Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.09.2002, Qupperneq 8
8 13. september 2002 FÖSTUDAGUR INNLENT ERLENT ORÐRÉTT SÓMI ÍSLANDS SVERÐ OG SKJALDA Afsögn Stein- gríms Ara úr einkavæðing- a r n e f n d i n n i kom mér í opna skjöldu. Geir Haarde. Fréttablaðið 12. september SAMSTILLT SKJÖLDÓTT UNDRUN Ólafur Davíðsson....sagði afsögn Steingríms Ara hafa komið sér í opna skjöldu. DV, 12 september DRAUGAR Í OPNA SKJÖLDU Sumir eru hræddir við drauga, en geta þó ekki bent á draugana Kristján Lofsson forstjóri Hvals hf. DV 12. september Hjón notuðu tæknina þegar þjófar stálu Audi bíl : Tölvupóstsherferð skil- aði bílnum samdægurs ÞJÓFNAÐUR Tölvupóstur sem sendur var vinum og kunningjum og þeir beðnir um að svipast um eftir stolnum bíl bar árangur á nokkrum klukkustundum. Jón Sigurðsson lenti í því aðfaranótt sunnudags að óprúttnir brutust inn í jeppann hans sem staðsettur var fyrir utan heimili hans og stálu úr honum geislaspilara. Svo illa vildi til að vegna aðstæðna geymdu þau hjón- in varalykla í hanskahólfinu af splunkunýjum Audi A4 sem stóð fyrir aftan jeppann. Sáu þjófarnir sér leik á borði og stálu bílnum. Þegar bíllinn kom ekki í leitirn- ar ákváðu Jón og eiginkona hans að hefja tölvupóstsherferð og sendu vinum og kunningjum tölvupóst þar sem þau báðu fólk að líta eftir bílnum og um leið áframsenda hann á alla sem þau þekktu. Þetta gerðu þau á miðvikudagsmorgnin- um og síðar um daginn fengu þau svar. Bíllinn hafði fundist á bíla- stæði við fjölbýlishús í Kópavogin- um. Höfðu kunningjar eiginkonu Jóns verið að dáðst að bílnum sem staðið hafði óhreyfður á bílastæði í tvo daga. Þegar þau síðan fengu tölvupóstinn aðgættu þau hvort númerið var það sama og sú var raunin.  Ungir sjálfstæðismenn á Hellu: Ríkið í megrun STJÓRNMÁL Samband ungra sjálf- stæðismanna gengst fyrir mál- efnaþingi á Hellu á Rangárvöllum um næstu helgi. Mæta sjálfstæð- ismennirnir til leiks með nýjan framkvæmdastjóra sem nýlega var ráðinn; Pétur Árna Jónsson laganema. Á Hellu munu sjálfstæðis- mennirnir starfa í hópum undir mismunandi yfirskriftum eins og „Ríkið í megrun“ „Nýjar leiðir í ríkisrekstri“ og „Frelsið og lögin“. Samfara málefnavinnu verður haldið golfmót kennt við hægrisveiflu. Þinggjald er 1500 krónur. Gistimöguleikar á staðnum.  Jörg Haider, fyrrverandi leið-togi Frelsisflokksins í Austur- ríki, hefur tekið við völdum í flokknum að nýju. Fram- kvæmdastjórn flokksins til- nefndi hann sem formann flokksins eftir að hafa fundað í borginni Linz á miðvikudag. Hadier sagði upp formennsku í Frelsisflokknum fyrir tveimur árum. Margir telja að hann hafi haldið áfram að leiða flokkinn á bak við tjöldin. Lögreglan á Ítalíu handtók ígær 15 Pakistana sem grun- aðir eru tengsl við al-Qaida, hryðjuverkasamtök Osama bin Laden. Mennirnir voru hand- teknir í borginni Caltanissetta, á miðri Sikiley. Mennirnir komu til Ítalíu í síðasta mánuði á skipi frá Marokkó. Alls hafa rúmlega 30 manns verið handteknir á Ítalíu á undanförnu ári grunaðir um tengsl við al-Qaida. Hælisleitendur á Íslandi: Aldrei fleiri en í ár ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ Þeir sem leit- að hafa hælis á Íslandi hefur fjölgað til muna, sérstaklega á undanförnum vikum. Í fyrra leit- uðu um fimmtíu manns eftir hæli sem var metár, í dag eru þeir orðnir 87 talsins, segir Jóhann Jó- hannsson hjá Útlendingaeftirlit- inu. Í síðustu viku leituðu þrír Mongólar á þrítugs- og fertugs- aldri hælis hér á landi og á þriðju- dag tveir Búlgarar, kona um fimmtugt og þrítugur sonur henn- ar. Jóhann segir óljóst hvað verði um Mongólana. Tvisvar áður hafi landar þeirra leitað hingað en far- ið aftur sjálfviljugir og án af- skipta yfirvalda. Þá hafi mál Búlgarana komið inn á borð til eft- irlitsins í fyrradag og enn ekki fyrirsjáanlegt hvað verður. Jóhann segir af þeim 87 sem hingað hafi leitað hafi enginn upp- fyllt kröfur flóttamannasamn- ingsins. Hins vegar sé eitthvað um að fólk fái dvalarleyfi vegna mannúðarástæðna. Ekki liggi fyr- ir samantekt á þeim fjölda. Enn sé verið að vinna í stórum hluta þess- ara mála. Jóhann segir aukinn fjölda þeirra sem óski eftir hæli hverfa á braut eftir skamman tíma. Aðspurður segir hann flesta koma frá fyrrum lýðveldum Sov- étríkjanna og af Balkanskaga.  