Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 9 PERSÓNAN Snúinn aftur bls. 22 MIÐVIKUDAGUR bls. 22 178. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 18. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 16 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Aðalfundur VG FUNDUR Aðalfundur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í Reykjavík verður haldinn í Nor- ræna húsinu, og hefst kl. 20 . Á dagskrá verða hefðbundin aðal- fundarstörf, svo sem lagabreyting- ar og stjórnarkjör. Ísland - Ísrael FÓTBOLTI Íslenska ungmennalands- liðið, skipað leikmönnum yngri en 17 ára, mætir Ísraelsmönnum klukkan 16 á Akranesvelli. Leikur- inn er í undankeppni Evrópumóts U17 en allir leikir í riðli íslenska liðsins eru leiknir hér á landi. Auk Ísrael eru Sviss og Armenía í riðli með Íslendingum. Franskur laga- kennari í Lögbergi FYRIRLESTUR Martine Lelievre- Boucharat, kennari við lagadeild- irnar í Aix-en-Provence og Avignon í Frakklandi, flytur fyrirlestur í Lögbergi klukkan 12. Fyrirlestur- inn ber nafnið „Recognition and Enforcement of Judgements in the EC“, og verður fluttur á ensku. Haukar mæta Gróttu KR HANDBOLTI Haukar mæta Gróttu KR í Essó deild karla klukkan 20. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Ásvelli í Hafnarfirði. AKUREYRI Ánægjulegt að fá Fréttablaðið AFMÆLI Skýjum ofar UMHVERFISVERND Siv Friðleifsdótt- ir, umhverfisráðherra, hyggst leggja fram lagafrumvarp á haustþingi sem leggur bann við því að verslað sé með rjúpur hér á landi. Frumvarpið er hluti af ráðstöfunum ráðherrans sem miða að því að byggja upp rjúpnastofninn. Verndarsvæði rjúpna á suð- vesturhorninu verður stækkað verulega í haust. Gildir það til ársins 2007. Á næsta ári verður veiðitímabilið stytt um 20 daga frá því sem nú er. Sölubann á rjúpum á að taka gildi á næsta ári. Einnig verður að láta breyta skothylkjum til að taka færri skot í einu. Fleiri leiðir verða farnar. „Það er ekki neyðarástand í rjúpnastofninum,“ segir Siv Frið- leifsdóttir, umhverfisráðherra. „Ástandið er það alvarlegt að við verðum að grípa til aðgerða.“ Kristinn H. Skarphéðinsson, for- maður villidýranefndar, sagðist telja þær aðgerðir sem gripið verður til vel til þess fallnar að styrkja rjúpustofninn.  ÍÞRÓTTIR Sól og Máni SÍÐA 16 SÍÐA 15 Sögulegur leikur TÓNLIST S.Þ., KAÍRÓ, JÓHANNESARBORG, AP Bæði Rússar og Kínverjar, sem hvorir tveggja hafa neitunarvald í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna, fögnuðu yfirlýsingu Íraka um að vopnaeftirlit verði heimilað í Írak á ný. Flest önnur ríki hafa einnig fagnað yfirlýsingunni og vonast til þess að þar með leysist deilan um vopnaeftirlitið. Bæði Frakkar og Rússar segja mikilvægt að senda vopnaeftirlit- ið sem allra fyrst inn í Írak og láta þannig reyna á hvort alvara búi að baki yfirlýsingu Íraka. Bandaríkin og Bretar telja hins vegar lítið að marka þessa yfirlýs- ingu, hún sé aðeins sýndar- mennska Íraka til þess að koma sér undan hernaðaraðgerðum. Írakar buðust til þess á mánu- dag að hleypa vopnaeftirlitsmönn- um Sameinuðu þjóðanna inn í landið og leyfa þeim að athafna sig þar án allra skilyrða. „Ef eftirlitsmennirnir koma og vinna heiðarlega, fagmannlega,“ sagði Tarik Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Íraks í gær, „þá geta þeir komist að sannleikan- um á hóflega löngum tíma. En ef Bandaríkin eru að nota þetta sem fyrirslátt, þá gætu þeir beitt ein- hverjum öðrum aðferðum til þess að ráðast gegn Írak.“ Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær engu að síður ætla að fá Öryggisráðið til þess að samþykkja álykt- un, þar sem tilgreint verði ná- kvæmlega hvað Írakar þurfi að gera til þess að uppfylla ellefu ára gamlar skuldbindingar sínar gagnvart Sameinuðu þjóðunum. „Við ætlum að knýja fram ályktun. Ef Írökum er alvara, þá ættu þeir að fagna því,“ sagði Powell. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, þakk- aði Amr Moussa, utanríkisráð- herra Sádi-Arabíu, fyrir að hafa sannfært Íraka um að hleypa vopnaeftirlitinu inn á ný. Hann hafi jafnframt notið stuðnings annarra arabarík- ja til þess að þrýsta á Íraka. Kofi Annan bætti því svo við í gær, að George W. Bush Bandaríkjaforseti ætti stór- an hlut í því að Írökum hafi snúist hugur. „Ég held að ræða forsetans hafi hrært upp í alþjóðasamfélaginu,“ sagði Annan. Nelson Mandela, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, ít- rekaði hins vegar í gær gagnrýni sína á Bush Bandaríkjaforseta. „Hvaða rétt hefur hann til þess að koma og segja að tilboð Íraka sé ekki ekta. Við verðum að fordæma það harðlega,“ sagði Mandela. „Þess vegna gagnrýni ég flesta þjóðarleiðtoga fyrir að þegja meðan eitt ríki vill sýna öll- um heiminum yfirgang.“  Vopnaeftirlitið fari sem fyrst til Íraks Írak segir að vopnaeftirlit geti hafist „án skilyrða“. Bandaríkin vilja samt að Öryggisráðið setji Írökum úrslitakosti. Nelson Mandela gagnrýnir Bandaríkin fyrir yfirgang. REYKJAVÍK Vestlæg átt og þurr að mestu. Hiti 9 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 11 Akureyri 3-8 Þokusúld 11 Egilsstaðir 3-8 Súld 10 Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FORMLEGAR VIÐRÆÐUR HAFNAR Björgólfur Thor Björgólfsson heilsar Ólafi Davíðssyni, formanni einkavæðingarnefndar. Fulltrúar Samsonar hf. mættu á fund einkavæðingarnefndar um hádegið í gær. Þar með eru formlegar viðræður um kaup félagsins á kjölfestuhlut í bankanum hafnar. Mikið verk er framundan, en fram til þessa hafa fjárfestarnir fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur bankans. Bannað að selja rjúpur frá og með næsta ári: Síðustu rjúpnajólin framundan NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 14,4% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? 48,7% 61,3% SKIPST Á JARÐNESKUM LEIFUM Íranski hermenn bera þarna líkkistur íranskra hermanna sem féllu í stríðinu við Írak á árunum 1980-88. Í gær skiptust Írakar og Íranar á jarðneskum leifum 120 hermanna, sem féllu í stríð- inu, í viðleitni til að bæta samskipti ríkjanna. A P /A M R N A B IL Kynferðisleg misnotkun: Um 20% stúlkna fórnarlömb MISNOTKUN Um fimmtungur stúlk- na og tíundi hver drengur eru mis- notuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur. Þetta kemur fram í könnun Hrefnu Ólafsdóttur félagsráð- gjafa. Úrtakið var 1.500 manns á aldr- inum 18 til 60 ára og var svarhlut- fallið um 50%. Alls sögðust um 17% þátttakenda hafa verið mis- notaðir kynferðislega. Sé það rétt er kynferðisleg misnotkun algeng- ari hér en annars staðar á Norður- löndunum. Þetta mun vera fyrsta íslenska könnunin af þessu tagi 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.