Tíminn - 23.06.1971, Page 1
I
ALLT FYRIR
BOLTAÍÞtRÓTTIR
Sportvöruverrion
R4GÓLFS ÓSKARSSONAR
Ssppsrstig 44 - Sími 1178$.
137. tM.
Miðvikudagur 23. júní 1971 —
55. árg.
Guðmundur
fertil
Washington
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Töluverðar breytingar eru nu
fyrirhugaðar á lykilstöðum í
utanríkisþjónustunni, og leiða
þær af fráfalli Magnúsar V.
Magnússonar ambassadors í
Washington. Virðist vera ljóst,
að engir stjórnmálamenn munu
verða settir á þá pósta, sem nú
losna, heldur verður einungis
um að ræða tilfærslur innan
utanríkisþ j ónustunnar.
Ákveðið mun nú, að Guð-
mundur I. Guðmundsson am- :
bassador íslands í London, j
flytjist til Washington, en *
hann hefur verið ambassador \
íslands í London frá því í sept.)
Framhald a ols. 14. I
Taka
Fremst á myndinni er umbúnaðurinn yfir einni borholunni í Bjarnarflagi, sem nú er virkjuS, en fjær til hægri
er gufuaflsstöS Laxárvirkjunar, sem rekin h&fur verið með góðum árangri. (Tímamynd Kári)
Þingeyingar orku-
í sínar hendur?
Sýslunefnd kýs sérstaka raforkunefnd og athuganir Orku-
stofnunar á gufuvirkjun í Námaskarði í fullum gangi
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Teikn eru nú á lofti um það, að
Þingeyingar beiti sér fyrir stofnun
orkufélags, með gufuvirkjun í
Bjarnarflagi í Mývatnssveit fyrir
augum, og taki því orkumálin í
héraði í sínar hendur, og verði þar
með óháðir Laxárvirkjun með orku
sölu, en sem kunnugt er, þá eiga
Þingeyingar engan fulltrúa í stjórn
Laxárvirkjunar, og enga aðild að
henni, nema þeir kaupa þaðan
orku sína, og Laxárvirkjun hefur
vatnsaflsvirkjanir sínar í Suður-
Þingeyjasýslu.
Á aukafundi sýslunefndar Suður-
Þingeyjasýslu, sem haldinn var
fyrir nokkru, var samþykkt
sérstök ályktun í orkumálum, og
kosin sérstök nefnd til að athuga
þau mál. Jóhann Skaptason sýslu-
maður á Húsavík sagði Tímanum
í dag, að samþykkt sú sem hér um
ræðir, hefði verið þannig:
„Með hliðsjón af þeim öru fram-
förum sem orðið hafa á síðustu
árum í rafvæðingu í Norðurlandi
eystra, og stóraukinni raforkuþörf
byggðanna, telur sýslunefnd tíma-
bært að taka til endurskoðunar
skipulag orkuvinnslunnar, og sjá til
þess að öll héruðin sem orkunnar
njóta, eigi þess kost að vera þátt-
takendur í orkuvinnslunni, og að
hafa tiltöluleg áhrif á stjórn og
framkvæmd hennar, og að í því
sambandi verði séð um að allir
neytendur njóti hagstæðra kjara.
Sýslunefnd vill því vera aðili að
athugun þess, á hvern hátt kynni
að vera bezt að haga þessum mál-
um í næstu framtíð. Ákveður hún
að kjósa þrjá menn úr nefndinni,
sem viðræðufulltrúa hennar í
þessu sambandi, og til að beita sér
fyrir athugun málsins."
1 nefnd þessa voru kosnir þeir
Úlfur Indriðason, Héðinshöfða,
Teitur Björnsson Brú og Kjartan
Magnússon Mógili á Svalbarðs-
strönd.
Tilboð frá Japan og ftalíu
Að því er Karl Ragnars verk-
fræðingur hjá Orkustofnun sagði
Tímanum í dag, þá er nú unnið að
athugunum á frekari gufuvirkjun
í Bjarnarflagi á vegum Orkustofn-
unar. Sú gufuvirkjun sem þar er
Framhald á bls. 14.
Síldveföarnar í
Norðursjó
Meðalverðið
er 16-17 kr.
á kílóið
ÞÓ—Reyekjavík, þriðjudag.
Frá því að síldveiðar hófust
í Norðursjónum í vor, hafa alls 36
íslenzk sfldveiðiskip selt afla sinn
erlendis, þ.e.a.s. í Danmörku og
Þýzkalandi.
Á tíenabilinu 14.—19. júní, lönd
uðu 31 íslenzkt síldveiðskip, afla
sínum í Danmörku og Þýzkalandi.
