Tíminn - 19.05.1971, Síða 13

Tíminn - 19.05.1971, Síða 13
MEÐVIKUDAGUR 19. maí 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTfR 13. Landslið - Pressa á morgun Pressan ekki búin að ákveða leikaðferðina, en hefur í huga að leika varnarleik í öðrum hálfleiknum en sóknarleik í hinum klp-Reykjavík, Ákveðinn liefur verið leikur milli landsliðsins, sem leika á gegn Noregi n. k. miðvikudag og Iiðs, sem íþróttafréttamenn hafa valið. Leikurinn fer fram annað kvöld á Melavellinum og hefst kl. 20.30. Mörg ár eru síðan síðast var leikinn „Pressuleikur“ hér á laudi, en slíkir leikir þóttu oft góð skemmtun, og er ekki að efa að svo verður í þetta sinn. Ekki er vitað hvernig landslið ið verður skipað í þessum leik, en sjálfsagt verður sama uppstilling in á því og í leiknum við Noreg, sem fram fer í Bergen eftir ná- kvæmlega eina viku. íþróttafrétta menn hafa valið sitt lið, og er það skipað eftirtöldum mönnum: Sigurður Dagsson, Val Sigurður Indriðason, KR Marteinn Geirsson, Fram 273.000.000 - boðnar í Lugi Riva ftalska knattspyrnufélagið Juventus bauð í gær Cagliari tvö hundruð sjötíu og þrjár milljónir ísl. króna í stjörnu leikmanninn Lugi Riva. Þessi upphæð, sém jafngild ir kaupverði á þrem stórum út hafstogurum, er sú hæsta, sem boðin hefur verið í knattspyrnu mann til þessa. Forráðamenn Cagliari höfn- uðu þessu boði og er ástæðan sú að þeir þorðu ekki að selja Riva, vegna fólksins á eyjunni Sardiníu, en þaðan er liðið og Riva einnig. Hefur fólkið, sem dáir Lugi Riva eins og guð, safnað fé til að láta gera af honum stóra styttu, sem standa á við leik- vanginn, og sögðu forráðamenn liðsins að allt yrði vitlaust, ef hann yrði seldur. Fyrir þá, sem fylgjast með sölum á ensku knattspyrnu- mönnunum, slcal þess getið til viðmiðunar á upphæðinni, að hún jafngildir einni milljón og þrjú hundruð þúsund sterlings pundum — en hæsta sala á leikmanni í Englandi til þessa er tvö hundruð þúsund sterlingspund. LUGI RIVA — í hann var boðið andvirði þriggja skuttogara. Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Baldur Scheving, Fram Jón Sigurðsson, KR Bergsveinn Alfonsson, Val Skúli Ágústsson, ÍBA Baldvin Baldvinsson, KR Kristinn Jörundsson, Fr»>n Sævar Tryggvason, ÍBV Varamenn eru: Einar Guðleifs son ÍA, Björn Árnason KR, Jón Hermannsson, Ármanni og Eirík ur Þorsteinsson, Víking. Mjög ákjósanlegt er að þessi leikur skuli fara fram nú fyrir landsleikinn við Noreg, þó betra hefði verið að hann hefði farið fram fyrr, því valið á landsliðinu hefur ekki fallið öllum í geð. Landsliðið hefur að vísu mörgum góðum leikmönnum á að skipa, en það hefur „pressan" einnig, og í henni eru menn, sem ekki síður eiga skilið að vera í landsliðinu, en margir þeirra, sem þar eru fyrir. Leikaðferð „pressunnar“ hefur enn ekki verið ákveðin, en sú hugmynd hefur komið fram að leika sóknarleik í öðrum hálfleikn um en varnarleik í hinum, svo landsliðið fái sem mest út úr leiknum — en hvor hálfleikurinn það verður, er enn hernaðarleynd armál. Fram og Þróttur mætast í kvöld Mp—Reykjavík. Næst síðasti leikurinn í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu, fer fram á Melavelíin, um í kvöld. Það eru Fram og' Þróttur, sem þá mætast, og ætti það að geta orðið fjörugur leikur. Fram hefur ekki fengið á sig mark í þessu móti, enda með eina beztu vörn, sem sézt hefur hér í langan tíma, en liðið er nú talið eitt það jafn- bezta um þessar mundir. Þróttur átti góðan leik gegn