Fréttablaðið - 03.09.2002, Page 10

Fréttablaðið - 03.09.2002, Page 10
10 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Undrandi á Atla Fótboltaáhugamaður skrifar: Mér þykir einkennilegt í meiralagi að Atli Eðvaldsson lands- liðsþjálfari velji ekki leikmenn eins og Þórð Guðjónsson og Guðna Bergsson í landsliðið fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum. Hann hefur sagt að Þórður hafi ekki spilað sem heitið getur í nokkurn tíma. Það á líka við um Ríkharð Daðason. Hann hefur verið meira og minna utan liða um nokkurn tíma. Það má samt ekki skilja mig svo að ég hafi eitthvað á móti Ríkharði. Síður en svo, en eitt verður yfir alla að ganga. Okkur berast fréttir af góðri frammistöðu Þórðar og því er eðlilegt að halda að kjörið sé að nota æfingaleiki til að meta menn og getu þeirra. Viðbrögð Atla landsliðsþjálf- ara við spurningum og gagnrýni er með þeim hætti að halda má að hann hafi ekki hreina samvisku gagnvart vali sínu á leikmönnum. Með þeirri framkomu mun honum ekki takast að glæða áhuga land- ans fyrir liðinu. Ég minntist á Guðna Bergsson hér að framan. Það er ótrúlegt að sá ágæti leikmaður og góði dreng- ur skuli í áraraðir vera hafður fyrir utan landsliðið án haldbærra skýringa. Persónulegt samband manna á millum virðist ráða meiru en geta leikmanna. Þess vegna tel ég tímabært að fá nýjann landsliðsþjálfara, og hann má ekki vera Íslendingur.  Reykjavík: Þrjú innbrot framinn LÖGREGLUMÁL Þrjú innbrot voru fram í Reykjavík í fyrrinótt. Á fjórða tímanum var brotist inn í fyrirtæki í Skeifunni. Skemmdir voru unnar á þaki og dyrabúnaði. Eitthvað virðist hafa truflað þá sem voru að verki eftir að þeir höfðu komist inn í anddyri hússins. Fóru þeir á brott án þess að hafa nokkuð með sér. Töskum með verðmætum í var stolið úr bíl í miðborginni um þrjúleytið. Komst þjófurinn á brott með varninginn. Þá gleymdist lykill í hurð pylsuvagns í Lækjargötu. Einhverjir komu auga á lykilinn og hleyptu sér inn. Hafði sælgæti ver- ið stolið þegar betur var að gáð.  SKATTAR Fjöldi þeirra framtelj- enda sem fengu á sig áætlanir skattayfirvalda vegna álagningar fyrir árið 2001 var óbreyttur frá því árið áður. Skattgreiðslur eru að þessu sinni áætlaðar á 13.123 einstak- linga sem ekki skiluðu inn fram- tölum. Í fyrra var þessi fjöldi 13.113 f r a m t e l j e n d u r. Sambærilegur fjöl- di fékk á sig áætl- un fyrir árið 1999, eða 13.059 einstak- lingar. Árið þar á undan var hins vegar áætlað á mun færri fram- teljendur, eða 11.016. Tekjuskattstofn þeirra 157.804 einstaklinga, sem skiluðu inn framtali fyrir árið í fyrra, er 421,3 milljarðar króna. Það eru tæpar 2,7 milljónir króna á mann. Ríkis- skattstjóri hefur hins vegar áætl- að að meðaltekjuskattstofn þeirra sem ekki skiluðu inn framtali séu rúmar 2,5 milljónir króna. Sam- tals er áætlaður tekjuskattstofn þessa hóps nálægt 33,4 milljarðar. Steinþór Haraldsson, yfirlög- fræðingur hjá ríkisskattstjóra, segir embættið ekki geta sagt til um hversu mikið tekjuskattstofn- inn dregst saman eftir að tekið hefur verið tillit til kæra. Lækk- unin sé einhver jafnvel þó áætl- anirnar hvíli á nokkuð traustum forsendum. Að sögn Steinþórs eru menn einfaldlega stundum aðeins of seinir á sér. Framtölin nái ekki inn í tæka tíð jafnvel þó þau séu tilbúin. „Við bíðum með opnar bækurnar eins lengi og við mögu- lega getum. Það verður hins veg- ar að skera á einhvern tíma. Það er ótrúlega stór hópur sem lendir öfugu megin við frestinn, alveg sama hvað við teygjum okkur,“ segir hann. Steinþór seg- ir mikla áherslu lagða á að menn gangi frá sínum málum og geri það fljótt. Menn hafi allt að sex ára leiðréttingartíma. Þá fái menn hins vegar ekki sömu fyrir- greiðsla og ef þeir skila innan 30 daga kærufrests. „Þeir sem hafa skilað áður en fresturinn er úti mega búast við leiðréttingu fljót- lega. Menn sem skila síðar munu hins vegar þurfa sitja á hakan- um,“ segir hann. Fram að áramótum verða starfsmenn ríkisskattstjóra að afgreiða kærur vegna álagning- arinnar. gar@frettabladid.is Skattaskussarnir eru 13 þúsund Fjöldi þeirra sem ekki skilar inn skattaframtali hefur verið nær óbreytt- ur í þrjú ár, eða ríflega 13 þúsund einstaklingar. Yfirlögfræðingur hjá ríkisskattstjóra segir að þó sex ár gefist til leiðréttinga sé mikilvægt að kæra innan 30 daga. Annars taki afgreiðslan mun lengri tíma. HÚSNÆÐI RÍKISSKATTSTJÓRA Þeir sem ekki kærðu áður en frestur rann út mega eiga von á að sitja á hakanum. „Það er ótrú- lega stór hóp- ur sem lendir öfugu megin við frestinn, al- veg sama hvað við teygj- um okkur.