Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 4
Afli skipa og báta Hraðfrysti-hússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal, sem eru sjö talsins, var samtals 12.778 tonn á ný- liðnu fiskveiðiári og aflaverð- mætið samtals 1.947 milljónir króna. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson er þar lang- þyngstur á metunum með 5.027 tonna afla að verðmæti 1.122 milljónir króna. bb.is ADSL-háhraðatenging fyrirNetið verður sett upp á Tálknafirði í nóvember. Hins vegar munu þeir sem búa í Vest- urbyggð, svo sem á Patreksfirði og Bíldudal, þurfa að bíða eftir slíkri tengingu þangað til ein- hvern tímann á árinu 2003. bb.is 4 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR INNLENT INNLENT RANNSÓKN Lögreglan í Kína rannsakar skyndibitastað- inn þar sem matareitrunin átti sér stað. Matareitrun í Kína: Karlmaður handtekinn NANJING, AP Kínversk yfirvöld hafa handtekið mann sem grun- aður er um aðild að útbreiðslu matareitrunar á skyndibitastað í austurhluta landsins þar sem að minnsta kosti 49 manns létu lífið. Maðurinn var handsamaður í Shangquiu er hann reyndi að flýja undan lögreglunni í lest. Yf- irvöld í Kína hafa ekki viljað gefa upp nákvæma tölu um fjölda lát- inna. Samkvæmt óopinberum töl- um gæti fjöldinn náð rúmlega 100 manns. Meirihluti þeirra sem létust voru skólabörn.  AP/M YN D KOSNINGAR Allt bendir til þess að kosningarnar í Þýskalandi á sunnudaginn verði tvísýnar. Nýj- ustu skoðanakannanir spá reynd- ar Jafnaðarmönnum sigri undir forystu Gerhards Schröders kansl- ara, en munurinn er ekki það mikill að úrslitin gætu farið á hvorn veg- inn sem er. Undan- farnar vikur hafa Jafnaðarmenn og Kristilegu hægri- flokkarnir hafa skipst á um að hafa yfirhöndina í skoðanakönnun- um. Hörð afstaða Shcröders gegn hernaði á hendur Írak virðist hafa fallið þýskum kjósendum vel í geð. Edmund Stoiber, kansl- arefni hægri flokkanna, segir hins vegar að kanslarinn hafi þarna tekið eigin hagsmuni í kosningum fram yfir hagsmuni Þýskalands og öryggishagsmuni Vesturlanda almennt. Viðbrögð hægri flokkanna við dvínandi gengi í síðustu skoðana- könnunum voru hins vegar þau, að setja fram hugmyndir um að vísa þurfi útlendingum fyrr úr landi en gert hefur verið. Þeir vilja einnig gera þá kröfu til út- lendinga, sem dveljast í landinu, að þeir hafi gott vald á þýskri tungu og viðurkenni þýska rétt- arkerfið. Jafnaðarmenn sögðu þetta út- spil einkennast af örvæntingu. Schröder kanslari sagði hægri menn ætla sér stunda kosninga- baráttuna síðustu vikuna á kostn- að útlendinga. Þýska útgáfa dagblaðsins Fin- ancial Times kvaddi sér hins veg- ar óvænt hljóðs í kosningabarátt- unni í gær. Í löngu máli var þar gerð grein fyrir þeirri afstöðu blaðsins, að tímabært væri orðið að skipta um stjórn í landinu. Í Þýskalandi hefur til þessa ekki tíðkast að dagblöð taki jafn skýra afstöðu með eða á móti stjórnmálaflokkum í miðri kosn- ingabaráttu. Sýnist sitt hverjum um þetta framtak blaðsins, sem er systurblað breska dagblaðins Financial Times, en gefið út á þýsku. Kristilegu hægri flokkarnir í Þýskalandi eru tveir. Þeir voru báðir stofnaðir að lokinni seinni heimsstyrjöldinni og hafa starf- að náið saman á landsvísu allt frá upphafi. Annar þeirra, flokkur kristilegra félagssinna (CSU), starfar eingöngu í Bæjaralandi, þar sem Gerhard Stoiber er for- sætisráðherra. Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls fyrrverandi kanslara, lætur Bæjaraland í friði en býður fram annars stað- ar í Þýskalandi.  Schröder kanslari Þýskalands hefur fengið byr undir báða vængi á lokaspretti kosninga- baráttunnar. Kosið verður á sunnudaginn. Tvísýnar kosningar í vændum ANDSTÆÐINGAR Á ÞINGI Edmund Stoiber, kanslaraefni hægrimanna, er þarna í ræðustól á þýska þinginu. Á bak við sitja, frá vinstri talið, þeir Otto Schily innanríkisráðherra, Joschka Fischer utanríkisráð- herra og Gerhard Schröder kanslari. Undanfarnar vikur hafa Jafnaðarmenn og Kristilegu hægri flokk- arnir hafa skipst á um að hafa yfir- höndina í skoðanakönn- unum. FYLGI ÞÝSKRA STJÓRNMÁLAFLOKKA Skoðanakönnun Kosn. 1998 Kristilegir (CDU/CSU) 36,0% 35,2% Frjálslyndir (FDP) 8,5% 6,2% Jafnaðarmenn (SPD) 38,5% 40,9% Græningjar 8,0% 6,7% Sósíalistar (PDS) 4,7% 5,1% Aðrir – 5,9 % GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.64 1.23% Sterlingspund 135.74 0.57% Dönsk króna 11.5 0.73% Evra 85.44 0.74% Gengisvístala krónu 129,65 0,68% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 210 Velta 2.688 m ICEX-15 1.297 -0,67% Mestu viðskipti Össur hf. 