Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 6
6 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR Norðurál hagnast: Rekstrar- umhverfið erfiðara STÓRIÐJA Norðurál í Hvalfirði skil- aði rúmlega 400 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Velta félagsins var rúmir fjórir milljarðar. Afköst álversins hafa aukist, en það var stækkað úr 60 þúsund tonna framleiðslugetu í 90 þúsund um mitt síðasta ár. Álverð hefur farið lækkandi í dollurum frá fyrra ári, auk þess sem dollarinn hefur veikst gagnvart krónu. Það rýrir afkomu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að rekstraumhverfi hafi versnað er gert ráð fyrir áfram- haldandi hagnaði á árinu.  SAMGÖNGUR Göngubrú yfir Miklu- braut við Kringluna var formlega opnuð í gærdag. Hófst undirbún- ingur vegna hönnunar í júlí 2001. Göngubrúin er sú þriðja yfir Miklubraut. Heildarkostnaður við hana er 86 milljónir en það er Vegagerðin og Reykjavíkurborg sem eru byggingaraðilar. Brúin var smíðuð í Póllandi en flutt til landsins í fimm hlutum og sett saman í heild sinni áður en hún var hífð niður á stólpana. Jarðvinnu lauk í júlí og stálsmíði um miðjan september. Endanleg- um frágangi verður lokið nú í september. Lagðir voru 230 metrar af nýj- um göngustígum til að tengja brúna við núverandi stígakerfi beggja vegna Miklubrautar. Stíga- kerfi norðan við Miklubraut bæt- ist til muna með tilkomu stígs sem liggur sunnan við Framsvæði að undirgöngum og Kringlumýra- braut. Einnig var endurbætt veg- tenging frá Kringlu til austurs inn á Miklubraut. Umferð um Miklu- braut undir brúna er um 45.000 bílar á sólarhring.  Reykjavík: Göngubrú yfir Miklubraut opnuð GÖNGUBRÚ YFIR MIKLUBRAUT Samgönguráðherra og borgarstjóri opnuðu brúnna formlega í gærdag. MIÐBÆRINN Norski listmálarinn Odd Nerdrum hefur fest kaup á gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og hyggst nota það sem íbúðarhús fyrir sig og fjölskyldu sína. Húsið hefur stað- ið autt svo misserum skiptir en Guðjón Már Guðjónsson í OZ keypti það á sínum tíma fyrir rúmar 70 milljónir og ætlaði að breyta í frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk í sam- vinnu við banda- ríska aðila. Fjár- mögnun gekk erfið- lega og nú er ljóst að ekkert verður úr á þessum stað þar sem Odd hefur keypt húsið. Odd Nerdr- um hélt sýn- ingu á verkum sínum á Kjar- valsstöðum í apríl í fyrra og vakti mikla at- hygli. Þótti hann skemmtileg- ur í samstarfi og alls ekki eins brjálaðaður og myndir hans gefa til kynna. Frekar eins og stór og góður bangsi. Aðal- steinn Ingólfsson listfræðing- ur fagnar komu Odd í Þing- holtin: „Það er vissulega gaman að fá hann hingað þó ég búist ekki við að hann eigi eftir að hafa sérstök áhrif í hópi ís- lenskra myndlistarmanna. Odd er mikill einfari og rekst illa í hópum. Hann hefur geng- ið gegn öllum stefnum og smekk til dæmis með því að mála klassíkina upp á nýt. Mér finnst varið í hann,“ segir Aðalsteinn. Íslenskt landslag er áberandi bakgrunnur í mörgum verka Odd enda hefur hann dvalist mikið hérlendis og þá mest hjá vini sín- um Gunnari Dungal hestabónda í Dallandi rétt utan höfuðborgar- innar. Talið er að Gunnar hafi haft milligöngu um kaup Odd á gamla Borgarbókasafninu sem er eitt fallegasta hús höfuðborgarinnar, byggt af norskum kaupmanni snemma á síðustu öld. Kaupmað- urinn bjó þó aldrei sjálfur í húsinu og lenti það í eigu Johnson - fjöl- skyldunnar. Reykjavíkurborg