Fréttablaðið - 03.09.2002, Side 12

Fréttablaðið - 03.09.2002, Side 12
12 3. september 2002 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI BLESSAÐUR Strípalingur hljóp inn á völlinn í bikarleik Bayern Munchen og áhugamannaliðsins SV Werder Bremen. Hér heilsar maðurinn Oliver Khan fyrirliða Bayern og þýska landsliðsins. ÍÞRÓTTIR Í DAG FÓTBOLTI Milene Domingues, eigin- kona Ronaldos, grét í tvær klukku- stundir eftir að ljóst var að kapp- inn myndi flytja sig um set til spænska liðsins Real Madrid. Hún hefur margoft lýst því yfir að hún vilji ekki flytja frá Ítalíu en ákvað þó að flytja með honum að lokum. Líklegt þykir að hún muni sjálf reyna fyrir sér í knattspyrnunni þar í landi en hún hefur gert góða hluti með ítalska liðinu Fi- ammamonza. Nú hefur Atletico de Madrid gert henni tilboð. „Við munum reyna fá hana til liðs við okkur. Ég er viss um að hún muni læra margt hjá okkur og verði fljót að aðlagast lífinu hér á Spáni,“ sagði Lola Herrera, forseti kvennadeildar Atletico Madrid. Raffaele Solimeno, þjálfari Fi- ammamonza, segir að stúlkan hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar ljóst var að Ronaldo færi til Madrídar- liðsins. „Við töluðum saman og hún sagði mér að það væri ekkert draumalíf að flytjast á milli landa. Hún vill heldur ekki þurfa að æfa alein.“ Þjálfarinn segist einnig sjá eftir henni sem leikmanni. „Hún er sannur leikmaður sem á eftir að gera góða hluti á Spáni.“  Milene Domingues, eiginkona Ronaldo: Grét í tvo tíma út af flutningum FÓTBOLTI Markahæsti leikmaður HM í knattspyrnu síðasta sumar, Brasilíumaðurinn Ronaldo, bætt- ist á laugardaginn í glansmynda- safn Evrópumeistara Real Madrid eftir að hann gerði fjögurra ára samning við liðið nú um helgina. Þar hittir hann fyrir hóp stórkost- legra knattspyrnumanna á borð við Frakkann Zinedine Zidane, Portúgalann Luis Figo, Brasilíu- manninn Roberto Carlos og heimamanninn, hinn spænska Raul. Ronaldo Luiz Nazario de Lima, eins og Ronaldo heitir réttu nafni, er 25 ára gamall. Vakti hann fyrst athygli sem leikmaður brasilíska félagsins Cruzero, þá 16 ára gam- all. Bobby Robson, þáverandi knattspyrnustjóri hjá hollenska liðinu PSV Eindhoven lokkaði drenginn þá til sín og fékk honum stórt hlutverk í framlínu liðsins. Hjá PSV skoraði Ronaldo 42 mörk í aðeins 46 leikjum og varð fyrir vikið eftirsóttur af öllum stærstu félögum heims. Eftir mikið kapp- hlaup tókst spænska stórveldinu Barcelona að klófesta kappann og þar skoraði hann 47 mörk á fyrsta og jafnframt eina tímabili sínu með liðinu. Ronaldo var í kjölfarið kjörinn leikmaður ársins hjá Al- þjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, árið 1996. Næst í röðinni til að njóta krafta brasilíska undrabarnsins var ítalska félagið Inter Milan. Þar stóð hann sig með prýði og var aftur kjörinn leikmaður árs- ins hjá FIFA. Ronaldo stóð sig vel á HM í Frakklandi árið 1998, allt þar til kom að úrslitaleiknum við Frakka þar sem hann var aðeins skugginn af sjálfum sér. Ári síðar meiddist hann illa á hné í leik með Inter og spilaði ekki að ráði fyrr en á síðasta heimsmeistaramóti. Þar fór hann á kostum og vísaði öllum gagnrýnisröddum um að hann væri búinn að vera á bug. Áhangendur Real Madrid fá næstu fjögur tímabil að njóta snilldartilþrifa kappans