Alls var aflinn sem þau lönduðu
1.573.1 lest af síld. í bræðslu
fóru um það bil 73 tonn af sfld,
einnig lönduðu skipin tæpum 10
lestum af makríl. Heildarverðmæti
alls þessa afla sem bátarnir lönd
uðu nam 26.344.731 ísl. kr. en með
alverð reyndist vera í kringum
16 krónur, þó er það allmiklu lægra
í Þýzkalandi, eða rétt í kringum
11.50 kr. Hæsta meðalverð allra
íslenzkra báta á tímabilinu frá
14.—19. júní, fékk Helga Guð-
mundsdóttir BA, 20.04 krónur
fyrir kílóið. Skipstjóri á Helgu
Guðmundsdóttur er Filip Höskulds-
son.
Eftirtaldir bátar seldu fyrir
meira en 1 milljón í söluferð frá
14.—19. júní: Þorsteinn RE 60.9
lestir fyrir 1.119.434, Hilmir SU
72,6 1. f. 1.148.124, Héðinn ÞH
71.21.1 f. 1.169.090, Fífill GK 88.3
1. f. 1.441.498, Bjartur NK 66.3 1.
f. 1.099.362, Loftur Baldvinsson
EA 83,3 1. f. 1.271.073, Reykjaborg
RE 65,5 1. f. 1.033.142, ísleifur VE
62.1 1. f. 1.160.543, Birtingur
NK 57,2 1. f. 1.094.823, Helga
Guðmundsdóttir BA 52.1 1. f.
1.043.907, og Gissur Hvíti SF 62.3
1. f. 241.643.
Allt í óvissu um stjórnar-
myndun þar til á föstudag
100-200 flugvélar daglega um
íslenzka flugstjórnarsvæðið
ET-Reykjavík, þriðjudag.
Mesti annatími hjá íslenzk-
um flugumferðarstjórum fer
nú í hönd. í viðtali við Tím-
ann i dag sagði Arnór Hjálm-
í»rsson, yfirflugumferðarstjóri,
að tímabilið júní-sept. væri
mesti annatími íslenzkrar flug
umferðarstjórnar, einkurn mið
bik þessa tímabils. Fjöldi flug-
véla, er fara um flugumferða-
stjórnarsvæði íslcndinga er
mjög misjafn á degi hverjum,
allt frá 100—200 og jafnvel
hátt á þriðja hundrað vélar.
Á sunnudag fóru t.d. 166 flug
vélar á blinc’Hugi um svæðið,
en flestar þær vélar, sem um
svæðið fara, fljúga blindflug,
þ.á.m. allar élar í alþjóða-
flugi. Fyrir helgi var umferðin
hins veg; þó nokkuð minni,
allt niður í 60—70 vélar á
'ndflugi. Ástæðan til þessa
mismunar á vélaf jölda er sú, að
veðurlag, einkum vindar, ráða
því, hvort meginhluti flugvéla
á N .rður-Atlantshafsleiðinni
flýgur nyrðri flugleiðir yfir
hafið, þ.e. á svæði íslendinga,
eða syðri leiðir.
íslenzka flugstjói-arsvæðið
nær frá 61° n.br. norður að
73° n.br. og frá 0° að austur-
strönd Grænlands. Starfsmenn
flugumferðarstjórnar í Reykja
vík oru um 50 talsins og skipt-
ast þeir jafnt niður á stjórn
Framhald á bls. 14.
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Framkvæmdastjórn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna kom
saman til fundar í gærkvöldi, og
var þar rætt um hugsanlegt stjórn
arsamstarf, en forystumenn flokks
ins hafa ekkert látið uppskátt um
ákvörðun fundar framkvæmda-
stiórnarinnar.
Þingflokkur samtaka frjálslyndra
og vinstri manna heldur fund á
fimmtudag, og hefur þingflokkur-
inn úrslitavald í málum eins og
stjórnarsamvinnu. Á fundi fram-
kvæmdastjórnarinnar í gærkvöldi
var gerð samþykkt um hugsanlegt
stjórnarsamstarf Framsóknar-
flokksins, Alþýðubandalagsins og
Samtaka fr.jálslyndra og vinstri
manna, en samþykktin verður
okki opinbor fyrr en eftir
að þingflokkurinn hefur fjallað
um hana.
í framkvæmdastjórninni eiga
ellefu manns sæti, og þar af eru
þrír af fimm þingmönnum Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna, þeir Hannibal Valdimars-
son, Björn Jónsson, sem er for-
Framhald á bls. 14.
íslendinga-
þættir og dag-
skrá útvarps-
og sjónvarps
íslendingaþættir munu fylgja
Tímanum á föstudaginn kemur, en
þá verður því miður ekki hægt að
láta dagskrá útvarps og sjónvarps
fylgja líka. Kcmur dagskráin með
Tíma.ium á sunnudag í þetta sinn,
og eru lesendur vinsamlega beðnir
að athuga þessa breytingu, sem
verður á útkomu dagskrú ':mar
um þessa helgi. Framvegis mun
dagskráin sv > koma eins og venju
lega.