Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 24
Stundum gerist það að því meirifréttir sem manni eru sagðar þeim mun minna skilur maður í því sem er raunverulega að gerast. Til dæmis skil ég ekki bofs í þessu Ás- landsskólamáli sem alltaf er verið að tala um: Skólastjórinn hættir. Kennarar leggja fram kröfur. Geng- ið er að öllum kröfum. Kennarar halda áfram að stræka. Skólastarf í uppnámi. Bæjarstjórn riftir samn- ingi við Íslensku menntasamtökin. Málaferli í aðsigi. HELST skilst manni að allt þetta vesen stafi af því að þarna sé á krei- ki útlendingur eins og jóker í spila- stokki eða fimmta hjól undir vagni og kunni ekki það vandaverk að um- gangast eða starfa með Íslendingum - sem samkvæmt sömu rökum kunna þá ekki heldur að umgangast eða starfa með útlendingum. NÝJASTA TEÓRÍAN í íslenskum fréttaskýringum er „Kenningin um Bláu höndina“, það er að segja að hægri höndin á Davíð Oddssyni sé á bak við allt sem gerist hér á landi og líka það sem ekki gerist. Þetta er til marks um einlægan vilja frétta- skýrenda til að skilja alla hluti á himni og jörðu djúpum skilningi. Enginn hefur séð Bláu hendinni bregða fyrir við Áslandsskóla en á skyggnilýsingafundum hafa þó kom- ið fram aðilar sem telja sig hafa séð bregða fyrir Bleikri hendi vinstra megin á svæðinu haldandi af alefli í þá íslensku reglu að íslenskir skólar séu reknir af íslenskum sveitarfé- lögum samkvæmt íslenskum grunn- skólalögum sem enginn skilur nema ef vera kynni Björn Bjarnason fyrr- verandi menntamálaráðherra - blessuð sé pólitísk minning hans. SAMKVÆMT Íslensku handa- kenningunni hefur Davíð bláa hönd, Halldór græna, Össur bleika og Steingrímur fölgræna með eldrauð- um útbrotum, Sverrir Hermannson er blár á handarbakinu en lófarnir eru loðnir og laxableikir. Það verða margar hendur á lofti þegar líður að kosningum á vori komanda og snör handtök við að greina og túlka hin ýmsu litbrigði handanna að handan og þá mun reyna á skilning okkar sem eigum að skilja fréttir ekki síð- ur en skilning þeirra sem eiga að út- skýra þær. Góð æfing fyrir alla væri að byrja á því að reyna að skil- ja þetta Áslandsskólamál.  7,35% 8,75% frá til Engin lágmarksupphæð Engin úttektar-þóknun Enginn kostnaður Innlánsvextir* Enginn binditími Komdu í heimsókn á sölusta› okkar í Kringlunni… …hringdu í síma 533 2424 …e›a kanna›u máli› á www.s24.is Færð þú tölvu? Einn heppinn einstaklingur sem byrjar að spara fyrir 1. nóvember 2002 fær að launum glæsilega Compaq tölvu og prentara í boði Opinna Kerfa og Pennans að verðmæti 219.700 kr. *m.v. vaxtatöflu 11.9.2002 SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Íslenska handa- kenningin Bakþankar Þráins Bertelssonar Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.