Tíminn - 22.04.1971, Qupperneq 2
TIMINN
FTMMTUDAGUR 22. apríl 1971
Hln fornu handrlt, Flateyjarbók og Konungsbók bíða afhendingar í Háskólabíói. (Tímamyndir Gunnar—GE)
FYRSTU HANDRITIN
ERU KOMBN HEIM
SJ, OÓ, KJ, Rvík, miðvikudag.
Morgunsigling í sól og vindi
Það var sannkallað hátíðaveð-
ur í morgun kl. hálf tíu, þegar
varðskipið Albert hélt áleiðis út
á Viðeyjarsund, þar sem danska
eftirlitsskipið Vædderen lá með
Codex regius og Flateyjarbók inn
anborðs. Um borð í Albert var
d&nska sendinefndin, sem hingað
Vegleg bók um
handriiin
f vetur kom út á vegum út-
gáfufyrirtækisins Sögu bók um ís-
lenzku handritin og íslendingasög
urnar, Handritin og fornsögurnar.
Texti bókarinnar er eftir Jónas
Kristjánsson forstöðumann Hand-
ritastofnunarinnar, og er bókin
skreytt mörgum fögrum myndum,
bæði svarthvítum og í lit. Bókin
hefur vakið mikla athygli, enda
er hún sérlega vönduð og falleg
að allri gerð. Enska þýðingu bók-
arinnar gerði Alan Boucher og á
ensku heitir bókin Icelandic
Sagas and Manuscripts. Myndin er
af forsíðu bókarinnar.
kom flugleiðis í gær í tilefni af-
hendingar fyrstu handritanna
ásamt nokkrum íslendingum, sem
fygldust með þvl þegar Danirnir
fóru um borð í Vædderen til þess
að sigla síðasta spölinn með skip
inu til hafnar og Gunnar Björns
son ræðismaður íslands í Kaup-
mannahöfn, fór um borð í Albert,
en hann kom einn íslendinga með
skipinu frá Kaupmannahöfn.
Menn voru léttir í skapi á þess
ari skemmtilegu morgunsiglingu
út á Sundin. Sumir Danirnir stóðu
í brúnni, þ.á.m. eina konan í
hópi þeirra Hanne Budtz, en
aðrir gengu um á þilfari og létu
sér hvergi bregða þótt kaldan
blési. í síðari hópnum var Jens
Otto Kragh, sem hlustaði áhuga-
samur á einn félaga sinn úr sendi
nefndinni segja frá fjallahringn
um framundan og að Reykvíkingar
gætu sagt fyrir um veðrið eftir
mismunandi svip Esjunnar.
Lúðraþytur og brugðin sverð
Eftir skamma stund lagðist Al-
bert að hlið Hrútsins (Vædder-
ens). Áhöfn danska skipsins stóð
fylktu liði á þiljum og dönsku
stjórnmálamönnunum var heilsað
með lúðraþyt, „honnör" og
brugðnum sverðum þegar þeir
gengu um borð. Hrúturinn (Vædd
eren) er svipaður að stærð og
varðskipið Óðinn, en áhöfnin er
3—4 sinnum fjölmennari og eru
óbreyttu sjóliðarnir í herskyldu.
Á hári og skeggi þeirra mátti
greinilega sjá að hippatízkan er
ekki síður vinsæl í danska flotan
um en í öðrum stéttum.
Handritin geymd í loft-
skeytaklefanum
Gunnar Björnsson, ræðismaður,
hlaut ekki eins hermannlegar
kveðjur og Danirnir þegar hann
kom um borð í Albei’t, en engu
að síður var honum vel fagnað.
Hann lét vel yfir sjóferðinni með
Vædderen, cn sagði að veður hefði
vcrið slæmt í nánd við Færeyjar.
Flateyjarbók og Konungsbók voru
geymdar í loftskeytaklcfa skipsins
á þiljum meðan á ferðinni stóð,
og hafði hann verið rýmdur í
þeim tilgangi.
Það var íslenzka ríkisstjórnin,
sem ákvað að Danir skyldu koma
einir færandi handritin til hafn
ar og enginn íslendingur yrði um
borð. Þetta fór þó öðruvísi en
ætlað var því þrír menn frá
íslenzka sjónvarpinu fengu leyfi
til að koma inn með skipinu til
að taka myndir fyrir danska sjón
varpið. Fóru þeir út í Vædderen
með Gísla Johnsen fyrr um morg
uninn. Síðan sigldi Albert aftur
að Ingólfsgarði með aðra íslend-
inga. Og þegar við gengum um
miðbæinn skömmu fyrir hálf
ellefu var fólk þegar farið að
streyma í átt að höfninni.
Um það leyti, sem Vædderen tók
á skrið og sigldi rólega af ytri
höfninni og upp að, streymdi fólk
að úr öllum áttum að Miðbakka.
Þar hóf Lúðrasveit Reykjavíkur að
leika kl. 10,30 og skátar og lög-
reglumenn gcngu fylktu liði að
hafnarbakkanum og stóðu þar heið-
ursvörð meðan skipið sigldi inn og
afhendingarathöfnin fór fram.
Fánar voru hvarvetna við hún í
höfuðborginni og við höfnina voru
öll íslenzk skip prýdd marglitum
fánum. Við höfnina og í miðborg-
ina söfnuðust tugþúsundir manna.
