Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 18. september 2002 Roy Keane: Fær tveggja daga frest til áfrýjunar FÓTBOLTI Roy Keane, fyrirliði Man. Utd., fékk í gær tveggja sólar- hringa frest til að áfrýja tveimur ákærum enska knattspyrnusam- bandsins þar sem hann er sakaður um að hafa komið slæmu orði á knattspyrnuíþróttina. Búist var við að Keane myndi áfrýja kærun- um innan 14 daga, en hann hefur nú fengið tveggja daga aukafrest til að áfrýja. Það var sjálfsævisaga Keane sem fór fyrir brjóstið á enska knattspyrnusambandinu.  HNEFALEIKAR Don King, umboðs- maður hnefaleikamanna, segir að nýr bardagi á milli Lennox Lewis, heimsmeistara í þungavigt, og Mike Tyson myndi þýða sjálfs- morð fyrir Tyson. Tyson, sem er fyrrverandi heimsmeistari, var rotaður af Lewis í viðureign þeir- ra fyrr á árinu eftir að hafa átt í vök að verjast allan bardagann. „Það yrði sjálfsmorð fyrir Mike að fara í hringinn á móti Lewis. Það sem gerðist var ekki bardagi heldur slátrun,“ sagði King um síðustu viðureign þeirra félaga. King sagði Lewis vera óum- deildan heimsmeistara í þunga- vigt í heiminum og bætti því við að hann ætti að íhuga að leggja keppnishanskana á hilluna finni hann ekki verðugan andstæðing. „Það er undir Lewis komið að ákveða það. Þegar þú ert á toppn- um og styrkleiki andstæðinganna er ekki mikill gæti verið alveg eins gott að hætta,“ sagði hann. Lewis hefur þegar afsalað sér titli alþjóðlega hnefaleikasam- bandsins fyrir að neita að berjast við Chris Byrd. Talið er að Lewis muni í stað- inn mæta Úkraínumanninum Vla- dimir Klitschko í einvígi um WBC-titilinn.  Don King: Varar Tyson við öðru einvígi við Lewis TYSON OG LEWIS Síðasta einvígi Lennox Lewis og Mike Tyson var leikur kattarins að músinni. Tyson var rotaður í 8. lotu. FÓTBOLTI Maccabi Haifa skráir nafn sitt í sögubækurnar í kvöld þegar það verður fyrsta knatt- spyrnuliðið frá Ísrael sem tekur þátt í Meistaradeild Evrópu. And- stæðingarnir eru ekki af verri endanum því Maccabi sækir Manchester United frá Englandi heim í fyrsta leik F-riðils. Við fyrstu sýn virðist vera á brattan að sækja fyrir ísraelska liðið. Það þarf þó ekki að vera því enska liðið hefur aldrei byrjað deildina eins illa og í ár. Liðið leikur án fyrirliðans, Roy Keane, og Paul Scholes. Nicky Butt er tæpur vegna meiðsla sem og David Beckham og Juan Sebastian Ver- on. Leikmenn Maccabi eru hins vegar allir við hestaheilsu og ættu að geta sýnt sig frammi fyr- ir 67 þúsund áhorfendum á Old Trafford. OIympiakos mætir Leverkusen í hinum leik F-riðils. Brasilíska knattspyrnuhetjan Rivaldo spilar væntanlega sinn fyrsta Evrópuleik fyrir AC Milan frá Ítalíu en kom til liðsins fyrir þetta tímabil frá spænska stór- veldinu Barcelona. AC Milan mætir Lens frá Frakklandi í G- riðli. Franska liðið hefur misst nokkra leikmenn frá því á síðasta tímabili þar á meðal Senegalann El-Hadji Diouf sem gekk til liðs við Liverpool. Stórleikur G-riðils verður þegar Bayern Munchen mætir Deportivo La Coruna frá Spáni. Michael Ballack verður í leikmannhópi þýska liðsins en hann hefur verið að jafna sig af meiðslum. Liðið leikur þó án Roque Santa Cruz og Sebastian Diesler. Juventus sækir Feyernoord frá Hollandi heim í F-riðli og Newcastle fer til Úkraínu til að spila við Dynamo Kiev. Í H-riðli mætast Barcelona og Club Brug- ge annars vegar en Lokomotiv Moskva og Galatasaray hins veg- ar.  Sögulegur leikur Maccabi Haifa frá Ísrael mætir Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Átta leikir á dagskrá. Stórleikur þegar Bayern Munchen tekur á móti Deportivo La Coruna í F-riðli. Í BARÁTTU Rio Ferdinand og Fabien Barthez, leik- menn Manchester United, verða í eldlín- unni í kvöld þegar liðið mætir Maccabi Haifa frá Tel Aviv. Ísraelska liðið þarf að leika heimaleiki sína á Kýpur vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. LEIKIR DAGSINS Í MEISTARADEILD EVRÓPU: E-riðill Dynamo Kiev - Newcastle Feyenoord - Juventus F-riðill Manchester United - Maccabi Haifa Olympiakos - Leverkusen G-riðill Bayern Munchen - Deportivo La Coruna AC Milan - Lens H-riðill Barcelona - Club Brugge Lokomotiv Moscow - Galatasaray MADRID, SPÁNI, AP Svarta perlan frá Brasilíu, Pele, býst við því að landi hans, Ronaldo, eigi eftir að standa sig með prýði hjá Real Ma- drid. Segir hann einnig að áhyggj- ur varðandi líkamsástand kap- pans séu óþarfar. „Hann á eftir að skora fullt af mörkum fyrir Ma- drid. Frammistaða hans á HM hlýtur að hafa þaggað niður í efa- semdaröddum um að hann hafi verið illa á sig kominn fyrir mótið. Hann skoraði mörk og var afar mikilvægur leikmaður í brasil- íska liðinu,“ sagði Pele er hann heimsótti Madrid fyrir skömmu. Pele, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið, varði einnig félaga- skipti Ronaldo frá ítalska liðinu Inter yfir í Real Madrid. „Ég skil ekki gagnrýnina. Atvinnumaður getur ákveðið að fara þangað sem honum dettur í hug. Ronaldo hef- ur ákveðið að taka þátt í spænsku fótboltaveislunni, sem í langan tíma hefur laðað til sín bestu knattspyrnumenn heimsins.“ Talið er líklegt að Ronaldo leiki sinn fyrsta leik með Madrid í næstu viku í Meistaradeildinni er liðið tekur á móti belgíska liðinu Genk á Santiago Bernabeu leik- vanginum.  RONALDO Ronaldo skokkar með sjúkraþjálfara Real Madrid. Hann undirbýr sig nú af fullum krafti fyr- ir fyrsta leik sinn með Evrópumeisturunum. Pele styður við bakið á Ronaldo: Á eftir að skora fullt af mörkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.