Fréttablaðið - 13.09.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 13.09.2002, Síða 12
12 13. september 2002 FÖSTUDAGURFORMULA 1 SLUNGINN Michael Schumacher, heimsmeistari í For- múlu 1 keppninni, sést hér í góðgerðarleik sem haldinn var til að safna fé í svokallað- an Tvíburaturnasjóð. Spænska liðið Villareal: Munoz sagt upp störfum FÓTBOLTI Spænska úrvalsdeildar- liðið Villareal, sem sló út FH- inga í 2. umferð totokeppninnar í sumar, hefur rekið þjálfara sinn Victor Munoz. Uppsögnin kom í kjölfar 2:1 ósigurs gegn þriðju- deildarliðinu Herkúles í fyrstu umferð bikarkeppninnar. „Þetta er erfiður tími, sérstaklega fyrir mig,“ sagði Munoz eftir að til- kynnt hafði verið um uppsögn- ina á heimasíðu félagsins. „Þetta er eitt af því sem getur alltaf gerst í fótboltanum. Þeir tóku ákvörðun allt of snemma. Þeir voru alltof hræddir í kjölfar slæmrar byrjunar á keppnis- tímabilinu.“ Munoz sagðist vera ánægður með það starf sem hann hefði unnið hjá liðinu. Á fyrsta tíma- bili sínu með Villareal leiddi Munoz liðið í 7. sæti spænsku úr- valsdeildarinnar tímabilið 2000 til 2001. Á síðasta tímabili gekk hins vegar ekki eins vel. Slapp liðið naumlega við fall og endaði í 15. sæti. Villareal hefur lokið einum leik í spænsku deildinni. Gerði liðið 2:2 jafntefli við Osas- una á heimavelli. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfi Munoz.  FÓTBOLTI Milene Domingues, eigin- kona knattspyrnusnillingsins Ron- aldo, hefur gengið til liðs við spæn- ska liðið Atletico Madrid fyrir met- fé, eða rúmar 26 milljónir króna. Domingues, sem er 22 ára, spilaði áður með ítalska úrvalsdeildarlið- inu Fiamma Monza, en ákvað að fly- tja sig um set til Spánar þegar eig- inmaðurinn gekk til liðs við Real Madrid. „Ronaldinha“, eins og hún er kölluð á Spáni, er talin ein besta knattspyrnukonan í Evrópu. Fjár- hæðin sem hún var keypt fyrir er tífalt hærri en það sem mest hefur verið greitt fyrir knattspyrnukonu á Spáni. Að sögn Ronaldo minnir spila- mennska Domingues mikið á frans- ka snillinginn Zinedine Zidane. Domingues, sem er fyrrverandi fyrirsæta, á heimsmetið í því að halda bolta á lofti; samtals 55.197 sinnum.  Eiginkona Ronaldo: Til Atletico Madrid fyrir metfé DOMINGUES Domingues, sem er fyrrverandi fyr- irsæta, hefur nú gengið í raðir erki- fjenda Real Madrid. FÓTBOLTI Mikil spenna er fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í knattspyrnu sem leikin verður á morgun. Þróttur Reykjavík og Stjarnan berjast um að fylgja Val upp í úrvalsdeild að ári en bæði lið eru með 30 stig. Hlíðarenda- piltar eru fyrir löngu búnir að tryggja sæti sitt meðal þeirra bestu. ÍR og Sindri eru þegar fall- inn í aðra deild. Þorvaldur Örlygsson er þjálf- ari KA og stýrði liðinu upp úr fyrstu deild á síðasta tímabili. Hann segist ekki hafa fylgst mik- ið með 1. deildinni í sumar þó hann hafi séð einhverja leiki á Ak- ureyri og á Dalvík. „Ég vissi að þetta yrði erfitt hjá Sindra í sumar og ÍR-ingarnir áttu ekki gott tímabil síðast. Það byrjaði ekki vel hjá þeim og var á brattan að sækja,“ sagði Þorvald- ur aðspurður hvort það kæmi á óvart að Sindri og ÍR væru fallin. „Deildin var jöfn framan af en þegar eitt lið stingur af, eins og Valur, þá fækkar baráttusætun- um.“ Hann segir yfirburði Vals í deildinni hafa komið sér á óvart. „Þeir kláruðu mótið og eru greini- lega vel að því komnir.“ Stjarnan á talsvert erfiðari viðureign fyrir höndum þar sem liðið mætir Val í Garðabæ. Þrótt- ur tekur á móti Breiðablik á Val- bjarnarvelli. Þorvaldur og læri- sveinar í KA léku við Þróttara í úrslitaleik um laust sæti í úrvals- deildinni og þá hafði KA betur. „Þróttarar eru kannski komnir með reynslu í þessu. Þeir eru líka með betra markahlutfall svo ég hef trú á að þeir hafi þetta. Þeir vinna sinn leik en ég er hræddur um að Stjarnan geri jafntefli við Val. Þannig að það verður Þróttur sem fer upp. Ég hef það alla vega á tilfinningunni.