og mega þeir búast við sannkallaðri stór- stjörnuveislu næstu keppnistíma- bil þar sem hver kempan á fætur annarri á eftir að láta ljós sitt skína. Hvort liðið nær að halda stöðu sinni sem besta lið Evrópu á hins vegar eftir að koma í ljós. freyr@frettabladid.is Nýjasta glans- myndin í safni Real Madrid Brasilíumaðurinn Ronaldo kynntur sem nýr leikmaður liðsins í gær. Klæðist treyju númer 11. Stórstjörnuveisla framundan á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madrid. RONALDO Ronaldo brosir breitt á Santiago Bernabeu- leikvanginum í Madrid eftir að hann var kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid. Ronaldo mun klæðast treyju númer 11 hjá liðinu. Hann var keyptur fyrir um 3,5 millj- arða króna. AP /M YN D FÓTBOLTI Nýkrýndir bikarmeistar- ar KR geta tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í kvöld þegar þær mæta ÍBV í næst síðustu umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. KR hefur sex stiga forystu á Val og nægir því jafntefli í leiknum í kvöld. Valur mætir Grindavík að Hlíðarenda og á sigurinn vísan. Grindavík er í lang neðsta sæti deildarinnar og er fallið. FH stúlkur eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Hafnarfjarðarliðið fær Breiðablik í heimsókn. Breiðablik er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Val. Ætli þær sér að ná öðru sætinu verða þær að vinna í kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 18.  Símadeild kvenna: KR getur tryggt sér titilinn 17:00 Helgafellsvöllur 3. deild karla Úrslit (KFS - Leiknir F.) 17:30 Eskifjarðarvöllur 3. deild karla Úrslit (Fjarðabyggð - Fjölnir) 17.15 Sýn Íslensku mörkin 17.45 Sýn Íþróttir um allan heim 18.00 Hásteinsvöllur Símadeild kvenna (ÍBV - KR) 18:00 Hlíðarendi Símadeild kvenna (Valur - Grindavík) 18:00 Kaplakriki Símadeild kvenna (FH - Breiðablik) 18.45 Sýn Enski boltinn (Man. Utd. - Middlesbrough) FÓTBOLTI Fylkismenn lögðu Þórs- ara að velli á Akureyri í gær- kvöldi. Theódór Óskarsson skor- aði eina mark leiksins fyrir að- komumennina sem komust í efsta sæti deildarinnar við sigurinn. Þórsarar horfa hins vegar fram á það að þurfa að leggja KR og Grindavík að velli í lokaumferð- unum til að falla ekki. KR-ingar sem voru á toppnum fyrir leikina í gær náðu aðeins jafn- tefli við lið ÍBV. Eyjamenn, sem léku sinn fyrsta leik undir stjórn Hallgríms Heimissonar, komust yfir á 13. mínútu með marki Gunn- ars H. Þorvaldssonar. Einar Þór Daníelsson náði að jafna leikinn fyrir leikslok en þar við sat. Markalaus jafntefli voru niður- staða hinna leikjanna sem leiknir voru í gær. Liðin í þriðja og fjórða sæti, Grindavík og KA, gerðu jafntefli suður með sjó. Í Hafnar- firðinum tókst hvorki FH-ingum né Keflvíkingum að bera sigur úr býtum sem hefði gulltryggt sæti liðanna í deildinni. Spennan heldur því áfram jafnt á toppi deildarinnar sem á botni. Fylkismenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næstu umferð með sigri á KR í Árbæn- um. Fjögur lið eru enn í raunveru- legri fallhættu, ÍBV, Keflavík, Fram og Þór.  Enn skiptast KR og Fylkir á forystusætinu: Fylkir skaust á toppinn HART BARIST Í HAFNARFIRÐI Þrátt fyrir að hart væri tekist á í leik FH og Keflavíkur tókst hvorugu liðinu að skora. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.