Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 1

Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 1
bls. 22 STJÓRNMÁL Viðbúnir brottför Halldórs bls. 4 ÞRIÐJUDAGUR bls. 22 165. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 3. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Ungir pennar á Grand Rokk UPPLESTUR Ung ljóðskáld og rithöf- undar leggja efri hæðina á Grand Rokk undir sig í kvöld. Þau lesa upp úr nýjum og óbirtum verkum sínum. Andri Snær Magnússon, Ei- ríkur Örn Norðdahl, Kristín Eiríks- dóttir og Sigtryggur Magnason hefja lesturinn klukkan 21.30. Busun í Kvennó SKÓLABYRJUN Eldri nemar í fram- haldsskólum landsins þreytast seint á því að níðast á nýnemum í nafni innvígslu. Skólarnir eru nú að byrja aftur og þar með busanirnar. Nýnemar í Kvennaskólanum verða teknir fyrir í hádeginu í dag og boðnir velkomnir í skólann. Sinfónían kynnir dagskrá sína KYNNING Sinfónía Íslands er að hefja starfsár sitt. Dagskrá vetrar- ins verður kynnt í dag og gefur þá að líta hvaða verk verða í boði. Titillinn í hús FÓTBOLTI KR-stúlkur eiga góðan möguleika á að gulltryggja sér Ís- landsmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar þær mæta ÍBV í Eyjum í kvöld. Sigur eða jafntefli nægir til að tryggja efsta sætið. Valsstúlkur, sem eru í 2. sæti, taka á móti Grindavík. Breiðablik sækir FH heim. Leikirnir hefjast allir klukk- an 18.00 TÍMAMÓT Með mömmu á vellinum AFMÆLI Vöfflur og ís fyrir börnin REYKJAVÍK Suðvestanátt 8-13 metrar á sekúndu. Skúrir verða síðdegis. Hiti á bilinu 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 8 Akureyri 8-13 Rigning 8 Egilsstaðir 8-13 Skúrir 7 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 8 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ FRAMBOÐ Staða Samfylkingar myndi styrkjast til muna ef Ingi- björg Sólrún Gísladóttir myndi leiða einn lista hennar í næstu kosningum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup hefur gert fyrir þjóðmálaritið Kreml.is. Könnun sýnir að Sam- fylkingin fengi 25,9% atkvæða ef kosið væri nú. Fylgi flokksins eykst verulega ef Ingibjörg Sól- rún leiðir lista flokksins. Fer í 34,2%. Nær fimmti hver kjós- andi annarra flokka en Samfylk- ingar segist kjósa flokkinn ef Ingibjörg Sólrún gefur kost á sér. Stærstur hluti þess kemur frá Framsóknarflokknum og Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði. Kveikjan að gerð könnunar- innar var grein sem Eiríkur Bergmann Einarsson skrifaði á Kreml.is. „Þar sagði ég að þrýst- ingurinn á Ingibjörgu Sólrúnu væri orðinn það mikill að það væri í raun pólitísk skylda henn- ar að verða við kalli þjóðarinnar. Nú liggur fyrir afdráttarlaus nið- urstaða. Þjóðin kallar eftir þátt- töku hennar í landsmálunum. Það hlýtur að vera erfitt að hafna því.“ Eiríkur segir könnunina ekki vera merki um vantraust á Össur Skarphéðinsson, formann Sam- fylkingar. „Össur hefur staðið sig gríðarlega vel. Hann fékk erfið spil að spila úr þegar hann tók við formennsku. Össur er bú- inn að vinna flokkinn upp úr öldudalnum og náð honum í kjör- fylgi. Hin pólitíska staða er ein- faldlega sú að menn bíða eftir Ingibjörgu Sólrúnu.