“ kristjan@frettabladid.is Þróttur stendur betur að vígi Lokaumferð 1. deildar karla á morgun. Valur hefur tryggt sér sæti í úr- valsdeildinni. Þróttur og Stjarnan berjast um annað sætið. Þróttur missti af úrvalsdeildarsæti í fyrra. Er með betri markatölu en Garðbæingarnir. ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Þjálfari KA-manna telur að Þróttur hafi bet- ur í baráttunni við Stjörnuna. ÖRUGGIR ÁFRAM Valur hefur þegar tryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni að ári. Höfðu mikla yfirburði í deildinni í sumar. 1. DEILD KARLA Lið Leikir U J T Mörk Stig Valur 17 12 3 2 33 : 7 39 Þróttur R. 17 9 3 5 37 : 21 30 Stjarnan 17 9 3 5 32 : 27 30 Víkingur R. 17 7 3 7 29 : 28 24 Afturelding 17 6 6 5 25 : 28 24 Haukar 17 6 5 6 26 : 22 23 Breiðablik 17 7 2 8 29 : 28 23 Leiftur/Dalvík 17 4 6 7 24 : 29 18 ÍR 17 3 4 10 12 : 39 13 Sindri 17 3 3 11 14 : 32 12 18 UMFERÐ Haukar - Víkingur R. Stjarnan - Valur ÍR - Sindri Þróttur R. - Breiðablik Leiftur/Dalvík - Afturelding Umspil hjá stelpunum: Hafnarfjarð- arslagur FÓTBOLTI FH og Haukar mætast á Kaplakrikavelli klukkan 17.00 í dag í umspili um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á komandi tímabili. Það lið sem hefur betur í tveimur viður- eignum spilar í efstu deild í vetur. FH stúlkur léku í úrvalsdeildinni í ár en lentu í næst síðasta sæti. Haukar léku í þeirri fyrstu og höfn- uðu í öðru sæti eftir tap gegn Þrótti Reykjavík í úrslitum. Þróttur tók sæti Grindavíkur, sem lenti í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. FH og Haukar léku einnig í umspili í fyrra og þá hafði fyrrnefnda liðið betur. Seinni leikurinn verður að Ásvöll- um í hádeginu á sunnudag.  Stjórnarformaður Birmingham City: Beit tunguna í sundur SLYS David Gold, stjórnarformað- ur enska úrvalsdeildarliðsins Birmingham City, er á batavegi eftir að hafa lent í flugslysi á mið- vikudag. Gold var sjálfur við stjórn í flugvél sinni og þurfti að brotlenda henni á æfingavelli liðs- ins eftir að hún missti flugið. Hann slasaðist lítillega en beit framan af tungunni. Læknar ráð- lögðu honum að taka því rólega í stað þess að fara og fylgjast með leik Birmingham gegn Liverpool. Leikurinn endaði með jafntefli þar sem bæði lið skoruðu tvö mörk.  Áfall fyrir Eyjamenn: Duranona spilar ekki með ÍBV HANDBOLTI Róbert Julian Dura- nona mun ekki leika með hand- knattleiksliði Eyjamanna á kom- andi tímabili eins og búast var við. Duranona hafði lýst yfir áhuga að spila með Eyjamönnum þar sem hann komst ekki að í grísku deildinni. Þegar hann kom svo til landsins í fyrradag kom annað hljóð í skrokkinn og ekkert varð af samningnum. Ástæðuna sagði hann vera þá að kona hans vildi ekki flytja til landsins. Þetta er mikið áfall fyrir lið ÍBV enda Duranona einn öflugasti handknattleiks- maður landsins.  ÍÞRÓTTIR Í DAG 17.30 Kaplakrikavöllur Umspil (FH - Haukar) 18.30 Sýn Íþróttir um allan heim 19.30 Sýn Alltaf í boltanum 20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 20.30 Sýn Vængjaþytur LYFJAPRÓF Tékkneski ökuþórinn Tomas Enge féll á lyfjaprófi í ungverska kappakstrinum í For- múlu 3000 sem fram fór í síðasta mánuði. Hann þarf því að mæta fyrir dómi hjá Alþjóða aksturs- íþróttasambandinu í næsta mán- uði. Enge keyrði meðal annars fyrir Prost liðið í Formúlu 1 keppninni í fyrra. Lyfjamál eru afar óalgeng í kappaksturs- íþróttinni. Lyfjaeftirlit var ekki tekið upp fyrr en árið 1990. Enge mun væntanlega áfrýja málinu og fara fram á að sýnið verði skoðað að nýju. Hann hef- ur staðið sig vel í Formúlu 3000 keppninni og hefur meðal ann- ars unnið fjórar keppnir af ell- efu. Hann er aðeins einu stigi á eftir heimsmeistaranum, Sebastian Bourdais, í saman- lagðri keppni. Enge mun keppa í næsta móti sem fram fer í Monza en árangur hans mun ekki telja fyrr en niðurstaða er fengin í málinu.  Tomas Enge: Féll á lyfjaprófi en heldur áfram keppni TOMAS ENGE Hefur staðið sig vel í Formúlu 3000 keppninni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.