Tíminn - 27.02.1971, Qupperneq 14
I
TÍMINN
Barnsmeðlög
Framhald af bís. 1
jheimta á þessum barnsmeðlögum
:aetti að verða auðveldari og ódýr-
ari, þegar Iinnheimtustofnun
: sveitarfélaga væri komin á fót, og I
j innheimtan yrði á einni hendi.
j Fumvarp um þá stofnun liggur nú
fyrir Alþingi, og gerir frumvarp-
ið ráð fyrir að stofnunin taki til
starfa 1. janúar næstkomandi.
Geirfuglinn
Framhald af bls. 1
Rotary, Lions og Kiwanisklúbb-
arnir í Reykjavík standa fyrir
fjársöfnuninni í samráði við dr.
Finn Guðmundsson, fuglafræðing
f.h. Náttúrufræðistofnunar ís-
lands og Náttúrugripasafnsins.
Margir hafa sýnt áhuga á að geir-
fuglinn komist í eigu íslendinga,
en enginn einn aðili virðist vera
nógu fjársterkur til að ráðast í
kaupin. Þeir, sem að söfnuninni
standa vonast til, að áhugamenn
um náttúrufi-æði og landsmenn all
ir bregði skjótt við og veiti máli
þessu lið fljótt og vel. Sérfróð-
ur maður mun annast kaupin á
fuglinum í London, ef söfnunin
gengur að óskum.
Forseti fslands, dr. Kristján
Eldjám, hefur látið í Ijós áhuga
á máli þessu með eftirfarandi
orðum: „Sem gamall safnmaður
og íslendingur hef ég mikinn
áhuga á að þjóðin geti eignazt svo
fágætan merkisgrip, ef þetta er
sæmilegt eintak og verð ekki
óeðlilega uppsprengt. Ég fagna
þvf ef unnt verður að finna færa
leið til að tryggja fé tii kaup-
anna.“
Á blaðamannafundi í dag kvaðst
dr. Finnur Guðmundsson hafa
hringt í kunningja sinn hjá
British Museum þeirra erinda að
biðja hann a0 líta á geirfuglinn.
Sá hafði þegar gert það og kvað
geirfuglinn í góðu meðalástandi
miðað við aðra slíka, sem til eru.
Núverandi eigandi geirfuglsins er
Raben-Lowentzau greifi, og hefur
fuglinn gengið að erfðum mann
fram af manni í ætt hans. Fyrsti
eigandinn var F.C. Raben, léns-
greifi, sem ferðaðist um ísland
ásamt félaga sínum árið 1821.
Stunduðu þeir náttúruskoðun og
náttúrugripasöfnun. Þeir fóru m.a.
út í Geirfuglasker í þeim tilgangi
að handsama geirfugl, en sáu eng
an og urðu að snúa við eftir tölu-
verðar mannraunir. Áður.en Ra-
ben fór héðan um haustið lagði
hann drög að því að sér yrði send-
ur geirfugl héðan. Þegar á þess-
um árum voru geirfuglar orðnir
mjög sjaldgæfir hér á landi.
Næstu árin náðust þó 3 eða 4
fuglar, 2 á Eyrarbakka og 1 eða
2 á milli Garðskaga og Keflavík-
ur. Eeinhvern af þessum fuglum
fékk Raben síðan sendan héðan.
Alllöngu áður var geirfuglinn út-
dauður á Nýfundnalandi, en þar
voru aðalstöðvar hans. Síðustu
tveir geirfuglarnir voru drepnir í
Eldey árið 1844.
Aðilamir, sem fyrir söfnuninni
standa, skora á félagsmenn Lions,
Rotary og Kiwanisklúbba um
land allt að beita sér fyrir fjár-
söfnun þessari. Þá eru stofnanir,
fyrirtæki og einstaklingar hvattir
til að leggja fram sinn skerf. Öll
dagblöðin í Reykjavík veita fjár-
framlögum viðtöku og einnig
Landsbankinn, Búnaðarbankinn,
Útvegsbankinn og öll útibú
þeirra. Athygli manna skal vakin
á, að aðeins þrír virkir dagar eru
eftir þangað til söfnuninni lýkur.
Söfnunarféð þarf að berast í síð-
asta lagi á miðvikudag eða á
fimmtudagsmorgun. Aðalstöðvar
I söfnunarinnar eru hjá Náttúru-
fræðistofnun íslands, Laugavegi
105, gengið inn frá Hlemmtorgi,
sími 15487. Framkvæmdastjóri
söfnunarinnar er Valdimar Jó-
hannesson, blaðamaður.
