Fréttablaðið - 13.09.2002, Page 22
Heimsendingar og sótt!
O p n u n a r t í m i : 1 1 - 0 1 v i r k a d a g a o g 1 1 - 0 6 u m h e l g a r
Grensásvegur 12
Tilboð sótt
1. 12“ m/3 álegg og 1/2 litr. gos
990 kr,-
2. 16“ m/2 áleg. og 2 litr. gos
1.390 kr,-
2 fyrir 1
Pizza að eigin vali
a) ostabrauðstangir eða
b) hvítlauksbrauð 12“ og önnur
pizza af sömu stæð FRÍTT
(greitt er fyrir dýrari pizzuna)
Tilboð sent
1. 12“ m/3 álegg og 1litr. gos
1.490 kr,-
2. 16“ m/3 álegg og
ostabrauðstangir eða 2 litr. gos.
1.900 kr,-
3. 18“ m/3 áleg. og
ostabrauðstangir eða 2 litr. gos
2.390 kr,-
22 13. september 2002 FÖSTUDAGUR
VEÐUR
AFMÆLI
Framtíð víkingaskipsins Ís-lendings hérlendis hefur ver-
ið tryggð og skipið verður vænt-
anlega haft til sýnis í víkinga-
þorpi sem rísa á við Fitjar í
Njarðvík. Gunnar Marel Eggerts-
son átti hugmyndina að skipinu
og stóð fyrir smíði þess.
„Skipið hefur tekið allan minn
tíma síðustu átta ár. Ég hef ekki
getað um frjálst höfuð strokið og
hef ekki tekið mér sumarfrí svo
heitið geti allan þennan tíma.“
Gunnar Marel sinnti engum öðr-
um störfum á meðan og hefur því
reynt að afla sér tekna með skip-
inu. „Það hefði aldrei gengið að
ætla að vinna eitthvað með þessu.
Sá vinnuveitandi er örugglega
ekki til sem hefði sætt sig við all-
ar þær fjarvistir sem hefðu verið
óhjákvæmilegar út af þessu.“
Gunnar Marel segist aðspurð-
ur hafa lagt út í þetta ævintýri til
þess að Íslendingar gætu átt sýn-
ishorn af þeim skipum sem for-
feður þeirra sigldu á til landsins:
„Ég skammaðist mín eiginlega
fyrir það að geta ekki sýnt áhuga-
sömum útlendingum sem hingað
komu víkingaskip. Íslendingur er
einfaldlega viðbragð við þessum
skorti.“
Það enginn hægðarleikur fyrir
fjölskyldumann að eiga og reka
víkingaskip með rúmlega 60
milljóna skuld á bakinu og Gunn-
ar íhugaði því á tímabili að sökk-
va fleyinu: „Þegar maður er kom-
inn í svona alverlegar þrengingar
dettur manni ýmislegt í hug. Það
að sökkva honum hefði verið
ákveðin lausn fyrir mig og ég
hefði þá getað einbeitt mér að því
að vinna fyrir skuldum. En ég
henti þessu nú eignlega meira
fram í bræði og lokaniðurstaðan í
málinu er svo eiginlega sú sem
ég óskaði mér í upphafi.“
Gunnar Marel Eggertsson átti hugmyndina
að smíði Íslendings og stóð fyrir smíði þess.
GUNNAR MAREL EGGERTSSON
Ég skammaðist mín eiginlega fyrir það að
geta ekki sýnt áhugasömum útlendingum
sem hingað komu víkingaskip
Persónan
Sigldi Íslendingi í örugga höfn
FÓLK Í FRÉTTUM
Innan Samfylkingarinnar íReykjavík hafa menn áhyggjur
af því að ný nöfn sem nefnd hafa
verið til leiks fyrir næstu alþingis-
kosningarinnar séu allt karlar.
Fylgi kvenna skiptir miklu í kosn-
ingum sem sást best á því að ef
karlar yfir fertugu hefðu einir
haft kosningarétt í borgarstjórnar-
kosningunum, hefði Sjálfstæðis-
flokkurinn unnið stórsigur. Þegar
mun vera farið að svipast um eftir
æskilegum frambjóðendum úr
hópi kvenna. Það nafn sem oftast
skýtur upp kollinum er nafn Stein-
unnar Valdísar Óskarsdóttur.
Steinunn er eldri en tvævetur í
pólitík, þrátt fyrir ungan aldur.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði ogstarfsfólk hans, gerðu sér daga-
mun í tilefni af því að Norræna
hafði látið úr höfn í síðasta sinn á
þessu sumri. Þetta er árlegur við-
burður hjá Lárusi Bjarnasyni
sýslumanni og hans fólki og var
farið í Fjarðarána þar eystra. Sýsli
og tollarar veiddu betur í ánni en
við tollleit í Norrænu, ellefu sil-
ungar komu á land.
Lýður Árnason, læknir á Flat-eyri, og félagar hans í kvik-
myndafyrirtækinu Í einni sæng
stefna á frekari kvikmyndagerð á
næstunni, en fyrirtækið gerði
myndina „Í faðmi hafsins“. Sú
mynd fékk ágætis dóma og þótti
vel að verki staðið hjá Vestfirðing-
unum. Samkvæmt heimildum
Bæjarins besta er myndin sem nú
er fyrirhuguð „kómídrama“ sem
gerist í sveit á Íslandi skömmu
eftir 1800. Lýður fór nýlega á fund
bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og
óskaði eftir aðstoð við gerð mynd-
arinnar. Hugmyndum hans var vel
tekið og leggur til við bæjarstjórn
að sveitarfélagið taki þátt í verk-
efninu með „aðstöðusköpun“.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Útilistaverkin 58 sem þóttu ekki
nógu góð til að standa á lóð Þjóð-
arbókhlöðunnar verða að öllum
líkindum sett upp við Leifsstöð þar
sem nokkur verk eru fyrir.
