar fengið marga dembuna og
óspart minntir á það, að þeir
séu að smitast af borgaraleg-
um hugsunarhætti.
Nú bregður svo við, að rit-
stjórn Þjóðviljans fær I „upp-
reisn“ í gær eintóunt hrós fyrir
frammistöðuna. Greinarnar
fara batnandi að áliti Fylldng-
armanna. Gagnrýnin er að bera
árangur. Borgaralegi þingræð-
ishugsunarhátturinn er á hröðu
undanhaldi í blaðinu. Þannig
segja þeir í „uppreisn" í gær
í Þjóðviljanum um frammistöð-
una hjá ritstjórum blaðsins sið-
ustu vikur:
„Þessar greinar eru mikÐl
hvalreki á f jörur þeirrar hreyf-
ingar, sem stendur vinstra meg-
in við þingræðið (þ.e. Fylldng-
in, aths. Tíminn) og má hún
margt af þeim Iæra.“
Það eina sem „uppreisnar-
mönnunum“ finnst að, er að
of miklar íþróttafréttir séu í
Þjóðviljanum og að loknum at-
hugasemdum um það efni seg-
ir svo í niðurlagi greinarinnar:
„Annars verð ég að segja það,
að Málgagnið hefur verið með
eindæmum gott þessar síðustu
vikur. Ekki veit ég hvað veld-
ur, en vona að þetta sé upphaf
gullaldar en ekki bara tíma-
bundinn fjörkippur."
Mini-tízkan og
sauðargæran
Þannig er Þjóðviljinn að
batna að áliti „uppreisnar-
manna". Réttara er kannski að
segja, að undanfarið hafi Þjóð-
viljinn ekki reynt jafn ákaft og
oft áður að villa á sér heimildir
meðal þeirra, sem staðfastlega
vilja halda við lýðræðis- og
þingræðisskipulag á íslandi.
Hann hafi fórnað sér svolítið
til að þóknast „uppreisnar-
mönnum“ og gera þá góða í bili,
með því að draga sauðargæruna
svolítið upp á huppinn og leyfa
þeim að strjúka úlfshárin um
stundarsakir til hugarhægðar.
Þetta er sem sagt eins konar
„strip-tís“ úlfisins í sauðargær-
unni.
Eftir hverja grein þeirra
„uppreisnarmanna“ um rit-
stjórn og efni Þjóðviljans hef-
ur Austra verið falið það verk-
efni að skrifa varnarræðu rit-
stjórnar í dálka sína. Mottóið
í þeim skrifum hefur verið:
IÞjóðviljinn er svo dæmalaust
frjálslynt blað. Skoðanir manna
hljóta að vera skiptar um efni
blaðsins og ritstjórarnir eru
hrærðir af einskæru þakklæti
fyrir það að „uppreisnarmern“
skuli gagnrýna þá með einörð-
um hætti og tæpItungulausL
Framh. á 14. síðu.