Vegagerð
Framhald at bls 16.
Bæjarháls að Lækjarbotnum, frá
rótum Hveradalabrekku upp á
miðja Helilsheiði og frá miðri
Hellisheiði niður Kamba. í
haust hófust framkvæmdir við
að leggja vegaspottana frá Höfða
bakka að Úlfarsá og frá Kömbum
að Selfossi. Vegurinn frá Reykja
vík upp í Kollafjörð verður imal
bikaður, og einnig verður vegur
inn upp að Lækjarbotnum malbik
aður. en vegurinn yfir Hellisheiði
og að Selfossi verður lagður olíu
möl.
Alls gerðu fjórir verktakar til-
boð í lagningu þeirra vegakafla
sem nú voru boo'nir út. Lægsta til-
boð f lagningu kaflans frá Úlfars-
á að Þingvallavegi er frá Fitzpatr
ick Ltd, Englandi og Þórisós s. f.
Hljóðar það upp á kr. 74,816,770,-
Hæsta tilboðið í þennan kafla er
frá Aðalbraut sf. kr. 85,034,950,-.
Áætlun Vegagerðarinnar nemur
kr. 55,376,110,00. Þess verc/ur að
geta að sú óætlun er gerð miðað
við verðlag í maínjánjjði, í fyrra,
og er sama að segja um ao'rar
áætlunarupphæðir Vegagerðarinn
ar sem hér fara á eftir.
í veginn frá Þingvallavegi að
Mógilsá buöu lægst sömu aðilar
og í fyrrnefndan vegakafla og
hljóðaði tilbocíið upp á kr. 87,312,
450,00. Hæsta tilboðið var frá Að-
albraut sf. kr. 96,418,594,00. Áætl
un Vegagerðarinnar er kr. 61,043,
920,00.
í kaflanum frá enda Bæjarháls
að Lækjarbotnum buðu lægst
Fitzpatrick Ltd. og Þórisós sf.
kr. 110,462,650,00. Hæsta tilboil
í þennan kafla er frá Verki h.f.
Norðurverki h.f. og Brún h.f. kr.
136,529,660,00.
Áætlun Vegagerðarinnar er kr.
103,053,785,00.
Lægsta tilboð í kaflapn frá
rótum Hveradalabrekku upp á
miðja Hellisheiði er frá E. Pihl
& Slhi, Danimörku og ístaki h.f.
kr. 45.698.485,00. Hæsta tilboðið í
þenan kafla er frá Verki h.f.,
Norðurverki h.f. og Brún h.f. kr.
60.150,300,00. Áætlun Vegageróhr
innar er kr. 46.918,200, 00.
Þá er kaflinn frá miðri Hellis
heiðri niður Kamba. Lægsta tilboð
í hann var frá E. Pihl og Sön og
ístaki h. f. kr. 64,332,726,00.
Hæsta tilboðið er frá Verki h.f.
Norðurverki h.f. og Brún h.f. kr.
83,525,600. Áætlun Vegagerðarinn
ar er kr. 64,166,180.00. Á tveim
síi.'arnefndu vegarköflrnum mun
ar sárarlitlu á tilboð' í Þórisóss
h.f. og ístaks h.f. ásamt erlendu
verktakafyrirtækjunum, sem hafa
samvinnu við þessi fyrirtæki.
Eftir er að athuga þessi tilboð
nákvæmlega hjá Vegagerðinni, en
sumar þær upphæðir sem eru
nefndar eru bundnar vissum fyrir
vörum, t.d. breytilegu verðlagi á
malbiki og eins bjóðast nokkrir
verktakanna aö læfcka tilboðin
ncíkkuð ef þeir leggja fleiri en
einn af þeim vegaköflum, sem
boðnir voru út.
Flýtt verður eftir föngum að
fara yfir tilboðin og ákveða hverj
um tekið verður og munu fram
kvæmdir hefjast strax eftir að
það verður gert,
Á þeim vegaköflum á Suður-
lands og Veslurlandsvegi, sem þeg
ar er hafin vinna við, var tekið
lægstu tilboðum, en þau voru frá
Aðalbraut h.f. á veginum frá
Höfðabakka aö Úlfarsá og frá
Fitzpatrick Ltd og Þórisósi h.f.
á veginum frá Kömbum að Sel-
fossi.