Hatrömm átök hjóna á Ísafirði: Dæmd fyrir árás hvort á annað DÓMSMÁL Karl og kona voru í Hér- aðsdómi Vestfjarða fundinn sek um líkamsárás hvort á annað. Að auki var karlinn dæmdur fyrir fjöl- skrúðug önnur afbrot, meðal ann- ars innbrot og lyfjaþjófnað. Hon- um er gert að sæta tíu mánaða fangelsi. Í fyrrasumar lenti maðurinn í átökum við eiginkonu sína þar sem þau bjuggu á Ísafirði. Hann tók hana kverkataki og sló hana í and- litið. Hún bólgnaði og fékk mar. Eiginkonan stakk mann sinn í þess- um átökum í bakið með vasahnífi. Hann fékk grunnan skurð. Ákæruvaldið krafðist þess að bæði yrðu dæmd til refsingar fyrir þessa verknaði. Þau voru bæði fundin sek um líkamsárás en kon- unni var þó ekki gerð refsing. Hjónin munu nú vera skilin. Hjónin höfðu bæði frá árunum 1988 og 1989 hlotið dóma fyrir margvísleg afbrot. Konan var til dæmis dæmd í 15 mánaða fangelsi árið 1997. Hún hefur hins vegar aldrei verið ákærð fyrir líkams- árás og þótti hafa sýnt af sér bætta hegðun upp á síðkastið.  Steinunn SF kom með fyrstusíldina til Hornafjarðar í fyrradag og var þetta fyrsta síldin sem veiðist á vertíðinni. Steinunn var með um 150 tonn sem veiddust í tveimur köstum í Berufjarðarálnum. Steinunn fékk nótina í skrúfuna en komst í land af sjálfsdáðum. Svo gæti farið að látið verðireyna á smalaskyldu jarðeig- enda fyrir dómi innan tíðar en upp er komið deilumál innan Borgarbyggðar um hvort land- eigendum, sem telja sig hafa orðið fyrir ágangi búfjár frá af- rétti, beri að smala sín lönd sjálfir. ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ Jóhann segir að unnið sé eftir svokölluðu Dublin samkomulagi sem tryggi það að hælisleitendur fái málsmeðferð á einum stað og um leið komi í veg fyrir að hoppað sé á milli ríkjanna og látið reyna á með- ferð enn og aftur. Ekkert hefur spurst til Bin Ladens í tíu mánuði: Röddin talin ósvikin WASHINGTON, AP Banda- ríska leyniþjónustan CIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að röddin á myndbandi, sem arabíska sjónvarpsstöðin Al Dja- síra birti í vikunni, sé í raun og veru rödd Osama bin Ladens. Hins vegar telja þeir líklegt að mynd- bandið sé ekki nýtt. Á myndbandinu nefnir bin Laden nöfn allra flug- ræningjanna 19, sem gerðu árásirnar á Banda- ríkin 11. september. Ekkert hefur frést af Bin Laden allt þetta ár. Enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn. Síðasta ör- ugga merki þess, að hann hafi verið á lífi, er myndband sem tekið var upp í Afganistan snem- ma í nóvember árið 2001. Þar sést hann snæða kvöld- verð með félögum sínum. Leyniþjónusta og her Bandaríkjanna telja samt fullvíst að hann hafi verið í fjallafylgsninu í Tora Bora í Afganistan þegar loftárásirnar þar hófust seint í nóvember. Eftir það er hins vegar ekkert vitað með vissu um ferðir hans. Líklegast þykir að hann hafi flúið þaðan í átt- ina að landamærum Afganistans og Pakistans í desember. Þetta er samt hrein ágiskun, þótt hún styðjist við framburð fanga sem handteknir voru við Tora Bora. En óvíst er hversu áreiðanlegur sá vitnisburður er.  ÚR MYNDBANDINU Osama bin Laden sést þarna ásamt tveimur félaga sinna. Óvíst er hvenær myndbandið var tekið upp. AP /A L D JA SÍ R A, A PT N AUDI A4 Öflug tölvupóstaherferð skilaði Jóni Sig- urðssyni og eiginkonu hans splunkunýjum bíl. Hann fannst óskemmdur en afar skítugur að innan eftir fyllerí næturinnar. Jóni er efst í huga þakklæti til allra sem tóku þátt í leitinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.