Leiðrétting
Hvernig er hægt að sjá að ljós-ka sé að baka súkkulaðibita-
köku?
Liturinn utan af M&M kúlun-
um eru út um öll gólf.
SAGA DAGSINS
13. SEPTEMBER
TÍMAMÓT
Borgarfjarðarbrúin var vígðárið 1981, en umferð um hana
hófst árið áður. Með brúnni stytt-
ist leiðin milli Akraness og Borg-
arness úr 69 kílómetrum í 38 kíló-
metra. Framkvæmdir stóðu í sjö
ár
Frídagur verslunarmanna varhaldinn hátíðlegur í fyrsta sinn
í Reykjavík árið 1894. Síðar var
hann fluttur fram í byrjun ágúst.
Tveir ungir menn klifu norð-vesturvegg Skessuhorns í
Skarðsheiði árið 1980, en veggur-
inn hefur verið talinn ókleifur.
Músagildran, leikrit eftirskáldsögu Agöthu Christie,
varð árið 1957 það leikrit sem
lengst hafði verið á fjölunum í
Bretlandi. Þennan dag var leikrit-
ið sýnt í 1.998. skipti.
JARÐARFARIR
13.30 Oddur Ingvarsson, Skjólvangi
Hrafnistu áður til heimilis á Hóla-
braut 3, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.30 Brynhildur Guðmundsdóttir,
Ljósheimum 6, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju.
13.30 Þóra A. Guðmundsdóttir, Efsta-
sundi 3, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Áskirkju.
14.00 Hólmfríður Björg Ólafsdóttir,
Launrétt 1, Laugarási, Biskups-
tungum, verður jarðsungin frá
Skálholtskirkju.
15.00 Kveðjuathöfn um Ólöfu Guð-
mundsdóttur, áður húsfreyju á
Ytri-Löngumýri, Austur-Húnavatns-
sýslu, verður haldin í Kópavogs-
kirkju.
15.00 Stefanía Stefánsdóttir, Framtíð,
Vestmannaeyjum, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju.
AFMÆLI
Jón Þórarinsson, tónskáld er 85 ára.
Söngkonan Andrea Gylfadóttir er fer-
tug.
Um þessar mundir stendur veð-urhappdrætti sem hæst. Alls-
endis óvíst hvort að sumrinu sé al-
veg lokið, hvort kaldir haustdagar
séu framundan eða jafnvel frost
að næturþeli. Um daginn birti til,
en það var kalt, gluggaveður svo-
kallað. Það hlýnaði og svo fór að
rigna. Nú er allt í einu hitabylgja,
hlýju ullarpeysurnar óþarfar og
allir of vel klæddir. Haustið er óá-
kveðinn árstími, gaman að því.
Vonandi heldur fjörið áfram
næstu daga og vikur.
Jón Þórarinsson, tónskáld,fæddist í Eiðaþinghá þann 13.
september 1917 og er því 85 ára
í dag. Að loknu stúdentsprófi
stundaði hann nám í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og í einka-
tímum og síðar í Yale-háskóla í
Bandaríkjunum. Hann lauk
meistaraprófi árið 1947 og var
yfirkennari í tónfræði og tón-
smíði við Tónlistarskólann á ár-
unum 1947 til 1968. Hann starf-
aði einnig hjá Ríkisútvarpinu á
þessum tíma og var dagskrár-
stjóri hjá Sjónvarpinu frá 1968
til 1979.
Jón beitti sér af krafti fyrir
stofnun sinfóníuhljómsveitar á
Íslandi og hann varð fyrsti
stjórnarformaður Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands þegar hún
var stofnuð 1950. Hann var síðar
framkvæmdastjóri sveitarinnar
í fimm ár og sat í stjórn hennar
um árabil.
Tónlistarlíf landsmanna var
frekar fábrotið þegar Jón sneri
heim úr námi og því lagði hann
meiri áherslu á kennslu og annað
uppbyggingarstarf fremur en
tónsmíðar, enda ekki margt sem
benti til þess að ný verk yrðu
flutt á annað borð. Eftir Jón ligg-
ja engu að síður fjölmörg tón-
verk af ýmsu tagi og árið 1998
kom út safn tónsmíða hans á
þremur geislaplötum.
Jón ber aldurinn vel, er
heilsuhraustur, og vinnur enn að
rannsóknum og ritun á Tónlistar-
sögu Íslands en hann hefur unn-
ið að henni allt frá árinu 1987.
Jón hefur fengist nokkuð við rit-
störf um ævina og gaf meðal
annars út ævisögu Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar tónskálds árið
1968 og skrifaði ítarlegar grein-
ar um Björgvin Guðmundsson í
Árbók Landsbókasafnsins árið
1965 og Pál Ísólfsson fyrir And-
vara árið 1979.
JÓN ÞÓRARINSSON
Einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands er 85 ára í dag.
Lætur aldurinn ekki
trufla rannsóknavinnu
Jón Þórarinsson, tónskáld, er 85 ára í dag. Hann var einn helsti hvata-
maðurinn að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var fyrsti stjórn-
arformaður hennar. Hann hefur fengist við ritun Tónlistarsögu Ís-
lands í 15 ár og fæst enn við rannsóknir tengdar því verki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T