Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 2
2 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR STUTTAR INNLENT Gat kom á einn olíutank nóta-skipsins Neptúnusar ÞH sem tók niðri í innsiglingunni við Grindavík fyrir helgi þannig að olía lak í sjóinn. Fulltrúi Holl- ustuverndar ríkisins, sem fór á staðinn, segir að mengunin hafi ekki verið mikil en ómögulegt virðist að segja hversu mikið lak út. Skipið liggur við festar í Grindavík og átti að fara í slipp í gær. vf.is Félög og deildir frá Reykjanes-bæ hafa orðið fyrst til þess að óska eftir því að fá úttekt á starf- semi sinni í kringum barna- og unglingastarf til þess að hljóta viðurkenninguna „Fyrirmyndar- félag ÍSÍ“. vf.is SAMNINGSSLIT Stefán Axel Stefáns- son, sem rekið hefur Þjóðleikhús- kjallarann frá því í fyrra, vill að rannsakað verði hvernig á því stan- di að eftir að Björn Leifsson hafi selt sér rekstur Þjóðleikhúskjallar- ans í fyrra hafi hann fengið um 3 milljóna króna reikning greiddan frá Byggingarnefnd Þjóðleikhúss- ins. Reikningurinn, sem er frá því í febrúar í fyrra, er m. a. vegna end- urnýjunar á frystiklefa og eldhúsi. Hann er uppáskrifaður af Árna Johnsen. Í yfirlýsingu Stefáns Ax- els segir að fyrirtæki hans, Forum ehf., hafi ítrekað reynt að fá upp- lýsingar hjá Þjóðleikhúsinu varð- andi gögn og tæki í kjallaranum sem leikhúsið teldi sig eiga. Þá eigi Forum háar fjárhæðir inni hjá leik- húsinu sem það hafi ekki greitt. Stefán Axel framvísaði í gær óundirrituðu „vottorði“ húsasmiðs þess efnis að umdeildur bar í leik- húskjallaranum hafi þarfnast við- gerða vegna rakaskemmda. Þá seg- ir hann að tiltekið píanó sé ekki eign Þjóðleikhússins þar sem það sé ekki á lista leikhússins yfir muni sem það telji sig eiga. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri segir að viðskipti fyrirtækja Stefáns Axels og Björns Leifssonar séu Þjóðleikhúsinu óviðkomandi. Hvað píanóið varði sé það örugg- lega eign leikhússins. Stefán segist ekki hafa fengið að sjá vottorð húsasmiðsins, en barinn hafi verið sóttur upp í Grafarvogi þar sem Stefán Axel sé að opna nýjan stað. Ólíklegt sé því barinn hafi verið tekinn til að fara með hann viðgerð ekki síst þegar það kom í ljós í hvaða ástandi honum hafi verið skilað.  BLAÐAMANNAFUNDUR HJÁ FORUM Í yfirlýsingu frá Forum segir að fyrirtækið hafi ítrekað reynt að fá upplýsingar hjá Þjóðleik- húsinu varðandi gögn og tæki í kjallaranum sem leikhúsið teldi sig eiga. Rekstraraðili Þjóðleikhúskjallarans spyr um milljónagreiðslur: Vill rannsókn á greiðslum til Björns Leifssonar Markús Örn Antonsson mungegna embætti útvarps- stjóra Ríkisútvarpsins næstu fimm ár eða til loka árs 2008. Bréf Menntamálaráðuneytisins frá því fyrr í sumar um fram- lengingu skipunar Markúsar Arn- ar í embætti var lagt fram á fundi útvarpsráðs í gær. Sam- kvæmt ákvæðum laga er mennta- málaráðherra ekki skylt að aug- lýsa embættið laust til umsóknar. Ráðningu forstöðumannsfréttasviðs Ríkisútvarpsins var frestað á fundi útvarpsráðs í gær. Mat ráðgjafa Deloitte og Touche á umsækjendum, auk um- sagnar þeirra var lagt fyrir út- varpsráð ásamt bréfi frá útvarps- stjóra og lista yfir umsækjendur. Samþykkt var að fresta ráðningu í stöðuna og kalla ráðgjafa Deloitte og Touche á næsta fund. STJÓRNMÁL Barátta Bryndísar Hlöðversdóttur og Jóhönnu Sig- urðardóttur um forystu í öðru Reykjavíkurkjördæmanna er tal- in munu yfirgnæfa annað í vænt- anlegu prófkjöri Samfylkingar. Gert er ráð fyrir að prófkjörið verði haldið fyrri hluta nóvembermánað- ar. Þær sækja styrk sinn í ólíkar áttir. Jóhanna hef- ur sýnt það í gegn- um tíðina að hún á auðvelt með að kalla á stóran hóp fólks til stuðn- ings við sig. Bryndís er talin sterkari innan flokksins. Fyrir- komulag prófkjörs, opið eða bund- ið við flokksmenn, getur því ráðið miklu um úrslitin. Það mun enginn sækja að Öss- uri Skarphéðinssyni, formanni flokksins. Umræðan um hugsan- lega endurkomu borgarstjóra í þjóðmálin virðist hafa styrkt hann í sessi innan flokksins. Þá hefur hann náð flokknum upp í kjörfylgi sem mörgum þótti ólíklegt fyrir ári þegar fylgi flokksins mældist hvað minnst. Aðrir munu berjast um þau þingsæti sem eftir eru. Telja ýms- ir raunhæft að flokkurinn nái sjö þingmönnum í Reykjavík. Allt umfram það þurfi flokkurinn að sækja fast. