Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 4
4 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGURSVONA ERUM VIÐ FÓLKI Í FRAMHALDSNÁMI FJÖLGAR Í október 2001 voru alls 32.704 nemendur við nám í framhaldsskólum og háskólum hér á landi, samkvæmt tölum Hagstofunn- ar. Þetta er fjölgun um 1.905 nemendur frá sama tíma árið 2000 eða 6,2%. Nemendur við nám erlendis voru 1.811 talsins og hef- ur fjölgað um 6,2% frá haustinu 2000. INNLENT LÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT FÓLK Í FRAMHALDSNÁMI 2000 2001 30.835 32.740 STJÓRNMÁL Aðstoðarmaður sam- gönguráðherra vísar á bug þrálát- um orðrómi þess efnis að Sturla Böðvarsson hyggist draga sig í hlé úr stjórnmálum og taka við starfi Vegamálastjóra: „Þessu verðum við að svara með stóru neii,“ segir Jakob Falur Garðar- son, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, en viðurkennir þó að hafa heyrt þessa getið. Sama er uppi á teningnum hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar sem sjá fram á að nýr vegamála- stjóri verði settur í embætti þegar Helgi Hallgrímsson, núver- andi yfirmaður Vega- gerðarinnar, verður sjö- tugur í febrúar á næsta ári. Horfa menn þar helst til Jóns Rögn- valdssonar aðstoðar- vegamálastjóra til mar- gra ára. „Sturla hlyti að hafa sagt mér þetta ef til stæði,“ segir Ellert Kristinsson, náinn samstarfsmaður ráð- herrans í Stykkis- hólmi, þar sem Sturla Böðvarsson var lengi bæjastjóri. „Við vor- um saman í bæjar- stjórn í 23 ár,“ segir Ellert. Þrátt fyrir þetta gengur illa að jarða orðróminn á Snæfells- nesi og er um fátt meira rætt á heima- slóðum ráherrans. Líta margir stuðningsmenn Sturlu svo á að brotthvarf hans úr stjórnmálum í stól Vegamálastjóra sé góður kostur. Allir þingmenn flokksins í nýju Norðvestur - kjördæmi ætli að halda áfram og útkoman geti orðið óljós. Þá er Sturla menntað- ur byggingatæknifræðingur sem nýtast mundi honum vel í starfi Vegamálastjóra auk margra ára reynslu sem samgönguráðherra og þar með yfirmaður vegamála í landinu.  Brotist var inn í tvo bíla íGarðabæ og í nýbyggingu í Hafnarfirði um helgina. Þá var tilkynnt um rúðubrot í Hvaleyr- arskóla þar sem brotin var ein rúða. Lögreglan í Hafnarfirði fékk tilkynningu um að ýmsir hlutir hefðu fundist í ruslatunnu við bensínstöð í Garðabæ. Við nánari skoðun kom í ljós að þar voru flugfarseðlar og ýmsir aðrir hluti sem stolið hafði ver- ið af erlendum ferðamönnum á hóteli í Reykjavík deginum áður. Sjónvarvottur sá til nokkurrapilta sem voru að eiga við eftirlitsmyndavélar við Breið- holtsskóla snemma á sunnu- dagsmorgun. Þá var tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík um að högg heyrðust koma frá skólan- um. Gat sjónvarvottur gefið góða lýsingu á strákunum sem voru handteknir stuttu síðar í íbúð skammt frá. FRAMBOÐ Framámenn í Framsókn- arflokknum telja öruggt að Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, tilkynni formlega í næsta mánuði ákvörðun sína um framboð fyrir flokkinn í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Kjör- dæmisþing Framsóknar- flokksins í Norðaustur- kjördæmi verður haldið á Egilsstöðum 18. og 19. október og þar vænta menn formlegrar yfirlýs- ingar formannsins. Við- mælendur blaðsins sögðu að hart yrði gengið eftir slíkri yf- irlýsingu, yrði hún ekki þegar komin fram. Stjórn kjördæmasambands Framsóknarmanna í Norðaustur- kjördæmi