Fréttablaðið - 10.08.2002, Page 12
12 10. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kvikmyndin ódauðlega „Cit-izen Kane“ eftir Orson
Welles hafnaði í efsta sæti skoð-
anakönnunar sem breska kvik-
myndastofnunin
lét gera á meðal
gagnrýnenda og
kvikmyndagerða-
manna. Myndirn-
ar sem fylgdu í
kjölfarið voru, í
réttri röð;
„Vertigo“ eftir
Hitchcock, „La
Regle du Jeu“ eftir Renoir, „The
Godfather I og II“ eftir Coppola,
„Tokyo Story“ eftir Ozu, „2001:
Space Odyssey“ eftir Kubrick,
„Sunrise“ eftir Murnau, „Batt-
leship Potemkin“ eftir Eisen-
stein, „8 1/2“ eftir Fellini og
„Singing in the rain“ eftir Kelly
og Donen.
Svo virðist sem ekki sé öll vonúti fyrir NSync söngvarann
Lance Bass að komast upp í
geim. Rússneska
geimferðastofn-
unin kvartaði í
fyrradag yfir því
að hann hefði
ekki greitt reikn-
inga sína og hót-
aði í kjölfarið að
hætta við þau
áform að senda
piltinn út úr gufuhvolfinu í októ-
ber. Nú hefur geimferðastofnun
Bandaríkjanna, NASA, boðist til
þess að þjálfa Bass til að auka
líkur hans á því að komast upp í
geim. Þeir segjast líka vera
bjartsýnir á það að reikningar
Bass við rússnesku geimferða-
stofnunina verði greiddir. Ef
Bass kemst upp í geim verður
hann fyrstur manna til þess að
styðjast við fyrirtækjastyrki til
að borga ferðalagið.
Vöðvabúntið Vin Diesel hefuropinberað að hann hafi hafn-
að 20 milljón dollara boði um að
leika í framhaldsmynd „The Fast
and the Furious“ sem skaut hon-
um upp á stjörnuhimininn. Hann
heldur því fram að þetta sé
hæstu laun sem nokkur leikari
hafi hafnað. Ástæðuna segir
hann vera að honum líki ekki við
að láta kaupa sig. Og að honum
finnist ekki ástæða til þess að
gera framhaldsmynd. Hann seg-
ist eiga nóg af peningum og að
listrænn metnaður hans skipti
meira máli en launaávísunin.
Næst sjáum við hann í kvik-
myndinni „X„ þar sem hann leik-
ur á móti Samuel Jackson.
MIB 2 kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 ÍSÖLD m/ísl. tali kl. 2
THE NEW GUY kl. 6
ÁLFABAKKA 8, SÍMI 587 8900 www.samfilm.is
MURDER BY... kl. 8 og 10.20 VIT400
SCOOBY DOO kl. 2, 4 og 6 VIT398
FRÍÐA OG DÝRIÐ 2, 4 og 6 VIT418
BIG TROUBLE kl. 8 og 10.10 VIT406
MR. BONES kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT415
PÉTUR PAN 2 m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT358
MONSTER INC. m/ísl. tali kl. 2 VIT338
VILLTI FOLINN m/ens. tali kl. 8 VIT407
VILLTI FOLINN m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT410
THE MOTHMAN... kl. 10.10 VIT408
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 414
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12
Kl. 2, 3, 5, 8, 9, 11 og 12 (P. kl. 11 og 12)
Sýnd kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 417
kl. 8 og 10.05ABOUT A BOY kl. 6MÁVAHLÁTUR
kl. 8 og 9LEITIN AÐ RAJEEV kl. 2 og 4HJÁLP ÉG ER FISKUR
NOVOCAINE kl. 10
VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 2, 4 og 6
CLOCKSTOPPERS kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 8 og 10.20
Sýnd kl. 2, 4, 6 m/ísl. tali
KVIKMYNDIR Það kom mörgum á
óvart þegar kvikmyndin „Ís-
lenski Draumurinn“ sló óvænt í
gegn í kvikmyndahúsum fyrir
tveimur árum síðan. Myndin var
fyrsta barn leikstjórans Róbert I.
Douglas, a.m.k. í fullri lengd, og
var létt ádeila á neysluþjóðfélag-
ið.
Nú er Róbert orðinn tveggja
barna faðir því kvikmyndin
„Maður eins og ég“ er tilbúinn og
verður frumsýnd þann 16. ágúst.