Á hafnarbakkanum var slík örtröð,
að til vandræða horfði. Fjöldi fólks
fór um borð í nærliggjandi skip,
til að geta fylgzt með, þegar hand-
ritin voru flutt á land.
Á bakkanum var komið fyrir
ræðustól og umhverfis hann söfn-
uðust þeir, sem tóku á móti er-
lendu gestunum, en það voru ráð-
herrar, forseti sameinaðs þings,
forseti Hæstaréttar, danski am-
bassadorinn á Islandi, deildarstjór-
ar mennta- og utanríkisráðuneyt-
anna, borgarstjórinn, háskólarekt-
or, lögreglustjórií forstjóri Land-
helgisgæzlunnar og fleiri.
Lagzt aS bryggju
Vædderen lagðist að bakkanum
kl. 11, eins og ráð hafði verið fyr-
ir gert. Um borð var danska sendi-
nefndin, sem afhenti handritin
hér. Er skipið lagðist að voru
dregnir upp marglitir fánar á því.
Sendinefndin stóð við borðstokkinn.
Strax og landgangurinn var settur
á land, gengu sendinefndarmenn
upp á bakkann, með Poul Hartling
í fararbroddi, og var þeim vel
fagnað.
Um borð í skipinu birtust nú
þrír sjóliðar við landganginn.
Héldu þeir hver á sínum pakkan-
um, og voru þeir vafðir brúnum
umbúðapappír. t pökkunum voru
hin langþráðu handrit Flateyjar-
bókar og Konungsbókar Eddu-
kvæða, en Flateyjarbók er í tveim
stórum bindum og pakkarnir því
þrír. — Eftir að sendinefndar-
menn voru gengnir á land, lék
Lúðrasveitin þjóðsöngva Danmerk-
ur og Islands.
Þá hélt Jóhann Hafstein, forsæt-
isráðherra, eftirfarandi ávarp:
„Heiðruðu vinir og frændur!
Stígið heilir á storð. Yður fagna
í dag landið og þjóðin, eða ef til
vill væri réttara að orða það svo:
Þjóðin og landið. í huga mér voru
fornar sagnir um landvæltir ís-
lands, sem vörðu það úr öllum
áttum, ef að var sótt, en heils
uðu með sóma, þegar virðingar-
menn og vini bar að garði. Þessar
landvættir sjáið þið nú tákngerðar
í skjaldarmerki íslenzka lýðveld-
isins.
Þér komið færandi hendi. Vér
höfum af því sagnir, að fólkið
hafi þyrpzt niður að ströndinni
til þess að taka á móti höfðingj
um, sem komu færandi hendi með
gull og gersemar. En hvað er það,
sem þér nú komið til þess að
færa oss?
Það eru tvær bækur!
Hefur landslýður í fyrri sögum
safnazt saman niður við strönd-
ina í ofvæni til þess að móttaka
tvær bækur?
Af þessari spurningu vaknar önn
ur: Hverjar eru þessar tvær bæk
ur? Þær eru Konungsbók Eddu-
kvæða og Flateyjarbók! Þetta eru
tvö íslenzk handrit skráð á kálf-
skinn endur fyrir löngu — í torf-
bæjum við grútartýru. Samt sem
áður þóttu þetta konunglegar gjaf
ir áður fyrr og eru það vissulega
eigi síður enn, þegar þér nú fær-
ið oss þær aftur eftir langa varð
veizlu.
Ennfremur eru þessar tvær bæk
ur meira en þær sýnast vera. Þær
eru táknræn afhending Dana til
íslendinga á íslenzkum handrit-
um, sem varðveitt hafa verið í
Danmörku.
Það væri ekki rétt á þessari
stundu að leyna því, að milli
þjóða vorra hafi staðið nokkur
styr um þessi -íslenzku handrit.
Menn hafa á vissan hátt barizt
þar í fyrirrúmi og á bæði borð,
— eins og segir í fornum víkinga-
sögum.
Vér færum yður, Danir, þakkir
af alhug og bjóðum yður til end-
urgjalds einlægan vinarhug. Hvort
það er einhvers virði að eiga ein-
læga vináttu og þakklæti minnstu
þjóðar, sem byggir eyland við
norðurheimskautsbaug, læt ég
aðra um að svara. En ég lýk máli
mínu með því að segja við
yður, Dani, fulltrúa þjóðþings og
ríkisstjórnar og þar með danskrar
þjóðar, það sem skráð stendur f
Sæmundar-Eddu í Hávamálum:
„-----veizt ef vin átt,
þanns vel trúir,
far þú af finna opt.
Þvíat hrísi vex
ok háu grasi
vegr, es vætki tröðr.“
Verið ætíð velkomnir til fs-
lands! Landvættir munu fagna
yður!
Ræða Hartlings
Þá talaði Paul Hartling, utan-
ríkisráðherra Dana og sagði m.a.:
„Handritin hafa átt sln örlög.
Saga þeirra er eins spennandi og
fornsögurnar sjálfar.
Sú saga hefst á 12. öld. Tilurð
fornritanna stóð framundir árið
Hér sést hinn geysilegi mannfjöldi á hafnarbakkanum, sem fylgdist me3 handritakomunni.