þingaði á Kleifum í Ólafsfirði um helgina og ræddi meðal annars vinnubrögð við framboðsmál til Alþingis í hinu nýja kjördæmi. Skipuð var sér- stök framboðsnefnd og er henni ætlað að vinna tillögur um aðferð við uppstillingu fyrir kjördæmis- þingið á Egilsstöðum í október. Eftir að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins hefur flutt sig um set til Reykjavíkur standa eftir tveir ráðherr- ar í kjördæminu, þau Val- gerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra. Þau munu án nokkurs vafa skipa tvö efstu sæti listans. Nafn Þórarins E. Sveinssonar, fyrrverandi sam- lagsstjóra KEA á Akureyri hefur þráfaldlega komið upp þegar rætt er um nýja frambjóðendur en hann ku sækjast eftir þriðja sætinu. Þórarinn er nýr í lands- málapólitík en síður en svo ný- græðingur í stjórnmálum. Hann tók virkan þátt í bæjarmálum á Akureyri um margra ára skeið en hefur staðið á hliðarlínunni síð- ustu árin. Framsóknarflokkurinn á nú tvo þingmenn í Austurlandskjör- dæmi og 1 í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Níu kjördæmakjörnir þing- menn verða í nýju Norðaustur- kjördæmi, auk eins landskjörins þingmanns. Framsóknarmenn telja ekki óraunhæft að ná inn þremur þingmönnum, gæla jafn- vel við 4 þingmenn. Stefnt er að endanlegum frá- gangi framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðausturkjördæmi á aukakjördæmisþingi sem hald- ið verður á Akureyri í lok janúar. the@frettabladid.is Fimm þjónustuíbúðir fyriraldraða voru teknar í notkun á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri við hátíðlega at- höfn í fyrradag. Íbúðirnar eru ætlaðar eldri borgurum sem geta séð um sig sjálfir en geta ef þeir vilja nýtt sér ákveðna þjónustu innanhúss, svo sem með því að kaupa mat og þvotta. bb.is Starfsmenn Ísafjarðarbæjarvoru á vakt í fyrrinótt og fylgdust með gangi mála í hlíðum ofan byggðar á Ísafirði, en tölu- verð hætta var talinn á aurskrið- um. Lögð áhersla á að gæta þess að skurðir sem gerðir hafa verið ofan byggðarinnar til að taka við aur og flóðvatni héldust hreinir. Ekki er vitað um neinar aurskrið- ur sem heitið geti eða neitt tjón af völdum vatnsveðursins á Ísa- firði. bb.is Íþróttanefnd ríkisins fór í skoð-unar- og kynnisferð um þétt- býliskjarnana á norðanverðum Vestfjörðum fyrir stuttu. Í tilefni af ferðinni styrkti nefndin átta íþróttafélög á svæðinu um alls 1.750 þúsundir króna. bb.is Lögreglan á Selfossi þurfti aðhafa afskipti af börnum sem voru að klifra í Ölfusárbrú í síð- ustu viku. Dagskráin Heilbrigðiseftirlit Vesturlandshefur gert athugasemdir við öryggismál gæsluvallarins við Háholt á Akranesi. Bæjarráð Akraness hefur tekið málið til umfjöllunar og hefur því verið vísað áfram til tækni- og um- hverfissviðs sem mun gera tillög- ur til úrbóta. Í bréfi heilbrigðis- eftirlitsins eru gerðar athuga- semdir við millibil millitrappa í kastala og farið er fram á að skipt verði um vegasalt, undirlag hjá leiktækjum lagfært, endar á boltum í girðingu slípaðir niður og smábarnasalerni sett upp. skessuhorn.is Mikil umferðarteppa var ígærmorgun við aðalhlið Keflavíkurflugvallar í kjölfar þess að Grænáshliðið var lokað vegna frídags hjá Varnarliðs- mönnum. Bílalest náði um tíma langt út á Reykjanesbrautina. WASHINGTON, AP Múslimar í Banda- ríkjunum eru staðráðnir í að láta ekki sitt eftir liggja við minning- arathafnir þann 11. september