Tíminn - 27.02.1971, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 27. febrúar 1971
SUNNU-FERÐ Á ALÞJÚÐA
FISKVEIÐASÝNSNGUNA j
DUBLIN 25.-30. MAR2
Vegna fjölda áskorana hefir
Feröaskrifstofan Sunna ákve'ð
ið aó1 efna til hópferðar héðan
á Alþjóða Fiskveiðisýninguna,
sem haldin er í Dublin á ír-
landi sfðustu vikuna í marz.
Hefir SUNNA tekið á leigu
eina af millilandafluigvéluítn
Loftleiða, sem flýgur héðan
beint til Dublin að morgni 25.
marz og aftur beint frá ír-
landi til Keflavíkur fyrir mioL
nœtti 30. marz.
Vegna þess að hér er um
leiguflug að ræða er ferðakostn
aði unjög stillt í hóf 'og kostar
ferðin, flugferðir. bílferðir,
hótel og morgunmatur 14.400,
00 á mann.
Þessi sýning, sem siðast var
haldin í London, er skoðuð sem
einskonar „Heimssýning fisk-
iðnaðarins". Að þessu sinni
taka þátt í sýningunni 17 helztu
fisfcveiðiþjóðir veraldarinnar
og sýna þar flest, er snertir
fiskveiðar og fiskveiðitækni og
margt er varðar úrvinnslu afl
ans og markaó'söflun.
Þar eru meðal annars sýnd
ar nýjungar í fiskveiðitækni
vaxaxndi búnað skipa, leitar-
og siglingatæki og sitthvað er
varðar rafeindatækni og tölvur,
sem teknar hafa verið í notkun
varðandi fiskiö'naðinn og mark
aðsöflunina. Auk fiskiskipa af
ýmsum stærðum og gerðum,
eru sýndar verksmiðjubygging
ar og mjög fjölbreyttur véla
kostur í landi.
Þátttöku þarf að tilkynna
FerðaskriífcLw'junni SUININU
sem allra fyrst þar sem gera
má ráð fyrir mikilli aó'sókn, en
plássið er hins vegar takmark
að og ekki hægt við það að
bæta frá því upphaflega er
ákveðið. Gildir þaó' jafnt um
ílugvélasætin og hótelpllássið
í Dublin, sem að sjálfsögðu er
mjög takmarkað meðan á sýn
ingunni stendur, en hana sækir
mikill fjöldi gesta úr öllum
heimsálfum.
TIMINN
FUF í Reykjavík
Á sunnudag:
RAÐSTEFNA UM VELFERÐARMAL
Félag ungra framsóknarmanna í Tómas Karlsson, ritstjóri
Reykjavík efnir til Velferðarráð
stefnu á morgun, sunnudag. Ráð-
stefnan verður í Glaumbæ uppi
og hefst kl. 14.
Fjallað verður um velferð aldr
aðra og um almannatryggingar.
Framsögumenn veröa:
Gunnar Gunnarsson deildarstjóri
hjá Sjúkrasamlagi Reykjavfkur, og
Að framsöguerindum loknum
verða almennar umræður. en i
lok ráðstefnunnar verður afgreidd
ályktun ráðstefnunnar
Ráðstefna þessi er öllum opin.
og er agt fólk sérstaklega hvatt
til að mæta og ræóa velferðarmál
aldraða fólksins í landinu.
FUF í Reykjavík
Gunnar
fomas
„Va.nefn.dir" verk-
taka Vogaskóla?
Lítil greinargerð sem hefði átt að fylgja ræðu
borgarstjóra á borgarstjórnarfundi 18. febr. s.l.
Samvinnan nm
A ■
nyju pennana
IGÞ—Rcykjavík, föstudag.
Fyrsta hefti Samvinnunnar í ný-
byrjuðum árgangi er komið út.
Helzti efnisflokkur þess nefnist
Nýir pennar, en í honum birtast
skrif og Ijóð ýmissa ungra skálda
og rithöfunda, sem eru misjafn-
lega þekktir í dag, en eiga ef-
laust eftir að gera garðinn fræg-
an. Sigurður A. Magnússon, rit-
stjóri Samvinnunnar, segir í for-
málsorðum: Tilgangurinn með
þessum ritsmíðum nýrra penna
er fyrst og fremst að vekja til
umhugsunar og nýrra spurninga,
Skákkeppnin
Svart: Taflfélag Akureyrar:
Jóhann Snorrason og
Margeir Steingrímsson.
vaoaadDH
og það hcld éghljóti að hafa tek-
izt.
Meðal annars efnis í Samvinn-
unni að þessu sinni má nefna
greinina Bókmjennteverðlaun
Nóbels 70 ára og fylgir skrá yfir
Nóbelshöfunda. Er fúrðulegt að
sjá, hve margir þeirra eru í raun
inni týndir og tröllum gefnir í
«o
03
m m&m i
ABCDEPGB
Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur:
Gunnar Gunnarsson
og Trausti Björnsson.
