Fréttablaðið - 10.08.2002, Side 24

Fréttablaðið - 10.08.2002, Side 24
Lenti um daginn í kjallara hússvið Skútuvog. Þar eru þrjár skrifstofur, kaffistofa og bast-sófa- sett úr Rúmfatalagernum á gang- inum. Skrifstofur Bónus - veldisins í 13 ár. Allt upprunalegt og óbreytt. Framkvæmdastjórinn með lítinn glugga uppundir lofti. Tveir bókarar í öðru herbergi með tvo slíka glug- ga. Þriðja herbergið hins vegar al- veg gluggalaust. Þar er skrifstofa Jóhannesar í Bónus enn og hefur alltaf verið. Sófi sem hann kastar sér í að loknum erfiðum vinnudegi. Skrifborð yfirfullt af pappírum og tölva úti í horni. Lítið notuð. UPPI Á HÖFÐA er svo Orkuveita Reykjavíkur að reisa nýjar höfuð- stöðvar. Byggingin nemur við him- inn og sést víða að. Verður eitt af kennileitum Reykjavíkur þegar fram líða stundir. Orkuvarða á hæstu hæð. Þar eru skrifstofur raf- væddar. Gluggar tíu sinnum stærri en hjá Bónus og glerið dekkist þegar ýtt er á takka. Sólarljósinu er stjórn- að innandyra. Borðplötur allar 24 millimetra eikarplötur þegar venju- legar borðplötur eru aðeins 17. Og stjórnin lætur belgískan listmálara teikna af sér myndir fyrir ársskýrsl- una. BÓNUS OG ORKUVEITAN eru að hluta til lífæð íslenskra fjöl- skyldna. Bónus útvegar og selur matvæli á besta verði. Orkuveitan sér okkur fyrir hita og rafmagni á verði sem hún ákveður sjálf. Erfitt yrði að búa í landinu án þeirra. Velta fyrirtækjanna er álíka. Í BÓNUS STJÓRNA MENN úr gluggalausum kjallara til að halda vöruverði niðri. Þeir gætu svo sem byggt sér glæsilegar skrifstofur á besta stað. En þá myndi matarreikn- ingurinn hækka hjá flestum. Kostn- aðurinn við skraut - og monthýsi Orkuveitunnar uppi á Höfða er inn- byggður í orkureikning okkar allra. Við tökum ekki eftir því. Það munar ekki svo miklu. En munar samt. Mættum við biðja um Bónusorku? SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 nú á allt a› seljast *af upprunalegu ver›i 60% * til mánudags í Kringlu, Smáralind og Skeifu www.hagkaup.is Bakþankar Eiríks Jónssonar Bónusorka Sandtex V 10 lítrar TILBOÐ kr. 6.490.- ÚTIMÁLNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.