“ Flestir íbúar í New York teljalíklegt að fleiri hryðjuverka- árásir verði gerðar á borgina. Samkvæmt skoðanakönnun dag- blaðsins New York Daily News telja 70% New York-búa það vera mjög líklegt eða frekar líklegt að ráðist verði á borgina. Flestir telja að helst sé að óttast bílasprengjur og sjálfsmorðsárásir. Einn lést og 17 særðust þegargríðarmikil sprenging varð í einbýlishúsi í austurhluta Mar- yland í Bandaríkjunum. Talið er að gasleki hafi ollið sprengingun- ni. Nelson Mandela, fyrrverandiforseti Suður-Afríku, hefur varað Bush, Bandaríkjaforseta, við því að ráðast á Írak. Segir hann að forsetinn geti gert út af við Sameinuðu þjóðirnar ráðist hann á landið án alþjóðlegs stuðn- ings. Óttast er að meira 100 en mannshafi farist í Suður-Kóreu í mestu fellibylum sem gengið hafa yfir landið í 40 ár. Hermenn í land- inu hófu í gær miklar hreinsunar- aðgerðir, sem tekur að minnsta kosti mánuð að ljúka. Talið er að eyðileggingin vegna óveðursins sé ein sú mesta í sögu þjóðarinnar. ERLENT BENSÍNVERÐ Olíufélögin voru sam- stíga í hækkunum sínum á bensíni í gær. Esso reið á vaðið og hækk- aði lítrann um eina krónu og sjötíu aura. Hin olíufélögin fylgdu fast á eftir og hækkuðu verðið hjá sér um sömu upphæð. Ástæða hækk- unarinnar eru gengisbreytingar og hækkun á heimsmarkaðsverði. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að álagning- in hjá félögunum sé nú í hærri kantinum. Félögin hafi haldið vel aftur af hækkunum sínum áður en kom að gjalddaga rauða striksins. „Þeir juku svo álagninguna í júní til að ná hluta til baka.“ Runólfur segir að álagningin hafi lækkað í júlí, en sé ennþá yfir meðaltali sé litið til sögunnar. Hann segir nokkuð góða fylgni hafa verið með verði félaganna og hækkun og lækkun dollara og heimsmark- aðsverðs. „Við höfum hins vegar gagnrýnt að þeir eru fljótari að hækka en lækka.“  Bensínið hækkar: Tríóið heldur takti BENSÍNHÆKKUN Eldsneyti hækkaði í gær og er eins og oft áður sú sama hjá olíufélögunum þremur. Íslensk erfðagreining: 25 sagt upp störfum ATVINNA 25 starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar fengu uppsagn- arbréf um helgina. Uppsagnirnar eru hluti af hagræðingu í rekstri fyrirtækisins og fylgja í kjölfar fyrri uppsagna. Að auki láta um 15 manns af störfum hjá fyrir- tækinu nú í byrjun vetrar. Er þar um að ræða afleysingafólk og fólk sem er á leið í nám eða önn- ur störf. Páll Magnússon, fram- kvæmdastjóri upplýsinga- og framkvæmdasviðs, segir upp- sagnirnar hluta af hagræðingu í rekstri fyrirtækisins. „Þróun á hugbúnaði hefur gert okkur kleift að fækka starfsfólki. Það er ekki verið að draga úr rann- sóknum. Þvert á móti er aukinn kraftur settar í þær.“  ÓSPEKTIR Stórum hópi unglinga á aldrinum 14 til 16 ára var vísað úr íbúð í fjölbýlishúsi í Unufelli á laug- ardag. Höfðu nágrannar kvartað til lögreglu vegna mikils hávaða auk þess að skemmdarverk höfðu verið unnin á póstkössum. Þegar út var komið reyndi hópurinn, um 25 manns, inngöngu á ný með því að sparka í hurðir ásamt því að ýta við lögreglumönnum. Þá hræktu ung- lingarnir á lögreglumennina auk þess að einhverjir úr hópnum hentu í þá spýtum. Lögreglan segir það hafa verið nauðsynlegt að sprauta gasi á mestu óróaseggina. Sjö þeirra voru teknir og fluttir á lögreglustöð en þrír voru fluttir á slysadeild til augnskolunar. Var haft samband við foreldra sjömenningana og þeim komið heim í samráði við foreldra.  Hópur ungmenna í Breiðholtinu: Hræktu á lögreglumenn STEINÞÓR HARALDSSON Þeir sem skiluðu inn kærum áður en frestur rann út mega eiga von á að fá úrlausn mála sinna fljótlega.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.