“ Eiríkur segir Kremlverja ekki taka af- stöðu til þess hvaða tilhögun yrði á framboði Eins og sést af niðurstöðum skoðanakönnunarinnar hér að ofan myndi koma Ingibjargar Sólrúnar í landmálin gjörbreyta stöðunni á pólitíska sviðinu. Nú- verandi stjórnarflokkar myndu halda meirihluta sínum. Það þyrfti hins vegar ekki mikið að breytast til þess að hægt væri að mynda tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Framsóknar- flokks. brynjolfur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Stjórnendur Baugs fund- uðu fram á kvöld í gær með full- trúum Philips Greens um hvernig unnið yrði í stöðunni í yfirtökutil- raun þeirra á Arcadia. Um kvöld- matarleytið hafði ekkert gengið í viðræðunum sem hafa staðið frá því um helgina. Þá var allt útlit fyrir að ekkert yrði af kaupunum á Arcadia. Áfram var hins vegar fundað fram eftir kvöldi. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði enginn botn fengist í viðræðurn- ar. Líkur á því að Baugur og Green næðu saman þóttu þó hafa aukist. Ljóst þykir að stjórnendur Arcadia taka ekki tilboði í fyrir- tækið ef Baugur á beinan þátt að tilboðinu. Eins ljóst er að Green getur ekki keypt Arcardia án þess að komast að samkomulagi við Baug sem á rúm 20% í fyrirtæk- inu. Baugsmenn sækja enn hart að eignast verslanakeðjurnar Top Shop, Top Man og Miss Sel- fridges. Green á ekki í vanda með að fjármagna kaupin á Arcadia en verður að semja við Baug til að það gangi eftir.  Fulltrúar Baugs og Green funduðu fram eftir kvöldi: Samkomulag ekki útilokað SÓTT AÐ MARKI Hvorki Keflvíkingum né FH-ingum tókst að tryggja sér sigur og þar með áframhaldandi sæti í efstu deild. Sviptingar voru á toppi deildarinnar. Fylkir komst upp fyrir KR. Spennan er því í algleymingi þegar tvær umferðir eru eftir. Frétt blaðsíðu 12. ÞETTA HELST Samfylking fær 34% fari borgarstjóri fram Fylgi Samfylkingar eykst um þriðjung ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer í framboð fyrir flokk- inn samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Pólitísk skylda Ingibjargar Sólrúnar að verða við kalli þjóðarinnar segir Eiríkur Bergmann Einarsson, einn þeirra sem lét gera könnunina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Keikó hefur vakið mikla at-hygli eftir að hann lagði leið sína til Noregs. Þar er hann rétt- dræpur. bls. 2 Sturla Böðvarsson er ekki á leiðúr samgönguráðuneytinu til að verða vegamálastjóri. bls. 4 Hópur kvenna af asískum upp-runa hefur farið um miðbæ- inn og gramsað í ruslatunnum eftir dósum og flöskum. bls. 6 Ungt fólk sem beðið hefur var-anlegan heilaskaða eða er hreyfihamlað skortir úrræði. Sum hafa vistast á öldrunarheim- ilum. bls. 7 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á þriðju- dögum? 51,5% 64,5% NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR Framsóknarflokkur 17,9% 14,4% -3,5% Sjálfstæðisflokkur 40,0% 38,1% -1,9% Frjálslyndi flokkurinn 2,9% 2,7% -0,2% Samfylkingin 25,9% 34,2% +8,3% Vinstrihr. grænt framboð 12,5% 9,9% -2,6% *Spurt var: Ef Ingibjörg Sólrún leiddi lista Samfylkingarinnar, myndi það breyta af- stöðu þinni hvaða flokk eða lista þú myndir styðja í Alþingiskosningum? Úrtakið var 1.156 manns. Svarhlutfall var 67,8%. Flokkur Án Ingibjargar Sólrúnar Með Ingibjörgu Sólrúnu* Munur EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Það verður erfitt fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að svara ekki kalli þjóðarinnar. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Gjörbreytir pólitíska landslaginu fari hún fram. ÍÞRÓTTIR SÍÐA 14 Nýjasta glansmyndin í safnið TÓNLIST Sjóvmennskan ekkert grín SÍÐA 12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.