23. leikur hvíts: Re5—g4.
Húseigendur — Húsbyggj-
endur
Tökum að okkur aýsmíðl, breyt
lngar, viðgerðir á öllu tréverki
Sköfuro einnlg og endumýjuro
gamlan barðvið. UppL 1 sima
18892 milli kL 7 og U.
Sigurður A. Magnússon, ritstjóri
þeim fríða flokki. Grein er um at-
vinnulýðræði og önnur um jap-
anska undrið (framhald), svo eitt-
hvað sé nefnt. Fremst eru að
venju bréf frá lesendum. Kennir
þar margiyi grasa. Einn bréfritari
segir m.a.: „Ég þoli ágætlega allt
það bull og vitleysu, sem birt er
í þessu blaði.. Hlakka til að sjá
og heyra meira af þessu rusl-
blaði.“ Anar bréfritari segir: „Mér
finnst vel til fundið og í sam-
ræmi við markmið íslenzkrar sam
vinnuhreyfingar að standa að út-
gáfu slíks tímarits sera Samvinn-
an er. Það varð víst lítið úr
kritik."
Eins og venjulega er Samvinn-
an vönduð að frágangi og þessu
blaði fylgir efnisyfirlit fyrir síð-
asta ár.
Samkvæmt sfcrifum Morgun-
blaðsins og Tímans varó'andi af-
hendingu 4. áfaniga Vogaskóla,
verður efcki annað séð en að borg
arstjórinn í Reykjavík hafi gefið
borgarstjórn þær upplýsingar á
borgarstjórnarfundi þann 18.
febr. s. 1. að dráttur á að ljúka
framkvæmduim stafaó'i af vanefnd
um verktakans Byggingavers h.f.
Dagblöðin gátu þess efcki að
bongarstjóri hefði látið fylgja þess
um ummœlum sínum neina frefc
ari greinargerð. Með því að hér
er vafalaust um að ræó*a vangá
af hendi bongarstjóra. því ekki
þarf að efa að hann vilji í hverju
máli hafa það er sannara reynist,
þá lángar okkur til áð koma ’ á'
framfæri örfáum orðum til upp
fyllingar ■ og-'skýringar á uiramæl
um hans.
Samningur okkar um byggingu
Vogaskóla, 4. áfanga, er frá 7. nóv.
1967. í 4. grein samningsins er
ákvæði um að samningsveró'ið
skuli miðað við byggingavísitölu
Hagstofu íslands til hækkunar eða
lækkunar á samningsverðinu. En
verði hins vegar um snöggar verö
breytingar á samningstimabilinu
að ræða er heimilt að endurskoða
þessa aðferð við útreikninga veró'
breytinga til að réttari útkoma fá
ist.
Nokkrum dögum eftir undir-
skrift samningsins varð gengis-
'felling, sem orsakaði hækkun á
erlendu efni um rúm 30%. Við
hóífum þá þegar viðræyur við
starfsmenn borgarinnar um endur
skoðun á samningnum með það fyr
ir augum að fá leiðréttingar á
greiðslum fyrir verkið miöað við
þessi ákvæði um snöggar verð-
breytingar.
Þessar viðræður stóðu án af-
láts og reyndar árangurs í heilt
ár, en þá skall á önnur gengisfell 1
ing, sem hafði í för meó1 sér yfir
50% hækkun miðað við Bandaríkja
dollar.
Eftir þessa seinni holskeflu
hefði mátt ætla að borgarsjóður
væri til viðtals um endurskoi.'un
á verksamningnum, en allar við-
ræður urðu án árangurs, þrátt fyr
ir það, að við fullyrðum aÓ‘ starfs
menn Innkaupastofnunar borgar
innar höfðu fullan skilning á rétt
mæti krafna okkar um endurskoð
un á verksamningnum. En Inn-
kaupastofnunin hefur tvímæla-
laust hæfustu starfsmönnum borg
arinnar á að skipa á þessu sviði.
Á þessu tímabili hefur Bygginea
ver h. f. sem aóhlverktaki við
Vogaskóla margsinnis staðið
frammi fyrir þvi að undirverktak
ar hafa stöðvað verkið. Og tveir
undirverirtakar hafá bréflega hót
að algjörri stöðvun á verkinu meó'
lögbanni vegna meintra samnings
rofa hvað snertir verðbætur af
hendi borgarsjóðs. Og í dag stend
ur verkið þannig að einn meist
ari við bygginguna hefur ekki
sætt sig vió' að fá ekki fulluppgerð
ar verðbætur áður en hann skilar
sínu verki við skólann, svo það
er enn þá allt í fullkominni ó-
vissu um lok verksins.