átti þó húsið lengst af og rak þar Borgarbókasafnið. Arkitekt húss- ins var Einar Erlendsson sem meðal annars teiknaði Gamla bíó (Íslensku óperuna) og Galtafell við Laufásveg. eir@frettabladid.is Odd Nerdrum í gamla Borgarbókasafnið Guðjón í OZ selur og hættir við frumkvöðlasetur. Keypti húsið fyrir rúmar 70 milljónir á sínum tíma. Hefur staðið autt síðan. Það er vissu- lega gaman að fá hann hingað þó ég búist ekki við að hann eigi eftir að hafa sérstök áhrif í hópi íslenskra myndlistar- manna. ODD NEDRUP Mikill einfari sem rekst illa í hópum. GAMLA BORGARBÓKASAFNIÐ Loks færist í það líf. HERJÓLFUR Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að ganga til samn- inga við Samskip hf. um fjölgun ferða Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Gert er ráð fyrir að samið verði um fjölgun ferða í samræmi við tillögur starfshóps ráðherra. Starfshópurinn var skipaður í sumar og lagði til að ferðum Herjólfs yrði strax fjölgað úr sjö ferðum á viku í níu yfir vetrartímann og síðar í tíu ferðir á viku. Eyjamenn hafa verið óhressir með samgöngu- mál sín og hafa 1.600 manns rit- að nöfn sín á undirskriftalista sem legið hafa frammi síðustu daga. Þar er þess krafist að rík- isvaldið tryggi að minnsta kosti tvær ferðir með Herjólfi á dag allt árið og geri nú þegar ráð- stafanir til að fá nýja og hrað- skreiða ferju til landsins. Boðað hefur verið til borgara- fundar um Vestmannaeyjar og samgöngumál næstkomandi föstudag og við það tækifæri á að afhenda samgönguráðherra eða fulltrúa hans undirskrifta- listana.  HERJÓLFUR Eyjamenn vilja aukna ferðatíðni strax og síðar nýja og hraðskreiðari ferju. Siglingar milli lands og Eyja: Ráðherra vill fjölga ferðum Herjólfs Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 D ub lin bí›ur flín á mann m.v. að 2 fullorðnir og 1 börn, 2ja-11 ára ferðist saman Innifalið: Flug, gisting á The Ormond Quay Hotel, morgunverður og flugvallarskattar. á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman Ver›dæmi Flugsæti 42.120 kr. 39.195 kr.staðgr. á mann með flugvallarsköttum staðgr. staðgr. 32.120 kr. Varningur frá Ísrael: Samtök verslunar og þjónustu segja pass VERSLUN Samtök verslunar og þjónustu taka ekki afstöðu til þess hvort verslanir hætti sölu á vörum frá Ísrael eða sérmerki þær, eins og félagið Ísland- Palestína hefur óskað eftir. Sam- tökin benda á að með fríverslun- arsamningi Íslands við Ísrael hvetja stjórnvöld í raun til frek- ari viðskipta milli landanna. Sam- tök verslunar og þjónustu segja það ekki samræmast hlutverki sínu að vinna gegn þessu mark- miði stjórnvalda. Einstakar verslanir eða verslanasamstæður kunni að sérmerkja vörur frá Ísr- ael, til að þóknast viðakiptavin- um sínum. Samtök verslunar og þjónustu muni hins vegar hvorki hvetja til þess né letja.  Norður- Kóreumenn: Játa að hafa rænt 11 Japönum PYONGYANG, NORÐUR-KÓREU, AP Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, á fundi þeirra í gær að fjórir af þeim ell- efu Japönum sem talið var að Norður-Kóreumenn hefðu rænt á 8. og 9. áratug síðustu aldar, séu enn á lífi. Var þetta í fyrsta sinn sem leiðtogarnir tveir hittast undir fjögur augu. Norður- Kóreubúar höfðu fram til þessa neitað allri aðild að hvarfi mann- anna. Mönnunum sem rænt var, voru fengnir til að kenna norður- kóreskum leyniþjónustumönnum japönsku og allt um japanska menningu.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.