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir kom mjög á óvart í prófkjöri Samfylkingar 1999. Var þá nærri búin að velta Össuri í fimmta sætið. Guðrún Ögmunds- dóttir fer ekki hátt. Hún er vina- mörg og talin geta sótt atkvæði víða. Aðrir keppa við þær um fjögur sæti. Menn telja erfitt að meta styrk Einars Karls Haralds- sonar. Hann sé vel þekktur en ekki sem stjórnmálamaður. Mörg- um þykir líklegt að Mörður Árna- son fari fram. Hann kom á óvart í síðasta prófkjöri en missti naum- lega af þingsæti. Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Ungra jafn- aðarmanna er helst talinn eiga möguleika á varaþingmannssæti. Eiríkur Bergmann Einarsson sækir fylgi til Evrópusinna. Borg- arstjóraumræðan er þó talin hafa skaðað hann í ákveðnum hópum. Árni Páll Árnason hefur verið nefndur en er óþekkt stærð. Athygli vekur að engin ný kona er nefnd sem líklegur frambjóð- endur. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort prófkjörið verði opið almenningi eða aðeins fyrir flokksmenn. brynjolfur@frettabladid.is NOKKRIR ÞINGMENN SAMFYLKINGAR Samfylkingarmenn telja sig eiga að fá sjö sæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Góð kosningabarátta og meðbyr geti skilað fleiri sæt- um. Á þau sé ekki hægt að stóla. Barátta Jóhönnu og Bryndísar í brennidepli Össur siglir lygnan sjó í prófkjöri Samfylkingar. Spennan mest um annað sætið þar sem Bryndís Hlöðversdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir takast á. Aðrir taldir munu takast á um fjögur þingsæti. „Athygli vekur að engin ný kona er nefnd sem líklegur frambjóðend- ur.“ NORÐLINGAÖLDUVEITA Landvernd telur að Skipulagsstofnun hefði átt að hafna framkvæmdunum. Norðlingaölduveita: Landvernd kærir UMHVERFISMÁL Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu sunnan Hofsjökuls til um- hverfisráðherra. Í fyrradag sam- þykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að gera slíkt hið sama. „Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur skýrt fram að umhverfisá- hrif Norðlingaöldnuveitna eru í fjölmörgum þáttum veruleg og óafturkræf, þrátt fyrir mótvægis- aðgerðir,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Landvernd. „Mótvægis- aðgerðir sem lýst hefur verið eru viðamiklar og líklegar til að valda umtalsverðum umhverfisáhrif- um, en það hefur ekki verið metið. Það hefði því verið rökrétt af Skipulagsstofnun að hafna fram- kvæmdum.“  Fréttablaðið: Halló Akureyri ÚTGÁFA Akureyringar fá Frétta- blaðið með morgunkaffinu í dag. Héðan í frá mun blaðið verða bor- ið út á um 6.000 heimili á Akur- eyri snemma morguns frá mánu- degi til laugardags. Fréttablaðið er nú borið út án endurgjalds á hátt í 75 þúsund heimili þar sem tveir þriðju hlutar landsmanna búa. Fréttablaðið vonast til að Ak- ureyringar muni taka blaðinu jafn vel og íbúar á hörfuðborgarsvæð- inu hafa gert.  ÁSLANDSSKÓLI Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar gat í gær ekki afgreitt til- lögu um að rifta samningi við Ís- lensku menntasamtökin um rekst- ur Áslandsskóla. Í upphafi fund- arins var lögð fram dagskrártil- laga frá meirihluta bæjarstjórnar um að fundargerð fræðslunefnd- ar frá því í fyrradag, þar sem lagt var til að samningnum yrði rift, yrði tekin á dagskrá. Til þess að koma málinu á dag- skrá þurfti að samþykkja afbrigði frá fundarsköpum, en til þess þarf samþykki 2/3 hluta bæjarstjórnar. Minnihlutinn lagðist gegn tillög- unni og var því boðað til auka- fundar klukkan 17.30 í dag þar sem málið verður rætt. Í tilkynningu sem Foreldraráð Hafnarfjarðar sendi frá sér í gær kemur fram að það harmi að ekki hafi náðst að leysa ágreiningsmál í Áslandsskóla. Þar er lýst yfir stuðningi við ályktanir foreldra barna í Áslandsskóla frá því á föstudaginn. „Vonast Foreldraráð Hafnar- fjarðar til að áfram verði byggt á því sem vel hefur tekist í skóla- haldinu og að áfram verði skapað- ar aðstæður til að vinna að metn- aðarfullu og framsæknu skóla- starfi,“ segir í tilkynningunni. „Um leið hörmum við alla þá nei- kvæðu umræðu sem átt hefur sér stað auk ófaglegra vinnubragða hlutaðeiganda aðila, enda alveg ljóst að allt skaðar þetta nemend- ur skólans.“ Fræðslunefnd Hafnarfjarðar hefur lagt til að Erla Guðjóns- dóttir, matsfulltrúi á Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar, verði tíma- bundið ráðinn skólastjóri í Ás- landsskóla.  ÁSLANDSSKÓLI Foreldraráð Hafnarfjarðar sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem það harmar að ekki hafi náðst að leysa ágreiningsmál í Áslandsskóla. Mál Áslandsskóla komst ekki á dagskrá bæjarstjórnar: Aukafundur í bæjarstjórn í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.