Áætlun
Framhald af bls. 1
aðarmálastjóri var * formaður
nefndar, sem landbúnaðarráð-
herra skipaði um það mál. Kvaðst
hann ekki vera fyllilega ánægður
með lyktir þess máls, einkum inn-
heimtu iðgjaldanna.
Um rafmagnsmál sveitanna
sagði búnaðarmálastjóri, að sú
samþykkt búnaðarþings væri enn
í athugun, og væri verið að vinna
að áætlun um lúkningu rafvæð-
ingar þeirra býla á landinu, sem
ekki hefðu enn fengið rafmagn,
og gert ráð fyrir, að sú áætlun
yrði tilbúin í vor.
Búnaðarmálastjóri sagði, að
harðærismálin hefðu kallað á
mjög mikið starf, bæði af hendi
starfsmanna og stjórnar Búnað-
arfélagsins, og rakti hann nokk-
uð þá aðstoð, sem veitt hefði ver-
ið, og hvernig henni hefði verið
hagað. Hann ræddi einnig um hey-
öflunarmálin og afkomu bænda á
liðnu ári.
K viðavangi
Framhalo at bls 3
Þessar greinar „uppreisnar-
manna" birti ritstjórarnir því
með alveg sérstakri ánægju og
stolti!
Ofar á lærið?
Þessar varnarræður Austra
eru kannski ekki svo fjarri lagi,
iivað stoltið áhrærir, því að
gagnrýni Fylkingarinnar hefur
sannnð honum, að danssýningin
sé enn siðferðinu hæfandi.
Svo fimlega sé dansað gagn-
vart almennum kjóscndum, að
sauðargæran sé aldrei of
hátt á læri dregin og úlfshárin
því vendilega falin. Nú má hins
vegar búast við því að Austri
verði ekki eins stoltur af sjálf-
um sér og Þjóðviljanum, þegar
uppreisnarmennirnir eru orðn-
ir harla ánægðir með efni blaðs
ins. Þá er stutt í það, að al-
mennir kjósendur fari að hætta
trúa því, að Albvðubandalagið
sé lýðræðissinnaður þingræðis-
flokkur, og láti of margir af
þeirri trú, veit Austri að kjör-
fylgið er úr sögunni. Það má
því búast við því að viðiirögðin
verði þau. að mini-tízkan þyki
ekki við hæfi í sauðargæru-
dansi úlfsins og faldurinn verði
síkkaður aftur og hætt a.m.k.
um sinn að birta greinar, sem
eru „mikill hvalreki á fjörur
þeirrar hrevfingar. sem stend-
ur vinstra megin við þingræð-
ið“ Við bíðiini og sjátim hvt'ð
sctur. — TK.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
Láru Ágústsdóttur,
Akureyrl
Ennfremur þakklr til alira á Akureyri og víðar, er aðstoðuðu hina
látnu í veikindum hennar og vottuðu hennl virðingu á einn eða
annan máta fyrr og síðar. Guð blessi ykkur öll.
Steingrlmur Sigursteinsson
María Pálsdóttir
Ingibjörg Þorbergsdóttir
Sigurbjarni Þorbergsson
Þorbergur Þorbergsson
Hulda M. Wilhelmsen
Benedikt Helgason
Auðunn Bergsveinsson
Alf Wilhelmsen og barnabörn.
LAUGARDAGUR 27.,febrúar 1971
RIDG
Jeromy Flint er einhver albezti
spilari Englands. En öllum geta
orðið á mistök eins og eftirfarandi
spil snýir. Það er frá leik íslands
og Englands á EM sl. haust (ís-
land vann 17—3).
A K 9 8 2
V Á10 8
4 D 9 8
* K D 6
A Á 7 4 2
y K 9 5
4 KG105
* G10
A D5
¥ D G 7
4 Á 7 3 2
4> Á 8 7 5
A G 10 6
V 6432
4 64
* 9432
Flint spilaði 3 gr. í S og Þorgeiir
Sigurðsson í V spilaði út L-10. Tek
ið á K í blindum og T-8 spilað og
gefið heima. Þegar Þorgeir fékk
á T-10 og spilaði L-G lét A —
Símon Símonarson L-2, en hann
hafði látið þristinn í 10 Þorge!~s.
