Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. september 2002 AKUREYRI Fréttablaðinu er frá og með deginum í dag dreift í öll hús á Akureyri. Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri Akureyrar fagn- ar þessum tíðindum. „Það er ánægjulegt að menn hafi getu og trú á því að hér séu tækifæri fyr- ir þennan fjölmiðil. Við vonum það að þetta verk verði til að styrkja Akur- eyri.“ Kristján Þór segir að það verði óhjákvæmilegt að fréttaflutningur úr bænum fái vægi í blaðinu. Fyrir hálfu öðru ári hófu bæjaryfir- völd að auglýsa kosti bæjarins til búsetu. „Í þessu fólust engar full- yrðingar um að hér væri allt í himnalagi. Hins vegar vildum við benda á að búsetukostir hér eru betri en víðast annars staðar. Í og með vorum við að hvetja fólk sem hugði á flutninga að bera saman búsetukosti hér við þá staði sem það hugðist flytja til.“ Í auglýsingum var meðal ann- ars vakinn athygli á fjölbreyttu menningar- og tómstundalífi í bænum. „Það þarf ekki annað en að líta til síðustu helgar til að sjá hve mikið var um að vera bæði í menningar- og íþróttalífi,“ segir Kristján Þór. Akureyri hefur verið vinsæll áningarstaður ferðamanna, eink- um innlendra. „Við höfum rann- sóknir sem sýna að Akureyri er vinsælasti áningarstaður inn- lendra ferðamanna. Bærinn ber höfuð og herðar yfir aðra staði hvað það varðar.“ Kristján segir að markvisst hafi verið unnið í því að lengja ferðamannatímann. Vetrarferðir til Akureyrar eru góður kostur. Töluvert gistirými er í bænum og mikið uppbygging- arstarf verið unnið í aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta. Bærinn var til skamms tíma þekktastur sem iðnaðarbær, en hefur á síðari árum orðið einn öfl- ugasti útgerðarbær landsins. „Við erum með öfluga útgerð og fyrir- tæki á því sviði. Við erum líka með öflugt skólasamfélag. Sama á hvaða skólastig við horfum.“ Kristján Þór segir að bæjarbúar hafi unnið vel úr þeim breyttu að- stæðum, þegar verksmiðjurnar voru lagðar niður. Hann er bjartsýnn fyrir hönd bæjarins. „Ég hef fulla trú á því að sveitarfélagið eigi eftir að vaxa tiltölulega hratt miðað við fyrri ár. Trúin á getu og gæði bæjarins er vaxandi, bæði innan bæjar og utan. Tækifæri liggja í því sem hefur verið að skjóta rótum hér á undanförnum árum. Tækifærum sem tengjast menntun, menningu og heilbrigðisþjónustu.“ haflidi@frettabladid.is SJÓNVARP Silfur Egils verður á dagskrá Skjás eins næstkomandi sunnudag og hefst þar með þriðja starfsárs Egils Helgasonar á skjánum. Þátturinn hefur meðal annars verið kjörinn besti sjón- varpsþáttur ársins og afgerandi hluti af þjóðmálaumræðunni í landinu. „Ég breyti engu. Held bara áfram,“ segir Egill Helgason sem dvalið hefur í Suður - Frakklandi í sumar ásamt ungum syni sínum og konu. „Þátturinn verður á dag- skrá í allan vetur og fram yfir kosningar næsta vor. Ég sem bara fyrir eitt tímabil í einu,“ segir hann.  EGILL HELGASON Næsta sunnudag. Skjár einn: Egill aftur Búsetukostir eru mjög góðir Fréttablaðið verður borið í öll hús á Akureyri frá og með deginum í dag. Bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, fagnar áfanganum og telur óhjákvæmilegt að vægi akureyskra frétta aukist í blaðinu. M YN D : M YN RÚ N Það er ánægjulegt að menn hafi getu og trú á því að hér séu tækifæri fyrir þennan fjöl- miðil. VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR Akureyringar bætast í dag í hóp fastra lesenda blaðsins. Bærinn er vinsælasti áfangastaður innlendra ferðamanna hér á landi. KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.