58.908.000 Delta hf. 42.801.200 Kaupþing banki hf. 19.960.487 Mesta hækkun Síldarvinnslan hf. 22,22% SÍF hf. 3,95% Marel hf. 2,21% Mesta lækkun Íslandssími hf. -2,94% Eignarhaldsfé. Alþýðub. hf. -2,69% Bakkavör Group hf. -1,92% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8283,3 -1,20% Nsdaq*: 1270,8 -0,40% FTSE: 4025,1 -0,50% DAX: 3288,2 -0,90% Nikkei: 9543,9 3,30% S&P*: 886,9 -0,50% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Hafnarstjórn Bolungarvíkurer meðmælt því að bæjar- stjórn Bolungarvíkur gangi til makaskipta við rækjuverk- smiðjuna Bakkavík hf. á lóðum norðan við fasteign Bakkavíkur og lóð bæjarsjóðs suðaustan við fyrirtækið. bb.is Djúpvegur í Skötufirði varlokaður allri umferð kl. 21 í gærkvöld. Vegurinn opnar aftur klukkan 8 í dag. Vegurinn var lokaður vegna færslu vegarins í Gilseyrarbrekku því sem næst í framtíðarvegstæðið. bb.is KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 20,3% Nei 79,7% Áttu hlutabréf í DeCode? Spurning dagsins í dag: Eru Írakar trúverðugir þegar þeir bjóða vopnaeftirlit? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já DECODE Um fimmtungur kjósenda á frett.is segjast eiga hlutabréf í DeCode. REFSILÖG „Ég hef í hyggju að setja fram frumvarp til breytinga á al- mennum hegningarlögum sem skilgreinir svokallað mansal og gerir að sérstöku hegningarlaga- broti. Fyrirmyndir er til dæmis að finna í samningnum Sameinuðu Þjóðanna. Þetta er þáttur í sam- norrænu átaki sem dómsmálaráð- herra og félagsmálaráðherra koma báðir að fyrir hönd Íslands,“ segir Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Á dögunum var heimasíðu átaks Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna gegn verslun með konur hleypt af stokkunum en þar má finna allar upplýsingar um sameiginlega átakið og átak í hverju ríki fyrir sig. Íslendingar horfa til reynslu nágrannaríkj- anna í þessum málum, einkum Svíþjóðar en þar hefur verulega dregið úr verslun með konur síð- an lögum var breytt þar og refs- ingar gegn mansali hertar. „Refsiréttarnefnd sem nú fjall- ar um hugsanlegar breytingar á almennum hegningarlögum mun fjalla um þetta mál jafnhliða. Ég geri ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fljótlega og vonast til leggja fram frumvarpið í vet- ur,“ segir Sólveig Pétursdóttir.  Barátta gegn mansali: Lagafrumvarp fyrir Alþingi í vetur SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Hefur í hyggju að setja fram frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum sem skilgreinir svokallað mansal og gerir að sérstöku hegningarlagabroti. ÚTIVISTARTÍMI „Við vitum til þess að foreldrar fari ekki eftir útivistar- tímum og leyfa börnum sínum að vera lengur úti en lög segja til um. Kannanir sýna að börn verða frek- ar fyrir áföllum eftir að útivistar- tíma lýkur,“ segir Elísa Wium, framkvæmdarstjóri Vímulausra æsku. Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar segir að börn 12 ára og yngri megi ekki vera úti á almannafæri eftir klukkan 20.00 frá 1. septem- ber til 1. maí og eftir klukkan 22.00 frá 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum. Útivistar- tími 13-16 ára sé til klukkan 22.00 frá 1. september til 1. maí og til klukkan 24.00 frá 1. maí til 1. sept- ember. Undanskilið sé bein heim- leið frá viðurkenndum skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomum. Elísa bendir á að útivistarregl- urnar séu ekki settar fram af tilvilj- un. Ekki þurfi annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrji að fikta með áfengi og aðra vímugjafa og hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífs- reynsla eigi sér stað. Á heimasíðunni vimuvarnir.is segir að rannsóknir sýni að mikill meirihluti foreldra setji börnum sínum reglur um útivistartíma, viti hvar barn þeirra sé statt þegar það er ekki heima og hvað það aðhefst. Þegar rannsóknir á eftirliti for- eldra eru síðan skoðaðar kemur í ljós að heldur virðist draga úr áher- slu á að reglum um útivistartímann sé fylgt þegar börnin fara að eldast. Fram kemur að foreldrar barna í 8., 9. og 10. bekk eru ólíklegri en for- eldrar annarra barna til að segja þau fara alltaf eftir reglum um úti- vistartíma, Hins vegar séu þau lík- legri til að segja þau oftast fara eft- ir slíkum reglum. Svipuð niður- staða kemur í ljós þegar litið er til reynslu ungmenna.  Ábyrgð foreldra Foreldrar eldri barna fara síður eftir útivistartímum 18 ÁRA ÁBYRGÐ Elísa Wium segir herferðina 18 ára ábyrgð hafa borið árangur fyrir verslunarmannahelgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.