Flint spurði um merkingu þess,
og Þorgeir sagði, að A ætti eitt-
hvað í L. Flint tók þá G með D
blinds og spilaði L-6 og lét ásinn
— treysti sem sagt ekki heiðarlegu
svari. Þá spilaði hann Hj-D, K og :
Ás og T-D spilað frá blindum, og
Þorgeir fékk á K. Hann spilaði
Hj., tekið á 10 í blindum og Sp. i
spilað á D. Þorgeir fékk á Ás og í
þar með tapast spili^í. (Flint gat:
unnið spilið, þegar hann fékk á
Hj-10 með því að taka á Hj-G
heima og spila síðan Þorgeiri inn á
T, því Simon er þá í kastþröng í1
svörtu litunum). Á hinu borðinu
spilaði Karl Sigurhjartarson 3 gr.
í N og fékk 10 slagi eftir Sp-útspil.
12 stig til Islands.
Rekinn
Framhald af bls. 16.
tilboðinu. Gert var ráð fyrir að
allir er fyrir neó'an lægju og
gætu ekki réttlætt boð sín, hlytu
þá einhver viðurlög."
Reglur þessar munu fyrst hafa
verið notaðar við tilboð í verk
við Loftleiöahótelið. Kom í Ijós,
að lægsta tilboð var 250 þúsund
krónum lægra en viðmiðunartil-
boðið. Var lægstbjóðandi kallaö'
ur til yfirheyrslu, og þar gat hann
„fært fram rök, sem urðu til þess
að boð hans lá u.m 45 þúsundum
neðan mið lágmark viö'miðunartil
boðsins og ákvað hann þá að
greiða viðurlög ásamt kostnaði viö'
gerð tilboðsins, svo sem reglur
mæla fyrir, og taka að sér verk
ið. Samþykkti hann víxil fyrir
71 þúsund krónum áður en hann
hóf samninga um verkiö'."
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
sýning í dag kl. 15.
ÉG VII. — ÉG VIL
sýninig í kvöld kl. 20.
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
sýning sunnudag kl. 15. Uppselt
FÁST
sýning sunnudag fcl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá fcl,
13,15 til 20. Sími 1-1200.
í
Hifabylgja í kvöld. Uppselt,
Jörundur sunnudag kl. lö.
Kristnihaldið sunnudag. Uppselt
Kristnlhaldið Þriðjud. Uppselt.
Jörundur mdðvikudag.
Hitabylgja fimmitudag
Kristnihaldið föistrudag.
Aðgöngumiðasalan í Iðnó er
opin frá kl. 14. Sími 13191.
Mát í fjórum leikjum. •
Þið hafið auðvitað fundið lausn-
ina, en leikirnir eru þannig. 1. Hf5!
— d6 2. Ra5f — Kxb6 3. Hb5f —
Kxc7 4. Hxb7 mát. Eða 1.-------d5
2. Hf6f — Kd7 3. Re5f — Ke7
4. He6 mát.
W2?
Mlwá
Hver fer um úti á víðavangi
án þess að fara út úr húsinu
sínu.
Svar við síðustu gátu:
87
Skíðalyfta tekin í
Deila Páls við félagið stóð um
tilboð í raflögn í nýbyggingu
Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Við-
miðunartilboðiö1 var rúmlega 30%
hærra en lægsta tilboðið, og jafn
vel 7% hærra en hæsta tilboðið.
Páll neitaði að mæta til yfir-
heyrslu. eö'a greiða það sem hann
kallaði á félagsfundi „mútur".
Stjórn félagsins svaraði með því
að reka Pál úr félaginu, og í
framhaldi af því hefur hún höfð
að mál fyrir Félagsdómi til að
reyna að tryggja, að Páll fái enga
rafvirkja til að vinna fyrir sig
að verkinu.
Er öruggt. að þetta mál mun
ekki vekja minni athygli en
Keldnaholtsmálið eða málara-
hneykslið í Breiðholti.
notkun á Eskifirði
SH-Eskifirði, þriðjudag.
Skíðalyfta var nýlega tekin í
notkun hér á Eskifirði. Það
voru Lions-klúbbur Eskifjarð
ar og Eskifjarðarhreppur, sem
gáfu Ungmennafélaginu Austra
lyftuna. Um þessar mundir eru
staddir á Eskifirði tveir svissn
eskir menn frá verksmiðjunum,
sem framleiddu lyftuna, og auk
þeirra Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi ríkisins.
Um áramótin setti tannlækn
ir upp tannlæknastofu á Eski-
firði. Tannlæknirinn kom tii
Eskifjarðar frá Húsavík.
Keypti hann hin fullkomnustu
tæki til stofu sinnar í samráði
við Eskif jarðarhrepp.