næstkomandi. Eftir árásirnar á New York og Washington birtu leiðtogar músli- ma í Bandaríkjunum fjölmargar yfirlýsingar þar sem þeir for- dæmdu árásirnar og lýstu samúð sinni með fórnarlömbum þeirra. Engu að síður segjast þeir hafa orðið varir við það undanfarna mánuði, að margir nágrannar þeirra haldi að bandarískir múslimar hafi lítið sem ekkert gert. „Það er ekki pólitísk yfirlýsing að segjast hafa samúð með þeim sem létust 11. september. Það er mannúðaryfirlýsing,“ segir Mo- hammad Choudry, einn þeirra sem ætlar að taka þátt í minning- arathöfnum. Awatef Aqeal, kennari við há- skóla í Florida, segist þó hafa meiri áhyggjur af öryggi barna sinna þann 11. september heldur en nokkru öðru. Hún býr í Tampa, þar sem lögreglan kom fyrir stuttu upp um áform um að sprengja upp moskur og aðrar byggingar múslima.  STURLA BÖÐVARSSON Vill halda áfram. Ráðherra vísar þrálátum orðrómi á bug: Sturla ekki vegamálastjóri FRÁ ÁRSÞINGI MÚSLIMA Í BANDARÍKJUNUM Ársþinginu lauk á mánudaginn með hvatningu til múslima í Bandaríkjunum til þess að taka þátt í minningarathöfnum þann 11. september. Á myndinni sést Ingrid Mattson, varaforseti Félags múslima í Norður-Ameríku, flytja ávarp sitt. Múslimar í Bandaríkjunum: Óttast 11. september AP /S U SA N W AL SH HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Flokksfélagar vænta yfirlýsingar frá formanni sínum 18. október Halldór Ásgrímsson til Reykjavíkur Framsóknarmenn telja öruggt að Halldór flytji sig til Reykjavíkur og vænta formlegrar yfirlýsingar frá honum á kjördæmisþingi á Egilsstöð- um 18. október. Líklegast að stillt verði upp á lista flokksins í Norðaustur- kjördæmi. Þórarinn E. Sveinsson, fyrrverandi samlagsstjóri á Akureyri sækist eftir 3. sætinu á eftir Jóni Kristjánssyni og Valgerði Sverrisdóttur. Þau munu án nokkurs vafa skipa tvö efstu sæti listans. Vestfirðingar: Vilja rann- sókn á kvóta- kerfinu SJÁVARÚTVEGUR Fjórðungsþing Vestfirðinga krefst tafarlausrar rannsóknar á því hvað hafi farið úrskeiðis eða hvort niðurstöður fiskifræðinga um ástand helstu fiskistofna séu rangar. Ályktun þessa efnis var samþykkt um helgina og hefur verið kynnt þing- mönnum og sjávarútvegsráð- herra. Þingið telur ljóst eftir 18 ára reynslu, að meginmarkmið laga um stjórn fiskveiða hafi eng- an veginn náðst, ekki hafi tekist að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu fiskistofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Verndun fiski- stofna hafi algerlega mistekist, ef marka megi niðurstöður fiski- fræðinga, og árangursleysi fisk- veiðistjórnunarinnar hafi dregið máttinn úr sjávarbyggðum lands- ins. „Byggð á Vestfjörðum stendur og fellur með þeim arði sem við höfum af því að geta sótt þessi ná- lægu fiskimið okkar. Það verður að meta sérstöðu okkar og ætla okkur stærri hluta af þeirri köku sem til skiptanna er,“ segir Ólafur Kristjánsson, fráfarandi formað- ur Fjórðungssambands Vestfirð- inga.  Fimmtán ára ökumaður tor-færuhjóls lær- og úlnliðs- brotnaði þegar hann féll af hjóli sínu á mótorkrosskeppni sem haldin var á Selfossi á laugardag. Ökumaðurinn var fluttur á slysa- deild Landspítala í Fossvogi. Annar ungur maður handarbrotn- aði utan við félagsheimilið Borg í Grímsnesi er hann féll í götuna eftir, að því talið er, að hafa verið skallaður að loknu skólaballi sem þar var haldið um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.