Varðandi þau ummæli borgar
stjóra að við höfum lofað aó'
ljúka verkinu á einhverjum ákveðn
um tíma, þá er það sagt algjör
lega út í bláinn.
Borgarstjóra er fullkunnugt um
það að sú ákvörðun borgaryfir
valda a3 láta okkur sækja þetta
verðbótamál fyrir dómstólum, leið
ir það óhjákvæmilega af sér að
við sóm aðalverktakar svo og all
flestir undirverktakar verða að
leggja fram margar milljónir um-
fram þær greiðslur sem borgar-
sjóður greiðir fyrir verkið. Þetta
fé liggur ekki á lausu.
Við höfum ekki beðió' borgar
stjórann að gefa okkur gjafir. Við
höfum aðeins óskað þess að hann
standi við geró'a samninga fyrir
hönd borgarsjóðs. Við höfum boð-
ió' honum að leggja málið í gerð
óvilhallra manna. Við höfum einn
ig farið fram á að fá málið af-
greitt fyrir gerðardómi verkfræð
ingafélags íslands, sem ætti að
vera öllum dómstólum færari um
að meta þetta mál rétt.
Gengisfellingarnar eru atvik, sem
breyta algjörlega þeirri undir-
stöó'u sem samningurinn byggir á
og er jafnframt atvik sem hvor
ugur samningsaðili getur haft
áhrif á, því þá ekki að láta óvil
halla aðila dæma, sein einnig
hefði aðstöðu til að ljúka málinu
fljótt til að foró'a óþægindum af
drætti málsins.
í örstuttu máli er þessi saga
þannig, að borgarstjórinn hefur
ekki staðið við gerðan samning
hvað snertir verðbætur, hann hef
ur í vióskiptum sínum við okkur
ekki viljað taka til greina ákvæði
samningsins sem eiga að tryggja
ofckur fyrir eignaupptöku, sem
gengisfellingar eru.
í stað þess að láta starfsmenn
sína segja þetta hreint og beint
á fyrsta fundi með okkur þá hef-
ur hann iátið þá sitja með okk
ur í mismunandi stórum hópum,
á endalausum fundum þar sem
vió' höfum lagt fram útreikninga
sérfræðinga sem svo er ekkert
gert með. Þessa millu hefur borg
arstjórinn teflt við okkur í rúm
þrjú ár. þegar hann sér ástæðu
til að loka og vísa okkur á að
sækja málið fyrir dómstólum.
Þrátt fyrir þessar aðstæo*ur höf
um við skilað einstaka bygginga
áföngum fyrr en samningar segja
til um en þess gat borgarstjóri
ekki í ræðu sinni í borgarstjórn.
Við látum þetta nægja í bili,
en vonandi verða mál venktaka
og samskipti þeirra við borgar
sjóð meira á dagskrá á næstunni
og þá gefast borgarstjóra e. t. v.
fleiri tækifæri til a& kynna borg
arfulltrúum einstaka þætti þess
ara mála og viðhorfin i heild.
Sent: Morgunblaðinu og Tíman
um.
Reykjavík, 25. febr. 1971.
í stjórn Byggingavers h.f.
Guðni Daníelsson
Jónas Jónsson
Sig. B. Magnússon,
Brýn þörf á útfærsSu
fiskveiðilögsögunnar
Á fundi stjórnar Farmanna og
fiskimannasambands íslands 25. 2. ■
1971 var samþykkt eftirfarandi til-}
laga:
Fanmanna og fiskimannasamband
íslands hefur lengi barizt fyrir
stækkun fiskveióílögsögunnar "ið
ísland.
Það telur að nú sé orðið aðkall |
andi að færa fiskveiðilögsöguna,
úr 12 sjómílum í að minnsta *
kosti 50 sjóm. allt í krinigum land !
ið og tryggja þar með landsmönn
um einkarétt á fiskveiðum á
landgrunnssvæðinu.
Eins og kunnugt er hefur allri
tækni við fiskveiðar fleygt fram
hin síðari ár, ný og stærri skip
stunda nú veiðarnar með stækk
andi veiðarfærum, jafnhlió'a hin
um fullkomnu fiskileitartækjum.
Það er því brýnni þörf nú en
nokkru sinni áður til þess, að
íslendingar gæti sinna dýrmætu
fiskimiða fyrir ofveiði og taki
á ótviræðan hátt í sínar hendur
stjóm á fikveiðum á miöunum
við landið.
Stjórn F.F.S.Í. telur að alltof
lengi hafi dregizt að framkvæma
til fulls landgrunnslögin frá
1948, en í þeim var lýst yfir að
íslendingar hefðu umráðarétt yfir
öllu landgrunnssvæo*inu við land
ið.
Stjórn F.F.S.Í. skorar á Alþingi
það er nú situr að ákveða nú
þegar stækkun fiskveiðilögsögunn
ar og væntir þess að allir lands
menn standi einhuga um slíka
á'kvörðun.