Víking á sunnudag og sigraði þá óvænt 3:1 og er ekki að vita nema liðið komi aftur á óvart í kvöld. LAUGARDALSVOLLURINN I VIÐGERÐ Um næstu holgi hefst I. deildarkeppnin í knattspyrnu og verða þá leiknir 4 leikir, þar af 2 f Reykjavfk. Fara þeir báSir fram á Melavellinum, þvl þessa dagana er verlð aS vfnna vlS algjðra eridubygglngú á vellinum f La ógardal. VerSur hennl varla loklS fyrr en eftir nokkra daga, og vðllurlnn ekki tilbúfnn tll keppni fyrr en um miðjan júnf. Skipt er um undirlag á stórum kafla á veilinum, og er mlkill sandur í því lagl, ásamt mold og skarna. Síðan verður nýtt torf sett á allan völlinn, nema kantana, og ætti hann þv í að verða góður næstu ár. (Tímamynd GE) SPÁMAÐURINN Getraunaseðillinn að þessu sinni er næst síðasti seðillinn fyrir sum arfrí getraunastarfseminnar að þessu sinni. Er það seðill nr. 20, sem er með fyrstu leikjunum í 1. deildinni hér á landi, en einnig með tveim landsleikjum og leikj um í 1. deild í Danmörku. Seðill nr. 21 verður síðasti seð illinn fyrir sumarfrí, en það stend ur til 15. ágúst, og verður þá aft- ur hafizt handa og þá með leikj- um úr ensku d Idarkeppnunum. Spá okkar á seðli nr. 20 er þessi: Leilát SS. og SS. ma» 1971 1 X 2 írknd — Wales1) / Engknd — Skotland1) / - I3.V. — Valur*) / K3. — 13A.S) X Fram — BfeiSablik’) / Í3K. — ÍA.5) / Frem — Brönshöj *) / B-1909 — Vejle*) X Köge — Hvidovre*) % Álborg — B-1908 *) X B-1901 — A3») / K3. — Randers*) 2u HVAÐ VERÐUR OFAN Á? Menn hafa verið að velta því fyrir sér, hvað verði ofan á með leikaðfcrð hjá íslenzka landslið inu í knattspyrnu í leiknum gegn Noregi á miðvikudaginn. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma, mun ekki vera samkomu lag um það hjá forráðamönnum liðsins. Ríkharður Jónsson, þjálfari liðsins sagði í viðtali við dag bl. Vísi eftir landsleikinn við Frakkland, að meðan hann réði yrði leikinn vamarleikur. En í Morgunblaðinu í gær segir Hafsteinn Guðmundsson „ein- valdur" landsliðsins, að leikið yrði til sigurs gegn Norðmönn um og gefi það auga leið, að þá verði að leika framar en í síðasta landsleik. (???) Hafsteinn — sóknaileikur Heyrzt hefur að á fundi, sem haldinn var með landsliðshópn um á mánudagskvöldið, hafi Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, tilkynnt að í leiknum gegn Norégi yrði leikinn sókn arleikur, og bað þá menn sem ekki treystu sér til að leika sóknarleik að gefa sig fram — því þeir svo og aðrir, sem ættu að fara með liðinu í þessa ferð, og væru að tala um að leika varnarleik, færu ekki með. Á þessu er helzt að sjá, að ekki sé samkomulag um hvað eigi að gera í leiknum. Og eftir valinu á leikmönnunum, sem fara utan er heldur ekki að sjá hvað verðiofaná - en þar liefur þó „vamarleikurinn“ ör, lítinn vinning, því framlínan Ríkharður — varnarleikur er ekki það sterk — a.m.k. mið að við síðustu leiki einstakra manna í henni. Hjá öðrum þjóðum þekkist það, að leika varnarleik á útivelli en sóknarleik á heima velli, og ætti það einnig að ná yfir okkur — en svo er þó ekki, því í leiknum við Frakk land, sem fram fór hér á landi var leikinn stífur varnarleikur allan tímann, og nú á að leika sóknarleik á útivelli gegn Nor- egi. Menn voru að ræða um það sín á milli í gær, hvort ekki væri bezt að leika á miðjunni, svo öllum væri gert til hæfis í þessum leik við frændur okk ar í Noregi, og er það víst bezta lausnin úr því sem kom- ið er. — klp.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.