Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 23

Fréttablaðið - 03.09.2002, Síða 23
22 3. september 2002 ÞRIÐJUDAG HRÓSIÐ Fær fyrsta haustlægðin fyrirað hafa hagað sér betur en menn áttu von á. Þetta fordæmi hennar er vonandi til eftirbreytni fyrir aðrar djúpar lægðir sem hingað vilja koma á þessum árs- tíma. Þó er gagnrýnisvert hversu snemma lægðin var á ferðinni. Veðurfræðingarnir fá líka hrós fyrir að spá verra veðri en raun varð á. Það er skynsamleg vinnu- regla hjá Veðurstofunni að gera alltaf ráð fyrir hinu versta. Það hugarfar er vísasta leiðin til þess að lífið komi manni skemmtilega á óvart. Með mömmu á vellinum Guðrún Jóna Kristjánsdóttir hefur farið fyrir liði KR í sumar. Liðið hefur sýnt frábæra takta á vellinum. SAGA DAGSINS 3. SEPTEMBER FÓLK Í FRÉTTUM AFMÆLI Ég er vön að byrja í skóla á þess-um degi,“ segir Vilborg Dav- íðsdóttir, rithöfundur, sem er af- mælisbarn dagsins. „Það verður eins að þessu sinni, ég sit fyrirlest- ur í háskólanum um etnógrafíu inúíta á norðurslóðum.“ Etnó... hvað? hváir blaðamaður. „Já, það er ekki von þú náir því, en ég er að læra þjóðfræði og þetta er kúrs í mannfræðinni sem ég tek í vetur. Ég stefni að því að útskrifast með BA-gráðu eftir ár.“ Annars ætlar Vilborg að taka daginn rólega og bjóða afkomendum sínum upp á eitthvert góðgæti. „Ég baka handa þeim vöfflur og býð upp á ís,“ seg- ir hún. Vilborg hefur setið við skriftir, er að skrifa sögulega skáldsögu sem hún verst allra frétta um, en viðurkennir að námið henti vel þeg- ar kemur að skrifunum. „Ég er enn á sömu slóðum og í síðustu bók, á fimmtándu öldinni. Svo var ég að þýða bókina Felustaðinn eftir malt- nesku skáldkonuna Prezza Azzop- ardy. Hún kom út í Bretlandi í fyrra og hlaut Booker-verðlaunin. Þetta er fyrsta bók höfundarins og kemur út í íslenskri þýðingu í haust.“ Vilborg segist nýlega hafa tekið upp nýjan stíl og gerst útivistar- kona. „Ég gekk Laugaveginn í sum- ar, úr Landmannalaugum í Þórs- mörk í og fór yfir Kjöl. Þetta er náttúrlega alveg stórkostlegt og maður kynnist landinu sínu á alveg nýjan hátt.“  Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur á afmæli í dag. Hún ætlar að baka vöfflur fyrir af- komendurna. Afmæli Íaukafréttum Ríkisútvarpsinskl. 11.48 á þessum degi árið 1939 var sögð sú frétt að Breta hefðu sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Þetta var upphaf síðar heimstyrjaldarinnar. Árið 1921 var brúin yfir jök-ulsá á Sólheimasandi vígð. Brúin var 206 metra löng og þó þá ein mesta og vandasamasta brúarsmíð sem ráðist hafði ver í. Önnur brú var tekin í notkunþessum degi, árið 1988, brú yfir ósa Ölfusár. Hún er 360 metra löng og stytti leiðina mi Þorlákshafnar og Eyrarbakka 2/3, eða úr 45 í 15 kílómetra. FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT JARÐARFARIR 13.30 Bjarni Sigurðsson, Suðurbraut 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Einar Bjarni Bjarnason, fyrrver- andi deildarstjóri hreinsunardeild- ar Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Klapparbergi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju. AFMÆLI Björn Th. Björnsson er áttræður. Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, er 37 ára, Guðmundur Benediktsson, knatt- spyrnumaður, er 28 ára. ANDLÁT Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir, Blönduósi, lést 30. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey. Poppsál þjóðarinnar kristallað-ist svo um munaði um síðustu helgi þegar tvennir stórtónleikar voru haldnir á höfuðborgarsvæð- inu. Í Kaplakrika í Hafnarfirði slógu margar af helstu hljóm- sveitum landsins upp tónleikum en seldu aðeins 160 miða. Var þar um að ræða Rottweilerhunda, Sálina og í Svörtum fötum svo fáar séu nefndar. Á Seltjarn- arnesi léku Stuð- menn svo sama leikinn með öllu betri árangri. Voru einir á ferð og seldu 1500 aðgöngumiða. Þyk- ir mismunur á miðasölu segja ákveðna poppsögu. Guðrún Finnbogadóttir, lands-þekktur fréttaritari Ríkisút- varpsins í París, er flutt í Borgar- fjörðinn. Hefur Guðrún hafið kennslu í Varmalandsskóla og er vel tekið af sveitungum. Þykir hún setja heimsborgarlegan svip á sveitina eftir áralanga dvöl í París. Óvíst er hver fyllir í skarð hennar ytra en Guðrún hafði gott nef fyrir tíðindum og pistlahöf- undur langt yfir meðallagi. Mun hún ekki vera síðri kennari. Skoðanakannanir hafa heldurbetur breytt stjórnmálalífinu. Slöpp útkoma Samfylkingar síð- asta vetur varð til að hart var kallað eftir Jóni Baldvini Hanni- balssyni. Slök útkoma Framsókn- arflokks í Reykjavík hefur orðið til þess að lagt er að Halldóri Ás- grímssyni að flytja sig um set. Nú er svo birt önnur könnunin sem sýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur auka fylgi ákveðins framboðs. Í fyrra skiptið gaf hún kost á sér. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Þetta er búið að vera gífurlegaskemmtilegt sumar og liðið hefur staðið sig frábærlega,“ segir Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir, fyrirliði kvennaliðs KR í knatt- spyrnu. KR-liðið hefur staðið sig frábærlega í sumar. Það er nán- ast búið að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn og á laugardag hampaði það bikarmeistaratitlin- um. Guðrún Jóna er alin upp í Breiðholti en hún hóf knatt- spyrnuferil sinn með KR árið 1985. Hún var á þrettánda ári þegar hún byrjaði að spila með meistaraflokki. Hún hefur spilað með KR allan sinn feril. Á 310 leiki að baki með liðinu og 25 með landsliðinu. Hún man þó ekki hvað hún hefur skorað mörg mörk, „einhvern slatta“ eins og hún orðar það. „Á sínum tíma komu bara tvö lið til greina, KR og Valur. Það var eitthvað sérstakt við Vestur- bæinn og því valdi ég KR. Ég sé ekki eftir því. Andrúmsloftið þar er frábært og það er mikill stuðn- ingur við liðið,“ segir Guðrún Jóna. Hún nýtur einnig mikils stuðnings frá móður sinni. „Hún hefur mætt á næstum alla leiki á ferlinum og þeir eru orðnir ansi margir.“ Guðrún Jóna stundar nám við Íþróttakennaraháskólann á Laugavatni og dreif alla fjöl- skylduna með sér austur fyrir fjall. „Ég ákvað á gamals aldri að drífa mig þangað og er komin á annað ár. Þannig að það er skóli framundan hjá mér í vetur. Þetta er mjög skemmtilegt samfélag. Strákurinn minn og maður komu með mér. Við fórum öll í skóla hér og okkur líður öllum voða vel þarna.“ KR á tvo leiki eftir í deildinni í sumar og á Valur aðeins tö fræðilega möguleika á að n Vesturbæjarliðinu. Liðin mætas í lokaumferðinni en fyrst þurf Guðrún Jóna og samherjar a sækja ÍBV heim. „Ég tel nú mik ar líkur á að við klárum þetta vikunni,“ segir fyrirliði KR knattspyrnu.  GUÐRÚN JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR Fyrirliði kvennaliðs KR í knattspyrnu. Hún hefur spilað 310 leiki með KR, þar af 200 í ú valsdeildinni. Hún á einnig 25 landsleiki að baki. Lögfræðingur nokkur stóð viðbílinn sinn hoppandi og garg- andi þegar lögreglubíll ók hjá. „Hvað gengur á?“ spurði lög- reglumaðurinn. „Brjálæðingur keyrði hérna fram hjá á ofsahraða og reif hurðina af BMW-inum mínum,“ svaraði löffinn. „Þið lögfræðingarnir eruð nú allir eins,“ sagði löggan. „Græðgin er að drepa ykkur. Þú tekur ekki einu sinni eftir því að þig vantar vinstri handlegginn.“ „Ó, nei! Rólexinn minn!“  VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR Hefur tekið upp nýjan stíl og er orðin útivistarkona. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Situr fyrirlestur um etnógraf- íu inúíta á afmælisdaginn Að gefnu tilefni skal tekið fram að einn frambjóðendanna í japönsku sveitar- stjórnarkosningunum heitir Keiko. Ekki ber að rugla honum saman við Keiko. Leiðrétting SNÚ-SNÚ Á SKÓLAVELLINUM Börnin nota frímínúturnar á þessum haustdögum í hefðbundna útileiki. Vonandi deyr snú-snúið aldrei út, frekar en brenniboltinn og hlaupa í skarðið Þeir sem gerðu sér ferð í versl-unarmiðstöðina Kringluna í ágústmánuði voru 3% fleiri en í sama mánuði árið áður. Kringlu- menn taka þessum tíðindum fagn- andi og telja tölurnar óræka sönn- un þess að miðstöðin haldi sínu í samkeppninni við Smáralindina. Þeir benda sérstaklega á að í ágúst í fyrra var Smáralind ekki til og Kringlan því eina stóra verslunar- miðstöðin á landinu. Fyrsta mánuð- inn eftir opnun Smáralindar minnkaði aðsókn að Kringlunni um 10% en hefur að sögn þeirra sem þar ráða ríkjum verið í stöðugum vexti síðan. Eftir brottrekstur Njáls Eiðsson-ar, þjálfara ÍBV, velta menn fyrir sér hvort aðrir þjálfarar megi ekki fara að hafa varann á sér. Fáir dagar liðu frá því forystu- menn flestra liða í deildinni, þar á meðal ÍBV, lýstu stuðningi við störf þjálfara sinna þar til Njáll fékk að fjúka. Því er spurning hvort aðrir þjálfarar velti því ekki fyrir sér hversu traust staða þeir- ra sé og hvað bros forráðamanna félaganna þýði í raun og veru.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.