„Persónan hans Jóns Gnarrs
er frekar seinheppin í ástarmál-
um,“ segir Róbert um Júlla, aðal-
persónu myndarinnar. „Hann
kynnist kínverskri konu, verður
ástfanginn og nær svo að klúðra
því. Í kjölfarið eltir hann hana til
Kína og reynir hvað hann getur
til þess að bæta sína ímynd. Þor-
steinn Guðmundsson leikur vin
hans sem er í því að reyna að-
stoða hann við að næla sér í al-
mennilegt kvenfólk.“
Róbert segir nýju myndina
stórt stökk frá „Draumnum“
hvað tækni- og myndvinnslu
varðar en segir hana þó svipaða í
anda og húmor. Sjálfur skrifar
hann handritið í samvinnu við
Árna Óla Ásgeirsson. Jón Gnarr
tók þátt í því að móta persónu
Júlla. „Þetta er samt ekki persóna
sem fólk á að venjast frá Jóni.
Brandararnir eru meira á hans
kostnað. Það er hægt að segja að
þetta sé nokkuð alvarlegt hlut-
verk, þannig séð.“
Stúlkan sem vinnur hug Júlla í
myndinni er leikin af 28 ára kín-
verskri poppstjörnu. Hún heitir
Stephanie Che og hefur síðastlið-
in 2 ár leikið í um tug mynda.
„Hlutverkin eru alltaf að stækka.
Hún kemst ekki á frumsýninguna
út af því að hún var að fá stórt
hlutverk í vinsælustu sjónvarps-
þáttaröð Kínverja. Hún ætlar þó
að hitta okkur á einhverri kvik-
myndahátíðinni sem myndin
verður sýnd á.“
Um 15 mínútna kafli gerist í
Kína eftir að Júlli ferðast yfir
hálfan hnöttinn í von um að bjar-
ga ástarsambandinu. „Ég og Árni
skrifuðum fyrst þann hluta áður
en við fórum þangað. Fórum eftir
því sem við höfðum séð í mafíu-
og kung fu myndum. Við áttum
síðan séns á að endurskrifa hand-
ritið. Þannig að við vissum hvern-
ig það er að vera ferðamaður
þarna. Þetta var samt ekki svo
fjarri okkar hugarburðum. Það er
aragrúi af fiskmörkuðum, skýja-
kljúfum og diskótekum sem líta
út eins og þau séu í geimnum.
Þetta var mjög mikið ævintýri,“
segir Róbert að lokum.
biggi@frettabladid.is
Júlli og kínverski
draumurinn
Kvikmyndin „Maður eins og ég“ – rómantísk ástarsaga kvíðasjúk-
lings – verður frumsýnd í 5 bíósölum þann 16. ágúst. Með aðalhlut-
verk fara Jón Gnarr og kínverska poppstjarnan Stephanie Che.
MAÐUR EINS OG ÉG
Júlli (Jón Gnarr) og Qi (Stephanie
Che) í rómantískri skoðunarferð
um herflugvöllinn í Keflavík.
RÓBERT I. DOUGLAS
Róbert útskýrir töfra keiluíþróttarinnar
fyrir Stephanie við tökur.
KIMONO
Er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu sem
væntanleg er í október.
Tónleikar á Sirkus:
Sinfóníu-
rokk og
sveitatónlist
TÓNLEIKAR Bæjarlífið verður lík-
legast með fjörugasta móti í kvöld
enda verður aukinn samhugur
kynvera eftir Gay Pride hátíðina
um daginn. Á skemmtistaðnum
Sirkus, Klapparstíg 30, verða
haldnir útitónleikar í bakgarðin-
um þar sem nokkrar af áhuga-
verðari rokksveitum jaðarsins
leika fyrir gesti.
Þar koma fram sveitirnar
Kafka, kántríprinsinn Hudson
Wayne og rokksveitin Kimono.
Hudson Wayne gaf nýverið út
þröngskífuna „Slightly out of
Hank“ sem fáanleg er í Hljóma-
lind. Sveitina skipa m. a. liðsmenn
Lúnu og Kimono.
Gítarsinfóníusveitin Kimono
er nú að leggja lokahönd á sína
fyrstu breiðskífu sem væntanleg
er í búðir í október.
Tónleikarnir hefjast 17:00 og
er aðgangur frír fyrir þá sem ald-
ur hafa.
TÍSKA KOMIN YFIR STRIKIÐ?
Á þessari mynd sést hönnun úr nýjustu
línu John Gallianos. Eins og sést er
hönnun hans ansi fjarri því sem nútíma-
konan myndi klæðast á götum úti. Miklar
umræður hafa skapast um það í París
hvort tískusýningar séu komnar fram úr
venjulegu fólki. Spurningin er hvort kalla
eigi þær frekar listasýningar. En hvar er sú
lína og hver dregur hana?